Morgunblaðið - 09.01.1993, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.01.1993, Blaðsíða 48
IVíirpnQnPT fimad i MICROSOFT. einar j. WlNDOWS. SKÚLASONHF MORGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1656 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. A skíðum yfírGræn- landsjökul ÞRÍR Islendingar ætla að ganga á skíðum yfir Grænlandsjökul í vor. Leiðin sem þeir ætla er 600 kílómetra löng og er þetta fyrsti íslenski skíðaleiðangurinn yfir jökul- inn. íslendingamir eru Ólafur Örn Haraldsson, leiðangursstjóri, Har- aldur Öm Ólafsson og Ingþór Bjarnason. Allir em þeir reyndir skíða- og íjallamenn. Leiðangurinn hefst 20. apríl og er áætlað að hann taki 25-35 daga, eftir því hvemig veður og færð verð- ur. Farið verður upp frá Angmagssa- lik á austurströnd Grænlands og komið niður í Syðri-Straumfjörð á vesturströndinni. Sjá frétt á miðopnu. —:—» ♦ ♦--- Lengsta um- ræoa þing- sögunnar UMRÆÐUR Á Alþingi um EES- samninginn hafa staðið í 92 klukkustundir á 116. löggjafar- þinginu og til viðbótar hafa umræður um stjómarskrár- breytingar og þjóðaratkvæði að verulegu leyti snúist um EES, en þær umræður tóku 29 klukkustund. Þingmenn og starfsmenn Alþingis rekur ekki minni til að umræður hafi staðið lengur um annað mál í allri þingsögunni. Áður en EES kom til sögunnar var lengsta umræða í manna minnum um kvótalögin á 110. löggjafarþinginu, en hún stóð í 47 klukkustundir. Sjá frétt á bls. 29. Hertar reglur EB um innflutt matvæli valda töfum á íslenskum útflutningi Óvissa um 86 gáma með saltaðan o g frystan físk Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sól hækkar á lofti Nú er dimmasti tími ársins að baki og sól hækkar á lofti með helgina, éljum norðanlands en það á að létta til á morgun hveijum deginum sem líður. Veðurstofan spáir norðanátt um sunnanlands. Myndin er tekin á Hellisheiði fyrir skömmu. Níu olíutaukar enn í jörðu í Öskjuhlíð NÍU af tæplega þrjátíu olíutönkum sem grafnir voru í jörð í Öskjuhlíð fyrir árið 1967 hafa enn ekki verið grafnir upp þrátt fyrir að lokafrestur sem Olíufélögin höfðu til þess hafi runnið út síðastliðið sumar. Esso hefur grafið upp alla sína tanka en OLIS á eftir að grafa upp sína tanka, þrjá talsins, og Skeljungur á eftir að grafa upp sex tanka af fjórtán. Dagsektir hafa verið lagðar á þá tanka sem ekki hafa verið grafnir upp, fyrir tilskilinn frest, 10.000 krónur á dag fyrir hvern tank. 0 Rotterdam. Frá Kristófer Má Kristínssyni fréttaritara Morgunblaðsins. ÁTTATÍU og sex gámar hlaðnir frystum og söltuðum sjáv- arafurðum frá íslandi bíða heilbrigðisskoðunar í Rotterdam samkvæmt nýrri tilskipun innan Evrópubandalagsins um þau efni. Mikil óvissa ríkir um framkvæmd tilskipunarinn- ar og þær kröfur sem yfirvöld innan EB hyggjast gera til farmskjala og vottorða sem tilskipunin gerir ráð fyrir að fylgi innflutningi til bandalagsins. Ljóst þykir að töluvert skorti á samræmingu þessara gagna hjá íslenskum útflytj- endum sjávarafurða. Gert er ráð fyrir að heilbrigðisskoðun íslensku sjávarafurðanna hefjist á mánudag. Á fundi heilbrigðisnefndar í gær voru lögð fram drög að skýrslu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um málið. Tildrög þessa máls eru þau að í febrúar 1991 samþykkti heil- brigðisnefnd Reykjavíkur að notk- un tanka sem grafnir voru niður 1967 eða fyrr skyldi hætt og þeir grafnir upp og rannsakaðir í sam- ráði við Heilbrigðiseftirlitið með tilliti til tæringar og almenns ástands. Að sögn Tryggva Þórðarsonar, hjá