Morgunblaðið - 23.12.1992, Síða 5

Morgunblaðið - 23.12.1992, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1992 B . 5 ti—1';T".'i"i""11 <■■■ r 'f i'.Miuv --------------------------------------------— »-;■---£— Glæsiritið’91 Verk eftir Míró um langt skeið. Flestar eru úr ís- lenskum gátum, skemmtunum, viki- vökum og þulum svo sem Hrigill Kringill og þulan sem byrjar svona „Heyrði ég í hamrinum, hátt var þar látið og sárt var þar grátið“, en einn- ig eru þama þulur eftir Theodóru Thoroddsen, Huldu og Erlu. Annað sem höfundur hefur einnig látið eftir sér er að velja ótæpilega af íslenskum þjóðsögum. Mér telst til að alls séu 34 þjóðsögur í bók- inni. Þjóðsögurnar hefur höfundur endursagt á nútímamál. Um það má deila hversu mikið má breyta orðfæri þessara gömlu sagna svo að ekkert tapist í hárfínni kímni og tvíræðni þjóðsögunnar. Mér finnst höfundur fara hér stundum út á ystu nöf í þessum endursögnum og sögurnar tapa við að úr þeim eru tekin orð og orðatiltæki sem ekki eru í hversdags máli. Til samanburðar um meðhöndlun þjóðsagnanna má nefna að Forlagið gaf út tvær gamlar íslenskar þjóð- sögur nú fyrir jólin sem einnig eru í þessari bók. Ónnur þjóðsagan er „Sálin hans Jóns míns“. í útgáfu Forlagsins helst textinn mikið til óbreyttur nema hvað breytt er úr nútíð í upphaflegu sögunum í þátíð. En í Sögustund eru sögurnar færðar í annan búning og málfarinu breytt talsvert. Eitt lttið dæmi er þar sem kerlingu er lýst. í upprunalegu sög- unni er hún „síúðrandi og hafði alla króka frammi til þess að afla þess er þurfti“. Hjá Silju verður kerling „dugleg og sniðug að fá sitt fram“. Fyrri textinn er miklu safameiri, en hinn styttri og einfaldari. Hér verður hver að meta fyrir sig. Hitt ævintýrið sem Forlagið gaf út er „Sagan af Gýpu“ (eða Gípu). Þar er notað annað afbrigði af sög- unnmi en það sem Silja velur í Sögu- stund. Það síðarnefnda er nær því sem ég kynntist sem barn og þess vegna fellur mér það betur. Sögurn- ar eru talsvert ólíkar, allt frá því Gípa leggur af stað í ferðalag og þar til sögunni lýkur. Þarna er mun- urinn ekki aðeins sá að málfarið sé frábrugðið heldur eru valdar mis- munandi gerðir af þjóðsögunni svo samanburður er ekki fyllilega raun- hæfur. ^ Myndir eru fáar í Sögustund og eru líklega teknar úr upphaflegu útgáfu ritanna. Engin myndaskrá fylgir né skrá yfir myndlistarmenn en lausleg athugun bendir til þess að mjög margir þeirra sem skreytt hafa barnabækur eigi þarna myndir. Sögustund sú sem nú hefur litið dagsins Ijós er í senn safn stuttra kafla sem hæfilegir eru til lestrar eina kvöldstund og sýnisbók ís- lenskra barnabókmennta. Að visu er hún kubbuð í smærri bita en ella ef fyrri tilgangurinn hefði ekki verið aðalatriðið. En í þessari bók má fá sýnishom af miklum íjölda ritsmíða fyrir börn sem samin hafa verið allt frá Landnámstið. Fjölbreytni þess sem hér er á boðstólum er undrá- verð og ætti að gleðja þá sem gam- an hafa af því að glugga í barnabæk- ur, jafnvel þótt þeir hafi ekki lítil böm til að lesa fyrir. Hægur vandi er fyrir þá sem vilja fá meira, að fínna til bækurnar sem kaflarnir eru valdir úr og skoða í heild. eftir Sigurjón Björnsson Árið 1991 Stórviðburðir í myndum og máli með íslenzkum sérkafla Bókaútgáfan Þjóðsaga 1992, 344 bls. Þetta mikla rit kemur nú út í 27. sinn. Fjölþjóðlegt ér ritið, gef- ið út á átta tungumálum. Erlendir starfsmenn við ritstjórn og hönnun eru átta talsins. íslensku útgáf- unni fylgir íslenskur sérkafli, 30 bls. á lengd, í samantekt Björns Jóhannssonar. Ritstjóri íslensku útgáfunnar er Gísli Ólafsson og hönnuður íslenska kaflans Haf- steinn Guðmundsson sem jafn- framt er útgefandi (Þjóðsaga). Sá háttur er hafður