Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 13
seei HaaMaaaa .er huoaqjiaouaj aiaAjaKUOHOi/. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992 a si Ef 13 „Ofsamenn reiknistokksins" Bækur Gylfi Knudsen Laxárdeilan Höfundur: Sigurður Gizurarson Útgefandi: Skákprént 1991 276. bls. Þeir eru sjálfsagt margir, einkum meðal ungs fólks, sem ekki hafa hugmynd um hvað tekist var á um í svokallaðri Laxárdeilu. Mörg er nú deilan með þrætugjarnri þjóð og ekki hægt að henda reiður á þeim öllum. Laxárdeilan var einkar vel heppnuð deila og er þess virði að saga hennar sé sögð. Hitt er annað mál, hvort lögmaður annars deiluað- ilans sé heppilegasti sögumaðurinn. Sigurður Gizurarson, sýslumaður, var lögmaður Landeigendafélags Laxár og Mývatns í margvíslegum málaferlum, sem spruttu af deilu þessari. Hann rekur sögu deilunnar í bókinni Laxárdeilan, sem ber undir- titilinn „lögmaður landeigenda segir frá". Er rétt að hafa þann titil í huga við lestur bókarinnar. Upptök Laxárdeilu, sem stóð með litlum hléum árin 1969-1973, virð- ast fremur einföld og auðskilin. Ork- uskortur var fyrirsjáanlegur Norð- anlands. Samtenging raforkukerfa var ekki komin til sögunnar og því þurfti að ráðast í framkvæmdir við nýtt orkuver. Til var svonefnd Gljúf- urversáætlun, sem gerði ráð fyrir allstórri virkjun í Laxá í Suður-Þin- geyjarsýslu. Ákvað stjórn Laxár- virkjunar að grípa til áætlunar þess- arar og reisa þriðju virkjunina við Laxá. Sá böggull fylgdi þó skamm- rifi að sökkva þurfti blómlegum dal, Laxárdal, í uppistöðulón virkjunar- innar með ýmsu raski öðru á Laxár- og Mývatnssvæðum svo sem fyrir fiskigöngur og fiskiræktunarmögu- leika. Lengi hafði kraumað undir niðri og töldu bændur sig hafa orðið fyrir búsifjum vegna fyrri orku- mannvirkja. Nú tók steininn úr, þeg- ar sækja átti raforku í Laxárbyggð- ir með stórfelldum náttúru- og eignaspjöllum. Nú er erfitt að skilja, hvernig svona hugmyndir komust yfirleitt á blað. En gæta verður að því, að á þessum árum var tækni- og hagvaxtarþankinn óþolandi magnaður. Svo dæmi sé tekið gældu „teknókratar" við hugmyndir um að steypa saman fallvötnum á hálend- inu og hleypa niður, þar sem fallið væri mest í eins konar verkfræðilegu „bomsarabomsi". Þeir hefðu reist landið upp á rönd hefði það talist hagkvæmt og tæknilega mögulegt. Þessi hugsunarháttur hefur hjaðnað dálítið. Deilan hófst haustið 1969, þegar gefið var ráðherraleyfi á grundvelli takmarkaðrar lagaheimildar fyrir 1. áfanga virkjunarinnar og þrætulok urðu ekki, fyrr en í maímánuði 1973 með undirritun sáttargerðar að Stóru-Tjörnum í Ljósavatnshreppi, sem leiddi meðal annars til setningar laga um verndun Laxár og Mývatns. Eins og títt er um magnaðar deil- ur tók Laxárdeilan á sig ýmsar myndir og áður en lauk voru mörg hýbýli undir því torfi öllu. Breiddist deilan skjótt um allt þjóðfélagið og lögðu margir orð í belg. Ýmsa þætti er hægt að greina í þessari deilu. Nefna má almenna þjóðfélagslega umræðu um tæknihyggju og nátt- úruvernd. Þá var dómsmálaþáttur deilunnar ekki ómerkur, en margvís- leg málaferli risu af deilunni bæði einkamál og opinber mál. Mikilvæg- ast í þessum efnum var dómur Hæstaréttar frá því í desember 1970 í lögbannsmáli Landeigendafélags- ins gegn Laxárvirkjun. Hæstiréttur heimilaði lögbann við virkjunarfram- kvæmdunum og styrkti dómurinn mjög stöðu landeigenda. Deilan snerti auðvitað stjórnmál og stjórn- sýslu í landinu og er það ekki ófróð- legur þáttur. Má raunar furðu gegna að stjórnmálamönnum