Morgunblaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1993 Nissan Sunny héfur lengi átt vinsældum að fagna hérlendis og nú er verið að kynna nýja vél af 1993 árgerðinni af hinni nýju Sunny kynslóð sem reyndar kom fyrst fram fyrir tveimur árum. Seldust í fyrra nálega 770 bílar frá Nissan, þar af um 400 fólks- bílar og af þeim 102 skutbílar með aldrifi. Nýja vélin er aflmeiri og með beinni innspýtingu sem gefur bílnum mun meiri snerpu en sú gamla. Um aðrar breytingar er naumast að ræða en Sunny er fáanlegur í allmörgum gerðum, sem hlaðbakur, stallbakur og langbakur eða skutbíll og kostar frá um einni milljón uppí rúma 1,3. Þá er hann fáanlegur með sítengdu aldrifi og sem slikur kostar hann um 1.280 þúsund krónur staðgreiddur og kominn á götuna. Það er sú gerð sem við lítum nánar á í dag. Sunny hefur ávalar og mjúkar línur og eru hlaðbaks- og stall- baksgerðimar nokkuð laglegar að sjá en skutbíllinn er eiginlega þeirra sístur þar sem hann rís nokkuð upp að aftan. Er hann því líkari litlum sendibíl en hins vegar gefur þetta háa þak honum gott innanrými og má hiklaust telja það einn af helstu kostum bílsins. Þama geta hæstu menn um fijálst höfuð strokið. Segja má að hér ráði notagildið meira ferðinni en hið fagurfræðilega og er það kost- ur í bíl sem þessum. Að innan er Sunny snotur, mælaborðslínan er stflhrein og bogadregin og vel afmörkuð fyrir ökumann, mælar skýrir og góðir og rofar allir innan seilingar en allt sett upp með hefðbundnum hætti, þurrku- ogljósarofar á armi við stýrið, hraða- og snúnings- hraðamælar á sínum stað ásamt helstu aðvörunarljósum og mið- stöðvarstillingar á miðju mæla- borðinu. Framsætin góð Sem fyrr segir eru framsætin sérstaklega góð, bjóða upp á hefð- bundna stillimöguleika og rúmlega það, veita sérlega góðan bakstuðn- ing. Með 1993 árgerðinni er kom- ið nýtt áklæði og meðal nýjunga í mælum er útihitamælir. Utsýni er ágætt, hliðarspeglar eru stillan- legir innanfrá með rafmagni, bfll- inn er búinn rafmagnsrúðuvindum og samlæsingu. Ökumaður fínnur sig á allan hátt vel heima undir stýri og þarf ekki langan tíma til að venjast sætastillingum og stjómtækjum,- Rými í aftursæti er hins vegar ekkert sérstakt og nokkuð þröngt að setjast inn í bílinn nema fram- sætin séu mjög framarlega. Ágætt er að umgangast afturhurðina og farangursrýmið er allgott og hent- ar bfllinn því ágætlega sem ferða- bfll íjölskyldunnar. Nissan Sunny er 4,17 m lang- ur, 1,66 m á breidd og 1,5 metra hár. Hjólhafíð er 2,4 metrar. Hann vegur 1.140 kg, ber 480 kg og eldsneytistankur tekur 53 lítra. Vélin er sem fyrr segir ný, einn- ig 1600 rúmsentimetrar, fjögurra strokka og 16 ventla en nú með beinni innsprautun og 102 hestöfl í stað 92 áður. Vélamar em skyld- ar vélunum í stóra bróðumum Nissan Primera, léttmálmsvélar, spameytnar og aflmiklar á víðu snúningssviði sem eru mjög hent- ugar í handskiptum bíl. Þessi vél er þó ekki nógu hljóðlát í aldrifs- bíinum að minnsta kosti. Eyðslan í eldri vélinni var 8 til 11 lítrar og má gera ráð fyrir að þessi nýja vél eyði nokkm minna bens- íni. Fótviss og snöggur I akstri er hinn aldrifni Sunny mjög skemmtilegur. Viðbragðið er gott og aflið nægilegt fyrir þennan 1140 kg þunga bíl og í handskipta bílnum er hægt að eiga skemmtilegt samspil með lipurri skiptingunni og þessu góða við- bragði. MacPherson gormar veita hæfílega mjúka fjöðran og liggur bfllin mjög skemmtilega til aksturs utan þéttbýlis þótt reyndar hafi slík prófun verið í lágmarki í rysj- óttri tíð síðustu daga. Þess betra vélin er 102 hestöfl og með beinni innspýt- ingu og er hún mun snarpari en sú gamla. Morgunblaðið/Sverrir Nissan Sunny langbakur með sítengdu aldrifi. Meðal staðal- búnaðar eru skíðabogar á toppi sem vantar á þennan bíl. Framsætin fá