á um er- lenda efnið að sagður er annáll ársins mánuð fyrir mánuð og hveijum mánuði fylgir sérstakur fréttaskýringaþáttur um það sem hæst bar í mánuðinum eða því sem næst. Eins og að líkum lætur eru fyrstu fréttaskýringarþættirnir um Persaflóastríðið. Þar er gangur stríðsins rakinn í máli og myndum. Síðan fer ástandið á Balkanskaga að taka rúm. Afríka er alltaf af og til í brennidepli. Og þannig líð- ur árið áfram. EES er til umræðu, valdaránstilraunin í Sovjet, Gorb- atsjov og Jeltsin, sjálfstæði Eyst- rasaltsríkja og í desember kemur afsögn Gorbatsjovs og „endalok Sovjetríkjanna", svo að einungis sé stiklað á fáeinum atburðum af mörgum. Á eftir þessum annál kemur langur kafli sem nefnist Mannlíf og menning. Þar eru níu greinar um jafnmörg efnissvið. Þar er grein sem nefnist „Að stríði loknu í Austurlöndum nær“, önnur fjall- ar um læknisfræði, „Heilbrigði: Tímaskeið skynseminnar“. Sú þriðja nefnist „Raunverulegt líf - eða næstum því“ og er þar greint frá rannsóknum til að búa til „gervilíf“. Þá kemur að um- hverfísmálum. Grein er í þeim málaflokki undir titlinum „Andrúmsloft- ið - hætta á ferðum“. Við það má bæta því að fremst í bók er fjallað um ózonlagið með góðu korti. Um fornleifafræði er ein ritgerð, önnur um myndlist sem er minningar- grein um myndlista- manninn Jean Tinguely. Og loks fá kvik- Hafsteinn Guðmundsson myndir, tíska og íþróttir verðuga meðhöndlun með feikna miklu myndefni. Allar þessar ritsmíðar bera höfundamafn. Að þessu loknu kemur svo ís- lenski kaflinn. Hann er greinarg- ott yfírlit yfír helsta fréttaefni ársins. Kannski hefði hann mátt vera svolítið ítarlegri og með út- tekt á vissum málaflokkum. Þess má svo geta að á undan annálnum er yfírlitsgrein um Fyrr- verandi Sovjetríki: Risaveldi þjóð- arbrotanna og fleira markvert efni er þar einnig. Árbókin er stórglæsilegt og afar fróðlegt og vandað rit. Geysilegur fjöldi mynda er í ritinu, frábær kort, línurit og alls kyns skýringar- myndir. Allt ber þetta vitni fögru handbragði, mikilli tæknikunnáttu og smekkvísi. Maður grípur gjam- an bók sem þessa stund og stund. Skoðar myndir, flettir og les eina og eina grein. Atburðir liðins árs rifjast upp og hér eru þeir settir í samhengi og skýrðir af hinum færustu mönnum. Og það sem næst okkur er, ísland og íslensk málefni, birtist okkur hér í hnot- skurn og festist betur í minni. Þessi glæsibók er ein þeirra sem maður vill gjarnan hafa á glám- bekk á heimili sínu til að sem flest- ir geti notið hennar og orðið fróð- ari af. Svo að ekki sé um það tal- að ef menn eiga safn nokkurra ára að blaða í. Málverk eftir Magritte Mjófirskt mannlíf eftir Siguijón Björnsson Vilhjálmur Hjálmarsson: Blítt og strítt. Tíu þættir um ólík efni frá Mjóa- firði Æskan 1992, 394 bls. Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrum menntamálaráðherra hefur ekki setið auðum höndum undanfarin ár. Á ellefu árum hefur hann látið fara frá sér tíu bækur og flestar vænar. í þeirri bókasyrpu skipar heimabyggð hans, Mjóifjörður, veglegast rúm, því að sú bók sem nú birtist er fjórða Mjóafjarðarbók- in. Hún er jafnframt sú síðasta að því er höfundur segir. Eins og frá greinir í undirtitli bókarinnar eru þetta tíu þættir. Allir fjalla þeir um mjófírskt mann- líf með einum og öðrum hætti: kirkjur og kristnihald, sveitar- stjórnarmál, fræðslumál, félagsmál (lestrarfélag, ungmennafélag og stúkur), landbúnað og sjávarút- vegsmál og aðrar veiðar. Þá er annáll um slysfarir og skaða frá 1829-1989. Frá nokkrum sakamál- um er greint og loks eru fáeinar þjóðsögur. Vilhjálmur Hjálmarsson er þrautreyndur rithöfundur um sagn- fræðileg efni. Hann kann sitt hand- verk ágæta vel og er auk þess góður