Morgunblaðið - 05.02.1993, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1993
Nýbygging við
gömlu kirkjuna
HAFIN er bygging safnaðarheimilis og tónlistarskóla í
Hafnarfírði og hefur byggingunum verið valinn staður við
hlið Hafnarfjarðarkirkju. Gengt verður í kirkjuna úr safn-
aðarheimilinu en tónlistarskólinn og söfnuðurinn munu
samnýta aðalsalinn.
aðarstarfið og verður mikill munur
að fá þessa aðstöðu," sagði Sigþór.
Fokhelt í árslok
Hagvirki-Klettur sér um bygg-
ingarframkvæmdimar og skal
byggingin fokheld og lóð frágengin
í lok þessa árs. Sigþór sagði að
áætlað væri að húsið yrði tilbúið
að innan á árinu 1995. Hafnar-
jjarðarbær og söfnuðurinn fjár-
magna fyrsta áfanga byggingar-
innar en söfnuðurinn stendur einn
undir kostnaði við innréttingar
safnaðarheimilisins.
Að sögn Sigþórs J. Sigurðsson-
ar, formanns byggingamefndar,
er byggingin gerð eftir verðlauna-
teikningu hjónanna Sigríðar
Magnúsdóttur og Hans-Olavs And-
ersens, sem bæði em arkitektar.
„Við emm ánægðir með útlit
hússins, það mun falla vel inn í
umhverfíð þama. Kirkjan verður
80 ára á næsta ári og það er mik-
ill vandi að byggja við hlið svo
gamals húss svo vel fari en ég tel
að hér hafi það tekist með ágæt-
um. Þessi bygging mun efla safn-
Ljósmynd/Emilía
I notkun eftir 2 ár
Unnið er að byggingu safnaðarheimilisins og tónlistarskólans í Hafnarfírði um þessar mundir og er áætlað að
húsið verði tilbúið að innan á árinu 1995.
Sturlaugur í slipp
Akranesstogarinn Sturlaugur H. Böðvarsson var tekinn í slipp hjá
Stálsmiðjunni í Reykjavík í gær. Skemmdir em á botni skipsins á
mörgum stöðum að framan, eins og sést á myndinni, og em skemmd-
imar heldur meiri en skipveijar bjuggust við. Sturlaugur H. Böðvars-
son sigldi inn til Ólafsvíkur á þriðjudag þegar leki kom að skipinu en
það hafði tekið niðri á grynningum við Snæfellsnes á mánudagsmorg-
un. Nokkur olíumengun varð í Reykjavíkurhöfn þegar skipið var tekið
þar í slipp.
Innflutningur sjávarafurða tíl Evrópubandalagsins
Tillaga um tolla-
ívilnanir í 6 mánuði
Brussel, frá Kristófer M. Kristinssyni,
fréttaritara Morgunblaðsins.
Framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins (EB) hyggst leggja fram
tillögur um sérstaka innflutningstolla á tilteknum sjávarafurðum
til að mæta þeim töfum sem orðið hafa á því að samningurinn um
Evrópska efnahagssvæðið (EES) taki gildi. Fyrst í stað er gert ráð
fyrir sex mánaða tímabili sem hefst 1. apríl en verði EES ekki
orðið að veruleika að því loknu yrði það lengt um þijá mánuði eða
fram að áramótum. Þessir innflutningskvótar eru öllum opnir í
þeirri röð sem sótt er um.
Tillögur framkvæmdastjómar-
innar sem voru samþykktar á fundi
fastafulltrúa aðildarríkjanna á mið-
vikudag fela í sér tvenns konar
kvóta fyrir blautverkaðan saltfísk.
Annars vegar verður heimilt að
flytja inn rúmlega 6.500 tonn á
3,7% tolli og hins vegar 33.300
tonn á 5% tolli. Tillögumar gera
ráð fyrir heimild til að flytja inn
2.000 tonn af söltuðum flökum á
9% tolli. Sérstök bókun við EES-
samninginn gerir ráð fyrir að þess-
ar vörutegundir auk annarra verði
íslenzku hasssmyglaramir í Þýzkalandi eru enn í varðhaldi ytra
Ætluðu að fela hassið í togara
f SLENDINGARNIR tveir, sem lögreglan í Bremerhaven í Þýzka-
landi handtók aðfaranótt mánudags, eru enn í gæzluvarðhaldi
í Þýzkalandi og hefur mál þeirra verið sent þarlendum saksókn-
ara tU meðferðar. Mennirnir hafa játað við yfirheyrslur að hafa
ætlað að smygla 13,5 kílóum af hassi, keyptu í Amsterdam, til
íslands með fiskiskipi. Efnið ætluðu þeir að fela í vélarrúmi
með leynd og sækja það er skipið kæmi aftur til íslands.
