Morgunblaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖST-UDAGUR 15. JANÚAfi 1,993 c 5 F ræðsla um kynlíf, getnaðarvamir og bameignir mun líklega aukast til muna á næstunni HUGMYNDIN var að fækka ótímabærum þungunum og auðvelda konum aðgang að vönduðum og helst ódýrum getnaðarvömum. Því stofnuðu landssambönd kvenna í læknastétt, lækna-og lyfja- fræðingafélögin í Danmörku samtök um fjölskylduáætlun. Það var 1956 og síðan hefur samtökun- um vaxið fiskur um hrygg,“ segir Hanne Risor, danskur heimilislæknir og varaformaður dönsku samtakanna um fjölskylduáætlun, sem kom hingað til lands á nýliðnu ári til að leiðbeina íslensku fagfólki sem hugðist stofna slík samtök hér á landi. Hér á landi eru helmingi fleiri mæður undir tvítugu en ú hinum Norður- löndunum. Þur kjósu stúlkur á þessum uldri oftur uð f uru í fóstureyðingu verði þær óvart þungað- ur „Til að fólk geti betur stuðlað að heilbrigðu kynlífí og á sem bestan hátt staðið að þeirri ákvörð- un að eignast böm þarf að vera mögu- leiki á að fá góða fræðslu og ráðgjöf á þessu sviði,“ segir Sóley Bender lektor í hjúkrunar- fræði við Há- skóla íslands, en hún hefur starfað að málefnum kynfræðslu á vegum Landlæknisembættisins og er ein af stofn- endum fræðslusamtaka um kynlíf og barneignir. Vinnuhópur stóð að undirbúningi samtakanna. Daglegt líf hafði samband við þrjá þeirra, Sól- eyju S. Bender, Reyni T. Geirsson kvensjúkdóma- lækni og Svövu Stefánsdóttur félagsráðgjafa. Sögðu þau að lítil áhersla væri lögð á þennan þátt í grunnnámi heilbrigðisstétta þó ýmsir hefðu sérmenntað sig erlendis. „Fagfólk þarf ýmis leið- beiningarit og þó landlæknisembættið hafí á undanfömum árum gefið út bæklinga, er þörf á auknu fræðsluefni til dæmis um ófíjósemisað- gerðir, kvenskoðun, tíðahvörf og kynlíf." Getnaðarvarnlr unglinga Vorið 1990 gerðu hjúkmnarfræðinemar könn- un meðal 13 og 14 ára nemenda í nokkmm gmnnskólum á tilraunakennslu nýs kynfræðslu- efnis. Um 23% þátttakenda sögðust hafa haft samfarir. „Það kom á óvart að 61,1% sögðust ekki nota getnaðarvarnir því þeir þyrðu ekki á heilsugæslustöð," segir Sóley og bætir við: „Okk- ur fannst einnig sláandi að 61,7% hugsaði ekki út í að nota getnaðarvamir. Þetta bendir til að unglingar þurfí meiri fræðslu um getnaðarvamir og hvemig megi nálgast þær.“ Talsmenn Fræðslusamtaka um kynlíf og barn- eignir telja að miklu máli skipti hvemig staðið er að mótttöku þeirra sem leita fræðslu og ráð- gjöf um kynlíf eða bameignir. Hanne Risor upp- lýsir að dönsku samtökin reki tvær fræðslumið- stöðvar. „Unglingar leita mikið þangað og koma oft í hópum ásamt kennara sínum til að kynnast starfseminni. Við leggjum mikið uppúr hlýlegum Sóley Bender: „Úrval getn- aðarvarna gæti verið meira og pillan og lykkjan ættu að vera niðurgreiddar.