Morgunblaðið - 05.02.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.02.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1993 Heggrir sá er hlífa skyldi eftir Sigríði Lillý Baldursdóttur Þjónusta heilbrigðisstétta kostar ærið fé og andstætt hinni almennu reglu fer sá kostnaður vaxandi með aukinni tækni og þekkingu en ekki minnkandi. Segja má að síðustu ár hafi orðið sú eðlisbreyting í læknis- fræði, að nú er algengara að talað sé um að læknar missi líf sjúklinga sinna, en að þeir bjargi því. Afmörk- un heilbrigðis hefur einnig breyst mjög, menn gera sífellt auknar kröf- ur í þeim efnum. Ýmislegt, svo sem frekjuskarð, þrýstinn barmur, sér- vitringsháttur og fleira sem þótti lengi vel einungis spuming um „kar- akter“, þykir nú sjúklegt eða óviðun- andi. Eðlilega kallar þetta á endur- mat á kostnaðarþátttöku ríkisins og vangaveltur um leiðir til að halda heildarkostnaðinum í skeljum. Þegar illa árar hjá þjóðinni skilar sú óáran sér eðlilega í ríkiskassann og slíkt kallar á sparnað. „Ábyrgir" og „föðurlegir" hafa ráðherrar rík- isstjórnarinnar hver á fætur öðrum flutt þjóðinni þessi tíðindi og farið fram á aðstoð, en á sama tíma hafa þeir skellt skollaeyrum við þeirri staðreynd að ástandið í „heimilis- kössum“ margra fjölskyldna er jafn- vel enn verra. Vandi þessara fjöl- skyldna er ekki einangrað fyrirbæri í samfélaginu heldur er það stað- reynd að fátækt og illur aðbúnaður, þó svo að hann sé hlutskipti fárra, getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir alla. Fátækt og umkomuleysi fylgja ótal samfélagsleg vandamál sem geta komið niður á öllum, burtséð frá afkomu þeirra sjálfra. Að gæta hags þeirra sem lítils mega sín er að endingu hagur okkar allra. Það eru því ótvírætt almannahagsmunir að stutt sé við bakið á þeim sem búa við lökust kjörin. Það þarf ekki að rökstyðja slíka aðstoð með vísan til siðferðis og náungakærleika, þó svo að slík röksemdafærsla ætti vitan- lega ein að duga, hagsmunir þeirra sem betur mega sín eru einfaldlega beint og óbeint í húfi. Sjúklingar, aldraðir og öryrkjar eru flestir lítilmagnar í samfélaginu, þess vegna ættu stjómvöld að þjappa sér um hagsmuni þeirra, ef ráðamenn væru með réttu ráði. Spamaður hef- ur verið lausnarorð ríkisstjómarinnar á þessum síðustu og verstu tímum og er það vel. Það er vissulega ábyrgt að sóa ekki og spenna umfram efni, en allur spamaður verður að vera markviss og yfírvegaður. Það er allt- af mikilvægt að vita hvert ferðinni er heitið og hafa heildarsýn, en aldr- ei eins og þegar að kreppir. Sam- vinna skiptir heldur aldrei eins miklu máli og þá. Stjómvöld verða að setja sér markmið sem fólk skilur og get- ur fellt sig við, þau þurfa því að vinna með fólki að því að ná settu marki. Hvorttveggja hefur skort. Sparnaður og sparnaðaraðgerðir „Spamaðaraðgerðir" heilbrigðis- ráðherra hafa vakið sérstaka at- hygli, svo ekki sé meira sagt, en ekki að sama skapi aðdáun. Heil- brigðisráðherra er hlýðinn ráðherra í þeim skilningi að hann tekur vel við skipunum ríkisstjómarinnar um spamað og enginn ráðherra getur státað af fleiri sparnaðaraðgerðum en hann. En hann virðist hafa misst heyrn á því eyranu sem að þjóðinni snýr og ef hann talar til hennar þá gerir hann það af hroka og fjand- skap. Þrátt fyrir góðan vilja hef ég ekki getað séð að niðurskurður hans sé markviss í þeirri merkingu að ein- hver hugsjón búi að baki, heldur grípur hann tilviljunarkennt hug- myndir á lofti og hrekkur svo með þær til baka ef honum er nægilega hressilega mótmælt. Nýlegt, dapur- legt dæmi um slíkt er bakslag hans í því að kalla meðlagsgreiðendur til aukinnar ábyrgðar á bömum sínum. Vandinn er sá að þau sem helst ættu að veijast gera það oft ekki, eða geta það ekki. Ég er þeirrar skoðunar að sjaldan eða aldrei hafi ráðherra búið við betri aðstæður