Morgunblaðið - 09.01.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.01.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLADID LAL'GARDAGUR 9. JANÚAR 1993 15 Með kveðju til alþingis og ríkisstjórnar Islands eftir Gísla Einarsson Fyrir nokkrum dögvm kom fram sá pakki sem inniheldur að- gerðir ríkisstjórnar Islands vegna stöðu atvinnuveganna og inn í þessum aðgerðum á að vera leið til að minnka aukningv atvinnu- leysis. Mikið er búið að ræða um að það sem gert var af hálfu stjórn- valda sé slæmt, og sameinast yfir- leitt allir um að lýsa ónógum að- gerðum, of seint fram komnum og rangt útfærðum. VSÍ, ASÍ, stjórnarandstaða og hinir vísustu einstaklingar hafa verið til kvadd- ir og leitað ráða þeirra eða aðgerð- ir kynntar þeim, svo að ef þetta er rétt hafa margir verið kallaðir þó fáir séu útvaldir til að vinna og kynna endanlega aðgerðir. Hvað var svo gert? „Hvers eig’um við að gjalda íbúar þessa lands að ekki skuli vera unnt að gera aðgerð án þess að efasemdir séu vakt- ar um réttmæti henn- ar.“ núna 1. des. Þetta má rekja til stjómunarskorts þeirra sem farið hafa með völd í nærri tvo liðna áratugi. Mér eru minnisstæð orð barns- ins sem sagði í þætti Hemma Gunn: „Við höfum tvö augu til^að sjá mikið og einn munn til að tala lítið.“ Gjaman má bæta við að þið sem kjörnir emð til forystu hafið eins og við hin tvö eyru í víðómi til að hlusta — mikið til þess að þið heyrið rödd fólksins. Hvað segir rödd fólksins! Við viljum bæta stöðu láglauna- fólks! Við viljum skattleggja lúxus! Við vilum banna lán til atvinnu- starfsemi erlendis sem hefur í för með sér atvinnuleysi á íslandi s.s. í skipasmíðum, í textíliðnaði, í tré- iðnaði o.fl. Við viljum skattleggja fríðindi meiri manna vegna utanlands- ferða á vegum fyrirtækja og opin- berra aðila. Gísli Einarsson Við viljum að fjármunir notist til að skapa störf en ekki eyða störfum með óheftum innflutn- ingi. Slíkar aðgerðir skiljum við sem búum við versnandi kjör. Alþingismenn og ráðherrar! Þegar til útfærsluaðgerðarpakk- ans í landsfjármálum kemur þá hafið í huga að þið hafið tækifæri til að stjórna og eftirfarandi er ákall til ykkar! Sjáið til þess að atvipnulíf sé eflt og atvinnutækifærum fjölgi. Sjáið til þess að þjónusta færist nær fólkinu. Sjáið til þess að fólk fái að búa áfram í sinni heimabyggð. Sjáið til þess að valdið færist til fólksins úti á landsbyggðinni. Sjáið til þess að verðmætasköp- un sem landsbyggðin færir þjóð- arbúinu verði meira eftir í heima- byggðinni og styrki landsbyggð- ina. Þetta er grundvöllur að aukinni atvinnu og eflingu atvinnu og byggða í okkar landi. Höfundur er bæjarfulltrúi á Akranesi. Helsta var stofnun Þróunarsjóðs sem á að yfirtaka hlutverk nokk- urra sjóða. Tekjur hans skulu koma frá sjávarútvegi og eru þess- um sjóði ætluð hin margvíslegustu hjutverk, m.a. að kaupa upp von- laus sjávarútvegsfyrirtæki og ýmislegt annað sem æskilegt er að loka ásamt með óskilgreindum verkefnum sem enn eru ekki kom- in í ljós. Misjöfn er skoðun manna á ágæti þessa sjóðs. Jón Baldvin telur hér komið fyrsta skref að því að láta þá sem stofna til skulda greiða það sem þeim ber og hér komið fyrsta skref í útfærslu sjáv- arútvegsstefnu krata. Þorsteinn Pálsson telur stofnun sjóðsins festa núverandi kerfi í sessi og Kristján oddamaður sægreifanna sem harmar allar aðgerðir, telur skilning beggja ráðherra rangan og segir þar með að þeir viti ekki hvað þeir voru að gera, hverju• á þá almenningur í iandinu að trúa? Litla gula hænan fann fræ o.s.frv. Það var að fella gengið, þjóðin er að byija að trúa að þetta hafi verið nauðsyn þegar O.R. Gríms- son hefur sáningu vantrúnaðar á þeirri