“ móttökum og umhverfí sem unglingamir kunna vel við. { dönskum lögum er gert ráð fyrir tals- verðri kynlífs- fræðslu. í líf- fræðikennslu sem hefst við 9 ára aldur er lögð áhersla á að börnin læri að þekkja lík- ama sinn. Þannig er lík- legra að þau verði meðvituð um líkamann og starfsemi hans á ungl- ingsárum og þar af leiðandi betur í stakk búin að lifa heilbrigðu og öruggu kynlífi þegar þar að kemur." Dönsku samtökin hafa náið samband við lyfja- fræðinga og annast þjálfun starfsfólks í lyfla- verslunum. „Það er gert til að hver einasti starfs- maður geti afgreitt getnaðarvarnir og veitt nauð- syiilegar upplýsingar án þess að það verði vand- ræðalegt. Við njótum góðs af smokkasölu í iand- inu því 10% af ágóðanum rennur til samtaka okkar." Ungar mæður á íslandl Talsrhenn Fræðslusamtaka um kynlíf og bam- eignir telja að flölskylduáætlun sé óalgeng hér á landi og jafnvel þyki mörgnm kaldranalegt að skipuleggja þungun. „Hér á landi em mun fleiri mæður undir tvítugu en á hinum Norðurlöndun- um, en þar kjósa stúlkur á þessum aldri oftar að fara í fóstureyðingu verði þær óvart þungað- ar. Unglingsstúlkur hafa oft óraunhæfar vænt- ingar til bamauppeldis og foreldrahlutverksins. Það er mikið tilfínningalegt álag að verða for- eldri of ungur. Unglingar þurfa að einbeita sér að sjálfum sér, þeir hafa margvíslegar þroska- þarfír sem þeir þurfa að sinna og því geta þeir ekki áttað sig eins vel á þörfum ungbarna og þeirri ábyrgð sem fylgir barnauppeldi." Kynfræðsla f skólum Fulltrúar samtakanna telja að byggja þurfí enn betur upp kynfræðslu í skólum. Einnig að leggja þurfi áherslu á að fólk hafí aðgang að sérhæfðri þjónustu á þessu sviði. „Það ætti til dæmis að vera í hlutverki Kvennadeildar Land- Hanne Risor formaður dönsku samtakanna um fjöl- skylduáætlun spítalans að veita markvissa fræðslu og ráðgjöf um getnaðarvamir. Kynfræðsludeild Heilsu- vemdarstöðvarinnar er eina sérhæfða deildin, sem sinnir þeim þætti og annar engan veginn þörfinni. Einnig væri athyglisvert að kanna hvort hægt yrði að koma á fræðslu-og ráðgjafarþjónustu á sviði fjölskylduáætlunar innan veggja skólanna. Slíkt hefur verið í þróun í Bandaríkjunum og gefíst vel. Þá þyrfti að koma til sérhæfð fræðslu-og ráðgjafarþjónusta til kvenna sem fara í fóstureyðingu. Þess má kannski geta að hér á landi mátti enginn annar en læknir ann- ast fræðslu um getnaðarvamir fram að árinu 1975, en sem betur fer hefur það breyst.“ Samtökin hafa áhuga á að gerðar verði rann- sóknir á sviði fjölskylduáætlunar hér á landi, notkun getnaðarvama og tengsla bameigna og annarra þátta þjóðlífsins. Þau leggja áherslu á ábyrgð beggja foreldra varðandi ijölskylduáætl- un, það sé ekki bara konan sem taki ákvörðun um hvort og hvenær böm komi undir. Fleiri getnaðarvarnlr! Lykkjan er algengari getnaðarvöm hér á landi en í nágrannalöndum að sögn Sóleyjar S. Bend- er. Yngri stúlkur nota yfirleitt pilluna, en hettan er lítið notuð. „Úrval getnaðarvarna gæti verið meira, auk þess sem pillan og lykkjan ættu að vera niðurgreiddar. Víða erlendis hafa um nokk- urt skeið verið til getnaðarvamir sem enn em ekki fáanlegar hér. Ég get nefnt sem dæmi svamp með sæðisdrepandi efni og kvensmokk. Þó ekki séu til tölur um óráðgerðar þunganir hérlendis, má ætla að þær séu margar. Fóstur- eyðingar em hlutfallslega færri hér en á hinum Norðurlöndunum, en gera má ráð fyrir að mörg börn fæðist án þess að bameign hafí verið ráð- gerð. Líklega má ætla að í mörgum tilfellum aðlagist fólk því að eiga barn í vændum þó ekki hafí það verið ætlunin. Það hlýtur að vera hagur allra í flölskyldunni að böm komi í heiminn þeg- ar foreldrar hafa gert ráð fyrir bameigninni fyrirfram. Okkur ber að stuðla að því að draga úr fóstureyðingum en standa vörð um þann neyð- arrétt sem fóstureyðing er.