Morgunblaðið - 09.01.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.01.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1993'* Hver skorar á heimsmeistarann? Skák_______________ Margeir Pétursson ÚRSLITAEINVÍGI áskor- endakeppninnar hefst nú um helgina í Escorial, útborg Madrid, höfuðborgar Spánar. Tveir öflugustu skákmenn Vesturlanda tefla um réttinn til að heyja einvígi við Garrí Kasparov heimsmeistara í haust, Englendingurinn Nigel Short, 27 ára, og Hollend- ingurinn Jan Timman, 41 árs. Yfirdómari einvígisins er Guð- mundur Amlaugsson, en hann gegndi þvi embætti einnig í úrslitunum fyrir þremur árum, þegar Karpov og Tim- man mættust. Tefldar verða 14 skákir í ein- víginu, eða þar til annar hefur hlotið sjö og hálfan vinning. Fyrsta skákin verður tefld sunnudaginn 10. janúar, en ætl- að er að einvíginu ljúki í febrúar- byijun. Eftir afar slaka frammistöðu Jans Timmans á síðustu mánuð- um þykir Shbrt sigurstranglegri. Timman varð Iangneðstur á minningarmótinu um Aljekín í Moskvu í nóvember, en Short náði hins vegar þokkalegum árangri á EM landsliða á sama tíma, hlaut fímm og hálfan vinn- ing af átta mögulegum, tapaði aðeins fyrir Kasparov. Heimsmeistarinn hefur lýst því yfír að hann reikni með því að mæta' Englendingnum í næsta heimsmeistaraeinvígi. Bæði Timman og Short eru afskaplega mistækir og ef annar hvor þeirra verður í slöku formi gætu úrslit- in ráðist snemma. Ljóst er að skákgagnrýnendur muni fara ýtarlega í skákimar og bera þær saman við taflmennskuna hjá Fischer og Spasskí í haust. Heppnina skorti í Stokkhólmi Hinu árlega Rilton Cup skák- móti í Stokkhólmi lauk í vik- unni. Mótið var betur skipað en oft áður, margir bestu skákmenn Svía voru með og ijórir stór- meistarar frá fyrrum Sovétríkj- unum mættu til leiks. Við Hann- es Hlífar Stefánsson stóðum vel að vígi langt fram eftir móti. Ég vann fyrstu fímm skákirnar, en gerði jafntefli í fjórum síð- ustu. í sjöundu umferð lék ég klaufalega af mér vinningi gegn Svíanum Wedberg. Ég mátti að lokum sætta mig við fjórðu verð- laun, en verðlaununum var ekki skipt á milli keppenda sem hlutu jafnmarga vinninga, heldur voru stigin látin ráða. Hannes Hlífar virtist lengi vel á góðri leið með að krækja sér í þau stig sem hann vantar upp á stórmeistaratitilinn, en í næstsíðustu umferð tapaði hann slysalega með hvítu fyrir Rúss- anum Kharlov og í síðustu um- ferð teygði hann sig alltof langt í vinningstilraunum gegn stiga- lágum Svía. Hannes hlaut því aðeins fímm og hálfan vinning og úa^asgðist stórmeistaratitil- inn nokkuð. Hann hlýtur þó fljót- lega að fá betri byr. Það var hins vegar ekkert lán- leysi yfír nýbakaða sænska stór- meistaranum Jonny Hector. Fyr- ir síðustu umferð hafði hann heilan vinning í forskot en hafði þó aðeins lagt að vígi einn alþjóð- legan meistara og sex skákmenn með 2.300 stig eða minna. Það var með ólíkindum hvernig hon- um tókst að sneiða hjá stórmeist- urunum, en um þetta má kenna gersamlega ónothæfu tölvufor- riti sem notað var til að raða niður. Það var heldur ekki nóg með að Hector væri heppinn með andstæðinga, heldur lék lánið líka við hann á skákborðinu. Þessi staða kom upp hjá honum í áttundu umferð gegn kornung- um eistneskum skákmanni. Eist- inn átti gjörunna stöðu en fór mjög ósparlega með tíma sinn: Svart: R. Liiva, Eistlandi Hvítt: Jonny Hector í þessari stöðu átti svartur tíu mínútur til að ljúka skákinni, en það ætti ekki að koma að sök, því 45. — Hhl! leiðir til auðvelds vinnings. 