Morgunblaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 1
IMtfgmi&EaMfr FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1993 Lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga verði breytt STJÓRN Félags forsjárlausra foreldra hefur skorað á Jóhönnu Sigurð- ardóttur, félagsmálaráðherra, að beita sér fyrir breytingum á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga hið fyrsta. I bréfi til ráðherra er ennfremur farið fram á að hann beiti sér nú þegar fyrir reglugerðar- breytingum þar sem Innheimtustofnun sveitarfélaga yrði aðeins heim- ilt að ganga að hámarki 50% launa meðlagsgreiðenda í stað 75% nú, dráttarvextir yrðu felldir niður og vextir lækkaðir. Félag forsjárlausra foreldra er nýstofnað og verður framhaldsaðalfundur haldinn í Súlna- sal á Hótel Sögu 26. janúar kl. 21.00 Starfsstjórn félagsins hefur tekið veikinda, slysa, atvinnuleysis og saman nokkrar hugmyndir fyrir fyr- irhugaðan fund fulltrúa ráðuneyta er hafa með mátefni forráðamanna barna að gera og meðlagsgreiðenda. Meðal þeirra er að ráðamenn beiti sér fyrir því að meðlagsgreiðslur verði innheimtar á undan sköttum. Lagt er til að hámarksgreiðsla verði tvö meðlög eins og þau eru ákveðin hverju sinni. Séu böm með- lagsgreiðenda fleiri eigi þeir kost á stiglækkandi meðlagsgreiðslum. Ennfremur að veittur verði greiðslu- frestur vegna gildra ástæðna s.s. tekjúskerðingar. Astæða er talin til að taka grunn- merkingu meðlags til endurskoðunar vegna breyttra þjóðfélagsaðstæðna og minnst er á að meðlagsgreiðslur skuli ætíð á hveijum tíma ganga til framfærenda. Að lokum er talað um að félagið fái áheyrnar- og þátttöku- fulltrúa í nefndum er vinni að breyt- ingum á lögum og reglugerðum í málefnum félagsmanna, enda hafi félagið ótal dæmi um misbresti í núgildandi kerfi. ■ BíSaútsala TOYOTA ætlar að bjóða 100 notaða bíla með 80-250 þús- und króna afslætti, og hefst þessi útsala á bílunum nú um helgina. Samkvæmt upplýsingum frá Toyota kemur útsalan til méð að standa í tíu daga en á boðstólum eru bílar af ýmsum tegund- um af árgerð- unum frá 1986 til 1992. ■ Allt að helmingslækkun á famjöldum til Jórdaníu 9 FLUGLEIÐIR og jórdanska flugfélagið Royal Jordanian hafa gert svokallaðan „interline“-samning um að fargjöld á milli landanna lækki um allt að helming í sumum tilfellum. Samningurinn var gerður í Amman í Jórdaníu þegar Halldór Blöndal, sam- gönguráðherra, var þar í opinberri heim- sókn í síðustu viku. I fylgdarliði Halldórs voru m.a. Björn Theódórsson, fram- kvæmdastjóri þró- unarsviðs Flug- leiða, og Birgir Þorgilsson, ferða- málastjóri. Birgir sagði að hér væri um veru- lega fargjalda- lækkun að ræða í sumum tilfellum, allt að helmings- lækkun. „Þetta ætti að verða til þess að hvetja fólk frá báðum löndum til ferðalaga, en ég á ekki von á því að sjá margt fólk frá þessum heims- hluta hér á landi,“ sagði Birgir. Hann sagði að lítil landkynn- ing hefði farið fram þarna, en þó hefði heiðurskonsúll íslands í Amman, Stefanía Khalifeh, unnið mikið kynningarstarf í Jórdaníu. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flug- leiða, sagði að samningurinn hljóðaði um áframhaldandi flug frá London til Amman og frá London til Keflavíkur. Slíkir samn- Morgunblaðið/JK Díönuhofið fræga í Jórdaníu. ingar fælu í sér að bæði flugfélögin lækk- uðu fargjöld þannig að samanlagt far- gjald yrði lægra en ef það væri keypt í sitt hvoru lagi. Flugleiðir hefðu slíka samninga við fjölda flugfélaga. Að sögn Anítu Knútsdóttur í far- gjaldadeild Flug- leiða var ákveðið að hafa samskonar fargjaldapakka á Amman eins og’ á Kairó og taka fyr- gjöldin gildi þahn 1. febrúar nk. Ál- mennt sérfargjald, sem gildir í 45 daga, mun kosta 96.860 kr. ég hægt að millilenda og stoppa hvar sem er á leiðinni. Tvö tíu manna hópfargjöld verða í gildi, annað á 82.010 kr., sem miðast við 6-35 daga ferð, og hitt á 71.750 kr., sem miðast við 4-8 daga ferð. Almennt ársfargjald til Jórdaníu mun kosta 156.840 kr. Inni- falið í því er ótakmarkað stopp á leiðinni og hægj. að vera heilt ár í ferðinni. „Fyr- ir fólk, sem ætlar að taka fyrir margar borgir í einu, getur slíkt fargjald borgað sig,“ segir Aníta. ■ ! I Uppsagnir f ramundan hjá Volkswagensamsteypunni STÆRSTI bílaframleiðandinn í Evrópu, Volkswagensamsteypan í Þýskalandi, hyggst segja upp 30 þúsund starfsmönnum fyrirtækisins um allan heim fyrir árslok 1994 vegna minnkandi sölu á heimamark- aði og samdráttar í útflutningi. Eru þessar upplýsingar byggðar á heimildum innan bílaiðnaðar- ins, og þykja þær staðfesta breytta stefnu sem vænst var af nýjum stjómarformanni Volkswagen, Ferdinand Piech, en hann hefur orð á sér fyrir að vera strangur stjómandi sem kann lagið á að beita niðurskurðarhnífnum. Starfsmenn Volkswagensamsteypunnar um allan heim era samtals 273 þúsund í dag, en innan sam- steypunnar era Volkswagenverksmiðjumar og Audi AG í Þýskalandi, SEAT á Spáni, og tékkn- eska fyrirtækið Skoda. Ekki er ennþá ljóst hvem- ig uppsagnirnar skiptast á milli þessara fyrir- tækja. Heimildir innan bílaiðnaðarins herma að VW hyggist draga úr bílaframleiðslunni á þessu ári um 300 þúsund bíla frá því sem fyrirhugað var, eða úr 3,5 milljónum í 3,2 milljónir, en upphaflegar áætlanir hljóðuðu upp á framleiðslu 3,8 milljóna bíla á árinu. ■ AGFA - follegar myndir sem þola tímans tönn Heildsöludreifmg: Stefán Thorarensen, Sídumúla 32, simi 686044 AGFA - þýsk gæðafilma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.