Morgunblaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1993 C 3 gefi verkmenntun aukinn gaum ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna til annarrar hugvitssamkeppni í vetur meðal unglinga í efstu bekkjum grunnskólans og verður keppnin með svipuðu sniði og í fyrra þegar hún var fyrst haldin. Þátttaka fór þá fram úr björtustu vonum manna. Alls bárust 75 tillögur frá 45 nemendum, en keppnin er haldin á vegum Fræðslu- skrifstofunnar í Reykjavík, Tækniskóla Islands og íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur. Markmiðið er að gera keppnina að árleg- um viðburði. „Af einhverjum ástæðum hefur nýsköpun ekki verið á blaði í íslenska skólakerfinu í þvi formi að hvetja nemendur tii nýsköpunar," segir Guðrún Þórsdóttir, kennslufulltrúi þjá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. 3S Að sögn Guðrúnar er þetta tilraun til þess að virkja æsku landsins til sköpunar, efla 5J5 frumkvæði og stuðla að fjöl- * breytni í skóla- og atvinnu- U| lífí. Kynningarfundur vegna B keppninnar í ár verður hald- inn nk. þriðjudag, 19. janúar, kl. 15.00 á Hallveigarstöðum, en stefnt er að verðlaunaafhendingu fyrir bestu tillögumar 24. aprfl nk. „Mikið hefur skort á náms- og starfsfræðslu grunnskólanema í gegnum árin. Því hefur yfírgnæf- andi meirihluta nemenda verið beint inn á bóknámsbrautimir, bæði vísvitandi og meðvitað, þar sem þeir, sem í skólunum starfa em á því sviði. Þess vegna er nauðsynlegt að til komi önnur fræðsla inn í skólana og þarf iðn- geirinn að fá aukið rými. Einnig verður að laga ýmsa flöskuhálsa, sem era í meistarakerfi iðnaðar- manna," segir Guðrún. „Markmiðið að baki náms- og starfsfræðslu er einfaldlega að gera einstaklingana hæfari til að velja nám og starf við hæfí sem hlýtur að fara saman við þjóðar- hag. Unglingar þurfa að hafa ein- hveija hugmynd um hvað bíður þeirra að loknu skyldunámi. Þeir þurfa að læra að vera sjálfstæðir og eftir því sem þeir fá meiri og ítarlegri upplýsingar, era þeir hæfari til að vega og meta hvert hugur þeirra stefnir í stað þess kannski að velja sér nám sam- kvæmt félagahópnum." Guðrún hóf störf hjá Fræðslu- skrifstofunni fyrir þremur áram til þess að sinna starfsfræðsiu grannskólanema á höfuðborgar- svæðinu, en fram að því hafði engin skipu- lögð starfs- fræðsla farið fram og svo er reyndar ekki enn í öðram fræðslu- umdæmum. Guðrún hefur útbúið svokallað starfsfræðslutilboð, sem tekur til 10, 11,-12 og 15 ára krakka, en samkvæmt nemenda- könnun, sem Fræðsluskrifstofan í Reykjavík gerði í fyrra um náms- og starfsfræðsluferðir 15 ára nem- enda kom fram að 95% nemenda töldu þær mjög nauðsynlegar. 99% vildu fara í starfsfræðslu á skóla- tíma, 75% töldu úthlutaðan tíma til starfsfræðslu duga, 85% fannst eðlilegt að fá starfsfræðslu að mestu leyti úti í atvinnulífínu og 93% nemenda hefðu viljað fá meiri upplýsingar um starfíð áður en kom að starfsvali. Þá vildu 90% fara á fleiri en einn stað til starfs- fræðslu. 99% sögðu að for- eldramir teldu starfs- Guðrún Þórsdóttir, kennslufull- trúi hjá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. gið upplýsingar um atvinnumögu- leika hjá móttökuaðilunum. 95% nemenda sögðust fremur leita sér að vinnu eftir áhugasviði heldur en þar sem skortur væri á fólki. 