Morgunblaðið - 23.12.1992, Page 1

Morgunblaðið - 23.12.1992, Page 1
/ Islensk skáldkona í Kanada 2/3 Sögustund fyrir hvern dag 4/5 Stiklur um skáld 6/7 Þótt náttúran sé lamin meó lurk 7 Stjörnur í skónum 8 Hvaó er dýrmætast 9 „Listin á að vera ómenguð“ 10/1 1 Forsaga Stykkishólms 10 1 MENNIIMG LISTIRH PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1992 BLAÐ B eftir Jóhann Hjálmarsson í NÝRRI útgáfu Kvæða- kvers Halldórs Laxness (útg. Vaka-Helgafell 1992) hefur verið bætt við Ijóðum, eink- um úr skáldsögum Halldórs og leikritum. Ljóðasafn Steins Steinarrs (útg. Vaka- Helgafell 1991) inniheldur þrjátíu ljóð sem ekki hafa áður birst saman í bók og þar af eru tíu frumbirt. Tutt- ugu og sex eftirlátin ljóð eru í Kvæðasafni Snorra Hjart- arsonar (útg. Mál og menn- ing 1992). Spyrja má hvort skáldunum hafi verið gerð vansæmd með þessu og les- endur móðgaðir. Halldór Laxness skrifar í eftir- mála Kvæðakversins nýja að með þeim ljóðum sem bæst hafi við sé svo komið „að bókin er farin að teygja sig nær öðru hundraði að síðutali og fer upphaflegt heiti sem átti við smábók að verða eins kon- ar öfugmæli“. Upp þetta dimma sund Þegar Kvæðakverið er lesið í sínum nýja búningi er auðvelt að taka undir með skáldinu að „höf- undur hefur verið víður og breiður í skáldskapnum enda ekki aðeins ort fyrir sjálfs sía hönd heldur í orðastað ólíkustu persóna á ýms- um öldum, kvenna og karla“. Einkennilegustu ljóðin í Kvæða- kveri eru minnisstæðust, en þau sem falla undir gamla íslenska hefð eða eru „á íslenskum skóm“ ágæt með sínum hætti. Meðal fyrr- nefndra ljóða eru formbyltingar- ljóð eins og Únglíngurinn í skógin- um, en ekki bara hann heldur einn- ig Rhodymenia palmata, Nótt á tjarnarbrúnni, Apríllinn og s.s. Montclare. I Unuhúsi kom fyrst á prent í tímariti 1958 og mér hefur þótt það áleitið síðan. Það er ort „um glugga Erlendar í Unuhúsi" eins og Halldór segir sjálfur, eða það hús sem var athvarf skálda og margskyns fólks og stendur enn á sínum stað í Reykjavík. Ég veit ekki betur en sundið sé enn til. Ljóðið um Unuhús og gesti þess stendur í hljóðstaf og er rímað, en engu að síður hefur það sam- tímann í sér eins og flest ljóð Halldórs Laxness. Meðal gesta í Unuhúsi var Steinn Steinarr sem oftar en Halldór orti „vitlaust“. Hann er látinn drekka úr „bolla guðs“ sem var ætlaður óvæntum gesti. Og Steinar Steinn sem ljóðin las mér fyr án lífsfögnuðs, kom handkaldur upp sundið, drap á dyr og drakk úr kaffíbolla Guðs. Auðvitað má svo velta fyrir sér hvort dimma sundið hafi ekki aðra merkingu en það sem finna má í Gijótaþorpi. Model (Ungur maður drukknar í vatninu) Enda þótt flest „óbirtu“ ljóðin í Ljóðasafni Steins Steinarrs séu hluti eða endurtekning þess sem skáldið orti áður og gekk frá til útgáfu er ástæðulaust að amast við þeim. Meðal þeirra vakti eitt sérstaka athygli mína, Model: Að horfa á líkama þinn er eins og að sitja hjá lygnu vatni og sjá eitthvað dularfullt gerast í djúpinu. Hár þitt er eins og kóralskógur, hönd þín er eins og undarlegt blóm, fætur þínir eru eins og tveir framandi fiskar. Snorri Rjartarson Ég get hugsað mér, að vatnið sé ferskt og svalandi. Ég get hugsað mér, að ungur maður komi og drukkni í vatninu. Þetta er myndrænt ljóð og hljómrænt, sterkt að byggingu og lokalínurnar frumlegar. Það er algjörlega „steinskt" ljóð, en minnir mig engu að síður á García Lorca (sem Steinn var skyldur). Ungi maðurinn sem drukknar í vatninu heillaður af mynd konunnar er ekki langt fjarri hugarheimi skáldsins spænska. Sama er að segja um upphaf ljóðsins Augu mín: „Augu mín týndust í hafið.“ Gildi Steins fyrir framþróun ljóðlistar á íslandi rifjast upp við lestur sama ljóðs þegar hann dregur upp mynd þess sem stendur blindur og einn á botni djúpsins „með fjall tímans/ í framréttri hendi“. Húsið horfir á mig Sum eftirlátinna ljóða Snorra Hjartarsonar hefðu mátt missa sín í Kvæðasafni hans (Að horfa til fjalla, Á einmánuði, Janúar, Allt, Ferhenda), en vera má að þau falli prýðilega að smekk umsjónarmanns útgáfunnar og einlægir aðdáendur skáldsins munu væntanlega fagna öllum þessum ljóðum. Munnmæli herma að Steinn Steinarr hafi talið það há Snorra sem skáldi að hann orti ekki „skrýtin kvæði“. Um þá hlið sá aftur á móti Steinn að mestu þangað'til atómskáldin náðu sér á strik. Töluvert er af ljóðum með yrkisefnum úr Grikklandsferð skáldsins í Kvæðasafni, en áberandi eru ljóð um myrkrið framundan. Eitt þeirra er Húsið, líklega meðal merkari eftirlátinna ljóða skáldsins. Á skáldið er horft „innan úr skuggalegu húsinu“, en það veit ekki hver býr þar þótt það hafi árum saman gengið hjá því. Ekki hefur skáldið orðið vart við neinn, kannski á enginn heima þar: það er húsið sem horfir á mig húsið þrútið af sólgnu myrkri. Þeir Steinn og Snorri hafa af augljósum ástæðum ekki getað varist ásókn útgefenda sinna og umsjónarmanna. En í formála slær Halldór Laxness varnagla sem skilja má svo að Kvæðakverið sé nú komið í sína endanlegu gerð, hann hafí „lagt pennann á hilluna fyrir fullt og fast“. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.