Morgunblaðið - 05.02.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.02.1993, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C 29.tbl. 81. árg. FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Marita Petersen lögmaður Færeyja Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Með fullfermi til Eyja 3.000 TONN af loðnu bárust til Eyja í gær og er það fyrsta loðnan sem landað er á vertíðinni. Fjórir bátar komu með þennan afla, sem landað var hjá fiskimjölsverksmiðju Vinnslu- stöðvarinnar. Sighvatur Bjarnason kom með fullfermi í gær- morgun en um hádegi komu Jón Finnsson, Huginn og Kap, allir með fullfermi. Sigurður Friðbjömsson verksmiðjustjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrsta loðna vertíðarinn- ar bærist óvenju seint, en í fyrra kom fyrsti farmurinn 6. janúar. Fiskimjölsverksmiðja Vinnslustöðvarinnar greiðir nú 4.000 krónur fyrir tonnið en verð er lægra á Austfjarðahöfn- um, en þar er löndunarpláss einnig farið að minnka. Á mynd- inni sést Huginn VE koma til hafnar í Vestmannaeyjum í gær í blíðskaparveðri. Báturinn fékk farminn í fáum köstum á miðvikudagskvöld. Sjá nánar um loðnuveiðina á bls. 21 Þórshöfn. Frá Steingrími Sigurgeirssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. MARITA Petersen, lögmaður Færeyja, segir að þó erfitt sé að spá um framtíðina muni það hugsanlega taka 10-15 ár áður en færeyskt efnahagslíf hefur náð sér að fullu á strik á ný. „Næstu ár verða ótrúlega erfið. En það er mikilvægt að við tökum á vandanum þegar í stað. Það verður að skapa grund- völl fyrir efnahagsbata þannig að fólk geti fyllst bjartsýni. Ég held Iíka að við séum það þrjóskir Færeyingar að við gef- umst ekki upp,“ sagði Petersen við Morgunblaðið í gær. Hún sagði að deila mætti um hvort stjórnmálamenn hefðu verið einum of iðnir við að ráðast í fjár- frekar fjárfestingar af ýmsu tagi, s.s. í samgöngumálum en að henn- ar mati hefðu lántökur einkaaðila á níunda áratugnum líka verið allt of miklar. Færeyingar hefðu ein- faldlega lifað um efni fram. Búist er við að atvinnuleysi, sem nú mælist um 16%, fari fljótlega upp í 20%. Petersen sagði að hrun færeyska bankakerfisins í október í fyrra hefði komið mjög á óvart. Mönnum hefði ekki verið ljóst hversu alvarleg staða bankanna var í raun. Aðspurð hvort erfiðleikar Sjóvinnubankans í síðustu viku hefðu einnig komið mönnum í opna skjöldu sagði hún að menn hefðu ekki búist við að grípa þyrfti til nýrra aðgerða svo skjótt og að um jafn háar fjárhæðir yrði að ræða. Undirbúningur hafinn fyrir fund Bills Clintons og Borís Jeltsíns Forsenda þess að hægt væri að vinna bug á vandanum til lengri tíma væri að lífskjör yrðu skert og hugsanlega einnig að fólk breytti um hugsunarhátt, sagði Petersen. Þýskaland Vextir lækka Frankfurt. The Daily Telegraph. ÞÝSKI seðlabankinn lækkaði í gær vexti óvænt úr 9,5% í níu af hundraði og millibankavexti um fjórðung úr prósenti. Margir teþ’a að of háir vextir í Þýskalandi séu ein helsta orsök efnahagskrepp- unnar í fiestum aðildarríkjanna. Fyrstu viðbrögð á fjármálamörk- uðum væru jákvæð en sérfræðingar töldu að lækkunin væri of lítil til að skipta sköpum, meira þyrfti til. Hin ríki Evrópubandalagsins hafa sakað Þjóðveija um að skeyta ekk- ert um afleiðingamar af hárri vaxta- stefnu, þeir hugsi aðeins um eigin hag. „Ég er viss um að allur þing- heimur fagnar því með mér að vaxtalækkun hefur orðið í Þýska- landi — þetta hefði að mínu viti átt að gerast allmiklu fyrr,“ sagði Nor- man Lamont, fjármálaráðherra Bretlands, á þingfundi í gær. GM greiði hjónum sex milljarða Atlanta. Reuter. DÓMSTÓLL