Morgunblaðið - 05.02.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.02.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1993 Minning Krisiján Páll Pét- ursson skipstjóri í dag kveðjum við elskulegan móðurbróður minn, Kristján Pál Pétursson skipstjóra, Stýrimanna- stíg 7, Reykjavík, sem andaðist í Landspítalanum 27. janúar sl. Kiddi frændi, eins og ég ávallt . kallaði hann, var sonur þeirra hjóna Jóhönnu Gestsdóttur og Péturs Mikaels Sigurðssonar, skipstjóra af aflaskútunni Valtý, en hann fórst ungur með skipi sínu og allri áhöfn. Kiddi frændi kemur af sterkum stólpum, en foreldrar hans voru hvort fyrir sig duglegt og menntað fólk. Hann var yngstur fimm bama Jóhönnu, en fyrri eiginmaður henn- ar var Kristján Bjamason skip- stjóri, sem fórst á besta aldri með skipi sínu og allri áhöfn. Böm þeirra vora: Bjami, skipstjóri í Kanada, Anna Guðrún húsfrú og Markús, konsertpíanisti og tónskáld. Með Pétri Mikael vora bömin tvö: Ásta húsfrú og Kiddi frændi. Era þau nú öll látin. Snemma sneri hugur Kidda frænda til sjós, en hann fór fyrst til sjós aðeins þrettán ára gamall. Hann lauk ekki við Menntaskólann, sjórinn kallaði. Aflakló varð hann eins og faðir hans, og mikils metinn af áhöfnum sínum, en þar kom til hans eintaka skapgerð, einlægni og ástúð, sem varð til þess að mennim- ir er unnu með honum til sjós fylgdu honum margir í gegnum árin, er urðu að áratugum. Hann sigldi öll stríðsárin og var oft í hættu, en Drottinn hélt ávallt vemdarhendi sinni yfir honum og mönnum hans. Þegar sjómennsku lauk vann hann hjá Áburðarverksmiðju ríkisins í fjórtán ár, eða þar til hann var sjö- tíu og fjögurra ára að aldri. Þar reyndist hann mjög ábyggilegur starfsmaður. Kiddi frændi var afar lánsamur maður er hann gekk að eiga Nönnu Guðmundsdóttur frá Narfeyri árið 1937, en hún lést 24. nóvember 1992. Eftir lát hennar var eins og lífslöngun Kidda frænda færi dvín- andi, og sjúkdómur settist að. Nanna var fögur og björt kona, og var bamalán þeirra mikið. Þau eign- uðust fimm böm,-öll vel af Guði gerð og menntuð. Þau era: Guðrún læknir, Jóhanna flugfreyja, Ásta kennari, látin 3. ágúst 1992, Anna Elísabet húsmóðir og Pétur rekstr- arfræðingur. Á heimili Kidda frænda og Nönnu ríkti þessi ein- staka ást og umhyggja fyrir öllum, hvort sem um var að ræða bömin þeirra, skyldmenni, vini og kunn- ingja, eða þá sem minna mega sín. Húsið á Stýrimannastíg var ið- andi af lífi og myndarskapur eigin- konu til fyrirmyndar. Það var ávallt pláss fyrir einn í viðbót, hvort sem um var að ræða mat eða gistingu. Aldrei var kvartað þó að húsmóðirin væri þreytt. Alltaf var ástúðin í fyr- irrúmi. Eg átti því láni að fagna að vera „ein í viðbót“ við böm Kidda frænda og Nönnu. Ómældar ánægjustundir átti ég þar með þeim hjónum og systkinum, og þar bjó einnig hjá þeim amma Jóhanna, sem lést níutíu og sjö ára gömul. Ógleymanlegar verða mér ávallt þær stundir er Kiddi frændi kom í íand, og sat með allan sinn bama- hóp í fanginu, og þá var ^pláss fyr- ir eina í viðbót“, mig. Ástúðin og kærleikurinn enn og aftur í fyrir- rúmi. Fyrir það mun ég ávallt vera þakklát. Eftir því sem árin liðu fóra að streyma litlir sólargeislar inn í líf Kidda frænda, en það era bama- bömin tólf og bamabamabömin fjögur. Fyrir Nönnu, Jóhönnu yngri, Tristan, Sóley, Freyju og Maríu litlu var hann ekki einungis afi, heldur einnig sem besti faðir. Jafnvænt þótt honum um öll bamabömin sín og hann var stoltur af þeim öllum. Bamabömin, ásamt bömum og