“ ■ Brynja Tomer Okkurber að stuöla að því að draga úr fóstureyöing- um en standa vörð um þann neyðarrétt sem fóstur- eyðing er Námskeið á Spáni fyrir nýgift hjón og pör á leið í hjónaband UNDIRBÚNINGUR fyrir hjónaband er Htt þekkt fyrirbæri hér á landi, en til í ýmsum myndum víða annars staðar. í kaþólskum löndum er til dæmis Iögð á það áhersla að hjónaefni taki þátt í nokkurra vikna námskeiði áður en gengið er í það heilaga. Nokkrir aðilar innan ís- lensku þjóðkirkjunnar hafa sýnt áhuga á starfí af þessu tagi og einn- ig nokkrir sjálfstætt starfandi ráðgjafar og sálfræðingar. „Skólakerfið ætti að miðla til bama fræðslu um fjölskyldulíf. Und- irbúningur fyrir hjónaband á að hefj- ast við skólagöngu, því gott fjöl- skyldulíf byggist á að fólk viti um hvað málið snýst." Þetta sagði ít- alskur gamall og vitur kaþólskur prestur eitt sinn við mig í viðtali. Minnug þessara orða hef ég öðru hvoru spurst fyrir um þessi mál hjá ýmsum aðilum hérlendis og fékk fyrir skömmu ugplýsingar um að sálfræðingurinn Ásþór Ragnarsson hefði útbúið námskeið af þessu tagi $ samvinnu við Margréti Sölvadóttur. Ásþór sagði í samtali við Daglegt líf að ráðgert væri að halda fyrsta námskeiðið um páskana. Það sem er sérstakt við þetta námskeið er að það er haldið á Spáni, skammt frá Benidorm. Margrét Sölvadóttir á þar stórt hús og í garðinum er bæði sundlaug og tennisvöllur. Gert er ráð fyrir að fímm pör taki þátt í hveiju námskeiði. „Við ætlum fyrst og fremst að höfða til ungra hjóna eða para sem eru á leið í hjónaband. Það verður ekki sálfræðimeðferð í gangi, SÓLIIEIMAR, hús Margrétar Sölvadóttur skammt frá Benidorm þar sem þátttakendur munu dvelja. Það veröur ekki sólfræöi- meðferö í gangi, heldur f jallaö um hversdags- lega þætti sambúöar og kenndar aö- ferðir viö úr- lausn vanda- heldur fjallað um hversdagslega þætti sambúðar og kenndar aðferðir við úrlausn vandamála. Síðan æfir fólk sig á skipulegan hátt,“ segir Ásþór. Honum fínnst jákvætt að nám- skeið af þessu tagi fari fram utan hversdagslegs umhverfis. „Og það er vissulega áhrifameira að vera saman í heila viku, en hittast sjö sinnum í sal útí bæ með viku milli- bili. Ekki er þó ætlunin að einblína á vandamál allan tímann, því í ná- grenni Benidorm eru stórkostlegir möguleikar á afþreyingu. Við förum til dæmis í fjallgöngu, kirkju, á ströndina og út að borða. Einnig er ætlunin að elda stundum sameigin- lega kvöldmáltíð. Ef góð samkennd myndast í svona hóp getur hann verið virkur hér heima þó námskeið- inu sé löngu lokið.“ Sem dæmi um viðfangsefni nám- skeiðsins nefndi Ásþór frelsi fólks eftir að það gengur í hjónaband. „Það er dæmigert atriði sem fólk ræðir ekki fyrr en það er orðið vandamál, en réttara væri að ræða áður og komast að samkomulagi um.“ Annað sem tekið verður til umfjöllunar eru heimilisstörf, fjár- mál, starf og starfsframi, kynlíf, börn og uppeldi, húsnæðismál, kyn- hlutverk, kvenímynd og karlmanns- ímynd. ■ BT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.