83% nemenda vildu fá upplýsingar um hvar vantaði fólk til vinnu og 60% sögðust vera hrædd við at- vinnuleysi. Starfsfræðslu er ekki að fínna í viðmiðunarstundarskrá. Hins- vegar bjóða ýmsir skólar upp á starfsfræðslu sem valáfanga og flétta má starfsfræðsluna inn í almennt skyldunám. Þau tilboð, sem Guðrún hefur útbúið, fara inn á. hina margvíslegustu at- vinnuþætti. Þannig geta tíu ára böm nýtt sér tilboð, sem tengist landinu og skóg- ræktinni. Ellefu ára börn geta að sama skapi nýtt sér starfsfræðslu á sviði sjávarútvegs og fjörarannsókna og starfsfræðslutil- boð til tólf ára bama snýr að umferðar- og samfélagsmálum. Öll þessi tilboð miðast við beklq'ar- deildir. Fimmtán ára ungling- ar geta aftur á móti valið úr 150 starfsfræðslutilboðum og era þau bundinn við að hver einstaklingur velji sér eina til Mjög brýnt er að íslenska skólakerfið þijár starfsgreinar, sem hann hef- ur áhuga á að kynna sér til þess að það megi auðvelda honum náms- eða starfsval að afloknu skyldunámi. Starfsfræðslukennar- ar, námsráðgjafar, yfírkennarar eða skólastjórar sjá síðan um að vera milliliðir Fræðsluskrifstof- unnar og nemendanna. Þá hefur verið útbúið sérstakt tilboð, sem ekki er bundið við neinn sérstakan aldur. Það gengur undir nafninu Gullakista sjávarútvegsins. „Það hefur gengið mjög vel að fá atvinnurekendur til samstarfs. Hinsvegar era skólamir mun treg- ari í taumi og starfsfræðsla er varla framkvæmanleg nema því aðeins að pakkinn sé lagður eins tilbúinn upp í hendumar á kennur- unum eins og mögulegt er. Þetta er mjög virk leið til þess að auka tengsl atvinnulífs og skóla. Á hinn bóginn skortir námsgögn á þessu sviði. Næsta skref verður það að atvinnulífíð sameinist um það í samvinnu við skólayfirvöld að útbúa námsgögn. Sú vinna er reyndar þegar farin af stað því nú vinnur Námsgagnastofnun að því í samvinnu við bankana að búa til námsgögn er snerta bankastörf og fjármál almennt svo að þeir, sem útskrifast með grannskóla- próf, geti að minnsta kosti verið læsir á umhverfí sitt og kunni með sæmilegu móti að reka sjálfa sig,“ segir Guðrún að lokum. ■ Jóhanna Ingvarsdóttir Eiga böm rétt á að setja fram kröfur við skilnað foreldra sinna? BÖRN eiga ekki beinan rétt á að setja fram kröfur ef foreldrar þeirra ákvaða að slíta samvistir. Foreldrar gera kröfur hvor á annan og gengur misjafnlega að ná samkomulagi. Börnin silja hins vegar uppi með afleiðingarnar, sem því miður eru oft þungbærar. var drengur. Samkvæmt greininni var það ekki endilega vilji drengj- anna að búa hjá feðram sínum, því sá eini sem hafði tekið eindregna afstöðu kaus að búa hjá móður sinni. í niðurlagi greinarinnar er fjallað um álag skilnaðar á böm og hversu sjaldgæft sé að böm séu sómasam- lega búin undir slflct áfall. Af því tilefni benda þær á ráðgjöf sem hjón geta fengið áður en skilnaður kemur til. í sama blaði ritar Benedikt Jó- hannsson sálfræðingur um sama efni; skilnað og böm. þar vitnar hann í Morten Nissen sem komið hefur fram með vísbendingar til foreldra, svo þeir geti hagað skiln- aði sínum þannig að velferð barn- anna sé sem best tryggð. Vísbendingar Nissens era fram settar á sérstakan hátt og út frá sjónarmiði bamsins. Kröfur barnsins