tengdabömum Kidda frænda, eiga nú um sárt að binda er þau kveðja elskulegan föður, afa og tengdaföð- ur. Skammt hefur verið stórra högga á milli í ijölskyldunni. Við Kristján biðjum almáttugan Guð að blessa minningu hans og veita bömum og barnabörnum styrk í þeirra miklu sorg og missi. Við trúum því að nú sé Kiddi frændi kominn til ástvina sinna. Blessuð sé minning þeirra allra. Addý og Krislján. Ég læt ekki hjá líða að minnast með nokkram orðum Kristjáns Pá!s Péturssonar, sem lést 27. janúar sl., og konu hans, Nönnu Guð- mundsdóttur, sem lést 24. nóvember 1992. Kristján fæddist í Reykjavík 15. október 1909, sonur hjónanna Jó- hönnu Gestsdóttur og seinni manns hennar, Péturs Mikaels Sigurðsson- ar skipstjóra, sem fórst með skipi sínu Valtý frá Reykjavík, þegar Kristján var 10 ára. Hann ólst upp hjá móður sinni á Stýrimannastíg 7 og átti þar ávallt heima síðan. Eftir líflega æskudaga í vesturbænum byijaði baráttan snemma fyrir brauðinu. Á bemskuáram Kristjáns var tog- araútgerð að stíga sín fyrstu spor á göngu sinni í atvinnusögu íslensku þjóðarinnar. Kristján var ráðinn 17 ára á tog- arann Maí frá Hafnarfirði og ekki brást hann tiltrú þeirra sem réðu hann því að þegar honum óx þroski reyndist hann afburða maður að hreysti og öllu atgervi til sjós. Hann var á toguram hjá nafnkunnum skipstjórum og nam þar undirstöðu góðrar sjómennsku. Kristján fór í Stýrimannaskólann þegar hann hafði aldur til og lauk þaðan hinu meira fiskimannaprófi með góðum vitnisburði 1933. Hann réðst stýrimaður hjá Ólafi Magnús- syni á Eldborg frá Borgamesi. Á Eldborginni náðu þeir þeim frábæra árangir að vera með toppafla á sfld- veiðunum, ár eftir ár. Hann sigldi öll stríðsárin með fisk til Englands, en síðar lá leiðin aftur á togaraflotann og tók hann við nýsköpunartogaranum Ólafi Jó- hannessyni frá Patreksfirði. Á hon- um varð hann fyrstur íslenskra skip- stjóra að sigla íslensku skipi um Prins Christjan-sund á leiðinni á fiskimiðin við Vestur-Grænland. Ávallt síðan notaði hann þessa leið þegar hann var á saltfiski á bönkunum upp með vesturströnd þess lands. Krislján var síðan með Vest- mannaeyjatogarann Bjamarey og síðast með togarann Röðul úr Hafn- arfirði. Á þessum árum fiskaði hann á því hafsvæði sem síðar vora nefnd Jónsmið, hann var einnig með í því að físka með flottroll einn af fyrstu skipstjóram flotans. Kristján var góður fiskimaður og greinilega snjall navigatör. Kristján hætti sjómennsku 1956 og gerðist starfsmaður Áburðarverksmiðju ríkisins, þar sem hann starfaði það sem eftir var starfsferilsins. Kristján kvæntist 1937 Nönnu Guðmundsdóttur, fæddri í Stykkis- hólmi 11. febrúar 1912, dóttir hjón- anna Guðrúnar Einarsdóttur og Guðmundar Jónssonar frá Narfeyri. Nanna missti móður sína 12 ára að aldri. Hún tók þá við miklu af verkum móður sinnar því þijú vora systkini hennar yngri en hún sjálf. Nanna fór til náms í Menntaskólanum á Akureyri og lauk þaðan gagnfræða- prófi. Efuir það varð hún talsíma- kona, m.a. í Borgarnesi. Nanna og Kristján eignuðust fimm böm sem era Guðrún, Jó- hanna, Anna Elísabet, Pétur og Ásta, sem lést 3. ágúst á síðasta ári. Þau bjuggu allan sinn búskap á Stýrimannastíg 7 og lögðu metnað sinn í að heimilið væri fallegt og aðlaðandi öllu heimilisfólki, ættingj- um og vinum. Löngum tímum varði Kristján í að ditta að utan dyra og ber húsið þess merki að af alúð hefur verið staðið að verkum, því það er ekki vandalaust að búa á einni fallegustu götu Reykjavíkur- borgar. Avallt