sögumaður. Skýr og skipuleg er frásögn hans og lipur og létt þar sem yfirhöfuð er hægt að koma slíku við. Þar sem hann er húmo- risti góður lætur hann gamanmál sjaldnast framhjá sér fara ef þvílíku er til að dreifa. Hins vegar getur efni sett þær skorður að erfitt kunni að vera að vekja áhuga almenns lesanda. Því verður ekki neitað að mannlíf í Mjóafírði virðist hafa verið ósköp skelfing fábrotið. Jú, jú. Menn fóru til kirkju og kirkjan var flutt úr Firði í Brekku. Menn lásu dálítið í bókum og barnaskóli var í sveitinni og stundum voru haldin dansiböll. Af og til voru menn að hrapa í klettum og drukkna í sjó o.s.frv. En ef við berum saman t.a.m. mjóf- irskt mannlíf og mannlíf í Skaga- fírði á dögum Espólíns og Gísla (eins og greint er frá í Sögu af Skagfirðingum), þá er munurinn mikill. Espólín greinir frá slagsmál- um, fylliríum, ósætti, framhjáhaldi o.fl. Svo voru menn að stela hver frá öðrum til hátíðabrigða og síð- ast en ekki síst yrkja níð hver um annan. Víst er þetta ekki fallegt. Mjófírðingum virðist hafa verið öðru vísi farið. Þeir hafa verið mestu prúðmenni, reglusamir, heiðarlegir, iðjusamir, óáleitnir og sæmilega kristnir og líklega hafa þeir oftast sofið heima hjá sér! Það er eins og það verði dálítið erfítt að skrifa góða sögu um svo prútt fólk. Manni verður hugsað til þess hvort nokkuð væri yfírleitt vitað Villijálmur Hjáhnarsson um svonefnda Sturlungaöld ef menn hefðu þá ekki hagað sér eins og villidýr. Áreiðanlega hefði engin Sturlunga orðið til. Og í Mjóafírði var svo sannarlega engin Sturl- ungaöld. Vilhjálmur Hjálmarsson hefur því valið sér erfítt hlutskipti að skrá sögu þessa fábrotna mann- lífs. En ég hygg þó að hann hafi komist býsna vel frá því, eða a.m.k. eins vel og hægt er með sanngirni að ætlast til. Enginn þarf heldur að væna hann um að hafa ekki notað heimildir réttilega og sjálf- sagt hefur hann forðað ýmsu frá glötun sem betur er geymt en glat- að. Frá því segir hann raunar á einum stað. Margt er mynda í bókinni og hún er prýðilega frágengin og útgefin. Skrautbúnar bamagælur eftir Sigrúnu Klöru Hannesdóttur Ragnheiður Gestsdóttir Klappa saman lófunum Mál og menning, 1992 íslenskar barnagælur eru mikill fjársjóður sem hvert barn verður að fá að kynnast. Vísnabók sú sem Sím- on Jóh. Ágústsson, prófessor, tók saman 1946, og hefur síðan komið út í ótal útgáfum, bætti þar úr brýnni þörf. Sú Vísnabók og myndir Hall- dórs Péturssonar við þau ljóð teljast til sígildra íslenskra barnabók- mennta. En prenttækninni fleygir fram og því verða nýjar útgáfur að koma fram við hlið þeirra gömlu. Ragnheiður Gestsdóttir hefur valið nokkrar bamagælur og myndskreytt i fallega litla bók sem hefur fengið nafnið Klappa saman lófunum. Bókin hefst á þessum gamla hreyfíleik að láta bömin klappa saman lófunum. Síðan kemur ljóðið Stígur bún við stokkinn og önnur slík sem eru kjör- in til að fá bömin til að hreyfa sig eftir hljómfallinu. Vísurnar um fíng- urna og Ríðum heim til Hóla og Fagur fískur í sjó eru all vel þekktir leikir þar sem bömin taka þátt í ljóð- inu með hreyfingu. Aðrar gælur eru vel þekktar, Afí minn og amma mín, Tunglið má ekki taka hann Óla svo og vögguvísurnar eru allt vel þekkt Ragnheiður Gestsdóttir ljóð og lög sem foreldrar og jafnvel eldri systkini ættu ekki að vera í vandræðum með að syngja fyrir þau yngstu. Myndir Ragnheiðar em listrænar en samt ekki flóknar svo að börn geta eflaust notið þeirra. Ljóðvalið er mjög gott, enda valið með tilliti til þess að bæði sé hægt að syngja ljóðin og leika þau með börnunum. I þessari bók sameinast íslenskur menningararfur og nútímamyndlist af mikilli smekkvísi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.