45. - Hg4?! 46. c4 - h4 47. c5 — bxc5 48. bxc5 — h3 49. c6 - h2 50. c7 - hl=D 51. c8=D+ - Kg7 52. Hc5 - Dbl + 53. Kc6 - De4+?! 54. Kd6 - Dd3+? Guðmundur Arnlaugsson, yfir- dómari í einvígi Timmans og Shorts á Spáni. Svartur átti nú aðeins 2-3 mínútur eftir og skákar út í loft- ið. Hér var nauðsynlegt að virkja hrókinn og leika 54. — Hh4 til að koma honum til h8, eða 54. — Hhl. Nú kemur Hector kóngn- um í sóknina! 55. Ke7! - Hf4 56. e6!? - Dxa3 57. Ke8 - Da4+ 58. Dd7 - Db4 59. Dd6 - Da4+ 60. Ke7 - fxe6? 61. De5+ - Kh7 62. Hc7 - Hf5?? Leikur sig í mát á síðustu mínútunni. 63. Dh2+ - Hh5 64. Kf6+ - Kh6 65. Dd2+ Einfaldara var 65. Hh7+! strax og mátar síðan í öðrum leik. 65. - g5 66. Hh7+! - Kxh7 67. Dd3+ og svartur gafst upp, því hann er óveijandi mát. En þar með sögðu lukkudísim- ar skilið við Hector og hann tap- aði frekar baráttulítið fyrir Kharlov í síðustu umferð. Það varð þess valdandi að ég datt úr öðru sæti niður í það fjórða. Úrslit mótsins: 1.-2. Kharlov, Rússlandi, og Hector, Svíþjóð, 7R v. 3.-9. Pigusov, Rússlandi, Mar- geir Pétursson, Dan Cramling, Svíþjóð, Hellers, Svíþjóð, Wins- nes, Svíþjóð, Kupreitsjik, Hvíta- Rússlandi, og Degerman, Sví- þjóð, 7 v. 10.-19. Balashov, Hvíta-Rúss- landi, Liiva, Eistlandi, Kinsman, Englandi, Wedberg, Lars Karls- son Sandström, Engquist, Lyr- berg Backelin og Jan Johansson, allir Svíþjóð, 6R v. Skákþing Reykjavíkur 1993 Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 10. janúar kl. 14. Mótinu lýkur þriðja febrúar. Umhugsunartíminn er ein og hálf klukkustund á 30 leiki, en síðan 45 mínútur til að ljúka skákinni. Engar biðskákir verða því á mótinu og er þetta í sam- ræmi við þá stefnu sem nú ræð- ur ferðum í skákheiminum að útrýma þeim smátt og smátt. Að jafnaði er teflt þrisvar í viku á mótinu, á sunnudögum kl. 14 og miðvikudögum og föstudög- um kl. 19.30. Teflt verður í ein- um flokki eftir Monrad-kerfí. Fyrstu verðlaun eru 60 þúsund krónur, önnur verðlaun 35 þús- und ogþriðju 10 þúsund. Sérstök verðlaun eru veitt fyrir bestan árangur skákmanns með 2.000 stig eða minna, 7.500 kr., og fyrir bestan árangur þeirra sem hafa minna en 1.700 stig, 5 þús. kr. Lokaskráning í aðalkeppnina er laugardaginn 9. janúar kl. 14-20 í símum Taflfélags Reykjavíkur, 813540 og 681690. Núverandi skákmeistari Reykjavíkur er Sigurður Daði Sigfússon. Keppni í unglingaflokki á Skákþinginu fer fram laugar- dagana 23. og 30. janúar. Um- hugsunartíminn þar verður hálf- tími á skákina. Sérstakur kvennaflokkur verður á skákþinginu, en konum er að sjálfsögðu einnig heimil þátttaka í aðalkeppninni. Keppni í kvennaflokki hefst 21. janúar. Jónas Gunnlaugs- son - Minningarorð Fæddur 6. janúar 1907 Dáinn 24. desember 1992 Jónas Gunnlaugsson andaðist á Sjúkrahúsinu á Húsavík á aðfanga- dagskvöld eftir að hafa dvalið þar og á Landspítalanum í Reykjavík mikinn hluta ársins 1992. Fyrr á árinu hafði hann sárlasinn fylgt