Kröfur bama samkvæmt hug- myndum Nissens eru: 1. Foreldrar búi barnið í samein- Ætla má að um 650 böm ►“ hafi á nýliðnu ári upplifað Oa skilnað. Þetta kemur fram í S grein eftir félagsfræðingana Maríu Þorgeirsdóttur og Hjör- Sdísi Hjartardóttur í síðasta tölublaði Bamaheilla. Þar greina þær frá ýmsum erfið- V® leikum sem foreldrar og böm ganga stundum í gegnum við hjóna- skilnað og er sérstaklega fjallað um forsjárdeilur og deilur foreldra um umgengnisrétt. í greininni segir að á nýliðnu ári hafí 35 mál komið til Bamavemdamefndar Reykjavíkur til umsagnar vegna forsjárdeilna þar sem alls áttu í hlut 77 böm. Kynjamunur Ýmsar athyglisverðar upplýs- ingar koma þar fram, til dæmis að í 28 tilvikum hafði konan viljað slíta samvistir. í nær helmingi tilvika var deilt um eitt bam af fleiri alsystkin- um. Kynjamunur er einnig augljós á öðrum sviðum. Allar konumar nema ein fóra fram á forræði allra bamanna, en tíu feður fóra fram á forsjá eins bams, sem í 8 tilfellum ingu undir skilnað, gefí því sameig- inlega skýringu á skilnaðinum og séu opnir gagnvart spurningum bamsins. 2. Baminu sé gert ljóst að það eigi enga sök á skilnaðinum. 3. Skýrt sé út fyrir baminu að skilnaður sé nauðsynlegur og möguleg lausn á samskiptavanda foreldranna. 4. Baminu sé ekki ætlað að skera úr um hvort foreldrið fari með for- sjá þess. 5. Bamið verði áfram í sama umhverfí og að sem fæst félaga- tengsl rofni. 6. Bamið fái að umgangast það foreldri sem það býr ekki hjá og að samfara auknum þroska fái það í síauknum mæli sjálft að hafa áhrif á hvemig umgengni er hátt- að. Að foreldrar búi nálægt hver öðram. 7. Baminu séu tryggð tengsl við fjölskyldur beggja foreldra sinna, einkum afa og ömmur. 8. Baminu sé haldið utan við deilur foreldra og að foreldrar hall- mæli ekki hver öðram í áheym barnsins. 9. Foreldrar leiti ekki með vanda sinn til barnsins og leggi ekki of mikla ábyrgð á það, jafnvel þó slíkt sé freistandi fyrir foreldra til að reyna að létta á sér við erfíðar að- stæður. 10. Foreldrar stofni ekki nýja fjölskyldu fyrr en barnið geti tekið því. Benedikt bendir á að þó erfítt geti verið að standast þessar kröf- ur, beri að gæta þess að flestir skilja jú því þeir gera kröfur um betra líf fyrir sjálfa sig og helst bömin líka. ■ Brynja Tomer Gömul heimilisráð Það er hægt aö stinga með hróu spagettíi íkökurtilað athuga hvort þær séu bak- aöar. VIÐ höfum heyrt... • að hreinn svampur í græn- metisskúffunni í ísskápnum dragi í sig raka sem annars sest á græn- metið. • að eldhús- vettlingarnir sem era venju- lega notaðir til að taka heitt út úr ofninum haldi hita á höndunum þegar leitað er í frystikist- unni. • að kartöflur spíri ekki ef epli era geymd í sama íláti og kartöfl- umar. • að síróp og hunang renni létti- lega af skeið ef hún er smurð áður en henni er dýft í klístrið. • að það sé hægt að stinga með hráu spagettíi í kökur til að at- huga hvort þær séu bakaðar. • að það sé leikur einn að hreinsa^ eldavél ef hún er smurð með matarolíu áður en eitthvað sem sýður öragglega upp úr er eldað. • að hálf sítróna komi í veg fyrir hvítkálsfýlu ef hún er soðin með kálinu. • að ijómi þeytist fyrr ef smá salti er bætt út í hann. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.