í þjóðfélaginu tii þess að gera skynsamlegar breytingar á heil- brigðiskerfínu. Fólk er almennt með- vitað um hinn gífurlega kostnað í heilbrigðisþjónustunni og heilbrigðis- stéttir eru yfírleitt einnig tilbúnar til að benda á leiðir til úrbóta, en heym- arleysi og stefnuleysi ráðherrans er mikið. Heilbrigðisþjónusta er þess eðlis að þar er ekki heiglum hent að reikna út raunverulegan kostnað, því að baki sérhveiju læknisverki eða lyfi býr langur ferill og flókið samspil ýmissa þátta. Þetta ásamt því að þörfín fyrir heilbrigðisþjónustu er öðruvísi tilkomin, en þörf fyrir flest aðra vöru og þjónustu, gerir það að verkum að lögmálin sem þar gilda þurfa að vera allt önnur en á öðmm mörkuðum. Þekking, fæmi og tækjakostur í heilbrigðiskerfínu á að vera sameig- inleg eign okkar allra og allir eiga að hafa aðgang að eðlilegri heilbrigð- isþjónustu. Hvað eðlilegt skal teljast í þessu sambandi er stjómvalda að ákvarða í sátt við þjóðina. Slík ákvörðun felur m.a. í sér forgangs- röðun læknisverka og afstöðu til einkareksturs í heilbrigðisþjón- ustunni. Ef rétt er á málum haldið og vægi þátta eins og forvamarað- gerða er aukið að mun, þá gæti slík forgangsröð falið í sér varanlegan og sársaukalausan sparnað. Samfara heilbrigðisþjónustunni þarf einnig að þróa öfluga félags- hjálp til handa þeim sem verst eru settir. Þegar markmiðin eru ljós og eftir að um þau hefur skapast sátt (sem gerist ekki öðravísi en með samráði stjómvalda og samfélags) er rétt að takast á við verkefnin en ekki fyrr. Allt tekur þetta tíma og á að taka tíma. Spamaðaraðgerðir heilbrigðisráð- herra hafa ekki haft yfírbragð yfír- vegunar eða langtímamarkmiða. Óðagotið hefur verið slíkt að menn muna ekki annað eins. Starfsmenn heilbrigðis- og tryggingarmála hafa vart haft undan að setja sig inn í nýjar reglur um fyrirkomulag þjón- ustunnar og sér ekki fyrir endann á ósköpunum. Það sem verra er, er að skjólstæðingar ráðherrans, aldraðir, sjúkir og öryrkjar fyllast óöryggi og vanlíðan, því það er engin leið að gera sér grein fyrir því hvar honum þóknast að stinga niður fæti næst. Á „afrekaskrá" hans kennir margra grasa. Meðaltöl og hlutföll íslendingar hafa það að meðaltali gott, við höfum það að meðaltali betra en flestar aðrar þjóðir heims. Það má jafnvel færa fyrir því gild rök studd viðurkenndum reiknikúnst- um að við höfum það ennþá að meðal- tali gott þrátt fyrir 7% kaupmáttar- skerðingu vegna „aðgerða ríkis- stjómarinnar", frá því í nóvember, desember og þeirra sem koma til framkvæmda nú í þessum mánuði. En það er langt í frá að sérhver ís- lendingur hafí það að meðaltali gott. Ef þú þarft 107.000 krónur fyrir líf- snauðsynjum og átt einungis 100.000 krónur þá hefur þú ekki nóg. Slíkum íslendingum líður því að meðaltali ekki vel. Meðaltöl gefa ekki góða mynd af nokkram sköpuðum hlut, ein sér. Meðaltalið af tölunum 100, 101 og 99 er 100 og meðaltalið af tölunum 150, 100 og 50 er að sama skapi 100. Ef 100 eða meira er gott, þá eru meðaltölin góð en sérhver tala er það ekki. 99 er nánast góð, en búast má við að 50 sé það ekki. 50% af því sem gott þykir er líkast til nokkuð langt frá því að geta kallast gott. Meðaltöl þessara talnasafna gefa enga vísbendingu um það Sigríður Lillý Baldursdóttir „Heilbrigðisþjónusta er þess eðlis að þar er ekki heiglum hent að reikna út raunveruleg- an kostnað, því að baki sérhverju læknisverki eða lyfi býr langur fer- ill og flókið samspil ýmissa þátta.