Morgunblaðið - 09.01.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.01.1993, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1993 fclk í fréttum DEILUR Woody og Mia deila ekki síst um fjármál Deila þeirra Miu Farrow og Woody Allen stendur ekki einungis um meint sifjaspell Al- lens og framhjáhald með fóstur- dóttur hans svo og almennt ósam- lyndi þeirra. Ýmsir eftirmálar hafa komið upp eins og vænta mátti og má þar nefna fjármál. Þannig telur Farrow að hún eigi að fá væna sneið af eignaköku Allens við sambúðarslitin og er sú kaka af stærri gerðinni. Farrow rekur einnig annað mál af fjármálatoganum, en það er skaðabótaupphæð sú sem Farrow á að fá greidda í tryggingu vegna samnings um að leika aðalkven- hlutverkið í næstu kvikmynd Al- lens, „Manhattan Murder Myst- ery“. Woody Allen og Mia Farrow. Af augljósum ástæðum mun Farrow ekki fara með hlutverkið, en samningur hennar sem gerður var löngu áður en upp úr slitnaði milli þeirra, kveður á um trygg- ingarupphæð til handa Farrow, upphæð sem henni ber hver sem afdrif verksins verða. Þar er um 350.000 dollara að ræða og sæk- ir Farrow það fast að upphæð sú verði ekki undanskilin þegar öll kurl koma til grafar. Fyrir venju- legt fólk þykir upphæð af þessu tagi vera umtalsverð, en miðað við það sem Djane Keaton fær í aðra hönd fyrir að taka hlutverk- ið að sér, er um skiptimynt að ræða. Farrow fær þó þær sára- bætur að bókaforlagið „Doubleday“ hefur greitt henni 3 milljónir dollara fyrir- fram fyrir að rita bók um líf sitt með sérstakri áherslu á árin með Woody Al- len. Verður um frekari greiðslur að ræða síðar og markast þær af sölu bókarinnar sem búast má við að verði um- talsverð. ^mmmmmm^mmmmm SERSTÆÐ SAKAMAL Sápuópera endar með harmleik leikaranna Anthony Hopkins og Winona Ryder í hlutverkum sínum. KVIKMYNDIR Blóðþyrstur kappi gengur aftur á hvíta tjaldinu ess er að vænta að innan skamms verði tekin til sýn- ingar hériendis nýjasta útgáfan af klassískri sögu Brams Stoker um rúmenska greifann Drakúla. Það er Francis Ford Coppola sem réð- ist í stórvirkið og voru afar marg- ir á því að verið væri að bera í bakkafullan lækinn, því útfærsl- umar af þessari bók á hvíta tjald- inu eru orðnar nokkrar og þeirri spurningu var velt upp hvort að hægt væri að vinna verkið með svo ferskum hætti að það réttlætti eina útfærsluna enn. Nú er það sam- dóma álit gagnrýnenda fyrir vest- an haf, þar sem kvikmyndin var frumsýnd fyrir nokkru, að vel hafi tekist til. Hér sé stórmynd á ferð- inni. Þeir sem komnir eru til vits og ára vita að umræddur greifi var eigi góðmenni í eðli sínu, þvert á móti ófreskja sem gæddi rúmenska þjóðsagnaveru holdi og blóði. Oslökkvandi blóðþorsti er einkenni þeirrar vem sem kennd er við leðurblökutegund sem vampíra heitir og ásælist blóð. Margt þekktra leikara fer með hlutverk í myndinni og má nefna Anthony Hopkins sem leikur blóðsuguban- ann Van Helsing og breska leikar- ann Gary Oldman sem leikur Drak- úlu. Aðrir þekktir leikarar eru m.a. Winona Ryder og Keanu Reaves. Reaves var fyrir stuttu spurður í tímaritsviðtali fyrir vestan haf hvert væri raunverulegt inntak myndarinnar. Hann svaraði þessu: „Myndin er um blóðsugur, undirgefni, kúgun, nauðganir, skepnuskap, kristna táknrænu, Satan, Guð, kristni, dauðann, hina ódauðlegu, blóð, morð, hefnd, óperu, stéttarskiptingu og jaðar- svæði kynlífs." Morð á brasilísku leikkonunni Danielu Perez, sem lék í einni vinsælustu sápuóperu Brasilíu, „de Corpo e Alma“ (Af líkama og sál), hefur vakið óhemju athygli. Perez, sem Var 22 ára þegar hún var myrt 28. desember, lék kynþokkafulla unga stúlku, sem þrír menn kepptu um, þeirra á meðal