Morgunblaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1993 C 9 Feröir um helgina Útivlst Sunnud. 17. janúar kl. 10.30 er 2. áfangi í nýrri raðgöngu Úti- vistar, skólagangan. Skólar þeir sem fjallað verður um eru Hóla- vallaskóli og Bessastaðaskóli. Farið verður í stuttar gönguferð- ir og rúta fylgir hópnum. Saga skólanna rifjuð upp í fylgd fróðra manna og þátttakendur fá afhent göngukort með sér- stökum stimpli eftir göngu. Um aðra helgi er hin árlega þorrablótsferð Útivistar. Er stefnan tekin á félagsheimilið að Heimalandi undir Eyjafjöllum og gist þar. Skipulagðar gönguferðir á laugardag og sunnudag' og á laug- ardagskvöld máltíð þar sem allir leggja eitthvað á þorrahlaðborð. Brottför er föstud. 20. janúar og fararstjóri Lovísa Christiansen. Ferðafélag íslands Sunnud. 17.janúar er gengið á Úlfarsfell (295 m) í Mosfellssveit, norðvestan Hafravatns og gegnt Korpúlfsstöðum. Gengið er á fjallið frá býlinu Úlfarsfelli sem er suðaustan undir fjallinu. Aust- an við fellið er jarðstöðin Skyggnir. Ölfarsfell stendur sér og er af því mikil og fögur útsýn yfir voga og sund. Brottför er kl 11 f.h. Kl. 11 á sunnud. verður efnt til skíðaferðar og nú vantar ekki snjó- inn. Athugið að í janúar er brottför í dagsferðir kl. 11 f.h. Loks miðar ópenihúsinu í Helsiiki áfiam í NÓVEMBER verður nýtt óperuhús tekið í notkun í Helsinki en það hefur verið 5 ár í byggingu. Óperuunnendur bíða þess með óþreyju að nýja húsið verði fullbúið því gamla óperan er í Alexanderleikhúsinu og var því ætlað að vera bráðabirgða- húsnæði þegar það tók til starfa 1919. Þá var Finnland enn stórhertogadæmi innan Rússlands. Alitaf öðru hveiju næstu áratugi var rætt um nýtt óperuhús en það liðu æði mörg ár uns nokkuð gerð- ist í málinu. Fyrir röskum 20 árum var stofnaður tónlistarhússjóður og efnt til samkeppni um hönnun húss- ins. Það var 1977 sem loks var ákveðið að ráða aritektana Eero Hyvamaki, Jukka Karhunen og Risto Parkken til að teikna húsið. Þó dróst enn að framkvæmdir hæf- ust en 1986 var lagður homsteinn að byggingunni. Byggingarframkvæmdir hófust svo af krafti 1988 og hefur verið unnið viðstöðulítið síðan. Formleg opnun verður í nóvember og verður þá flutt ópera Aulis Sallinen Kull- ervo, ballettinn Svanavatnið og Carmen. Tilraunasýningar hefjast mun fyrr eða í júnfmánuði er Nabucco Verdis verður flutt. Ópemhúsið er fullkomið að öllum búnaði, nýstárlegt og nútímalegt og hefur miklu verið varið til að tryggja að hljómburður verði eins og hann getur bestur orðið. í aðal- sal eru 1.385 sæti, þar af 635 á þrennum svölum. Einnig er minna svið og áhorfendasalur fyrir 200-500 áhorfendur. ■ oih iianiai tu Airbas-vélar SINGAPORE Airli- nes, eitt virtasta flugfélag heims, hefur gengið frá pöntun við Airbus in fyrirtækið um 20 m vélar af þeirra nýj- c ustu gerð, A340- _i 300s. Hver vél tekur & 217 farþega. Þær verða búnar að inn- an sérstaklega sam- UJ kvæmt óskum SIA a sem er þekkt fyrir o snyrtimennsku og * Q. myndarskap í vélum < sínum. Þær verða ö afhentar vorið 1996. C ■ in Morgunblaðið/Steinþór Starfslið hótelsins. Gaetano Debattista, frainkvæmdastjóri, situr annar til hægri. Eric Cauchi, veitingastjóri, situr lengst til vinstri og Vincent Debono, yfirkokkur. stendur fyrir aftan hann með hatt á höfði. MÁNADflRINS Þjonusta með bras á vör er aðalsmerkið „HOTEL BERNARD" skar sig ekki úr húsalengjunni við ein- stefnuakstursgötuna upp af botni St. Georges-flóa á Möltu við fyrstu sýn. Hálfum mánuði síðar var ekki hægt að komast lý'á að taka eftir því vegna ljósaskiltis, sem hafði verið komið fyrir ofan aðalinnganginn. Ytra útlit nýs hótels á gömlum grunni, sem enn er verið að breyta og bæta, sagði ekkert um hvað það hafði uppá að bjóða, en kom þeim mun