og embættis- mönnum skyldi ekki takast að koma í veg fyrir að málið færi í þvílíkan hnút. Ekki má gleyma áhrifum þessa máls á síðari ákvarðanir í orkumál- um. Höfundur neitar því að Kröflu- virkjun sé afleiðing málaloka. Ekki munu allir sammála honum um það. Hæst reis deilan auðvitað með sprengingu Miðkvíslarstíflu í ágúst- mánuði 1970. Mannfjöldinn réðst á stífluna með járnkörlum, hökum og skóflum. Kom þá í ljós steyptur veggur. Allt í einu var komið dýn- amít. Túbur andstæðingsins voru víða í skútum. Ég sé fyrir mér mann rjóðan í vöngum hlaupa niður blóma- brekku í hvítbotna gúmmískóm með ljóðakver Sigurðar á Arnarvatni í annarri hendinni og dýnamíttúbu í hinni. „Yndislega áin mín, æðin Sigurður Gizurarson stærst frá hjarta þínu." Álasa verður spellvirkjum, en óneitanlega kemur rótgróinn sjálfræðisandi Mývetninga einkar vel fram og jafnvel viðkunn- anlega í þessum atburði. Maður spyr þeirrar spurningar hvað stuðlað hafi að sigri andstæð- inga virkjunarinnar. Svarið virðist mér nokkuð augljóst. Landeigendur sneru skjótt bökum saman, höfðu harðsnúna og duglega forystumenn og unnu fjölmiðla- og áróðursstríðið. Höfundur rekur deiluna í tímaröð og nokkuð í annálsformi. Hann rek- ur gang mikilvægustu atburða all- rækilega. Hins vegar finnst mér hann taka of mikið upp óbreytt úr greinum, bréfum og ályktunum ýmiskonar. Bókin hefði orðið læsi- legri, ef hann hefði unnið betur úr þessu og jafnframt skipað efninu niður á markvissari hátt. Þá hefði nafnaskrá og yfirlit helstu atburða mátt fylgja. Ekki hefur verið legið yfir frágangi bókarinnar. Höfundur gerir víða athugasemdir við Sögu Laxárvirkjunar eftir Gísla Jónsson, fyrrv. menntaskólakenn- ara. Gísli sat í stjórn Laxárvirkjunar á þessum tíma. Segir höfundur (á bls. 275), að Gísli geti ekki þeirrar meginröksemdar andstæðinga virkj- unarinnar, að fleiri virkjunarkostir væru fyrir hendi en Laxá og sumir miklu betri og telur það næga ástæðu til þess að saga Laxárdeilu sé einnig skrifuð með hendi eins úr herbúðum virkjunarandstæðinga. Ég hef ekki lesið bók Gísla og legg því engan dóm á hana. En var svo heitt í kolunum að tveimur áratugum síðar þurfti tvær bækur? Baráttusaga þriggja íþróttagarpa Bækur Steinar J. Lúðvíksson íþróttasljörnur. Höfundur: Heimir Karlsson. Útgefandi: AI- menna bókafélagið hf. Reykjavík 1992. Næst á eftir ráðherrunum eru afreksíþróttamenn mest í sviðsljósi íslenskra fjölmiðla. íþróttamennirn- ir lúta að vísu töluvrt öðrum lögmál- um í umfjölluninni en stjórnmála- mennirnir og eru, þegar á heildina er litið, ólíkt vinsælli. Þó verða þeir að beygja sig undir það lögmál sviðsljósanna að vera ýmist kallaðir hetjur eða labbakútar og fer nafn- giftin oftast eftir því hvernig þeim vegnar, sérstaklega þegar þeir etja kappi við erlenda íþróttamenn. Mið- að við hina margumræddu höfða- tölu verður það að teljast undravert hversu marga góða fpróttamenn við íslendingar höfum eignast. Kannski er það vegna þess hve miklr kröfur eru gerðar — við bókstaflega heimt- um að „okkar menn" standi íþrótta- mönnum annarra þjóða á sporði og gleymum því oft hve úrtakið er lít- ið hérlendis. í mörgum tilfellum er fjöldi íþróttamanna þeirra þjóða, sem við erum að keppa við, meiri heldur en heildarfjöldi íslensku þjóðarinnar. íþróttamenn, sem skara fram úr, eru jafnan söguefni. Þeir verða heimilisvinir í gegnum fjölmiðlana, ekki síst sjónvarpið, og það er fylgst náið með þeim og hvernig þeim vegnar. Þeir sem náð hafa svo langt að gerst