Morgunblaðið - 05.02.1993, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1993
-
SKIÐAHELGIIM
Gott færi
- slæm spá
VEÐURHORFUR lofa ekki góðu fyrir skíðaáhug'a-
fólk um helgina. í dag er spáð hlýindum og rign-
ingu á mörgum skíðasvæðum. Færi er mjög gott á
flestum skíðasvæðum og mikill snjór víðast hvar.
Bláfjöll og Skálafell
í Bláfjöllum og í Skálafelli eru veðurhorfur ekki
vænlegar, en á báðum svæðunum er mjög gott skíða-
færi. Á skíðasvæðinu í Skálafelli er mikill snjór, en
harður. Starfsmenn í Bláfjöllum sögðu að harðfennt
væri efst í þrekkum en neðst í brekkum hefði bætt mikið
í snjóinn. Á skíðasvæðinu í Bláfjöllum er opið kl. 10-18
laugardag og sunnudag, ef vel viðrar. Sami opnunartími
er á skíðasvæðinu í Skálafelli. Nákvæmar upplýsingar
um veður og skíðafæri í Bláfjöllum, Skálafelli og á
Hengilssvæðinu fást í síma 801111. Einnig er hægt að
fá upplýsingar um færi í Skálafelli í síma 666099. Ofært
var á Hengilssvæðið í gær.
Norðurland
í Hlíðarfjalli á Akureyri er mjög gott skíðafæri en
tvísýnt er um veður um helgina. Um helgar eru fjórar
lyftur í gangi og stefnt að því að hafa 11 troðnar
brekkur. Starfsmenn segja færið eins og best verði á
kosið. Hart undirlag en laus snjór yfir. Opið er frá
10-17 um helgar. Upplýsingar um veðurhorfur og
færi fást í síma 22930 eða 22280.
Á Siglufirði eru svipaðar veðurhorfur og færi og á
Akureyri. Á skíðasvæðinu í Skarði er mikill snjór og
alltaf að bæta í. Að sögn starfsmanna á skíðasvæðinu
er hart undir en 30 cm nýfallinn snjór ofan á. Báðar
lyftur verða í gangi um helgina ef veður leyfir og
brekkur troðnar. Opið er milli klukkan 10-16 um helg-
ar. Nánari upplýsingar eru fáanlegar í síma 71806.
Vestfirðir
Á skíðasvæði ísfírðinga í Seljalandsdal snjóaði
stanslaust í gær. Þar er færi mjög gott en veðurspá
ekki vænleg. í Seljalandsdal eru þrjár toglyftur og
ein bamalyfta. Brekkur em troðnar alla daga sem
veður leyfir, en ekki við efstu lyftuna og er færi þar
kallað púður. Opið er um helgina frá klukkan 10 til
17. Upplýsingar um færi og veðurhorfur í síma 3125
eða 3793.
VEÐUR
VEÐUrHÖRFUR 1DAG, 5. FÉBRUAR
YFIRLIT: Milli Svalbarða og Norður-Noregs er 960 mb lægð sem hreyf-
ist norðaustur en minnkandi iægðardrag skammt fyrir norðan land. 1.030
mb hæð yfir N-Græniandi en 982 mb iægð um 1.000 km suðsuðvestur
af Hvarfi þokast norður.
SPA: Austanátt, stormur syðst á landinu en hægari norðantil. Snjókoma
eða skafrenningur um allt sunnan- og vestanvert landið en él á Norður-
og Austurlandi. Smám saman dregur úr frosti og sfðdegis hlánar sunnan-
lands.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG: Sunnan- og suðvestanátt. Rigning og 6úld
sunnanlands en úrkomulítið norðanlands. Hiti 3 til 7 stig.
HORFUR Á SUNNUDAG: Hvöss suðvestanátt og ört kólnandi. Él sunnan-
lands og vestan- en að mestu þurrt norðaustantil.
HORFURÁ MÁNUDAG: Norðvestanátt norðaustanlands en vestanátt
annars staðar. Vlða él, síst þó suðaustanlands. Frost á bilinu 3 til 6 stig.
Nýir veðurfregnatímar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 10.30,
22.30. Svarsími Veðurstofu Islands - Veðurfregnir: 990600.
Heiðskírt
r r r
f f
f f f
Rigning
Léttskýjað
* / *
♦ /
f * f
Slydda
Hálfskýjað
* * *
* *
* * *
Snjókoma
Á
Skýjað
V $
Skúrir Slydduél
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrimar vindstyrk,
Alskýjað heil fjöður er 2 vindstig.^
* 10° Hitastig
V V Súld
Él = Þoka
stig-.
FÆRÐÁ VEGUM:
(Kl. 17.30 fgær)
Fært er á vegum í nágrenni Reykjavíkur og á Suðurnesjum, einnig aust-
ur um Hellisheiði og Þrengsli. Mosfeilsheiði er ófær. Vegir ó Suðurlandi
eru færir og sama er að segja um vegi á Austfjörðum. Þá er fært um
Borgarfjörð og Snæfellsnes, en Kerlingarskarð og Fróðárheiði eru þung-
fær. Fært er í Dali um Heydai. Brattabrekka er ófær og þungfært fyrir
Gilsfjörð. A Vestfjörðum er fært um Hálfdán og Kleifaheiði, einnig milli
Þingeyrar og Flateyrar. Fært er um Botnsheiði, en Breiðadalsheiði og
Steingrfmsfjarðarheiði eru ófærar. Þungfært er um Holtavörðuheiði og
norður strandir til Hólmavíkur. Þá er fært um Norðurland. Fró Akureyri
er fært með ströndinni til Vopnafjarðar.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og
á grænni iínu 99-6315. Vegagerðin.