heilbrigðiseftirlitinu, urðu olíu- félögin ekki við þessum kröfum. í byijun árs 1992 samþykkti heil- brigðisnefnd að veita lokafrest til 1. maí til að verða við kröfum nefndarinnar. Enn á hins vegar eftir að grafa upp níu tanka og ekki hafa verið gerðar neinar rann- sóknir á uppgröfnum tönkum. Tilefni kröfunnar um að grafa upp tankana voru, að sögn Tryggva, upplýsingar frá Dan- mörku um að hluti tanka sem þar hefðu verið í jörðu í 20 ár eða leng- ur væri orðinn gegntærður. Tafir hafa orðið á skoðun gám- anna frá íslandi annars vegar vegna þess að farmskjöl hafa ekki borist til Rotterdam og hins vegar vegna þess að móttakendur gámanna innan EB hafa ekki verið tilbúnir til að taka við vörunni yfir helgina. Tilskipunin, sem gekk í gildi um áramótin, kveður á um að farmskrá skuli lögð fram 72 klukkustundum áður en varan kemur að landamær- um EB, en heilbrigðisvottorð á að liggja fyrir sólarhring áður en skip kemur til innflutningshafnar. Reynsla undanfarinna daga sýnir að mikil áhersla er lögð á að farmskjöl séu í samræmi við kröfur EB. Sam- kvæmt heimildum í Rotterdam hafa heilbrigðisyfirvöld neitað að skoða vörugáma vegna þess að farmskjöl- um þótti ábótavant. í þeim tilfellum eru gámarnir endursendir til útflutn- ingslands. Almenn óvissa um framkvæmd tilskipunarinnar, fyrirkomulag skoð- ana, kostnað og þann tíma sem skoð- un tekur hefur þegar valdið íslensk- um útflytjendum jafnt sem öðrum óþægindum. Nokkur aðildarríkja EB hafa haldið óbreyttu fyrirkomulagi á eftirliti með innflutningi, t.d. Þýskaland og Danmörk, en önnur, t.d. Belgía, hafa ákveðið að fylgja tilskipuninni út í æsar. Heimildar- menn Morgunblaðsins telja að allar líkur séu á því að eftirlit verði al- mennt hert og breytinga sé að vænta bæði í Þýskalandi og Danmörku inn- an skamms. Samkvæmt heimildum í Brussel er unnið að smíði reglu- gerðar um samræmd vinnubröð vegna helstu skoðunarþáttanna, s.s. blýinnihalds og bersýnilegrar gerla- mengunar. Fyrirætlanir hollenskra yfirvalda um framkvæmd tilskipunarinnar síð- ustu daga segja sína sögu. í upp- hafi, þ.e. um áramót, var gert ráð fyrir að taka sýni úr tuttugasta hveijum gámi, síðan var frá því horfið og ákveðið að fara að dæmi Belga og taka sýni úr hveijum vöru- gámi. Gert var ráð fyrir að sýnin- yrðu 2% af innihaldi gámsins sem í flestum tilfellum eru nærri 400 kg. Frá þessu hefur verið horfið og ákveðið að taka sýni úr tveimur til tíu pakkningum í hveijum gámi. Gjaldskrá Hollendinga gerir ráð fyr- ir að innheimta 15 gyllini, eða 520 krónur, fyrir sérhvert tonn sem fer í gegnum skoðun eða 300 gyllini (10.500 kr.) fyrir hvern gám. Auk þess verða innflytjendur að greiða 150 gyllini (5250 kr.) fyrir vottorð og eyðublöð vegna skoðunarinnar. Til samanburðar hafa Bretar ákveð- ið að innheimta 90 sterlingspund (9700 kr.) fyrir hveija klukkustund sem skoðunin tekur, en Belgar ætla að innheimta 59 belgíska franka (110 kr.) fyrir hver 100 kg sem af- greidd eru. Fyrir utan þessi útgjöld er umtalsverður kostnaður vegna tafa og flutninga til og frá skoðunar- stöðvum. ----♦ ♦ ♦---- Handknattleikur Mesti áhorf- endafjöldi í mörg ár UM tvö þúsund áhorfendur fylgdust með leik Þórs og KA í 1. deild karla í handknattleik í íþróttahöllinni á Akureyri í gærkvöldi. Svo margir áhorfendur hafa ekki verið á leik á Islandsmótinu í- mörg ár. KA-menn sigruðu í leiknum, 28:24, og héldu þannig upp á 65 ára afmæli félags- ins, sem var í gær. Sjá nánar á bls. 47.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.