Að sögn lögreglunnar í Bremer-
haven hafa Islendingar borið við
yfírheyrslur að hafa flogið til Lúx-
emborgar og leigt sér bifreið. Þeir
óku til Amsterdam og eftir að hafa
komið sér í samband við fíkniefna-
sala þar í borg keyptu þeir hassið,
komu því fyrir í pakka í farangurs-
geymslu bifreiðarinnar og óku til
Bremerhaven.
Ekki vitorðsmenn í skipi
Mennimir hafa borið að hafa
báðir verið til sjós og að þeir hafi
vitað að íslenzk skip lönduðu oft í
Bremerhaven. Þeir hafí ætlað að
laumast um borð í eitthvert þeirra,
fela hassið í vélarrúminu, fljúga
heim til íslands aftur og sækja
pakkann með leynd er skipið kæmi
til heimahafnar. Lögreglan í Brem-
erhaven telur að mennimir hafí
ekki verið búnir að ákveða hvaða
skip yrði fyrir valinu og að þeir
hafí ekki átt neina vitorðsmenn í
íslenzku skipi.
Mennimir voru síðan stöðvaðir í
reglubundnu eftirliti lögreglu við
höfnina í Bremerhaven. Er þeir
vom spurðir um skilríki og skrán-
ingarskírteini bifreiðarinnar, urðu
þeir mjög óstyrkir og sögðu skjölin
vera í farangursgeymslunni. Þeir
opnuðu geymsluna en reyndu um
leið á áberandi hátt að fela pakka,
sem þar var, og fór ekki framhjá
lögreglumönnum að ekki var allt
með felldu.
tollfijálsar innan EES. Reiknað er
með því að heimilt verði að flytja
inn hlutfallsiega sama magn síð-
ustu þijá mánuði ársins hafi EES
ekki verið afgreitt fyrir þann tíma.
Að sama skapi verða tollar þessa
þijá mánuði þeir sömu og sex
mánuðina frá 1. apríl.
Hagstæðar tillögur
Samkvæmt upplýsingum sem
fengust hjá Sölusambandi íslenskra
fiskframleiðenda í gær eru þessar
tillögur heldur hagstæðari en þeir
innflutningstollar sem giltu hjá EB
síðasta ári. Tollur af söltuðum flök-
um yrði þó sá sami og var í gildi
frá 1. apríl til 31. desember í fyrra
eða 9% og og um hlutfallslega sama
magn að ræða nú. Á sama tímabili
í fyrra var heimit að flytja inn 60
þús. tonn af blautverkuðum salt-
fiski á 6% tolli. Nú er hins vegar
lagt til hlutfallslega svipað magn
fyrir sex mánaða tímabil en tollpró-
sentan er hins vegar lækkuð tals-
vert frá síðasta ári. Ekki lágu fyrir
upplýsingar um hvað sú tollalækk-
un gæti þýtt í auknum útflutnings-
tekjum ef tekst að flytja út allt það
magn sem framkvæmdastjórnin
leggur til að verði heimilað.
Tillögur framkvæmdastjórnar-
innar verða lagðar fyrir ráðherra-
fund EB um leið og búið er að
ganga frá þeim en ósamkomulag
er um texta vegna tengslanna við
EES. Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins eru taldar góðar líkur á
því að ráðherraráðið samþykki til-
lögumar.
Flugvallarbrautin
brátt úr sögunni
Borgarráð hefur samþykkt að
loka Flugvallarbraut, einstefnu-
götu sem liggur frá Hótel Loft-
leiðum um Vatnsmýrina og upp
á Vatnsmýrarveg. Lítil umfei-ð
hefur verið um götuna undanfar-
in ár. Líklega muna sumir helzt
eftir henni vegna þess að margur
ungur ökumaður á kvöldrúnti
hefur gefíð í og látið farþegana
hossast á ræsinu, sem er á miðri
Flugvallarbrautinni, eða jafnvel
freistað þess að ná bílnum á flug.