Morgunblaðið - 23.12.1992, Síða 12

Morgunblaðið - 23.12.1992, Síða 12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1992 \Z B Lifandi safn eftir Sölva Sveinsson Söguspegill Afmælisrit Árbæjarsafns Ritstjóri: Helgi M. Sigurðsson Rit Arbæjarsafiis Ritinu fylgir smákver með heillaóskum vegna 35 ára af- mælis safnsins. Útgefandi: Árbæjarsafn og Hið íslenzka bókmenntafélag. Bókin er 295 bls. Á bókarkápu stendur, að „Ár- bæjarsafn og starfsemi þess í 35 ár, 1957-1992, er viðfangsefni þessa afmælisrits. Tuttugu og tveir höfundar rita 25 greinar um fjölþætta starfsemi safnsins og ómetanlega ijársjóði, muni og hús, sem því tilheyra. Hátt á annað hundrað myndir prýða bókina ...“ í upphafí bókar er ávarp forseta íslands og f for- mála borgarminjavarðar, Mar- grétar Hallgrímsdóttur, kemur fram, að tilgangur útgáfunnar sé „að safna heimildum um starf- semi Árbæjarsafns frá stofnun þess“. Sumar ritgerðimar eru samdar fyrir þetta rit, aðrar em eldri. Árbæjarsafn er byggðasafn Reykvíkinga og um margt frá- bmgðið öðram söfnum hérlendis af sama tagi. í huga flestra er Árbæjarsafn byggingarsögulegt safn þótt vissuleg séu varðveittir þar ýmiss konar munir og mann- virki sem tengjast atvinnulífí í Reykjavík. Onnur byggðasöfn era helguð fomum atvinnuhátt- um, einkum landbúnaði, þótt hin síðari ár gæti nokkurrar sérhæf- ingar og fjölbreytni, og er það vel. Söfn hafa í meginatriðum þrenns konar hlutverki að gegna. Þau eiga að bjarga menningar- verðmætum og varðveita þau. Þau eiga að standa fyrir rann- sóknum á verksviði sínu og birta almenningi niðurstöðurnar og síðast en ekki sízt eiga þau að halda fjölbreyttar sýningar; ann- ars verða söfn dauðar geymslu- stofnanir. Árbæjarsafn var opnað al- menningi árið 1957. Ráða má af ritgerðum í bókinni, að það hafí fyrst og fremst verið. að þakka einstakri elju Lárusar Sigur- bjömssonar borgarskjalavarðar og má víst segja sömu sögu um fleiri söfn, t.d. í Skógum og á Hnjóti. Starfsemi safnsins hefur vaxið jafnt og þétt. Nú era þar fímmtán fastir starfsmenn og Árbæjarsafn Helgi M. Sigurðsson sinna margvíslegum störfum í þágu minjavörzlu, rannsókna, ráðgjafar og viðhalds, bæði í- safninu sjálfu _og víðs vegar í borginni. Við Árbæ eru milli 20 og 30 hús varðveitt og gefa þau nokkuð heillega mynd af bygg- ingarsögu borgarinnar. í þessum húsum eru síðan margvíslegir munir, sem tengjast daglegu lífi fólks og atvinnu, skólagöngu og tómstundum svo nokkuð sé nefnt. Árbæjarsafn hefur lengi verið ijölsótt safn, enda hafa sýningar verið einkar líflegar hin síðari ár og fjölbreyttar; _ mættu önnur söfn taka sér Árbæjarsafn til fyrirmyndar í því tilliti. Nú er unnið markvisst eftir ákveðnu skipulagi og ekki verður annað ráðið af bókinni en allvel hafi tekizt til, þótt þar séu nefnd dæmi um ótrúlega handvömm (varðveizla Suðurgötu 7) og ekki hafi allir verið á eitt sáttir um eðli og tilgang sfansins (kirkju- bygging). Ritgerðir um einstök hús og varðveizlu þeirra og uppbygg- ingu og skipulag safnsins er bak- fiskurinn í þessu riti, einkum greinar Harðar Ágústssonar, Hjörleifs Stefánssonar, Skúla Helgasonar, Þorsteins Gunnars- sonar og Helgu Bragadóttur. Tvær ritgerðir fjalla um muna- vörzlu í tengslum við gullsmíði og prentverk. Þorsteinn Ólafsson ritar um skólaminjar og Hrefna Róbertsdóttir gerir ágæta grein fyrir Reykvíkingafélaginu. Hér verða ekki fleiri höfundar nafngreindir og eru þó margir ónefndir. Höfundar taka