meira á óvart. St. Julians er miðstöð matstaða og skemmtanalífs eyjarinnar og hótelið að því leyti vel í sveit sett. „Ég legg alla áherslu á að starfs- fólkið þjónusti gesti með bros á vör,“ sagði Gaetano Debattista, frkvstj. hótelsins, þegar við sett- umst niður og ræddum dvölina skömmu fyrir brottför frá Möltu. „Ég hef verið í stjómunarstörfum á hótelum í 15 ár og nánast alla ævi í þessum geira, þannig að ég tel mig vita hvað til þarf. “ Fyrir tæplega ári var 35 her- bergja hótel þar sem nú er „Hotel Bemard". Debattista og tveir fé- lagar hans keyptu húsið, breyting- ar hófust 15. jan. sl. og hótelið var opnað 15. ágúst með 25 manns í fullu starfi og 10 í hlutastarfi. 82 misstór 2ja manna herbergi, 3 svít- ur og tvær fjölskylduíbúðir eru á fímm hæðum, sólbaðsaðstaða með lítilli sundlaug og bamapotti uppá þaki, og mótttaka, bar og veitinga- staður á jarðhæð. Á fyrstu hæð er matsalur fyrir hótelgesti, sem em í hálfu eða fullu fæði, og á 5. hæð er setustofa. Tvær lyftur em fyrir hótelgesti, en verið var að ganga frá sérstakri lyftu á öðmm stað fyrir sóldýrkendur og til stendur að koma upp veitingasölu á þakinu. Hótelið er við þrönga götu og ekki hlaupið að því að fá bíla- stæði, en staðurinn er góður. Her- bergi út að götunni, em með út- sýni út á flóann, en gestir annarra herbergja em nær mannmergðinni utanhúss. Rétt við hótelið em tvö af stærstu diskótekum Evrópu og er mikil umferð gangandi sem ak- andi á föstudags- og laugardags- kvöldum fram eftir nóttu. Herbergi okkar sneri að götunni og þó nota- legt væri að sitja á svölunum og fylgjast með lífsglöðu fólki, var ekkert mál að loka sig frá hávaða. Mikill sandur berst inní hús á Möltu og em flísar á gólfum því áberandi. „Hotel Bemard“ er ekki undantekning, en þar allt flísalagt og nánast hvergi teppi, sem auð- veldar þrif og loftið verður hreinna. Eins og gefur að skilja hlýtur nýtt hótel að vera hreint og þrifa- legt í alla staði og ekki þurfti að kvarta undan þjónustu. ísskápur er í hveiju herbergi, sjónvarp og sími, að ógleymdri loftkælingu. Öll þægindi og aðstaða, sem vænta má á hóteli í þessum gæðaflokki. Matstaðurinn á jarðhæð leggur áherslu á spænska matreiðslu og ferskir sjávarréttir sitja í fyrir- rúmi, en Vincent Debono, yfirkokk- ur, kunni vel að meta sérpantanir og Eric Cauchi, veitingastjóri, hafði vakandi augu með gestum sínum. Góður matur og vel útilátinn og alls ekki dýr. Hótelið hefur lítið verið auglýst, en samt hefur nýtingin verið um 85% frá opnun og hafa einkum verið hópar frá Englandi, Þýska- landi, Spáni og Ítalíu. Auglýst verð á háannatímanum maí til okt. er 2.800 kr. (14 Möltulímr) nóttin með morgunmat á mann. Vor og haust um 2.200 kr. og um 1.800 kr. i nóvember til febrúar. Stundum er boðinn afsláttur t.d. 3ja vikna dvöl og greitt fyrir tvær eða 6 vikna dvöl og greitt fyrir fjórar. Við hitt- um ensk hjón, sem höfðu séð tilboð auglýst í textavarpi á fimmtudegi og vom mætt á laugardegi, en vikupakkinn, flug frá Manchester, gisting og hálft fæði, kostaði um 17.800 kr. á mann. „Énglendingar kunna að meta svona tilboð á síð- ustu stundu," sagði Debattista. „Ferðaskrifstofur kaupa ákveðinn fjölda sæta í leiguflugi og betra að nýta þau og bjóða lægra verð en sitja uppi með hálftómar vélar. Við tökum að sjálfsögðu þátt í svona, ef við höfum laus herbergi." ■ Steinþór Guðbjartsson GALAPAGOS/ECUADOR 21 dagsferð-brottförfrá Kaupmannahöfn 10. mars. Ferðir milli Galapagoseyja, hringferð um Ecuador og sigling um Amasonsvæðið. Reyndur leiðsögumaður, sem talar dönsku og ensku. Hefur áður farið með íslendinga í samskonar ferð. World-tema rejser, Bjergevej 17A, DK-5600 Fáborg, Danmörku. Sími 90 45 62 61 91 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.