atvinnumenn erlendis eru sérstaklega undir smásjánni og geta varla snúið sér við án þess að frá því sé ítarlga greint. Þeir njóta enn meiri athygli en íþróttamenn á heimaslóðum þótt vissulega sé hlut- ur þeirra einnig mikill í fjölmiðlaum- fjöllun. Heimir Karlsson hefur nú sent frá sér bók sem fjallar um þrjá íþróttakappa sem skarað hafa fram úr í íþróttagreinum sínum. Þeir eru Atli Eðvaldsson knattspyrnumaður, Pétur Guðmundsson körfuknatt- leiksmaður og Sigurður Sveinsson handknattleiksmaður. Allir eiga þeir það sameiginlegt að hafa reynt fyrir sér meðal framandi þjóða og náð langt. Og enn eru þeir í fullu fjöri og skemmta landsmönnum með hæfni sinni og verður svo von- andi enn um sinn. Meginþráður frá- sagna þeirra tengjst íþróttaferlinum þótt persónuleg mál komi einnig við sögu. Þannig fjallar Atli Eð- valdsson t.d. í lðngu máli um ásak- anir þær sem komu fram á föður hans sl. sumar, og segir frá raunum sem fjölskyldan mátti þola í tengsl- um við þær. Er Atla mikið niðri fyrir þegar hann ræðir um þau mál, hann gagnrýnir fréttamenn óspart og jafnvel stimplar þá kjána. Hætt er við að margir telji málið ekki svona einfalt þótt vitanlega eigi Atli rétt á því að hafa sínar skoðanir og setja þær fram á þenn- an hátt. í frásögn Atla vekur líka sértaka athygli einstök framkoma Knattspyrnusambands íslands og landsliðsþjálfarans þegar Atli var settur út úr landsliðinu á sínum tíma eftir þrettán ára dygga þjón- ustu. Þarf engan að undra þótt hann sé sár vegna þeirrar fram- komu sem þar er lýst. Frásögn Péturs Guðmundssonar af íþróttaferli sínum mætti kalla hrakfallabálk. Þótt fáir íslenskir fþróttamenn hafí náð eins langt og liann, þegar best gekk, er með ólík- indum hvað hann hefur átt við mik- il og langvarandi meiðsli að stríða. Af þeim þremur íþróttagörpum, sem fj'allað er um í bókinni, hefur Bubbi Morthens/ Von Suðrænn seiður í sérflokki Hljómplötur Sveinn Guðjónsson Bubbi Morthens lætur ekki deigan síga og hefur nú endan- lega sannað að hann er tón- listarmaður í sérflokki. Nýja platan hans „Von" er með því besta sem hér hefur heyrst í langan tíma, bæði hvað tónlist, flutning og túlkun viðvíkur og verkið í heild ber frjórri sköpun- argáfu höfundar glöggt vitni. Hér er svo sannarlega ekki stöðnuninni fyrir að fara heldur leitar Bubbi þvert á móti á nýj- ar og ókannaðar slóðir með stór- góðum árangri. Þessi plata er óvenjuleg að því leyti að hún hljómar vel við fyrstu hlustun, en heldur svo áfram að hljóma betur og betur eftir því sem oftar er hlustað, en ósjaldan er þessu þveröfugt farið. Þetta segir mér að tónlist- in á plötunni sé bæði góð og skemmtileg, en það tvennt fer hreint ekki alltaf saman. Eins og kunnugt er tók Bubbi plötuna upp á Kúbu og naut aðstoðar þarlendra tónlistar- manna auk þess sem við sögu koma, ýmist í einu eða fleiri lögum, Gunnlaugur Briem á trommur, Eyþór Gunnarsson hljómborð, forritun, harmon- ikka, Tryggvi Hiibner gítar, Árni Scheving harmonikka, Pálmi Gunnarsson kontrabassi, Arnold Ludwig rafbassi, Sig- urður Flosason saxófónar og Ellen Kristjánsdóttir í söng. Stærsta þáttinn eiga þó þeir Gunnlaugur og Eyþór því auk þess að taka þátt í tónlistar- flutningnum eiga þeir, ásamt Bubba, heiðurinn af útsetning- um og Eyþór annaðist ennfrem- ur upptökustjórn. Útsetning- arnar hafa undantekningalaust heppnast afar vel að mínu mati og sömu sögu má segja um hljóðupptöku. Kúbversku hljómlistarmenn- irnir gefa tónlistinni að sjálf- sögðu hinn seiðandi suðræna blæ, en einkenni