I/EÐUR VIÐA
kl. 12.00 í
UM HEIM
ísl. tfma
Akureyrl fieykjav/k hiti +6 +6 veöur léttskýjað iéttskýjað
Bergen 6 skúr
Helslnki 6 alskýjaö
Kaupmannahöfn 7 þokumóða
Narssarsauaq +28 léttskýjað
Nuuk +21 léttskýjað
Ósló 11 skýjað
Stokkhólmur 10 skýjað
Þórshöfn 3 slydduél
Afgarve 16 léttskýjað
Amsterdatn 3 súld
Barcelona 11 aúld
Beriín 5 mistur
Chicago +2 heiðskfrt
Feneyjar 12 heiðskírt
Frankfurt +3 kornsnjór
Glasgow 9 súld
Hamborg 2 þokumóða
London 3 þokumóða
LosAngeles 14 skýjað
Lúxemborg +3 hrímþoka
Madríd 8 skýjað
Malaga 15 skýjað
Mallorca 14 skýjað
Montreal +12 skýjað
NewYork 2 úrkoma
Oriando 12 skýjað
París 0 þokumóða
Madeira 18 léttskýjað
Róm 16 léttskýjað
Vín +2 þokuruðningur
Washington vantar
Winnipeg +8 téttskýjað
Heimild: Veðursiofa istands
(Byggt é veðurspó ki. 16.15 í gær)
■#
# £ Æ
ÍDAGkl. 12.00 *
Hæstiréttur dæmir í nauðgunarmáli
Skilordi breytt 115-
18 mánaða fangelsi |
HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær fjóra 17 og 18 ára pilta í 15-18 }
mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa í desember 1990
ruðst inn á heimili i Garðabæ og nauðgað þar 14 ára stúlku. Pilt-
arnir voru 15 og 16 ára þegar nauðgíinin var framin. í september- }
mánuði síðastliðnum dæmdi Guðmundur L. Jóhannesson héraðs-
dómari í Reykjanesi þá í 4-8 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir
þetta brot. Ríkissaksóknari áfrýjaði þeim dómi og krafðist þess
að refsing yrði þyngd en veijendur piltanna kröfðust staðfesting-
ar héraðsdómsins.
Sá piltanna sem dæmdur var
til 18 mánaða fangelsisvistar var
dæmdur fyrir nauðgun en hinir
fyrir hlutdeild í því broti. í dómi
Hæstaréttar, sem hæstaréttar-
dómaramir Haraldur Henrysson,
Garðar Gíslason, Gunnar M. Guð-
mundsson og Pétur Kr. Hafstein
kváðu upp ásamt Auði Þorbergs-
Morgunblaðið/Sverrir
Þröngt í búi
Mörgum hefur eflaust verið hugsað til smáfuglanna yfir jólahátíðina
en þeim má ekki gleyma þó hátíðin sé úti og lífið gangi sinn vanagang
að nýju, sérstaklega ekki í ótíð og jarðbönnum eins og nú. Er þá ekki
úr vegi að tína til eitthvað til að gefa þeim og kemur þá ýmislegt, s.s.
brauð, fita eða maískurl, til greina.
Smáfuglar í fæðu-
leit í kuldakastinu
dóttur héraðsdómara, kemur fram
að við ákvörðun refsingar sé litið
til ungs aldurs piltanna en höfð
hliðsjón af því „að ákærðu stóðu
í sameiningu að þeirri svívirðilegu
háttsemi gagnvart 14 ára gamalli
stúlku, sem lýst er í héraðsdómi,
og horfír það refsingu til þynging-
ar.“
FUGLAVINIR hafa eflaust tekið eftir því að í vetrarhörkum verða
smáfuglar, sérstaklega snjótittlingar og auðnutittlingar, meira
áberandi í þéttbýli. Fuglarnir sækja þangað til að snapa sér fæðu
þegar herðir að þeim annars staðar að sögn Jóhanns Brandssonar
starfsmanns Náttúrufræðistofnunar.
Jóhann sagði að í veðráttu eins
og nú væri sjálfsagt að mæla með
því við fólk að það gæfi smáfugl-
unum að borða. Hefur sérstaklega
verði mælt með maískurli sem
selt er á vægu verði í verslunum
en fuglamir gera sér flest að góðu,
t.d. brauð. Svo þykir störrum og
skógarþröstum mikið varið í fitu
og þá sérstaklega þegar mjög kalt
er í veðri.
Annars sagði Jóhann að fugl-
arnir hefðu aðlagast íslensku lofts-
lagi ágætlega og þó dánartala
þeima hækkaði yfirleitt yfir vetr-
artímann væru það sjaldnast aðrir
en sjúkir og gamlir fuglar sem
dæju. Hann benti hins vegar á að
veðurfar gæti haft mikil áhrif á
fuglastofna þegar þeir væru hvað
viðkvæmastir, t.d. þegar kæmi
hret eftir að farfuglarnir væru
komnir til landsins.