Morgunblaðið - 05.02.1993, Page 19

Morgunblaðið - 05.02.1993, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1993 19 Niðurstöður rannsókna á aðskotaefnum í mjólk Islenska mjólkín er hrein og ómenguð MEGINNIÐURSTAÐA rannsóknar og mælinga á ýmsum mengunarefn- um í íslenskri mjólk er að hún sé í mörgum tilvikum hreinni og í öðr- um tilvikum sambærileg við það sem best gerist erlendis. Hún stenst ströngustu hollustukröfur varðandi aðskotaefni miðað við innlenda og erlenda staðla. Osta- og smjörsalan sf. og Land- samband kúabænda höfðu frum- kvæði að rannsókn til að kanna magn óæskilegra aðskotaefna í ís- lenskri mjólk. Myndaður var starfs- hópur til að hafa umsjón með fram- gangi þessa verkefnis. Tekin voru sýni af gerilsneyddri mjólk á tveggja mánaða fresti í fjórum mjólkurbúum frá maí 1991 til maí 1992. Sýnin voru tekin í mjólkurbúunum í Borg- amesi, á Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi. Óverulegft eða ófundið Aðstandendur rannsóknarinnar drógu enga dul á að aðskotaefni gætu borist í mjólk eftir mörgum leiðum, s.s. með fóðri, mengun úr næsta umhverfi bæjanna, við mjaltir, úr tönkum hjá bændum, í mjólkur- vinnslustöð, úr umbúðum og að lok- um hjá neytendum. Hugsanleg að- skotaefni í íslenskri mjólk mætti bæði rekja til notkunar efna innan- lands og einnig til mengunar af er- lendum toga. Meðal þeirra efna sem mæld voru má nefna nítrat sem getur borist í mjólk úr fóðri mjólkurkúa og einnig sem leifar saltpéturssýru sem er not- uð til að hreinsa mjólkurkerfi. Úr þessu aðskotaefni getur myndast nít- rít en það getur aftur á móti myndað nítrósamín. Niðurstaða mælinganna var að ekkert nítrít fannst í mjólk-. inni og nítrat í afar litlu magni eða 1 mg/kg mjólkur en viðmiðunarmörk fyrir nítrat hafa verið 500-1.000 mg/kg. Einnig var mælt fyrir lyfja- leifum, penisillíni, tertasýklíni og ívermektíni. Fyrrgreind lyf voru ekki mælanleg í neinu þeirra sýna sem tekin voru til rannsóknar. Ennfremur var mælt fyrir klórkol- efnissamböndum, sum þessara efna hafa verið notuð til að eyða skordýr- um eða illgresi og komist inn í hring- rás náttúrunnar, önnur hafa mynd- ast í iðnaði við sorpbrennslu og aðra starfsemi. Mæld voru alls sjö klórefn- issambönd, þ. á m. DDT, PCB og díoxín. Einungis efnið DDE fannst í mælanlegu magni en það var að meðaltali 0,26 míkrógrömm/kg mjólkur. Lejrfilegt hámarksgildi DDE í mjólk annarra landa er á bilinu 40-50 míkrógrömm/kg mjólkur eða u.þ.b. 150-200 falt það magn sem mældist í íslensku mjólkinni. DDE er niðurbrotsefni DDT og er talið lík- legt að DDE í íslenskri mjólk megi aðallega rekja til mengunar af er- lendum toga þar sem notkun DDT var aldrei mikil á íslandi. Starfshópurinn hugaði einnig að nokkrum þungmálmum. Kvikasilfur var ekki mælanlegt í mjólkinni og blý og kadmíum mæltust í hverfandi magni. En þungmálmar berast ekki í skaðlegu magni í mjólk nema þar sem umhverfismengun er afar mikil. Þessir málmar geta borist í búvörur ef förgun á rafhlöðum og rafgeymum er ekki með tryggum hætti en einnig var bent á að skotmenn dreifðu blý- höglum um ómengaða haga. Bæði í Noregi og Danmörku hefðu blýhögl verið bönnuð. Aðstandendur ' rannsóknarinnar lögðu áherslu á að þrátt fyrir þennan hreinleika og hollustu íslenskrar mjólkur mætti hvergi slaka á í gæða- stjómun og eftirliti. Mjólkurframleið- endur yrðu ávallt að geta boðið ís- lenskum neytendum góða og ómeng- aða mjólk og einnig væri óspilltur hreinleiki mjólkurinnar nauðsynlegur ef Islendingar vildu í framtíðinni vinna markaði fyrir svonefndar vistrænar landbúnaðarafurðir. Morgunblaðið/Kristinn Mjólk er góð Guðmundur Lárusson formaður Sambands kúabænda býður Helgu Guðrúnu Jónasdóttur hjá Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins mjólkurglas. Aðrir á myndinni em, talið frá vinstri: Þorsteinn Karlsson hjá Osta- og smjörsöl- unni, Guðjón Þorkelsson og Ólafur Reykdal hjá Rannsóknarstofnun landbún- aðarins. Ungmenni verði bókavinir Bókaútgefendur ætla í lestrarherferð í skólum landsins