Bubba sjálfs sem tónlistarmanns og tón- skálds eru þó hvarvetna ráðandi og það er kannski fyrst og fremst það sem gerir þessa plötu svona góða. Bubbi hefur nefnilega einstaka hæfileika til að semja fallega og góða tónlist og þeir eiginleikar hans hafa sjaldan notið sín betur en ein- mitt á þessari plötu. Textarnir eru líka margir stórgóðir og sumir ortir samkvæmt gömlu hefðinni, með stuðlum og höfuð- stöfum, enda hefur Bubbi lík- lega aldrei komist nær því en hér að klæða textagerð sína skikkju skáldskaparins. Að vísu er sums staðar erfitt að átta sig á hvað höfundur er að fara, eins og til dæmis: „Er sólin víxill sem vaknar hjá Denna"!? í laginu Þingmannagælur, svo dæmi sé nefnt, en sjálfur hefur Bubbi reyndar útskýrt þetta hliðar- spqr. Ég veit ekki hvort ástæða er til að fara hér í saumana á ein- stökum lögum því þau eru hvert öðru betra og kannski er áður- nefhd „Þingmannagæla" sísta lagið þótt það hafi ef til vill hljómað oftast á öldum ljósvak- ans. Bestu lögin að mínum dómi eru: Þínir löngu grönnu fingur, Hroki, Eins kqnar ást, Brunnur- inn okkar og Ég minnist þín, en í síðastnefnda laginu leikur Bubbi einn undir á gítar og sannar þar að í sjálfu sér þarf hann enga aðstoð frá öðrum þegar því er að skipta. En hvað sem því líður má segja að fyrr- nefnd lög, og raunar fleiri á plötunni, hafi alla burði til þess að verða sígildar lagaperlur enda með þvi besta sem Bubbi hefur gert á samanlögðum ferli sínum. Og vonandi á sköpunar- gafa hans eftir að njóta sín í sama mæli um mörg ókomin ár. Heimir Karlsson Pétur frá mestu að segja enda hef- ur hann víða farið og mörgu kynnst. Þátturinn um Sigurð Sveinsson er skemmtilegasti kafli bókarinnar. Sigurður virðist vera með eindæm- um uppátektarsamur og lífsglaður maður og segir skemmtilega frá ýmsum uppákomum, bæði innan vallar og utan. Hann nær sér til að mynda vel á strik þegar hann fjallar um samskipti sín við lands- liðsþjálfarann Bogdan Kowalzick en stundum var grunnt á því góða milli þeirra tveggja. Ekki er hægt að neita því að eftir lestur bókarinnar fær maður það á tilfínninguna að á henni sé töluverð fljótaskrift. Endurtekning- ar eru tíðar, talmál áberandi svo og slettur sem ekki er einu sinni haft fyrir að setja í gæsalappir. Dæmi um slíkt: Þegar Atli Eðvalds- son er að segja frá Tyrklandsdvöl sinni segir á sömu blaðsíðunni: „Ég var í elítunni" og „og þarna var ekki pempíuskapnum fyrir að fara". Og síðar í sama kafla: „Það hefur m.a. verið hrundið af stað alþjóð- legu átaki í þessum málum sem kallað var fairplay." Og bókarhöf- undi finnst ekkert athugavert við orð eins qg t.d. rútína, fígúra og húmor. Ýmislegt annað mætti nefna. Mér fínnst það til að mynda merkilegt að Pétur Guðmundsson skuli hafa leikið heilan vetur með slitna hásin. („Sleit hásin fljótlega eftir þetta og hjakkaði á henni allan veturinn án þess að fara í læknis- skoðun"). Ég hélt, satt að segja, að ef menn slitu hásin þá gætu þeir ekki hreyft sig, hvað þá tekið • þátt í íþróttum. Eg hygg að það hafi háð Heimi Karlssyni þegar hann skrifaði þessa bók að hann hefur fyrst og fremst starfað á ljós- vakamiðlum og er orðin vanur að tjá sig á talmáli, hvort heldur er í viðtölum eða íþróttalýsingum. En það er staðreynd að það verður að gera aðrar og strangari kröfur til meðferðar móðurmálsins þegar það er sett niður á bók en þegar það er talað. Með meiri yfirlegu og vandvirkni hefði verið hægt að gera þessa bók mun betri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.