einkar misjafnlega á efni sínu. Sumar ritgerðimar era að uppistöðu persónulegar minningar eða frá- sagnir, aðrar styðjast einungis við heimildir, ritaðar og munnleg- ar. Sumir höfundar vísa ná- kvæmlega til heimilda, aðrir ekk- ert. Það lætur því að líkum að efni bókar er fjarska misjafnt og sundurleitt þótt Árbæjarsafn sé þungamiðjan; mér finnst t.d. skáldskapur naumast eiga erindi í þetta rit þótt sagan sé þar með ekki dæmd. Hið ytra er fallega gengið frá þessari bók, band er snoturt og kápa einföld. Bókfræðiupplýsing- ar á baki titilsíðu era skýrar. Letur situr fallega á síðu; á örfá- um stöðum er línubil misgleitt. Prentvillur sá ég ekki að því undanskildu að Símon Bjamar- son Dalaskáld er í þrígang nefnd- ur Sigurður (bls. 238) og sagður Bjamason. Letur á korti bls. 174-5 er ólæsilegt; myndir ann- ars skýrar og bókarprýði. Góðu heilli vora hamingjuóskir til safnsins prentaðar sérstaklega, því að það er hvimleitt að lesa auglýsingar í menningarritum. Slæmt þykir mér, að ekki skuli vera nafnaskrá með þessu riti. Söguspegill sýnir glögglega, að starfsemi Árbæjarsafns er kröftug. Borgarstjóri segir í grein sinni, að safninu sé ætlað að axla stærra hlutverk í framtíð- inni. Það er gott að vita til þess. „Kommúnisti... dauður maður í orlofiu eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur Doris Lessing: Veðraþytur. ís- lensk þýðing: Hjörtur Pálsson. Útg. Forlagið 1992 Hér er þiðja bókin komin af fímm um Mörthu Quest og gerist í Suður Afríku. Þessi saga gerist þegar síðari heimsstyrjöldin geisar. Martha Quest hefur skilið við Dou- glas eiginmann sinn — og ekki vonum seinna eftir lýsingar í síð- ustu bók „í góðu hjónabandi". Hún hefur einnig skilið eftir dóttur sína hjá honum og virðist það ekki baga hana að marki þrátt fyrir smá- vægilegar lýsingar á söknuði henn- ar stöku sinnum, sem virka meira eins og komið sér með þær fyrir •kurteisissakir. Hún hefur gengið til liðs við nokkum hóp ungs fólks sem berst fýrir hugmyndum og hugsjónum kommúnismans. Þau telja að bylt- ingin hljóti að vera það sem koma skal og hafa andstyggð á því þjóð- félagi sem er við lýði í Suður Afr- íku. Þrátt fyrir sjálfstæðisþörf Mörthu gengur hún á ný í hjóna- band, að þessu sinni með einum hugmyndabróðurnum, Anton. En ekki reynist það henni sæludraum- urinn, enda er ijarri því að hún hafi hugmynd um í verunni hvað það er sem hún kýs, hvernig líf hana langar að lifa. Sagan er ákaflega langdregin, langar ræður um kommúnismann og byltinguna sem eru þegar að er gáð fjarskalega innantómar, þó mér virðist það ekki ætlan höfund- ar. Lesandi fær sterklega á tilfinn- inguna að höfundi finnist söguper- sónum sínum mælast vel og vitur- lega þegar þau vaða elginn í sínum sjálfsögðu og þreytandi yfirlýsing- um og langlokum. Þjóðfélagið sem þessir ungu rót- tæklingar hrærast í er í furðuleg- um fjarska í sögunni. Ranglætið, Málverk eftir René Magritte (1925). Doris Lessing fordómarnir, draumar um betra líf og hvaðeina verður aldrei nálægt, kemur manni ekki við. Kannski þessi sagnabálkur Mörthu hafi elst illa en hafí átt erindi fyrir 34 áram? Það skal að sönnu ekki útilokað. En því sérkennilegra er að íhuga af hveiju er verið að gefa þessar bækur út nú. Þráðurinn er teygður og togaður, persónusköpunin er trénuð, þetta fólk vekur ekki áhuga aðallega af því það virðist ekki hafa neitt að segja þrátt fyrir allan orðaflauminn, það verður bara fjarskalega þreytandi. Sama