eiginkonu sinni, móðursystur minni, Laufeyju Kristjönu Benediktsdótt- ur, til grafar eftir meira en hálfrar aldrar samfylgd. Þar sem einungis rösklega hálft ár er liðið síðan ég minntist Laufeyj- ar frænku minnar í minningargrein þar sem ég tíundaði börn þeirra hjóna og sameiginlegt lífshlaup fínnst mér ekki rétt að endurtaka þau orð nú. Hins vegar get ég ekki látið hjá líða að setja nokkur minn- ingarorð á blað sem kveðjuorð til jafn hjartfólgins vinar og Jónas var mér og mínum. Hinu er ekki að leyna, að enda þótt andláti slíks vinar um áratuga skeið fylgi óhjá- kvæmilega mikil saknaðartilfinning og tómleiki, verður að viðurkenna að þegar heilsan er á þrotum er dauðinn sá líknargjafi sem einn getur bundið enda á þjáningar og veitt mönnum hvfld. Jónas Gunnlaugsson fæddist á Eiði á Langanesi á fyrsta áratug aldarinnar. Foreldrar hans voru hjónin Þorbjörg Daníelsdóttir frá Eiði og Gunnlaugur Jónsson fæddur á Eldjárnsstöðum. Jónas var þriðja barnið í hópi 11 systkina. Heimili þeirra Gunnlaugs og Þorbjargar var annálað fyrir myndarskap og framfarahug í öllu sem laut að bættum búskaparháttum. Sem dæmi um það vitna m.a. bygging fyrsta steinsteypuhússins á Langa- nesi árið 1912, bygging heimilisraf- stöðvar um 1930 og óvenjulega stórt og slétt tún við bæinn, sem að mestu var unnið með því að rista torf af þýfðum móum með undir- ristuspaða og stinga síðan upp jarð- veginn, blanda hann húsdýra- áburði, slétta og þekja á ný. Á þeim 40 árum sem þau hjónin stóðu fyr- ir búskap á Eiði, fyrst með foreldr- um Þorbjargar og síðari árin með börnum sínum, tókst þeim sannar- lega betur en þorra bænda að breyta búskaparháttum á jörðinni úr miðaldabúskap í nútímalegt horf þess tíma. í þessum jarðvegi óx Jónas úr grasi við margvísleg sveitastörf, sjósókn og annað það er til féll. Þau hjónin Jónas og Laufey voru gefín saman í hjónaband árið 1939 og bjuggu á Eiði í meir en hálfan annan áratug, er þau fluttu til Húsavíkur þar sem þau áttu lengst af heima á Héðinsbraut 5. Síðustu árin dvöldu þau á heimili aldraðra að Hvammi á Húsavík. Á Húsavík vann Jónas lengstan tímann hjá bænum við alls kyns verkamannastörf sem hann sinnti af stakri trúmennsku. Þegar sorp- brennslustöðin var reist á Húsavík á árinu 1972 var honum falin um- sjón með henni og var það síðan hans aðalstarf hjá bænum. Á þess- um tíma var ég bæjarstjóri á Húsa- vík og er mér á þessari stundu ljúft og skylt að þakka honum störf hans fyrir Húsavíkurbæ um nær tveggja áratuga skeið. Enda þótt ég hitti Jónas fyrst á Eiði vorið 1950 hófust raunveruleg kynni okkar ekki fyrr en vorið 1960, þegar ég flutti til Húsavíkur, þá einhleypur, og þau hjónin Jónas og Laufey tóku mig í fæði í meir en hálft þriðja ár. Á þeim tíma tengd- umst við Jónas þeim vináttubönd- um, sem aldrei bar skugga á um meira en þriggja áratuga skeið. Mér varð fljótt ljóst, að enda þótt ekki væri hægt að merkja ann- að en Jónas væri sæmilega ánægð- ur með lífið og tilveruna á Húsavík, stóðu sveitin og sveitalífið ætíð Fædd 16. maí 1940 Dáin 11. desember 1992 Hinsta kveðja til „stóru systur“. „Ég ákalla þig drottinn og bið þig að heyra orð mín! Hjarta mitt er svo stórt og fullt af ljósi að ég bið þig um að