“ hvernig tölurnar dreifast, þau segja því ein sér ekkert til um það hvort í safninu eru lágar tölur. Ágætt dæmi um óravíddir meðal- talanna er áætluð áhrif hækkunar á lyfjakostnaði á verðlag. Hagfræðing- ur ASI hefur metið það svo að nýjar reglur um lyfjakostnað muni auka kostnaðarþátttöku almennings um 220 milljónir á ári og skerða þar með kaupmátt um 0,10% að meðal- tali. Flest erum við blessunarlega laus við að þurfa að taka inn lyf og þess vegna tökum við ekki þátt í að borgar þessar 220 milljónir, þess vegna og vegna þess að breytingarn- ar komu ekki jafnt niður í öllum flokkum lyfja er gert ráð fyrir að einhveijir muni þurfa að greiða 65% meira fyrir lyf sín en þeir gerðu. Samanlögð hækkun á lyfjum, læknishjálp og tannlækningum vegna minni þátttöku ríkisins er áætluð 710 milljónir á þessu ári (sem samsvarar 0,33% hækkun verðlags). Sjúklingar, aldraðir, öryrkjar og barnafólk koma til með að skipta með sér bróðurparti þessarar upp- hæðar, ásamt ef til vill atvinnulaus- um, því það er viðurkennd staðreynd að slæm fjárhagsstaða og atvinnu- leysi geta ein sér valdið veikindum. Aðgát skal höfð ... Stjórnmálamenn eiga að þekkja eðli meðaltala og prósenta og þeir eiga að vita hvernig komið er fyrir einstaklingunum í okkar hópi, sumir falla langt frá öllum meðaltölum. Það er starf stjómmálamanna að dreifa gæðunum/álögunum réttlátlega og þeir era kosnir til að gera það af heilindum, með opin augun og eftir yfirvegun. Þeirra er ábyrgðin og þeir verða að hafa öll skilningarvit í lagi. Allar aðgerðir þarf að íhuga vel áður en til þeirra er gripið og þegar ástandið í efnahag heimilanna er eins bágborið og nú þarf sérstakrar að- gátar við. Þar sem minnst er fyrir á vitanlega að taka minnst, eða bæta viðkomandi það upp annars staðar. Ráðherra verður að vera gæddur þeim hæfileika að geta séð ástandið frá sjónarhóli einstaklinganna í þjóð- félaginu. Ráðherrar verða að þora að bjóða sterkum hagsmunahópum byrginn og þeir mega ekki hræðast að bijóta reglur viðtekinna skoðana. Meira er þó um vert að þeir þekki ábyrgð sína á líðan einstaklinganna sem þjóðin er. Þetta á ekki síst við um heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra. En þó ábyrgð hans sé mikil, hvílir ábyrgðin á stjórnarstefnuleysinu í heilbrigðis- og tryggingamálunum auðvitað að endingu á herðum for- sætisráðherra — fyrram borgar- stjóra. Hann hefur enn ekki gengist við henni, en hver veit. Mönnum er enn ofarlega í minni þegar hann lýsti því yfir í sjónvarpi, fyrir ári eða svo, að hann einn bæri alla ábyrgð á braðlinu í „Perlunni"! og ráðhúsinu. Þetta kom svo flatt upp á fréttamanninn sem tók viðtal- ið að hann spurði einskis frekar. Þjóðin, sérstaklega Reykvíkingar, bíða enn eftir því að sjá í hveiju ábyrgðin var fólgin. Ég kannast ekki við að hafa heyrt að fyrrum borgar- stjóri hafi greitt úr eigin vasa það sem hann tók „á eigin ábyrgð“ frá okkur Reykvíkingum. Ekkert svið stjórnmálanna er við- kvæmara en heilbrigðis- og trygg- ingamál. Feilspor í ákvarðanatökum þar geta leitt til miklu alvarlegri af- leiðinga en bruðl í húsbyggingum geta nokkum tíma gert. Abyrgð stjórnmálamanna er mikil og þeir þurfa að axla hana í verki en ekki einungis í orði. Höfundur er eðlisfræðingur og fulltrúi Kvennalistans í Tryggingaráði. Islensk fataframleiðsla er samkeppnishæf eftirÞórarin Elmar Jensen Geta íslensk fyrirtæki í fatafram- leiðslu verið samkeppnishæf við er- lenda framleiðendur? Svo er ekki ef dæma má af umræðum í fjölmiðlum undanfama daga í tengslum við út- boð Innkaupastofnunar ríkisins á hluta einkennisfatnaðar fyrir lög- reglumenn. Ef túlkuð era orð eins innflytjanda í viðtali við Morgunblað- ið 26. febrúar sl. eru íslenskir fata- framleiðendur vanhæfir pilsfalda- kapítalistar sem hindra dugmikia fatainnflytjendur í starfí, innflytjend- ur sem vinna ötullega í þjóðarhag! Ég vil leiðrétta þann útbreidda misskilning að Max og Sjóklæða- gerðin hf. - 66°N sé eitt og sama fyrirtækið. Engin tengsl era á milli fyrirtækjanna. Sjóklæðagerðin hf. - 66°N er stærsti fataframleiðandi á íslandi og starfrækir fjórar verk- smiðjur, tvær eru í Reykjavík, ein á Akranesi og önnur á Selfossi. Fyrir- tækið