Morgunblaðið - 05.02.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.02.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1993 31 Afmæliskveðja Jóna Erlends dóttir níræð Hinn 4. febrúar varð sæmdar- konan Jóna Erlendsdóttir, heiðurs- félagi Hvítabandsins, níræð. Hún fæddist að Hvallátrum í Rauða- sandshreppi 4. febrúar 1903. Hún Eystrasalts- dagar í Bókasafni Kópavogs BÓKASAFN Kópavogs hefur nýverið fengið veglega bókag- jöf frá Þjóðbókasafni Lettlands í Riga, samtals 45 bækur. Er hér um að ræða bækur um sögu og menningu Lettlands, listir, bókmenntir, þjóðhætti, þjóðsög- ur og bækur fyrir börn, bækur um byggingariist, kirkjur, Ijóðabækur o.fl. Flestar eru bækurnar á ensku en nokkrar á lettnesku. í tilefni af þessari höfðinglegu gjöf verða Eystrarsaltsdagar í Bókasafninu og hefjast þeir laugardaginn 6. febrúar og munu standa til 6. mars. Til sýnis verða bækumar frá Lettlandi, myndir, bæklingar, kort og upplýsingar um Lettland og hin Eystrarsaltslöndin, Eistland og Litháen. Þá verður leikin af bandi þjóðleg tónlist frá Lettlandi og laugardaginn 6. febrúar mun Jes Zvirgzdgrauds, nemandi í Háskóla Islands, halda fyrirlestur um bækur og þjóðarsálina kl. 15. Allir eru hjartanlega velkomnir. íslendingar eru í miklum metum hjá Eystrarsaltsþjóðunum vegna þess hve skjótt þeir brugðust við að viðurkenna þær eftir hrun Sovétveldisins og í öllum þessum þremur löndum eru starfandi vin- áttufélög við ísland. Hér á landi er starfandi Vináttufélag íslands og Litháens og er stefnt að því að stofna Vináttufélag íslands og Lettlands að loknum fyrirlestri Jens Zvirgzdgrauds ef áhugi er fyrir hendi. Eystrarsaltsdagar í Bókasafn- inu verða á venjulegum opnunar- tíma þess: Mánudaga til fímmtu- daga kl. 10 til 21, föstudaga kl. 10 til 17 og laugardaga kl. 13 til 17. (Fréttatilkynning) er ein af mörgum börnum hjón- anna Steinunnar Olafsdóttur Thorlacíus og Erlends Kristjáns- sonar útvegsbónda og vitavarðar. Eiginmaður Jónu var Búi Þor- valdsson mjólkurfræðingur, en hann lést árið 1983. Þau eignuð- ust fjóra syni og eina dóttur, allt mikils metið dugnaðarfólk. Jóna gerðist félagi í Hvítaband- inu árið 1946 og formannsstörfum gegndi hún í 22 ár, á árunum 1951-1973. Auk formannsstarfs- ins gegndi hún ýmsum nefndar- störfum og fulltrúi Hvítabandsins var hún á þingum þeirra samtaka sem félagið á aðild að, bæði innan- lands og utan. Félagsstörfin vann Jóna af hugsjón og áhuga. Þrátt fyrir mannmarga fjölskyldu gaf hún sér alltaf tíma fyrir félagið sitt þegar á því þurfti að halda. Við Hvítabandskonur eigum henni og hennar samtíðarkonum, sem nú eru flestar látnar, mikið að þakka fyrir öll þeirra fórnfúsu og óeigingjörnu störf. Fyrir mannúð- ar- og félagsstörf var hún sæmd Hinni íslensku fálkaorðu. Jóna er mikil hannyrðakona og er handbragðið til fyrirmyndar. Miklaholtshreppur : Samgöng- ur að mestu ótruflaðar Borg í Miklaholtshreppi. í Miklaholtshreppi hefur snjóað meira og minna hvem dag og eru margir orðnir þreyttir á því veðurfari sem ríkt hefur þar síðan í nóvember. Samgöngur hafa þó haldist að > Hvítabandið nýtur enn góðs af hannyrðum hennar. Aldurinn ber Jóna vel. Hún er fróð kona og minnug og þar sem hún hefur sótt félagsfundi mjög vel, hafa konur farið af fundi margs vísari eftir slíkar samverustundir. Þegar við nú lítum yfír liðna tíð og minnumst samverustundanna með Jónu, bæði í starfí og leik, er okkur efst í huga hjartans þakk- læti til kærrar félagssystur fyrir ómetanlegan stuðning og störf í þágu Hvítabandsins. Kæra Jóna. Á þessum merku tímamótum í lífí þínu færum við þér hugheilar hamingjuóskir og biðjum þér og fjölskyldu þinni Guðs blessunar. Fyrir hönd Hvítabandsins Aradís M. Þórðardóttir. mestu ótruflaðar en æði oft hefur komið fyrir að fella hefur þurft niður kennslu í Laugagerðiskóla því veðurofsinn suma daga hefur verið slíkur að ekki hefur verið mögulegt að komast í skólann. Vasklega hefur verið staðið að snjómokstri en veðurguðinn hefur þó stundum haft betur. Muniö póstverslunina Grænt númer 99 66 80 HAGKAUP gœöi úrval þjónusta - Páii.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.