ISLENSKIR bókaútgefendur hafa miklar áhyggjur af minnkandi bók- lestri ungmenna. Jóhann Páll Valdimarsson formaður Félags íslenskra bókaútgefanda segir að það sé forgangsmál að snúa þessari öfugþróun við. Það sé augljóslega tímabær nauðsyn en fyrirhugaður virðisauka- skattur á bækur sé tímaskekkja. í grein í Skímu, málgagni móður- málskennara, eftir Þorbjörn Brodda- son dósent er fjallað um niðurstöður kannana á bóklestri ungmenna á árabilinu 1968-91. Þorbjöm komst m.a. að þeirri niðurstöðu að bóklest- ur ungmenna væri 40% minni árið 1991 en 1985. Jóhann Páll Valdimarsson sagði að íslenskir bókaútgefendur hefðu fylgst með þessari uggvænlegu þró- un og rætt hana sín á milli, því að þama væri um að ræða framtíðarles- endur og -kaupendur. Á síðasta ári hefðu bókaútgefend- ur tekið formlega ákvörðun um að beina þeirri orku og þeim Qármunum sem þeir hefðu til ráðstöfunar fram- ar öðm til að auka bóklestur bama og unglinga. Jóhann Páll sagði að íslenskir bókaútgefendur hygðust leita eftir samstarfi við skóla og fræðsluyfirvöld og ýmsa fleiri sem málið snerti. Formaður Félags ís- lenskra bókaútgefanda vænti þess að íslenskir fjölmiðlar, og þá ekki hvað síst prentmiðlar, yrðu einnig fúsir til samstarfs og aðstoðar, enda hlyti málið að vera þeim áhyggju- efiii. Jóhann Páll sagði að minnkandi bóklestur væri öfugþróun sem bregð- ast yrði við. Krisiján Jónsson á Hólmavík látínn KRISTJÁN Jónsson, fyrrverandi stöðvarsljóri Pósts og síma á Hólmavík, lést á heimili sínu á Hólmavík að kvöldi 2. febrúar. Hann fæddist 6. mars 1915 og var því nær sjötíu og átta ára að aldri. Kristján var sá íbúi Hólmavíkur sem lengst hefur búið á staðnum. Hann var heiðraður á 100 ára afmæli Hólmavíkur árið 1990. Kristján var sonur Bergsveins Sveinssonar og Sigríðar Friðriks- dóttur f Aratungu í Hrófbergs- hreppi. Kjörforeldrar hans vom Jón Finnsson verslunarstjóri á Hólmavík og Guðný Oddsdóttir kona hans. Kristján brautskráðist frá Versl- unarskóla íslands 1934. Hann var kaupmaður á Hólmavík 1940-52. Vann hjá Síldarmati ríkisins 1953-59. Kennari við bama- og unglingaskólann á Hólmavík 1960-68. Kristján var stöðvarstjóri Pósts og sfma á Hólmavík frá 1968 til 1985 er hann lét af störfum vegna aldurs. Hann var einnig bóksali á áranum 1962-91 og hafði umboð ýmissa fyrirtækja og félaga. Hann sat í hreppnefnd Hólmavík- urhrepps frá 1950-74, þar af odd- viti 1950-53, og átti sæti í fjölda nefnda á vegum hreppsins. Hann tók virkan þátt í félagslífi á Hólma- vík og í Strandasýslu, var meðal annars í stjómum ungmennafélags, leikfélags, þar sem hann var heið- ursfélagi, slysavamafélags og verkalýðsfélags. Kristján var lengi formaður og í stjórnum Sjálfstæðisfélags Stranda- sýslu, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna og Iqördæmisráði og sat flesta landsfundi Sjálfstæðisflokksins undanfama áratugi. Hann var vara- þingmaður Vestijarðakjördæmis 1963-67 og sat á þingi um skeið. Kristján var einn af stofnendum Lionsklúbbs Hólmavíkur og starfaði í honum til dánardags. Hann var Kristján Jónsson heiðursfélagi klúbbsins og einnig Melvin Jones-félagi sem er mesti heiður sem Lionshreyfíngin getur veitt félögum sínum. Eftirlifandi eiginkona Kristjáns er Anna Jakobína Jónsdóttir, frá Skriðinsenni f Bitrufirði, póstaf- greiðslumaður á Hólmavík. Þau giftu sig 20. júní 1944 og eignuðust sjö böm. Atvinna óskast Svissneskur stúdent óskar eftir vinnu ó íslenskum sveitabæ fró júlí til október 1993. Cloette Staub, Buhl, CH-3425 Koppigen, Sviss. GLQBUS BILAR TRYGGÐU ÞER LYKIL IL MAZDA 323, árg. '89, ekinn 70.000 km„ rauöur. Stabgr.verð 590.000 MERCEDES BENZ 230E, árg. '86, ekinn 63.000 km„ hvítur. Sta&gr.verð 1.850.000 MITSUBISHI GALANT GLSi .000 km„ 20.000 árg. '91, gylltur. 1.950.000 Kaupir þú notaóan bil í eigu Globus Bílahöllinni í febrúar áttu möguleika þægilegri helgardvöl fyrir tvo Helgardvölln miöast vi& tvo daga og eina nótt. HJÁ OKKUR: kl. 9.00-18.30 - 17.00 Id. 13.00-16.00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.