var ánægjulegt að líta inn á Stýró hjá Nönnu frænku og Krist- jáni í kaffísopa og spjalla um dæg- urmál sem hæst bára á hverjum tíma. Ég var nær daglegur heima- gangur á heimilinu á þeim tíma er ég sótti nám í Stýrimannaskólanum og jafnan á meðan ég var í sigling- um leit ég inn reglulega hjá þeim hjónum á Stýró 7. Alltaf var jafn notalegt að koma á þetta gestrisna heimili þar sem gestagangur var mikill. Nanna bjó öllum veislu við hæfi hverrar stundar. Hin síðari ár var Nanna mikið til bundin við hjónastól vegna lömunar sem hún fékk fyrir 15 árum en andlegri heilsu hélt hún ávallt. Þeirra hjóna er sárt saknað og votta ég bömum þeirra og bama- bömum innilega samúð mína. Guðmundur Lárusson. Frændi minn hann Stjáni Pé er allur. Langri, og seinustu ár strangri, lífsgöngu er lokið. Dóttur- og konumissir með stuttu millibili á fyrra ári er mikil raun manni á ní- ræðisaldri. Ég get varla sagt að kunnings- skap okkar Kristjáns hafi verið við haldið. Upphaflega hófst hann sum- arið 1942 er hann var stýrimaður á Eldborginni frá Borgamesi sem fað- ir minn stjómaði og undirritaður var þar léttadrengur um borð. Leyndur þráður myndaðist fljótlega okkar í milli sem hélst traustur í þau tvö sumur er við voram samskipa á sfld- veiðum fyrir Norðurlandi. Uppátæki stráksnáða úti á sjó og í höfn voru mörg og flest hættu- leg, en í sérhvert sinn þá komið var í óefni birtist Stjáni Pé, en það var hann kallaður á meðal vina, og bjargaði snáðanum. Maríufiskinn hjálpaði hann pollanum að innbyrða, þessa líka skepnuna. 170 punda lúða var að draga viðvaninginn, sem ekki vildi sleppa línuendann, fyrir borð, er Stjáni var kominn þar á síðustu stundu og sneri dæminu við. Og holdvotum, ötuðum grúti, snar- aði stýrimaðurinn strákhvolpinn upp úr höfninni á Hjalteyri. Mér er í fersku minni samvinna föður míns og Stjána við sfldveiðarn- ar. Það var hefð í þá daga að skip- stjóri var að auki nótabassi, stjórn- aði nótabátunum og sfldarkastinu. Þessu var snúið við á Eldborginni, Stjáni gerðist bassi, en kallinn fór í hólinn, uppá efribrú skipsins, og þaðan gegnum magnaðan hátalara, kerfi sem breski herskipaflotinn notaði á stríðsáranum, leiðbeindi hann Kristjáni við veiðamar. Þetta samstarf þeirra bar góðan árangur, búmmin fá og lítið um rifrildi, og sumarið 1943 setti Eldborg nýtt aflamet sem stóð í mörg ár. Fyrir tveimur áram átti ég tvö stutt viðtöl við Kristján, sótti hann heim á Stýrimannastíginn þar sem gömul, rykfallin ævintýri vora viðr- uð og reyndum við að rifja upp önnur eldri er tengdust Eldborg- inni, en Stjáni var stýrimaður þar um borð öll stríðsárin og var einn af þeim íslensku sjómönnum sem sigldu til Englands meðan á hildar- leiknum stóð. Minnisvarði um vaskleik, hug- prýði og djörfung íslenskra sjófara getur birst í sögu af skipi og skips- höfn á komandi hausti. Undirritaður og móðir hans, Hlíf Matthíasdóttir, viljum færa hinum látna okkar hinstu kveðjur og vott- um eftirlifandi niðjum Kristjáns P. Péturssonar innilega samúð. Virðing fyrir góðum dreng varir að eilífu. Matthías Ólafsson (Hassi). Víða til þess vott þess fann, þó venjist oftar Mnu, að guð á margan gimstein þann sem glóir í mannsorpinu. Mér kemur þessi vísa Bólu- Hjálmars ósjálfrátt í hug þegar ég minnist tengdaföður míns, Kristjáns Páls Péturssonar skipstjóra, Stýri- mannastíg 7 í Reykjavík, sem lést að morgni 27. janúar sl. Hann var einn þeirra gimsteina. Það era for- réttindi að kynnast slíkum manni, hvað þá að eignast hann að