Morgunblaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1993 $Á TÍMI kemur að þú þqrfi að skýro fyrir börnum þínum hvers vegna þou fæddust, og furóulegt mó telja ef þú veist óstæóuna þegar þar að kemur. HAZELSCOTT l Þreytuveiki er hvorki móðursýki né taugaveiklun heldur sjúkdómur sem er illlæknanlegur Á HVERJU ári koma upp nokkur sjúkdómstilfelli, aðallega meðal ungs fólks, sem lýsa sér með langvinnri þreytu. Henni fylgja gjarnan beinverkir, verkir í vöðvum og liðum, svitakóf, hjartsláttareinkenni, skyntruflanir, særindi í öndunarvegi, hósti og fleira. Slík þreyta kemur oft í kjölfar veikinda, sem einna helst líkjast flensu og svo getur farið að sjúklingar jafni sig aldrei að fullu. Engin lækning er til því enn er óvíst hvaða veira eða veirur eru að verki, en nú vinna íslenskir læknar í sam- vinnu við bandaríska og skoska „kollega“ sína að alþjóðlegri rannsókn á þessu sviði. í bondariska lœknatimaritinu Health segir aó heilbrigóisyfirvöid þar i landi hafi ekki fyrr en árió 1988 vlóurkennt „The Chronic Fatique Syndrome" sem aivörusjúkdóm. Leeknar viti hins vegar lítió um málió og standa þvi ráóþrota gagnvart þeím sex til átta milljónum Banda- ríkjamanna, sem haidnir eru þreytuveiki. Enn- fremur segir: „Ef þú hefur mörg af eftirtöldum einkennum, ertu ef til vill haldinn þreytuveiki." • Stöðugt þróttleysi • Hitaköst • Særindi í öndunarvegí • Sárir hnútar • Verkir í vöðvum og liðamótum • Svefntruflanir • Höfuðverkur • Bólgin liðamót • Ofnæmi • Þyngdarbreytingar • Kaldar hendur og fætur • Doði • Minnisleysi, fyrtni, fát, sjóntruflanir, málrýrð • Þunglyndi, spenna, ótti Akureyrarveikin Þessum tilfellum svipar mjög til Akureyrarveikinnar svokölluðu sem upp kom á árunum 1948-49. Enn þann dag í dag er með öllu óvíst hvað olli þeim faraldri, en hún byij- aði sem hitasótt með miklum verkj- um, aðallega í hrygg með máttleysi og stundum skyntruflunum. Batinn var langdreginn, fólki sló niður og hafði viðvarandi einkenni um þreytu og verki. Alls veiktust hátt á tólfta hundrað manns áður en faraldurinn hvarf 1956, flestir á aldrinum 18 til 30 ára. Þó að sjúkdómurinn hafí verið landlægur komu langflest til- fellanna upp á Akureyri auk þess sem faraldur geisaði á Patreksfírði 1954 og Þórshöfn ári síðar. Árið 1956 var farið að bólusetja gegn lömunarveiki og þá virtist sem sjúk- dómurinn hyrfí árum saman. Menn spyija því hvort bólusetning gegn lömunarveikisveiru hafí dugað til sem vörn gegn þessum óþekkta sjúkdómi. Erlendis er veiki þessi víða þekkt og gengur undir nafninu „The chronic fatique syndrome" sem á íslensku mætti kalla „langvinna þreytuveiki". í Bandaríkjunum er talið að algengi sjúkdómsins sé 250 tilvik á milljón íbúa. Samkvæmt því ættu 70 einstaklingar að hafa sjúk- dóminn hér. Vitað er að um mun fleiri einstaklinga er að ræða sem stafar af fyrrnefndum Akureyrar- faraldri um miðja öldina. ímyndunarveikl „Því er ekki að neita að þegar Akureyrarveikin gekk yfir töldu ýmsir læknar þá að margt af því fólki, sem veiktist, hefði ekki veikst í alvöru, heldur hefði það hreinlega lagst í rúmið af hræðslu við lömun- arveiki. Álitið var að kvartanir þessa fólks ættu sér ekki stoð í raunveru- leikanum heldur væri þetta móður- sýki, taugaveiklun eða ímyndun. Það er ekki fyrr á allra síðustu árum að læknar eru farnir að átta sig á því að vandamálið er raunverulegt," segir dr. Sverrir Bergmann, sér- fræðingur í taugasjúkdómum. 20% sjúklingar alla tíð Að sögn Sverrir virðast 20% þeirra, sem fengu Akureyrarveik- ina, hafa jafnað sig að fullu fljótlega á eftir. 