aðgerð og krefur skýringa á gengisfellingu um 6% sem e.t.v. engin ástæða var til þó svo að sænska krónan, pundið, peseti og fleiri viðskiptamyntir séu fallnar samkvæmt skráningu. Hvers eig- um við að gjalda íbúar þessa lands að ekki skuli vera unnt að gera aðgerð án þess að efasemdir séu vaktar um réttmæti hennar. Forystumenn kvarta allir og kveina hvar sem þeir eru til for- ystu settir þrátt fyrir að þeir í flestum tilvikum hafi persónulega allt á þurru hvað varðar ýmis fríð- ind umfram almenna launþega. JBH segir sveitarfélögin sleppa of vel, sveitarfélögin telja ríkið leggja á of miklar byrðar, sjávarútvegur er að sligast, landbúnaður í rúst, iðnaður á hausnum, heimilin gjald- þrota, og bankamir neita lækkun vaxta. Það er eins og þessi söguþráður sé kunnuglegur úr ævintýrum og sögum sem kenndar eru börnum. Hver man ekki eftir litlu gulu hænunni og brauðinu sem enginn vildi baka en allir borða og hver man ekki eftir sögunni af gömlu konunni með grísinn sem neitaði að fara yfir girðinguna? Erum við komin svo hreinlega út af okkar braut sem á ekki endi- lega að vera auðveld, að við viljum öll lífsgæðahraðþrautina og ekkert annað? Svo grimmt er vegið að mörgum í þjóðfélagi okkar núna að nóg er komið. Á ég þar við atvinnuleysi og annað það sem er heimatilbúið þjóðfélagsmein. Nægir að nefna til baksíðufrétt Morgunblaðsins FORSKOT INN í FRAMTÍÐINA Námstilboð um alhliða þjálfun í notkun tölvu f fyrirtækjarekstri GÓOURSÖLUMADUR er meira en orð, bros og handsai Hann kann að nýta sér alla möguleika tölvunnar við gerð kynningarefnis, verðlista, markaðsáætlana, uppsetningu söluyfirlita og öflun viðskiptasambanda um allan heim. Fyrir góðum sölumanni er tölvan ekki dularfullt fyrirbrigði heldur þarfur félagi. OÓDURFJÁfíMÁLAMADUR er meira en reikningshaus og samningamaður. Hann/hún kann að nýta sér möguleika tölv- unnar til betri fjármálastjórnunar og kann að samtvinna fjármálalegar upplýsingar og skýra framsetningu. Fyrir honum/henni er tölvan ómissandi hjálpartæki, ekki aðeins til útreikninga, heldur einnig til upplýsingaöflunar, til framsetningar og til að auðvelda yfirsýn. GÓDUR RFTARI er meira en rödd í síma og hraðritari. Hann/hún er jafnfær á sviði ritvinnslu sem töflureiknis og nýtir sér.gagnasafnskerfi. Góður ritari nýtir sér tölvuna til að leysa fjölbreytileg verkefni hraðar og betur. Fjölhæfur StBrfsmaður, sem ætlar að eiga forskot í fyrírtæki framtíðar- innar, hefur alla þessa kosti ritarans, fjármálamannsins og sölumannsins. Allt of fáir slíkir finnast á atvinnumarkaðinum! Tölvunám hefur hingað til verið bundið kerfisfræði eða kennslu á ákveðin forrit. Hér er nám sem veitir yfirsýn og alhliða hagnýta þjálfun í notkun einmenningstölvu í fyrirtækjarekstri. Náminu Tölvunotkun í fyrirtækja- rekstri er ætlað að: □ Gera þátttakendur færa um að vinna við tölvuforrit á flestum sviðum fyrir- tækjareksturs, ýmist sem starfsmenn í fyrirtækjum er krefjast fjöiþættrar tölvukunnáttu, eða sem rekstraraðilar. □ Kynna þátttakendum helstu nýjungar á sviði hug- og vélbúnaðar, sem auka möguleika fyrirtækisins. □ Gera þátttakendur hæfari til að ná meiru út úrþeim hug- og vélbúnaði, sem fyrir er (þeirra vinnuumhverfi. □ f lok námsins eiga þátttakendur að hafa góða þjálfun í notkun helsta hug- og vélbúnaðar við fyrirtækjarekstur og vera hæfari að tileinka sér nýjungar á sviði tölvutækni. Námið er 252 klukkustundir. Kennt er fjóra daga f viku, mánudaga til fimmtudaga kl. 16.10-19.10. Skólinn hefst 18. janúar og lýkur með útskrift 16.júní. Stjórnunarfélag íslands - Góð greiðslukjör - 62 10 66 fi 69 77 69 NÝHERJI HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.