Morgunblaðið - 09.01.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.01.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1993 9 Utsala 40% afsláttur Stærðir frá 34 TESS^ NEÐST VIÐ DUNHAGA. S. 622230. Opið virka daga 9-18, laugardag 10-16. íTstun m í m Polarn&Pyret KRINGLUNNI 6-8 - SÍMI 681822 LAUFIÐ ÚTSALAN ER HAFIN - ALLT AÐ 50% AFSLÁTTUR LAUFIÐ, Iðnaðarmannahúsinu, Hallveigarstíg 1. .eilsuskólinn sf. Ábyrgð á eigín heilsu Heilsuskólinn efnir til námskeiða um hollustuhætti fyrir ; þá, sem vilja gerast ábyrgir fyrir eigin heilsu. Þetta er kjörin fræðsla fyrir þá sem finna fyrir skertri* lífsorku, líða af meltingartruflunum og síþreytu, hækkuðum blóðþrýstingi, óstöðugu sykurmagni í blóði, vöðvabólgum, byrjunareinkennum á gigt, þreytu í baki, hafa áhyggjur af aukakílóum.finna fyrir ofnæmi og óþoli af ýmsu tagi. Ábyrgð á Heilsu annarra Einnig er þetta mikilvæg fræðsla fyrir uppalendur - foreldra, fóstrur og kennara. Þessi námskeið hefjast í janúar Manneldisfraeðsla - fræðsla um meltingarstarfsemi líkamans og hreinsikerfi, eðli orkuríkrar, lifandi næringar, samsetningu fæðunnar og ávaxtaneyslu, líkamsrækt, hugrækt og matreiðsla. Punktaþrýstinudd - kennsla í andlitslyftingu, næringu . og kripalujóga. Þetta er viðurkennd aðferð.sem verndar æskublómann og eyðir hrukkum. Matreiðslunámskeið — Ijúffengir grænmetisréttir, gómsætir, ódýrir baunaréttir og hráfæði. Þrjú sjálfstæð námskeið um gerð orkuríkrar, heilnæmrar og ódýrrar fæðu, sem tryggir góða heilsu og starfsorku. Föstunámskeið - helgarnámskeið með fræðslu um föstur, hreinsun líkamans, kripalujóga, göngur og hvíld í friðsælu umhverfi út úr skarkala hversdagsins. Kjörið fýrir þá, sem vilja hefja nýjan lífsstíl, styrkja ónæmiskerfið.J bæta meltinguna, fækka aukakílóum og auðveldar þeim, serri vilja hætta að reykja fráhvarfið frá eituráhrifum tóbaksneyslunnar! Sykurfíkn og áfengissýki - fræðsla um áhrif sykurs á heilsu, þróun áfengissýki og mikilvægi réttrar fæðu fyrir óvirka alkóhólista. Bókanir og nánari upplýsingar alla virka daga j frá kl. 12-20 í síma j | .eilsuskólinn sf. Rfldð mark- aðstengir vextísína í grein Ólafs K. Ólafs í Vísbendingu segir: „Ríkissjóður hafði töluverð áhrif á vaxta- myndunina á árinu 1992, fyrst er hann lækkaði vexti spariskírteina á fyrri hluta árs og síðan með útboðum ríkisverð- bréfa á' seinni hluta árs- ins. I yfirlýsingu ríkis- stjómarinnar 26. apríl 1992 í tengslum við kjarasamningana sagði m.a. að markmið hennar væri að stuðla að lækkun raunvaxta, stöðugleika í gengis- og verðlagsmál- um og jafnvægi í opin- berum fjármálum. Vaxtalækkunin átti ann- ars vegar að nást með þvi að auka samkeppni og hagkvæmni á lánsfjár- markaðinum með útboð- um markaðsbréfa og hins vegar með því að draga úr lánsfjárþörf hins opinbera ... Vextir spariskírteina í frumsölu lækkuðu úr 7,5% í 6,5% 27. apríl og vextir ríkis- víxla úr 11,5% í 9,5% ... Á eftirmarkaði lækkaði bæði ávöxtun spariskír- teina og húsbréfa um 0,75 prósent (27/4). Kaupkrafa húsbréfa fór í 6,95% en spariskírteina í 6,9%. Hins vegar gekk hluti af lækkun ávöxtun- arkröfu húsbréfa aftur daginn eftir (28/4) en krafan _ hækkaði um 0.20%. Ástæðan var u vantrú á að 6,5% vextir spariskirteina í frumsölu væhi góður mælikvarði á markaðsvexti á þeim tíma. Bankar og sparisjóðir lækkuðu siðan vexti verðtryggðra útlána um 0,5-1,0% í maimánuði og lækkuðu meðalvextir þessara lána úr 9,8% í 9,0%. Ahrif lækkunar á ávöxtun spariskírtein- aima voru þau að rnjög dró úr sölu þeirra. Fram- boð spariskírteina og húsbréfa á eftirmarkaði jókst mikið sem leiddi til Ávöxtun í viðskiptum á Verðbréfaþingi og meðalvextir verðtryggðra bankalána 1991-92, mánaðarleg meðaltöl Heimild: Visbending 1. tbl. 11. árg. 1993 ,, TT , , Verðtryggð bankalan o/0 ------------------- 10 J’91 A J 0 J’92 A J 0 