Morgunblaðið - 09.01.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.01.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1993 19 Stöðugur straumur fólks frá öllum heimshornum er á Picasso safnið. gerð og samsetningu byggingar- innar. Sjálfur sagði Gaudí: “... homin hverfa og ríkdómur efnisins kemur fram í hinum bogamynduðu óhlutkenndu formunum: sólin mun þrengja sér inn um allar hinar fjóru hliðar og verður líkust eftir- mynd af Paradís. Þannig verður bygging mín bjartari en ljósið. Þakið er svo gott dæmi um ótak- markað hugarflug Gaudís, því að að neðan er sem einhver forynju- vöxtur eigi sér þar stað, en að ofan er það líkast súrrealistískum höggmyndagarði. Að innan er húsið ekki síður ævintýralegt og fordyrið eitt býður gestinn velkom- inn með skreytingum og formun- um, sem eru sem annars heims, en styðjast þó við hrein náttúru- lögmál og klæðningin er úr marg- litum náttúrusteinum. Þetta mark- ar það svið að höndla heildina í smáatriðunum. Hinum lífræna byggingarstíl Gaudís var hafnað af áköfustu áhangendum funkisstefnunnar og skókassastílsins, en telst nú eitt af ævintýrum þessarar aldar og ferðalangar streyma hvaðavæna að úr heiminum til að bera bygg- ingar hans augum. En svo er ann- að, sem er, að það er einnig eitt af kraftaverkum tuttugustu aldar- innar að Gaudí skyldi takast að fá menn til að fjármagna bygging- ar sínar. Einn af þeim var hinn auðugi greifi Eusebio Gell y Bacigalupi, sem réði Gaudí til að hanna á 16 hekturum eignar sinnar sirka 60 íverustaði, með fyrirheit um nýjan og byltingarkenndan lífsmáta. Gaudí fékk hér fullkomlega fijáls- ar hendur og skóp ævintýralega húsasamstæðu. Tilraunin misheppnaðist að því leyti að einungis tvö smábýlanna seldust og keypti Gaudí sjálfur annað. Af þeirri ástæðu keypti Barcelonaborg heila klabbið árið 1922 og breytti í opinberan garð, sem í dag er nafnkenndasti garður borgarinnar. Þannig verða iðulega mikil lista- verk til, en eru síður afkvæmi nákvæms skipulags um hagnýti. Að lýsa byggingum Gaudís í borginni, verður trúlega best gert með því að segja, að þær séu sem spretti fram lífrænn gróður inn á milli kaldra húsasamstæða og að hann sjálfur sé sem ævintýraþulur innan um þura rökhyggju. En þrátt fyrir allt, var hér ekki Safn Katalónskrar listar á Montjuich hæðum. Höllin var byggð í tilefni heimssýningarinn- ar 1929. um neinn draumóramann að ræða heldur sannmenntaðan húmanista, sem var gæddur mikilli tilfinningu fyrir smáatriðum og hinu skreyti- kennda og þá sérstaklega í smíða- jámi. Sönnun þess eru työ ljósker sem sjá má á Plaza Real og annað þeirra með tákni Barcelonaborgar. Og sjálfur Le Corbusier, sem hugs- aði þó mikið um hagnýti bygginga sinna, lét hafa eftir sér árið 1957, að Gaudí væri einn af byggingar- meisturum tuttugustu aldarinnar. Auðvitað gleymdi Barcelona ekki þessum snillingi sínum og veitti mikið fé í endurnýjun bygg- inga hans og miklar framkvæmdir voru við kirkjuna miklu Sagrada Familia. Gaudí kom Iíka við sögu við hönnun Borgargarðsins og hann er jafnvel talinn höfundur hinna fjögurra undursamlegu vængjuðu dreka fyrir framan gervifossa hins rismikla og fagra minnismerkis við það horn garðsins, sem veit að Passeig de Pujades Meridiana og Carrer de Wellington. Það hafa einkum verið tveir staðir sem dregið hafa jafnt mynd- listarunnendur sem forvitna ferða- langa að sér hin síðari ár, sem eru Picasso- safnið og stofnun Joan Miró, en nú hefur þriðji staðurinn bæst við, sem er stofnun Antoni Tapies við Carrer Aragó, sömu götu og ég bjó við i fýrra, en þá vissi ég ekki af safninu. Tapies er án vafa nafnkenndasti núlista- maður Spánveija og hefur lengi verið búsettur í París. Mér til mik- illa vonbrigða var safnið lokað er mig bar að garði, en verið var að stokka það upp og undirbúa nýja sýningu. En hvað hin söfnin snertir, er mun meiri aðsókn á Picasso safn- ið, en þangað er stöðugur straum- ur allan daginn. Ástæðan mun trúlega vera sú, að safnið er mun fjölþættara og skemmtilegra í skoðun og hin gamla ævintýralega bygging, „Berenguer de Aguilar Palast“ sem hýsir það er frá 14 öld. Auk þess eru þar stöðugar sérsýningar og t.d. voru þar sýn- ingar á verkum þeirra Max Ernst og Alex von Jawlenzky er mig bar að garði. En þessar sérsýningar hafa ekki að neinu marki sama aðdráttarafl og sjálft Picassosafn- ið, en eru góð viðbót fyrir sanna áhugamenn. Picasso safnið í París er einnig í gömlu aðalsmannssloti og þang- að liggur sömuleiðis stöðugur straumur ferðalanga og af því má vera nokkuð ljóst, að fólk sækir meira í gamlar og lífrænar bygg- ingar en nýhönnuð söfn, hversu vel sem hönnun þeirra hefur ann- ars tekist. Þannig er Miró safnið mjög fal- legt og vel hannað af þeim nafn- kennda einkavini Mirós til margra