í Atlanta í Bandaríkjunum dæmdi i gær General Motors, stærsta bíla- fyrirtæki Bandaríkjanna, til að greiða hjónum, sem misstu son sinn í bílslysi, 101 milljón dala, 6,5 milljarða króna. Sonur hjónanna var í pallbíl frá GM og lenti í árekstri. Dóm- stóllinn komst að þeirri niður- stöðu að hönnunargalli hefði valdið því að eldur blossaði upp í bílnum og olli dauða sonarins. Reykjavík á listanum - segir blaðafulltrúi Rússlandsforseta í samtali við Morgunblaðið „ÉG GET staðfest að Reykjavík er einn þeirra staða sem er á listanum yfir hugs- anlega fundarstaði næsta leiðtogafund- ar,“ sagði Anatólíj Krasíkov, blaðafulltrúi Borís Jeltsíns Rússlandsforseta, í samtali við Morgunblaðið í gær. í nýjasta hefti bandaríska tímantsins U.S. News and World Report segir að sennilega verði fundur leiðtoga risaveldanna haldinn í Reykjavík fyrir maílok og fullyrti sá sem fréttina ritaði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði áreiðanlejgar heimild- ir fyrir því að höfuðborg Islands væri efst á lista Bills Clintons Bandaríkjafor- seta. Aðrar heimildir Morgunblaðsins herma að ekki sé líklegt að leiðtogafund- ur verði endurtekinn í Reykjavík nú þó svo endanleg niðurstaða liggi ekki fyrir. Anatólíj Krasíkov sagði að ekki hefði verið ákveðið enn hvar eða hvenær Jeltsín og Clinton myndu hittast. Verið væri að ræða þessi mál og enn hefðu engar ákvarðanir verið teknar. Nokkrir fundarstaðir kæmu til greina og Reykja- vík væri einn þeirra. Hann vildi ekki tjá sig um það hvort það hefðu verið Rússar eða Bandaríkja- menn sem komu Reykjavík á framfæri að þessu sinni. Clinton og Jeltsín Ólafur Egilsson, sendiherra í Moskvu, segir í samtali við Morgunblaðið að ekki þyrfti að koma á óvart ef Jeltsín vildi halda fund í Reykjavík því það hefði komið fram er Ólafur hitti forsetann árið 1991 og síðar að hann hugsaði hlýlega til íslands. Reykjavík efst á lista Clintons? Upprunalega birtist ávæningur af því að Clint- on og Jeltsín hygðu á leiðtogafund á íslandi í tímaritinu U.S. News and World Report í þess- ari viku. Þar sagði í dálkinum „Pískrað í Was- hington" að „svo vel hefði farið á með“ Clinton og Jeltsín í tíðum símtölum að Bandaríkjafor- seti vildi að sín fyrsta utanlandsferð yrði til fund- ar við Rússlandsforseta fyrir maílok og sennilega yrði fundurinn haldinn í Reykjavík. „Reykjavík er efst á lista," sagði Charles Feny- vesi, umsjónarmaður dálksins, í samtali við fréttaritara Morgnnblaðsins í Boston. Fenyvesi kvaðst í gær hafa það eftir „öruggri heimild í Hvita húsinu“ að „aðrar borgir kæmu til greina, en forsetinn kysi helst Reykjavík“. Að sögn heim- ildarmanns Fenyvesis verður fundurinn á íslandi nema Rússar vilji halda hann annars staðar. „Clinton vill að fram komi að það hafí for- gang að hitta Jeltsín," sagði Fenyvesi. „Hann vill styrkja stöðu Jeltsíns." Clinton er mjög í mun að sýna fram á það að reynsluleysið hamli honum ekki í utanríkis- málum og telur því brýnt að fyrsti leiðtogafund- ur þeirra Jeltsíns gangi að óskum. í áðurnefnd- um dálki tímaritsins U.S. News and World Rep- ort segir að það sé aukin ástæða fyrir Clinton að Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseti, hafi „á leiðtogafundinum í Reykjavík árið 1986 beðið skipbrot í fjölmiðlasamskiptum, hann virt- ist lenda í vöm er Míkhaíl Gorbatsjov [fyrrum Sovétleiðtogi] lagði fram tiilögur um mikla fækk- un kjarnavopna." Hvorki fulltrúar Rússlands né Bandaríkjanna hafa rætt hugsanlegan leiðtogafund hér á landi við íslensk stjórnvöld. Við gætum þurft 10-15 ártilað ná okkur á strik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.