Morgunblaðið - 05.02.1993, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 05.02.1993, Qupperneq 16
16_____________MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1993_ Skatturinn o g dauðinn eftir Iðunni Steinsdóttur Engan mann hef ég þekkt vamm- lausari í fjármálum en föður minn heitinn. Hann tilheyrði þeirri kyn- slóð sem lagði metnað sinn í að standa í skilum og þurfa ekki að þiggja neitt af neinum. Þau gildi hafði hann í heiðri í bókstaflegri merkingu til hinsta dags. Fársjúkur gerði hann sér ferð í bankann 1. ágúst 1991 til að gera upp alla ógreidda reikninga eins og hans var vani og sjá til þess að staða banka- reikningsins væri örugglega í lagi. Að því loknu hélt hann heimleiðis en komst ekki nema nokkur fótmál eftir gangstéttinni. Þar hneig hann niður örendur. Faðir minn var orðinn aldraður maður er hann dó, en hann var við dauða sínum búinn og ekki vildi hann deyja sem vanskilamaður. Annað átti þó eftir að koma í ljós. Aulaháttur erfingjanna Að áliðnu ári 1992 barst mér bréf frá skattinum þar sem vakin var athygli á að gleymst hefði að skila framtali fyrir dánarbúið. Var áætlaður skattur rúmar 21.000 kr. og allur í skuld. Ég hafði ekki áttað mig á að það þyrfti að skila fram- tali fyrir látinn mann sem hafði ekki aðrar tekjur en eftirlaun og ellilífeyri sem skattamir voru dregnir frá jafnóðum. Ég skammað- ist mín töluvert fyrir þennan aula- hátt og skundaði niður á Skattstofu Reykjavíkur til að fá ráð. Þar tjáði ungur og elskulegur maður mér að þetta væri ekkert mál. Ég þyrfti bara að fylla út skattskýrslu, skila henni til ríkisskattstjóra og sækja um niðurfellingu á skuldinni. Ég lét ekki á mér standa enda þótti mér það lítt í anda föður míns heitins að dánarbú hans væri bendlað við vanskil af einhverju tagi. Er skemmst frá því að segja að hjá ríkisskattstjóra fékk ég hina bestu fyrirgreiðslu. Var þar gengið frá öllum tilskildum pappírum og mér tjáð að þeir yrðu sendir Skattstofu Reykjavíkur sem mundi taka af- stöðu til erindis míns. Jólabréf frá Skattstofunni Á aðfangadag sigldi ásamt jóla- póstinum bréf inn um lúguna mína. Það var frá Skattstofu Reykjavíkur. Ég er svo illa af Guði gerð að ég hef aldrei skilið almennilega bréfin frá Skattstofunni og þetta bréf var engin undantekning. í því stóð að nú hefði skattframtal 1992 verið lagt fram og óskað eftir að álagning yrði byggð á því í stað áætlunar skattstjóra og viðurlög felld niður. Eftir atvikum þætti mega verða við beiðninni. Ég varp öndinni léttar, málið var úr sögunni. Neðst á blaðinu stóð að ef skýr- inga væri þörf varðandi greiðslu- stöðu skyldi leitað til Gjaldheimt- unnar í Reykjavík. Bréfinu fylgdi skattbreytinga- seðill og samkvæmt honum var skuldin nú orðin um 23.000 kr. Þarna brást mér skilningurinn. Fýrst búið var að fella niður viður- lögin gat ekki verið að dánarbúið skuldaði neitt þar sem skatturinn hafði verið dreginn frá eftirlaunum föður míns vel og skilvíslega í hvert skipti sem þau voru greidd. Málið upplýst Milli jóla og nýárs vappaði ég niður í Gjaldheimtu og óskaði skýr- ingar. Þar fékk ég staðfest að dán- arbúið