60% hafa getað lifað því sem næst eðlilegu lífi, lokið námi og stundað vinnu, en hafa þó þurft að gera ráð fyrir heldur meiri hvíld en aðrir vegna óeðlilega mikillar þreytu oft og tíðum. „Þá eru eftir 20% sem segja má að hafi verið sjúklingar alla tíð. Þreytan hefur verið það mikil að þessir einstaklingar hafa í raun verið óvinnufærir. Ef þeir hafa pressað sig áfram, eins og sumir hafa gert, hefur það viljað leiða af sér ýmsa vöðvagigtarverki, svefn- truflanir og vægar truflanir á and- legu heilbrigði, svo sem spennu, bráðlyndni og fleira í þeim dúr.“ Alþjóðleg rannsókn Um Akureyrarveikina eða ís- landssjúkdóm, eins og hann er stundum kallaður, hefur margt ver- ið ritað og rætt á erlendum vett- vangi. íslendingum bauðst fyrir nokkru að taka þátt í alþjóðlegri rannsókn í samvinnu við Banda- ríkjamenn og Skota sem miðar að því finna samband milli þeirra, sem fengu Akureyrarveikina og hafa enn einkenni og annarra, sem veikst hafa með líkúm hætti í Skotlandi og Bandaríkjunum. Rannsóknin er nú langt á veg komin, en hér á landi var blóð- og veíjasýnum safnað úr 50 einstaklingum, sem fengu Akur- eyrarveikina, auk annarra klínískra upplýsinga, og reynt verður að fá svör við því hvaða veira eða veirur eru á ferð og einnig hvers vegna hún viðheldur fyrrgreindum ein- kennum hjá sumum svo árum og áratugum skiptir en hjá öðrum ekki. Jafnframt eru íslenskir læknar að athuga hvort einhver munur fínnist í ónæmiskerfi þeirra, sem hafa jafn- að sig, og þeirra, sem enn eru veik- ir. Það hefur sýnt sig að þeir, sem Dr. Sverrir Bergmann, sérfræð- ingur í taugasjúkdómum. eru veikir, hafa breytingar í ónæm- iskerfi, sem undirstrikar að það fólk er með króníska sýkingu — breyt- ingar, sem benda til þess að stöðugt sé verið að erta ónæmiskerfíð, segir Sverrir. Andlega hllðin Því hefur verið fleygt að þeir, sem ekki jöfnuðu sig eftir Akureyrar- veikina, hafí verið andlega veikir fyrir og ástæða þess að þeir náðu sér ekki megi rekja til þunglyndis, sem brjótíst út á þennan hátt. Sverrir tók það skýrt fram að and- lega sé það fólk, sem á við langvar- andi einkenni að etja, eins og hveijir aðrir. Því sé ekki hægt að skella skuldinni á geðsjúkdóma af einhveiju tagi, en sérstakt alþjóð- legt próf var gert á þessum einstakl- ingum til að skera úr um það. Skv. niðurstöðum prófsins á sú kenning sér ekki stoð í veruleikanum. Athygli manna hefur að undan- förnu beinst að veiru, sem gengur á fagmáli undir nafninu cocksachin- veira, en hún er í ætt við þær sem valda lömunarveiki og mænuveiki. „Aftur á móti vitum við ekki hvern- ig hún getur viðhaldið þessum ein- kennum svona stöðugum, eins og raun ber vitni, bæði í vöðvum og miðtaugakerfi án þess að valda sí- fellt versnandi sjúkdómi. Það erum við'nú að reyna að skýra,“ segir Sverrir. Meðferð Eins og gefur að skilja eru með- ferðarúrræði af skornum skammti þegar ekki er vitað um eðli sjúk- dómsins. „Að sjálfsögðu er mikil- vægt að borða hollan mat. Áreynsla eða þrekæfingar skila hins vegar ekki árangri og leiða oft af sér verri vöðvaeymsli. Margir hafa ráðlagt hreyfíngu í heitu vatni sem hefur mýkjandi áhrif á vöðva. Þá hefur ákveðið lyf, sem eykur taugaboðefni í vöðvum og miðtaugakerfí, hjálpað sumum. Vöðvaverkir og svefntrufl- anir minnka og úthaldið eykst.“ Auðvitað ætti fyrir lifandi löngu að vera búið að komast að kjama málsins, en segja má að það séu aðallega tvær ástæður fyrir því að það hefur ekki tekist að sögn Sverr- is. „í fyrsta lagi héldu menn að þetta væri hrein og bein móðursýki og vom ragir við að hefja rannsókn, sem vitað var að myndi verða tíma- frekt þolinmæðisverk. f öðru lagi hefur tækni fleygt fram á síðustu ámm og gerir slíka rannsókn mögu- lega nú. Rannsóknin útheimtir mjög sérhæfðan tækjabúnað sem ekki er til hérlendis. Ollum nauðsynlegum gögnum og sýnum hefur verið safn- að saman og nú er beðið niður- staðna að utan.“ ■ Jóhanna Ingvarsdóttir Að sjálfsögöu er mikilvægt að borða holl- gn mat. Áreynsla eða þrekæfingar skila hins veg- ar ekki árangri og leiða oft af sér verri vöðva- eymsli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.