kærasti hennar, Bira. Ungur leikari, Guilherme de Padua, sem Iék kærastann, hefur játað að hafa myrt leikkonuna, en lögreglan hefur ekki enn komist að því hvers vegna hann framdi morðið. Dómari úrskurðaði að leysa bæri de Padua, sem er 23 ára, úr haldi eftir játninguna og leikarinn fór þá í felur. Annar dómari hnekkti úr- skurðinum og de Padua gaf sig fram þar sem hann óttaðist að aðdáendur leikkonunnar myndu taka hann af lífí í hefndarskyni. De Padua sagði við yfirheyrslu hjá lögreglunni að leikkonan, sem var gift, hefði ítrekað reynt að tæla hann til fylgilags við sig, en hann hefði alltaf forðast hana til að vera trúr eiginkonu sinni, Paulu, sem er 19 ára og barnshafandi. Aðrir leik- arar í sápuóperunni hafa hins vegar sagt að de Padua sjálfur hafi gefið leikkonunni undir fótinn, en hún hafi ekki viljað þýðast hann. Brasil- ískir fjölmiðlar hafa skýrt frá því að de Padua og kona hans hafi svar- ið hvort öðru tryggð og látið tattó- vera nöfn hvors annars á kynfæri sín. Lögreglan er einnig að rannsaka hvort hjónin hafi verið viðriðin svartagaldur þar sem hún hefur fundið líkneski af svartagaldursanda á heimili þeirra. Talsmaður lögregl- unnar hefur þó sagt að ekki sé talið að morðið hafi verið liður í svarta- galdursathöfn. Þáttur Paulu de Padua í málinu hefur vakið margar spurningar. Hún var handtekin eftir að hafa játað að hafa tekið þátt í morðinu og ráðist á leikkonuna með skrúfjámi. Hún er í fangelsi og kveðst nú vera sak- laus af morðinu, segir að lögreglan hafi knúið hana til að játa aðild að því. Ennfremur er óljóst hvaða vopn var notað við morðið. De Padua Morgunblaðið/Björn Blöndal Frá opnun sýningarinnar. Drífa Sigfúsdóttir forseti bæjarstjórnar afhendir listamanninum verk í tilefni af útnefningu listamanns Kefla- víkur. BILAKRINGLAN Erlingur sýnir 107 verk essa dagana stendur yfir skúlptúrsýning á verkum Erl- ings Jónssonar listamanns í húsa- kynnum Bílakringlunnar í Grófínni 8 í Keflavík. Á sýningunni eru 107 verk eftir Erling sem var útnefndur listamaður Keflavíkur árið 1991. Erlingur Jónsson listamaður hef- ur undanfarin ár unnið í Noregi og starfar þar nú sem myndhöggvari og lektor í Ósló. Hann er fæddur á Vatnsleysuströnd árið 1930 og var búsettur í mörg ár í Keflavík þar sem hann starfaði sem handavinnu- kennari. Erlingur á nú mörg verk á opinberum stöðum bæði á Islandi og í Noregi - og einnig á hann verk í einkasöfnum á Islandi, í Skandinavíu og vestanhafs. Sýning- in er opin frá kl. 14-20 til 12. jan- úar. - BB Eitt af verkum Erlings, sem hann nefnir „Fulltrúi á fiskiþingi“, hefur greinilega vakið athygli þessa unga Suðurnesjamanns. Reuter Brasilíski leikarinn Guilherme de Padua og Daniela Perez í ástars- enu í sápuóperunni „Af líkama og sál“, sem hefur notið óhemju vin- sælda í Brasilíu. De Padua hefur játað að hafa myrt Perez en ekki er enn vitað hvers vegna hann framdi morðið. Þetta er eitt dular- fyllsta morðmál sem komið hefur upp í Brasilíu. kveðst hafa myrt Perez með skær- um, en samkvæmt krufningar- skýrslu var leikkonan stungin tólf sinnum með hnífi. Þúsundir aðdáenda Perez voru viðstödd útför leikkonunnar í liðinni viku og 2.000 manns voru við minn- ingarathöfn sem efnt var til í kirkju í Rio de Janeiro á mánudag. Þetta dularfulla morðmál vakti strax gíf- urlega athygli og fékk jafnvel meiri umfjöllun í fjölmiðlum en afsögn Fernandos Collors de Mellos, fyrr- verandi forseta, sem tilkynnt var um svipað leyti. BINGO! Hefst kl. 13.30 Aðalvinninqur að verðmæti ________100 þús. kr._______ Heildarverðmæti vinninqa um 300 þús. kr. TEMPLARAHOLLIN Eiríksgötu 5 — S. 20010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.