skuldaði téða upphæð en ekki gat stúlkan í afgreiðslunni aukið mér skilning á bréfinu frá Skattstofunni. Hún hristi bara höf- uðið og benti yfir götuna þar sem grillti í Skattstofu Reykjavíkur gegnum skammdegisdrungann. Það var rólegt á Skattstofunni, ég var eini viðskiptavinurinn þessa stundina. Tveir menn sátu innan við diskinn og ég sneri mér að þeim yngri og bar upp erindi mitt. Maðurinn gerði sitt besta til að leiða mig í sannleika málsins. Hann hélt ekki eina ræðu, heldur tvær. í þeim komu ítrekað fyrir orðin sem eru alltaf í bréfunum frá skattinum, þessum sem ég aldrei skil, og þar af leiðandi skildi ég heldur ekki hvað maðurinn var að segja. Að lokum ákvað ég að reyna ekki að leyna fávisku minni og sagði: — Heyrðu góði, ég skil ekki um eftir Trausta Valsson Síðastliðinn þriðjudag birtist í Morgunblaðinu grein eftir Harald Jóhannsson sjómann í Grímsey. Haraldur fjallar fyrst um ýmis byggðarmál Grímseyjar, m.a. um vanda sem stafí af ótryggri heil- brigðisþjónustu, lítilli prestsþjón- ustu og því, að það þurfí að senda böm úr eynni á 13 ára aldri, til menntunar. Þá snýr höfundur sér að ummæl- um undirritaðs um samgöngu- og byggðamál, m.a. í Grímsey, sem birtust í Morgunblaðinu og í við- ræðuþætti á Stöð 2 sl. haust. Því miður reynast hér vera á ferð- inni grófar misfærslur og útúrsnún- ingar eins og vikið verður að síðar í greininni. Upphafspunktur umfjöllunar minnar er sá, að nú á tímum er byggðamynstur smæstu og af- skekktustu þorpa illa í stakk búið til að veita þá þjónustu sem flest nútímafólk sækist eftir. Jafnframt er það mjög dýrt fyrir ríkið að bjóða ýmsa grunnþjónustu, eins og t.d. rekstur pósthúss á þannig stöðum ef notendur eru mjög fáir. Þá hefur í rannsóknum á sam- göngum upp á síðkastið komið fram að vegasamgöngur færast hlutfalls- lega í aukana en strand- og flug- samgöngur fara dvínandi, sem t.d. mun gera byggð á eyjum óhag- kvæmari. Fyrir stijálbýlt land er mjög dýrt að byggja upp og reka þijú þannig samgöngukeiifi samhliða og lagði t.d. danska Kapmsax-skýrslan til, „ — Nei, manneskja, þeir hafa látið hann hafa persónufrádrátt og maður sem er dáinn getur ekki nýtt sér per- sónufrádrátt. Því verð- ur dánarbúið að greiða hann til baka.“ hvað þú ert að tala. Er þessi fjár- hæð sem við eigum að greiða refs- ing fýrir að skila ekki inn framtali? Ég hélt að hún hefði verið felld niður. Maðurinn horfði á mig með um- burðarlyndi þess sem daglega þarf að kljást við einfeldninga og sagði: — Refsingin var felld niður. Þið eigið að greiða tekjuskattinn sem dánarbúið skuldar samkvæmt framtali. — Hvemig getur dánarbúið skuldað tekjuskatt sem var alltaf staðgreiddur? — Hvaða mánaðardag dó faðir þinn? spurði hann. — 1. ágúst 1991, svaraði ég. — Það lá að. Hann dó 1. ágúst. Þá hefur Tryggingastofnun verið fyrir um 20 árum, að höfnum og flugvöllum yrði fækkað en landsam- göngur bættar. Þessum ráðum fylgdi íslendingar ekki frekar en Færeyingar og er afleiðingin óhemjusóun á almanna- fé vegna kjördæmapots þingmanna. Afleiðingarnar af þeim skuldabyrð- um sem af þessu hefur leitt eru nú að koma í ljós í Færeyjum: Þjóðin er búin að missa sjálfstæði sitt í hendur erlendra aðila og „strúkt- úrs-nefndin“, sem að mestu er skip- uð efnahagsráðunautum, ætlar að fækka frystihúsunum niður í 5 og leggja allverulegum hluta skipa- stólsins til að ná upp nægri hag- kvæmni í því sem eftir er. Talað er um að á mörgum stöðum verði nær enga vinnu að fá og það bíði hugsanlega 10 til 15 þúsund Færeyinga að hrökklast slyppir og snauðir úr eyjunum. Ljóst er að íslensk stjórnvöld hafa ekki sigið eins djúpt í íjárfest- ingarspillinguna og stjórnvöld í Færeyjum, en þó getum við hér ekki skorast undan því að fara að bæta okkar ráð. Undirritaður hefur um langt skeið reynt að benda á leiðir til að snúa ofan af vitleysunni, t.d. með að benda á að afskekkt þorp geta breyst í skemmtilega sumarbyggð eins og t.d hefur orðið í Flatey. Augljóst er að hægt er að flytja afla og kvóta saman á stærri staði og draga þannig úr öllum tilkostn- aði fyrir fyrirtækin, einstaklingana og þjóðfélagið. Haraldur Jóhannsson kýs að láta sem hann skilji þetta ekki og skella búin að Ieggja inn eftirlaunin hans í ágúst og draga frá þeim skattinn. — Er þá ekki allt í lagi? — Nei, manneskja, þeir hafa lát- ið hann hafa persónufrádrátt og. maður sem er dáinn getur ekki nýtt sér persónufrádrátt. Því verður dánarbúið að greiða hann til baka. Endadægur í mánaðarlok Enginn má sköpum renna. Fæst okkar ráða sínu endadægri og síst af öllu hefði faðir minn kosið að gera sig að óskilamanni með því að deyja á röngum degi. Þykir mér afleitt að Skattstofan skuli ekki hafa vakið athygli heiðarlegra skattborgara á því hversu miklu það skiptir að deyja í mánaðarlok, a.m.k. ef þeir fá launin sín greidd fyrirfram eins og þeir sem eru á eftirlaunum opinberra starfsmanna. Enda kvartaði viðmælandi minn sáran yfir því að þetta væri alltaf að koma fyrir. Ég ætla ekki að hafa nein orð um smásmygli þar sem þetta sýnir ótvírætt hve vel skattayfirvöld vaka yfir því að allir greiði það sem þeim ber, dauðir eða lifandi. Og sælt er að búa í landi þar sem skattsvik eru óþekkt fyrirbæri eins og hér á íslandi. En mikið þykir mér þó til um það veglyndi starfsmanna þannig skollaeyrunum við þeim hlutum sem eru að gerast í kringum hann. Þá kemst hann að því að þar sem hann starfí við frumframleiðslu- grein (sjómaður) skapi hans sétt þjóðarverðmætin og það sé nú eitt- hvað annað en fólkið í hverfum Reykjavíkur „þar sem hver lifir af öðrum“ eins og annar Grímseyingur kallaði það í Stöðvar 2 þættinum. Samkvæmt þessari sömu formúlu eru frumframleiðendur, t.d. á kol- um, járni og viði, þeir sem öll verð- mæti skapa, en íbúar borga eins og t.d. London, París, New York aðeins afætur. Já, það leynist greinilega sums staðar ennþá nokk- urt eftirbragð af kenningum þeirra Marx og Leníns! Víkjum nú að nokkrum rang- færslum Haralds í minn garð. Hann segir t.d.: „í viðtalsþætti á Stöð 2 er hann (T.V.) kynntur sem sá sem reiknað hafí þetta allt út,“ (þ.e. óhagkvæmni Grímseyjar). Hér verður Haraldur að gera greinar- mun á því hvernig ég er kynntur af öðrum og svo því sem ég segi sjálfur. Ég hef hvergi haldið því fram að ég hafi stuðst við útreikn- ing á almennum rekstrarþáttum, heldur „set þetta nú meira fram með almennum rökurn" eins og ég sagði, þegar ég leiðrétti spyijand- ann. Og í Morgunblaðsviðtalinu vék ég aðeins í einni málsgrein að Grímsey þar sem ég segi m.a.: „Ég hef ekki reiknað út hvað kostar að reka þá byggð á ári, en það er augljóstlega mjög dýrt.