ára, Jose Luis Sert, en samt er eins og eitthvað skorti á og við það bætist, að nokkuð er um kaup- mennsku, en minjagripir þar eru margir mun dýrari en annars stað- ar og kann það að vera vegna þess, að fjölskylda hans hefur einkarétt á allri myndbirtingu og þá væntanlega einnig eftirþrykkj- um á hvers konar sérhannaðan klæðnað. Og kannski er Miró of mikið tákn á þessum slóðum, en allstað- ar má sjá verk hans utan dyra og myndtákn hans á hvers konar hlutum og auglýsingum. Ég hafði skoðað Miró safnið tvisvar af miklum áhuga rúmu ári áður, en er ég skoðaði það á ný þótti mér það merkilega fljótskoð- að, en hins vegar tekst mér ekki að verða leiður á Picassosafninu, því að jafnvel gamlir og gráir veg- girnir heilla mig, sem vafalaust marga fleiri. Ég hafði fengið inni í íbúð í Iyftulausu húsi á sjöttu hæð í næsta nágrenni Borgargarðsins og þar leið mér ágætlega þótt tröppurnar væru nokkuð erfiðar í hásumarhitunum, ekki aðeins fyrir okkur ferðalangana, heldur einnig fyrir íbúa hússins, sem gjarnan tóku sér hvíldir á leiðinni upp. Eftir þ'ví var tekið hve fólkið í húsinu var frammúrskarandi kurt- eisið og alúðlegt og frá því sumu geislaði sá heillandi menningar- bragur sem rómönskum þjóðum er í blóð borinn. Naumast var hægt að hugsa sér betri staðsetningu í borginni, því að þetta er rétt hjá höfninni og stuttur gangur að þeirri nafn- kenndu götu Las Ramblas. Þá eru merkar og heillegar fornminjar í nágrenninu svo sem Rómversku múramir og hin mikla dómkirkja St. Eulalia. Göturnar eru sumar hveijar svo þröngar og langar, að maður verður beinlínis óttasleginn er maður er einn á ferð og einkum er skyggja tekur, en alltaf er stutt í fjölmennið. Ramblan er eins og margur veit heilmikið ævintýri þar sem allt mögulegt er að gerast allan liðlangan daginn og næturlífið blómstrar þar allt um kring. Einn- ig vændi af öllu tagi og eiturlyfja- sala og þá einkum á hinu fagra torgi Plaza Real, sem er staðsett mitt í gamla borgarhlutanum steinsnar frá Römblunni. Ekki þarf maður að sitja lengi á einum hinna mörgu útiveitingastaða til að verða var við sölu vímuefna. Á götunni eru rómantísk hótel og dýrar verzlanir, og á einum stað til hliðar er einhver glæsileg- asti útimarkaður á matvöru og grænmeti sem ég hef augum litið auk þess að vera því skilningarviti ljóssins mikil hátíð. Ramblan byij- ar við höfnina í gamla hverfinu en ofantil er nálgast nýrri hverfí eru alþjóðlegir hamborgara- og ropvatnsstaðir og menn verða þá óþægilega varir við nútímann og hningnun siðmenningarinnar, en mér fínnst eftir heimsókn á slíkan skyndifæðustað sem maður sé kominn 30.000 ár nær frummann- inum í tijánum. Ramblan væri vafalítið ein feg- ursta gata í heimi ef meiri þrifnað- ar gætti, en sóðaskapurinn er þar á köflum yfírgengilegur og eiga einstaklingar þar mesta sök. Hér vantar götusópara en þó einkum lög eins og t.d. í Munchen, sem banna að henda frá sér rusli og eru menn þar jafnvel sektaðir fyr- ir að henda frá sér eldspýtu eða smábréfsnepli. En enginn getur neitað því að lífsflóran á hinni miklu götu er mikil og hún er jafn- vel mun ríkari en mann grunar í fyrstu. Sóðaskapurinn er annars mikill blettur á borginni, ódaunin leggur frá stórum gámum, sem víða eru staðsettir og mengun er þar mik- il. Væri ráð að senda Barcelona- borg slagorð hreinlætisdeildar okkar: „Götur eru ekki ruslaföt- ur...“! Þegar við vorum þarna í fyrra- sumar langaði okkur reiðinnar býsn í kláfínn er reglubundið og tígulega svifur hátt yfír höfninni, en einhvern veginn varð ekki úr því. En núna héldu okkur engin bönd og síðdegis einn góðviðrisdag létum við drauminn rætast. Það sá vítt yfír borgina, en það sem vakti þó mesta athygli okkar var einmitt mengunin sem var svo auðsæ úr háaloftinu bæði í nálægð sem fjarlægð. Hún kemur bæði fá iðnaði og útblæstri bifreiða en umferðin í borginni er gífurleg. Dagamir 10 í Barcelona liðu fljótt, alltof fljótt og auk þess átt- um við í stríði við moskítóflugur á nóttunni er bitu og bitu. Sonur minn fékk aðkenningu af hita- og köldusótt, en sem betur fer náði hún ekki fullum tökum á honum, en hann var lengi slappur á eftir. Og sá er hér ritar fékk heiftarlega vöðvagigt í brjóstið og varð að leita til bráðamóttöku á spítala en hresstist sem betur fer á merkilega skömmum tíma eftir að hafa feng- ið rétt lyf. Þannig sannaðist það enn einn ganginn, að engin er rós án þyma, en það var alla vega mikil lifun að fá heimsótt þessa miklu borg á sögulegum tímum. Væntanlega minnkar ekki metnaður íbúanna varðandi uppbyggingu borgarinn- ar þrátt fyrir að vafalítið sé langt í næsta heimsviðburð innan marka hennar. Hinn almáttugi Kristur. Freska frá 12. öld í Katalónska safninu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.