Morgunblaðið - 05.02.1993, Síða 23

Morgunblaðið - 05.02.1993, Síða 23
23 Mannskæð hitabylgja í Astralíu NÍU manns hafa dáið af völd- um hitabylgju í Ástralíu og 12 liggja þungt haldnir á sjúkra- húsi. Hitinn er allt að 45 gráð- ur á Celsíus og heilbrigðisyfir- völd telja að fleiri muni deyja kólni ekki í veðri. Sultarlíf í rússneska flotanum FJÓRIR hermenn í Kyrrahafs- flota Rússa hafa dáið af völd- um sjúkdóms sem er afleiðing langvarandi næringarskorts. 86 eru á sjúkrahúsi. Yfirmenn flotans skipuðu svo fyrir að matarskammtur hermannanna yrði aukinn. Eldri konur geta fætt börn BANDARÍSKIR vísindamenn, sem hafa gert þremur konum yfir fimmtugt kleift að fæða börn, sögðu í gær að aldur kvenna þyrfti ekki að hindra bamsfæðingar. Þeir sögðu að konumar þrjár hefðu allar ver- ið komnar af breytingaskeiði og fjórar til viðbótar ættu von á sér í næsta mánuði. Heimta skil- yrði NATO- aðildar JANUSZ Onyszkiewicz, varn- armálaráðherra Póllands, sagði í gær að Pólveijar vildu að Atlantshafsbandalagið (NATO) legði fram fram lista yfir skilyrði þess að ríki gætu fengið aðild að bandalaginu. Hann sagði að í heimsókn sinni til Bandaríkjanna, Þýskalands og Bretlands nýlega hefðu eng- in skilyrði verið lögð fram. Rushdie á fund bresku stjórnarinnar BRESKA stjórnin hélt í gær fund með rithöfundin- um Salman Rushdie, sem Khomeini er- kiklerkur í ír- an dæmdi til dauða. Þetta er í fyrsta sinn sem stjómin ræðir við Rushdie frá dauða- dómnum fyrir ijórum ámm. Rithöfundurinn hafði gagnrýnt bresk stjómvöld fyrir að hafa ekki sinnt máli hans sem skyldi. Eykst at- vinnuleysið í Danmörku? NÝJA stjórnin í Danmörku tel- ur að nú stefni í metatvinnu- leysi í landinu og spáir því að atvinnulausum Dönum ijölgi í 350.000 á næstu mánuðum. Forystumenn fyrrverandi stjómarflokka vefengja þetta mat og segja að nýju stjórninni sé í mun að draga upp dökka mynd af efnahagsástandinu nú. Ráðherramir geti síðan sagt eftir á að þeim hafi tekist að afstýra enn meira atvinnu- leysi. Salman Rushdie MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1993 Sannur vinur Þessi rússneski fílatemjari hefur lokað sig inni í búri með fílnum sínum í fjölleikahúsi í Moskvu vegna þess að honum og 37 öðmm starfsmönnum hússins hefur verið sagt upp. Fílatemjarinn kann þessu illa og neitar að yfirgefa vin sinn nema starfsmennimir verði ráðnir að nýju. Hvíta-Rússland samþykkir afvopnun START-I sátt- máli staðfestur Minsk. Reuter. ÞING Hvíta-Rússlands staðfesti START-I sáttmálann um fækkun kjarn- orkuvopna á fundi sem haldinn var fyrir luktum dyrum í gær. Þing- menn kröfðust þess að Rússar legðu meira af mörkum til að standa straum af kostnaðinum vegna afvopnunarinnar. Sáttmálinn var samþykktur með 218 atkvæðum gegn einu en 60 þing- menn neituðu að taka þátt í atkvæða- greiðslunni. Þingið hafði áður lýst því yfir að Hvíta-Rússland ætti vera kjarnorkuvopnalaust ríki. Búist hafði verið við mun meirj andstöðu við sáttmálinn á þinginu. í honum er m.a. kveðið á um að 72 SS-25 eldflaugar verði fluttar frá Hvíta-Rússlandi til Rússlands þar sem þær verða eyðilagðar. Mun heitari umræður urðu um samninga við Rússa um hvemig standa bæri að flutningum á kjarn- orkuvopnunum til Rússlands. Margir þingmenn kröfðust þess að Rússar legðu fram meira fjármagn til að hægt yrði að sjá hermönnum kjarn- orkuheraflans fyrir atvinnu og hús- næði. Bandaríkin og Sovétríkin undirrituðu START-I sáttmálann árið 1991 og í fyrra var samið um að Hvíta-Rússland, Kazakhstan, Rússland^ og Úkraína yrðu aðilar að honum. Úkraína er nú eina fyrrver- andi lýðveldi Sovétríkjanna sem hef- ur ekki enn staðfest sáttmálann. Bandaríkin Útgjöld til vamar- mála lækkuð um 5% New York. Reuter. LES Aspin, vamarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur gefið embættis- mönnum fyrirmæli um að skera útgjöld til varnarmála niður um 14 rnilljarða dollara á næsta fjárlagaári, sem hefst 1. október næstkom- andi. A þessu ári nema útgjöldin skurðurinn jafngildir 5%. Að sögn New York Times, er ætlunin að lækka bein rekstrargjöld heraflans um 8,3 milljarða dollara. Verður því náð með fækkun her- manna, minni heræfingum og með því að leggja herskipum. Að sögn 283 milljörðum dollara svo niður- blaðsins verður fjármunum, sem ætlunin er að spara með niðurskurði útgjalda til vamarmála, varið til þess að draga úr halla á fjárlögum og til verkefna sem ætlað er að örva efnahagslífið. Munið að skila leiðréttinga- seðli frá Fasteignamati ríkisins með skattframtali Eigendur fasteigna hafa fengið sendar tilkynningar um fasteignamat 1.12. 1992. Jafnframt þeim tilkynningum hafa verið sendir út leiðréttingaseðlar til eigenda íbúða, bílskúra og sumarhúsa þar sem fleiri en einn eigandi er skráður. Þeim sem hafa fengið sendan leiðréttingaseðii er bent á að kynna sér leiðbeiningar á bakhlið seðilsins og færa inn leiðréttingar ef þeir telja að ekki sé um rétta skráningu á eignarhlutdeild að ræða. Sérstök athygli er vakin á þvf að óskað er eftir eignarhluta í íbúð, bílskúr eða sumarhúsi, en ekki eignarhluta íbúðar í húsi. Jón á 60% í íbúð að Stórholti 8 og 50% af bílskúr á sama stað. Ari og Jóna eiga íbúðina og bílskúrinn með honum. Eignarhluti Jóns er ranglega skráður 40% og þarf hann að leiðrétta það. Jafnframt vantar upplýsingar um hvernig eignarhluti f bílskúr skiptist. Jón þarf þvi að færa inn leiðréttingar á seðilinn sem hann fékk sendan eins og dæmið sýnir. Ari og Jóna fá einnig senda seðla sem þau gera leiðréttingar á, þ.e. þau færa eignarhlut sinn í bílskúrnum á seðilinn, en eignarhluti þeirra í (búðinni er rétt skráður. Leiðréttingaseðil ber að undirrita og skila með skattframtali hvort sem gera þarf leiðréttingar eða ekki. Skilafrestur skattframtals rennur út 10. febrúar nk. FMR Fasteignamat ríkisins RÍKISSKATTSTJ ÓRI n/, v

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.