“ I seinni hluta greinar sinnar seg- ir Haraldur um undirritaðan: „Á Stöð 2 lætur hann fólk halda að ríkið greiði 500 milljónir á ári til Grímseyjarfeijunnar." Ekki veit ég hvort Haraldu hafí orðið á þau mistök að vitna í sjón- varpsþáttinn eftir minni eða hvort hann hefur treyst á það að hann kæmist upp með þessar lygar. Sem betur fer á ég þáttinn á bandi og get því birt mitt rétta svar í heild. Eftir að spyrillinn hefur spurt hve vandinn sé mikill í rekstri flóa- báta og feija svara ég: „Það kom fram á þessari ráðstefnu sem var um samgöngur — að þarna væri geysilegur vandi við að etja, sem að væri mikill ríkisstyrkur við þess- ar feijur og ég bætti því við í þessu stutta viðtali við Morgunglaðið, að þarna erum við að ræða um þessar Iðunn Steinsdóttir Tryggingastofnunar að endurkrefja ekki greidd eftirlaun fyrir þá daga sem eftir eru í dánarmánuði eftir- launamanns. Að gefnu tilefni þykir mér rétt að vara fólk við. Það er ekki sama hvenær lagt er upp í ferðina yfír móðuna miklu. Þeir eftirlaunaþegar sem vilja vera öruggir um að hafa greitt sína skatta og skyldur að fullu ættu því ef þeir fá nokkru um það ráðið að mæta skapara sínum í mánaðarlok. Höfundur er rithöfundur. Trausti Valsson 500 milljónir á ári hveiju ..." í fréttum af þessari ráðstefnu og eins, t.d. ummælum samgönguráð- herrra nýverið, hefur komið fram að hér er um greiðslur að ræða sem ná fullri upphæð — 500 milljónir — á næsta ári og síðan mörg ár fram í tímann, en í ár er upphæðin aftur á móti „ekki nema“ 304 milljónir á fjárhagsáætlun. Höfundur er skipulagsfræðingur. --------♦-------- Uppgang- an sýnd í bíósal MÍR VERÐLAUNAMYNDIN Upp- gangan verður sýnd í bíósal MIR, Vatnsstíg 10, nk. sunnudag 7. febrúar kl. 16. Leikstjóri er Lar- issa Shepitko en með aðalhlutverk fara Boris Plotnikov, Vlaidimír Gostúkhin, Ljúdmilla Poljakova og Anatoli Solonitsin. í myndinni er lýst atburðum sem gerðust veturinn 1942-43 meðal skæruliða í Hvítarússlandi á her- námssvæði Þjóðveija. Kvikmynd þessi hlaut Gullbjörninn á kvik- myndahátíðinni í Vestur-Berlín 1977 og Fipresci-verðlaunin. Enskur texti fylgir myndinni. Sala aðgöngumiða á maraþonsýn- ingu á stórmyndinni Stríði og friði laugardaginn 20. febrúar hefst á kvikmyndasýningunni 7. febrúar. (Fréttatilkymiing) Æ- %jr dJalrST/tulmuKHuKlNN M Ólafsfírðingar og nágrannar! Almennur stjórnmálafundur verður haldinn á Hótel Ólafsfirði sunnudaginn 7. febrúar nk. kl. 17.00. Frummælendur verða varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins, Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, og Tómas Ingi Olrich, alþingismaður. Almennar umræður og fyrirspurnir. Allir velkomnir. Sjálfstæðisflokkurinn. Missag’iiir leiðréttar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.