gildir um útlit þessarar bókar og þeirrar sem kom út í fyrra: textinn er massívur og spássíur þröngar, það kostar tölu- verð átök bara svona tæknilega séð við að bijótast í gegnum bók- ina. Þýðing Hjartar Pálssonar er þokkaleg. Samt þykir mér hnökrar vera á textanum, orðaröð og setn- ingaröðun er oft hroðvirknisleg. En svona á heildina litið er þýðing- in töluvert betri en sagan. Eg hef sagt það áður og get með góðri samvisku ítrekað það eftir lestur þessarar bókar að Doris Lessing er stórlega ofmetinn höfundur að mínum dómi. Lea dansar tangó eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur Regine Deforges: Svartur tangó. Stúlkan á bláa hjólinu 4. Þýðandi: Hrafnhildur Guðmiindsdóttir. Útg. ísafoldarprentsmiðja 1992 Eftir nokkurra ára hlé heldur Reg- ine Deforges áfram að skrifa sögu Leu — stúlkunnar á bláa hjólinu. Ástæður fyrir þessum drætti munu hafa verið málaferli sem skáldkonan lenti í þar sem upphaf sögu stúlkunn- ar Leu þótti einum of líkt sögunni frægu „Á hverfanda hveli.“ Málaferl- unum lauk með því að skáldkonan fékk fullkomna uppreisn æra og beið ekki boðanna heldur settist niður að rita um atburðina eftir að stríðinu er lokið. Margt hefur gerst í lífí söguhjetj- unnar og fjölskyldu hennar og vina. Lea er við störf á vegum Rauða krossins, leiðir hennar og Francois Tavemier liggja saman á ný öðru hveiju með miklum ærslum eins og fyrr. Hún hittir á ný vinkonu sína Söru Mulstein sem er af gyðingaætt- um og hefur þurft að ganga í gegn- um skelfílegar pyndingar á stríðsár- unum og það svo að Lea getur ekki afborið samneyti við vinkonuna og flýr heima á býlið sitt aftur. En þar er heldur ekki allt eins og áður var, stríðið og hörmungar þess hafa sett óafmáanlegt mark á fólkið. Lea verður síðan að gera upp við sig hvort hún treystir sér til að um- gangast Söru, þrátt fyrir allt. Sara er full af hefndarhug, hún hefur misst allt í stríðinu og getur ekki um annað hugsað en ná fram hefnd- um á böðlum sínum. Lífí hennar er lokið en hefndin er eftir. Sjálf hefur Lea þurft að líða margt. En hún er samt á báðum áttum, er hefndin þeirra? Getur verið að nú sé ekki tryggt að friður og réttlæti komist á aftur. Þegar hún verður þess vísari að hún er hundelt sjálf vegna samneytis við Söru fyllist hún sársauka og bræði og eftir að í ljós kemur að gömlu nasistabullurnar Regine Deforges eru hver á fætur annarri að fá frítt leiði til Argentínu ákveður hún að fara þangað á eftir Söru og elskhuga sínum Francois. Hann er diplómat í frönsku utanríkisþjónustunni og hef- ur gifst Söru til að auðvelda henni að komast til Argentínu. Ekki er rétt að rekja þráðinn en fullyrða má að sagan er að mörgu leyti spennandi og skrifuð af frá- sagnargleði og leikni sem einkennt hefur fyrri bækur Regine Deforges um Leu og vini hennar. Aftur á móti er þýðingin hreint afleit, í fyrsta lagi fer aldrei úr huga að maður er að lesa þýdda bók. Orðfæri þýðanda er fátæklegt, orðalag óeðlilegt og setningaskipan og orðaröð stundum beinlínis röng. Þegar til Argentínu kemur og allir fara að tala spönsku eða þýsku er þýðingin sett neðan- máls sem er heldur kauðalegt. Það er gefið til kynna í sögulok að enn hafí höfundur ekki skrifað sitt síðasta orð um Leu Delmas. Þessi bók er ekkert stórvirki né bók- menntaafrek en hún er um margt vel gerð, persónumar margar sann- færandi og stígandi eðlilegur í frá- sögunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.