umvelja systur mína í þeim geislum sem hjarta mitt býr yfir. Þeim geislum og hamingju sem þú kenndir mér að rækta. Hvert okkar hefur sinn tilgang huga hans næst. Það fann ég glöggt þegar við fórum í heimsóknir til foreldra minna í Svartárkoti í Bárðardal. Sérstaklega hafði hann gaman af að stunda veiðiskapinn í Svartárvatni og þar var hápunktur tilverunnar að veiða silunginn á dorg gegnum ís á vorin. Þá eru mér og minnisstæðar árlegar ferðir með þeim hjónum á þorrablót í Bárðardal, þar sem þau voru um árabil í hópi þeirra duglegustu á dansgólfínu. Enda þótt Svartárkot hafí á ýmsan hátt komið í staðinn fyrir Eiði sem „sveitin hans“ Jónas- ar er mér ekki grunlaust um að þar hafi honum fundist eitt á skorta, en það voru ljónviljugir gæðingar en Jónas var á yngri árum mikill hestamaður og allt fram á síðasta ár kom glampi í augun þegar Stein- unn systir tók hann með sér upp í hesthús á Húsavík og hann fékk að klappa hestunum hennar, enda þótt hann treysti sér ekki lengur til að fara á bak þeim. En enda þótt reiðhestana skorti í Svartár- koti var hægt að grípa í spil á kvöld- in og af því hafði Jónas mikla ánægju. Var líka oft farið að halla æði mikið á nóttina þegar spila- hér á jörðinni. Ýmist til að læra, eða til að kenna öðrum að elska og fyrirgefa. Við eigum samleið í tíma og rúmi og komum til með að skilja eftir okkur spor þegar við förum héðan af jörðinni. En þau spor eru eins og fótspor meistar- ans, sporið sem sýnir okkur að við getum stigið skrefið fram á við, í áttina að Guði, því Guð er kærleik- ur! Þetta stóra ljós og sú mikla viska sem býr í hjarta okkar allra. Ef stokkunum var pakkað saman og gengið til náða. Jónas var meira en meðalmaður á hæð og samsvaraði sér vel. Hann hélt sér alla tíð grönnum og nokkuð styrkum líkamlega. Má það eflaust þakka dugnaði hans við að stunda sund, en um áratuga skeið mætti hann í sund í sundlauginni á Húsa- vík klukkan 7 að morgni og allt fram á síðasta ár fór hann að jafn- aði í sund tvisvar á dag. Síðustu tvo áratugina átti Laufey frænka mín, kona Jónasar, við þrá- láta vanheilsu að stríða. í veikindum konu sinnar komu fram þeir eigin- leikar Jónasar, sem í mínum huga einkenndu hann mest og sem ég mat mest við hann, en það var trygglyndið og trúmennskan. Hjá Jónasi hef ég fundið sterklegri ein- kenni þessara tveggja höfuðkosta mannskepnunnar en þorra annarra samferðamanna og þannig mun ég minnast hans um ókomin ár. Við Sigrún kona mín og börnin vottum aðstandendum okkar inni- legustu samúð. Blessuð sé minning Jónasar Gunnlaugssonar. Haukur Harðarson frá Svartárkoti. okkur tekst að rækta þetta ljós, þá ættum við að vita hver tilgangur lífsins er og það er ekkert til sem heitir dauðinn. Því bið ég þig drottinn að taka á móti kærleikgeislum mínum og endurvarpa þeim margfalt til baka til allra þeirra sem þekktu Fanney mína, umveíja þá ljósi og veita þeim styrk og bjarta von í framtíðinni." Bænina sendir Halla Eysteins, „litla systir“. Láfið er flæði ljóss og skugga lífsneistinn er tengdur því að vökva, vona, elska og hugga vilja drottins fylgdu því. (Halla Eysteins) Iialla Eysteins. Fanney Haralds- dóttir — Kveðja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.