sérlega góða ein- kunn enda hægt að stilla þau og laga vel að lagi hvers og eins. Rými i aftursætum er hins vegar ekki mikið. er. Sem fyrr segir kostar aldrifs- bíllinn 1.254 þúsund krónur í stað- greiðslu að viðbættri skráningu og ryðvörn en nægi mönnum bíll með framdrifinu eingöngu er verð- ið komið niður í um 1.150 þúsund krónur fyrir bflinn kominn á göt- una. ■ Jóhannes Tómasson færi gafst á að reyna bílinn í þung- um snjónum og erfíðu færi á höf- uðborgarsvæðinu. Þarf hvergi að óttast að festa sig illa og eins og fjórhjóladrifnir bílar er Sunny nokkuð ömggur í hálkunni. Allt þó með þeim formerkjum að var- lega sé farið. Niðurstaða af viðkynningu við þennan aldrifs Sunny er að hér sé í boði röskur bíll og hentugur á marga vegu, lipur í borgarsnún- ingum, dijúgur úti á þjóðvegum og því nokkuð fjölnota og endur- taka má að ökumaður getur lagað sig sérlega vel að sæti sínu og á að geta virkilega notið þess að aka þessum bíl hvar og hvenær sem U2U 1^231 Nissan Sunny nú með aflmeiri vél Ford Mustong Mach III er með 450 hestöfl undir vélarhlífmni. Oldsmobile Aurora kemur á markaðinn vorið 1994. Highlander er helsta tromp Chevrolet á sýningunni í Detroit. Nýstárlegar f rumgerðir sýndar í Detroit Á BÍLASÝNINGUNNI sem nú stendur yfir í Detroit í Bandaríkjunum er kynntur nokk- ur Qöldi bíla sem ennþá eru aðeins á til; raunastigi, eða svokallaðra concept bíla. í mörgum tilfellum eru þessar frumgerðir fyrirrennarar bíla sem framleiðsla verður hafin á þó síðar verði, og þá jafnvel í nokk- uð ólíkri mynd frá því sem þeir eru nú. Það eru þó ekki aðeins bílar af þessu tagi sem gefur að líta á sýningunni, heldur eru þar sýndir bílar sem sala er um það bil að hefjast á i Bandaríkjunum, og jafnframt gefur þar að líta 1995 árgerðina af ein- staka bíl. Litlar fregnir hafa enn sem kom- ið er borist af viðbrögðum við sýningunni í Detroit, en þeirra er að öllum líkindum að vænta innan skamms. Sýningunni lýkur næstkomandi sunnudagskvöld. Fyrir sýninguna í Detroit var ekki síst búist við því að Mustang Mach III fmmgerðin frá Ford myndi vekja mikla athygli, en hann er að talinn gefa sterklega til kynna hvert útlitið verður á nýrri kynslóð Mustang,- sem sala verð- ur hafín á snemma næsta árs. Um þessar mundir em 30 ár liðin síðan Mustang leit dags- ins ljós í fyrsta sinn, og telja talsmenn Ford að með hinum skærrauða Mach III hafí tekist að sameina útlit bílsins á fyrstu ámnum og tækni nútímans á ákjósanlegan hátt. í tilraunabílnum sem sýndur er í Detroit er sex gíra beinskipting og 450 hestafla útgáfa af V-8 vélinni. Þetta er 32 ventla 4,6 lítra vél sem er gædd þeim eiginleika að hún getur gengið fyrir blöndu af bensíni og allt að 85% af metanóli. Ford gefur upp að bíllinn nái 100 km/klst á aðeins 4,5 sekúndum. General Motors leggur mesta áherslu á Oldsmobile Aurora á sýningunni í Detroit. Þetta er rennilegur bíll með 4,0 lítra, 32 ventla, 250 hestafla V-8 vél, og er honum ætlað að keppa við Toyota Lexus á Bandaríkjamarkaði. Bíllinn fer væntanlega á markað þar í landi í vorið 1994 og þá sem 1995 árgerð. Þessi kynn- ing á bílnum nú er fyrst og fremst talin vera vegna orðróms um að leggja eigi niður Oldsmo- bile deildina. Helsta tromp Chevrolet á sýningunni kallast Highlander, en það er frumgerðin af pallbíl sem helst er ætlaður útilífsfólki, og er þetta þróuð útgáfa af 1994 árgerðinni af S10 pall- bílnum frá Chevrolet. Á bílnum er veltigrind sem er gædd þeim eiginleika að hana er hægt að hækka og lækka, en í efstu stöðu losnar um rafstýrða yfírbreiðslu sem hylur bæði pall bílsins og hliðar hans. Þá er verkfærageymsla innbyggð í hliðina á pallinum, og bílstjórameg- in er rennihurð sem auðveldar innkomu í aftur- sæti bílsins. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.