Tafla sem sýnir ávöxtun í viðskiptum á Verðbréfaþingi 1991-92 (Vísbending 5. janúar 1993). Háir raunvextir 1992 „Raunvextir skuldabréfalána banka og sparisjóða á árinu 1992 voru þeir hæstu um áratuga skeið og vextir á verðbréfa- markaði héldust áfram háir þrátt fyrir að dregið hafi úr lánsfjárþörf hins opinbera frá fyrra ári,“ segir Ólafur K. Ólafs í grein um raunvexti á fjármagnsmarkaði 1992 í Vísbendingu. Á hinn bóginn var verð- bólga hér á landi minni en hún hefur verið í tvo áratugi. Hátt vaxtastig „bend- ir til þess,“ segir Ólafur, „að hún sé enn of mikil til að búast megi við verulegri raunvaxtalækkun á næstunni”. hækkunar vaxta. Um miðjan október var vaxtastig á verðbréfa- markaðinum orðið ámóta og það var áður en vext- ir i frumsölu lækkuðu í lok apríl. Frá upphafi til loka árs 1992 lækkaði hins vegar ávöxtunar- krafa spariskírteina og húsbréfa um 0,5-0,6 pró- sent ...“ Sveiflur á verðbréfa- markaði Síðar í greininni segir: „Töluverðar svipting- ar voru í ávöxtun spari- skirteina og húsbréfa á Verðbréfaþingi 1992. Ávöxtunarkrafa hús- bréfa við kaup þjá við- skiptavaka lækkaði stöð- ugt fyrstu fjóra mánuði ársins, úr 8,4% í 6,95%, einkum vegna þess að eftirspum eftir húsbréf- um var þá talsvert meiri en framboð svo og vegna lækkunar spariskirteina í frumsölu ... Krafa hús- bréfa hækkaði síðan frá byrjun maí til miðs nóv- ember og var þá hæst 8,0%. Hækkunin stafaði einkum af meira fram- boði húsbréfa en búist var við. Ennfemur ýtti útkoma úr fyrsta útboði spariskírteina 14. októ- ber undir frekari hækk- anir þegar ávöxtun nýrra skírteina fór úr 6,5% í rúmlega 7,5%. Ávöxtun- arkrafa húsbréfa hefur síðan lækkað lítilsháttar og var undir lok ársins 7,75%. Svipuð þróun átti sér stað varðandi tilboð Seðlabanka i spariskír- teini á Verðbréfaþingi á árinu 1992, einkum fyrstu mánuðina. Ávöxt- unarkrafa i kaupum lækkaði úr 8,25% í tæp- lega 7% í lok april. Krafan var siðan óbreytt þar til í júli að hækkana fór að gæta og var hún 7,8% undir lok ársins. Útlit er fyrir að vegin meðalávöxtun í viðskipt- um með spariskírteini og húsbréf á Verðbréfa- þingi lækki um 0,7 pró- sentustig frá 1991 til 1992, úr 8,2% i 7,5%.“ Verðtryggð og óverð- tryggðlán Grein Ólafs K. Ólafs fjallar siðan um verð- bréfasjóði, lækkandi gengi hlutabréfa, pen- ingamarkaðinn, lækkun dráttarvaxta með laga- breytingu (í nóvember- mánuði sl.) og háa útlána- vexti banka og spari- sjóða. í lokaorðum, sem fjalla um mikinn mun á kjörum verðtryggðra og óverðtryggðra lána, seg- ir m.a.: „Meðalvextir verð- tryggðra lána á árinu 1992 voru 9,3% en 9,2% árið 1991 og raunávÖxt- un óverðtryggðra Iána var 11,8% á árinu 1992 en 10.0% árið 1991. Þetta er hæstu skuldabréfa- vextir síðustu áratugi. Miklar og vaxandi út- lánaafskriftir banka og sparisjóða undanfarin ár gefa til kynna að ekki sé að vænta verulegrar lækkunar á raunvöxtum útlána á næstunni, sér- staklega ef ekki verður veruleg breyting á láns- fjárþörf opinberra að- ila.“ Stöðugleikinn eða óstöðugleikinn í efnhags- lífi og þjóðarbúskap, sem að stærstum hluta ræðst að því hvern veg kaup aðila vinnumarkaðarins gerast á. eyri væntan- legra kjarasamninga, hefur að sjálfsögðu einn- ig áhrif á atvmnu-, verð- lags- og vaxtastig á næstu misserum. irress í 34 ár Hressingarleikfími kvenna og karla Vetrarnámskeið hefjast mánudaginn 11. janúar nk. Kennslustaðir: Leikfimisalur Laugarnesskóla og íþróttahús Seltjarnarness. Fjölbreyttar æfíngar Músik - Dansspuni - Þrekæfíngar - Slökun - Ýmsar nýjungar Nokkrar konur geta komist að mánudags- og föstudagskvöld kl. 20.15. Einnig nokkrir herrar sömu kvöld kl. 21.15 í Laugarnesskólanum. Innritun og upplýsingar í síma 33290. Gleðilegt nýtt ár! Ástbjörg S. Gunnarsdóttir, íþróttakennari. PÓSTHÓLF 176, 121 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.