er með um 120 manns í vinnu. Sjóklæðagerðin hf. - 66°N er eitt þeirra innlendu fyrirtækja sem gerðu tilboð í umræddan lögreglufatnað. Það vakti furðu okkar hvernig staðið var að útboðinu. Útboðið var illa auglýst. Eðlilegt er að útboðsgögn séu send til stærstu innlendu fata- framleiðendanna þegar um er að ræða jafn stór útboð og hér um ræðir. Við sendum inn tilboð. Eftir frétt- um að dæma er ljóst að tilboð 66°N er hagstæðast innlendra tilboða. Það er miðað við grunnsnið svipaðra jakka. Ef um er að ræða sérsníðslu fyrir einstaklinga bætist við auka- kostnaður. Við buðum hvem ein- kennisjakka II á kr. 9.337, Max á 16.036 kr. og Hexa á 5.891 kr. Kuldaúlpurnar buðum við á kr. 11.080, Max á kr. 21.000 ti! kr. 23.600 og Hexa á kr. 7.890. Tilboð- in eru með virðisaukaskatti. Verðið sem við buðum í umræddu tilboði er lægra en verðið sem athug- un Félags íslenskra iðprekenda sýnir að boðið er í Svíþjóð og Noregi, kr. 12.266 í Svíþjóð og kr. 13.138 í Noregi. Okkur hefur þótt það miður að opinberir aðilar skuli ekki oftar gefa 66°N tækifæri til þess að gera tilboð í fatainnkaup opinberra fyrirtækja og stofnana. Við virðumst þurfa að lesa smáauglýsingar til þess að geta fylgst með því þá sjaldan útboð fára fram. Við teljum okkur reka vel skipu- lagðar fataverksmiðjur sem við get- um nýtt enn betur en gert er í dag í heiðarlegri samkeppni við erlenda framleiðendur. Við teljum okkur ekki hafa lakari framleiðni en aðrar verk- smiðjur á Norðurlöndum, nema síður sé, fari framleiðslan fram þar en ekki í einhveiju landi þar sem fram- leiðslukostnaður er mun lægri. Slíkar vörar eiga ekki að vera nefndar sænskar eða norskar heldur þarf nafn þess lands sem þær eru fram- leiddar í að koma fram. Rétt er að það komi fram að 66°N hefur um nokkurra ára skeið flutt út sjófatnað aðallega til Bandaríkj- anna og Kanada. Á erlendum mörk- uðum eru vörur frá 66°N taldar fylli- lega samkeppnishæfar með tilliti til verðs og gæða miðað við samkeppn- isvörur á mörkuðunum. Samkeppnis- vöramar era aðallega frá sænskum og norskum framleiðendum. Vörar frá 66°N eru taldar vera í hærri gæðaflokki. Þórarinn Elmar Jensen „Það er alþekkt aðferð stórra erlendra fram- leiðenda að brjóta sér leið inn á aðra markaði með því að selja vörurn- ar á lágii verði í upp- hafi meðan samkeppnin er bæld niður.“ Það er alþekkt aðferð stórra er- lendra framleiðenda að brjóta sér leið inn á aðra markaði með því að selja vörarnar á lágu verði í upphafí meðan samkeppnin er bæld niður. Það er létt verk fyrir slíka framleið- endur að afgreiða veikburða íslensk iðnfyrirtæki á þann hátt ef áhugi er fyrir slíkum starfsaðferðum. Eftir að markaðurinn hefur verið tekinn frá innlenda framleiðandanum er verðið stórhækkað. Fjárhagur flestra íslenskra iðnfyrirtækja leyfír ekki slík vinnubrögð. Þeir sem skoða t.d. umræddan jakka sem Hexa býður á 5.891 krónu (kr. 4.691 án vsk.) gera sér grein fyrir því að þetta söluverð á íslandi er mjög lágt ef varan er framleidd í Svíþjóð og Noregi. Ef fatnaðurinn er framleiddur í Litháen, hvað um EFTA-upprunaskírteini og ytri tolla? Sú mikla vakning sem nú er á íslandi fyrir því að neytendur kaupi íslenskar iðnaðarvörur frekar en er- lendar er mjög lofsverð. Við hjá 66°N höfum notið þess. Við gerum okkur grein fyrir því að íslenskir neytendur eru vandlátir í vöravali. Þeir vilja góða vöra og þeir vilja aðeins kaupa hana ef verðið er sanngjarnt miðað við gæðin sem boðin eru. Þessum kröfum reynum við hjá 66°N að mæta með góðri og vandaðri fram- leiðslu á sanngjömu verði. Við trúum því líka að þeir sem taka ákvarðanir um opinber innkaup á fatnaði láti ekki skammtímasjónarmið ráða ferð- inni heldur horfí fram á við. Höfundur er framkvæmdastjóri Sjóklæðagerðarinnar - 66°N.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.