tengda- föður og vini. Kristjáni kynntist ég á haustdög- um 1974 þegar ég kom fyrst á heimili hans á Stýrimannastíg 7 í Reykjavík, þar sem hann var fædd- ur og uppalinn og bjó alla sína tíð. Ég var þá að heimsækja yngstu dóttur hans og núverandi konu mína, Elísabetu. Ég man hvað ég var hikandi og feiminn. Bæði var að húsið á Stýrimannastíg 7 hafði yfír sér virðuleika og ég vissi ekki hvetju eða hveijum ég myndi mæta þar innan dyra. Það vita þeir sem reynt hafa að fundir í fyrsta sinn undir slíkum kringumstæðum geta oft verið vandræðalegir, sérstak- lega fyrir aðkomumann. Þetta reyndust mér þó hin mestu gæfu- spor og áhyggjumar óþarfar, því þar var mér tekið af alúð og hisp- ursleysi, bæði af honum og tengda- móður minni, sem var ekki síðri að mannkostum þótt hún væri ólík honum í mörgu. Ég held að fljótlega hafi tekist með okkur vinátta sem átti eftir að endast meðan hann lifði. Það sem mér finnst nú miður er að hafa ekki kynnst honum miklu fyrr og þekkt hann og notið sam- vista við hann mikið lengur. Ég get ekki látið hjá líða að minn- ast þessa vinar míns og tengdaföð- ur með fáeinum orðum, nú þegar leiðir skilja þessa lífs. Ég vil þó geta þess að þetta minningabrot takmarkast eðlilega af þeim stuttu kynnum sem ég hafði af honum og að þau tókust fyrst þegar hann var kominn á efri ár. Það var ákaflega ríkur þáttur í eðli Kristjáns að vera sjálfum sér nógur og vera fremur veitandi en þiggjandi. Ég minnist þess að við ræktuðum saman kartöflur í mörg ár, eða svo lengi sem hann hafði nokkra heilsu til. Fyrir honum var þetta lífsnautn en fyrir mér vora þetta ómetanlegar samverustundir með honum. Það var allrar fyrir- hafnarinnar virði að fá svo að sjá bamslegu gleðina á andliti hans þegar heill vetrarforði var í hús og fylgjast með því hvemig hann hugs- aði um kartöflumar sínar og und- irbjó næsta uppskeraár. Þegar hann komst ekki lengur frá húsi með góðu móti, þá datt honum helst í hug að leggja blómabeðin undir kartöflur, en því var fálega tekið af tengdamömmu. Mér er líka afar minnisstætt að hann vildi ekki og gat ekki skuldað nokkram manni neitt og gerði maður honum greiða fékk sá hinn sami hann margfald- lega endurgoldinn. Heiðarleiki og orðheldni vora honum líka í blóð borin og hann var, líkt og einkennt hefur kynslóð hans, ákaflega vinnu- samur og samviskusamur. Honum var líka launað það með því að honum var leyft að vinna við afleys- ingar nokkur ár fram yfir sjötugt hjá Áburðarverksmiðju ríkisins, þar sem hann vann í rúm tuttugu ár eftir að hann varð að hætta sjó- mennsku vegna fótameins. Hann mat þetta mjög mikils enda fannst honum það framskylda sín og ann- arra að vinna meðan kraftar ent- ust. Vinnusemi og að fá að vinna var ein hin mesta hamingja í lífinu sem hann þekkti. Hann var mjög ósáttur við þá reglu sem skyldar menn til þess að hætta að vinna þegar þeir ná sjötugusaldrinum óháð heilsu og starfsgetu. Hann sat þó ekki aðgerðalaus eftir að starfs- deginum lauk. Hann hafði húsið sitt að hugsa um og þær ráðagerð- ir voru stórar hvað hann ætlaði að gera. Honum entist þó ekki aldur og heilsa til þess að koma öllu í verk. Hann málaði þó húsið að meira eða minna leyti á hveiju ári þótt hann ætti mjög erfitt um gang. Þeim leist ekkert á það nágrönnum hans þegar hann reisti stiga við hús sitt, sem var tvær hæðir og ris, og vó sig upp hann á höndunum og málaði húsið hátt og lágt. Ná- grannakona hans sagðist verða að draga fyrir gluggann hjá sér til þess að þurfa ekki að horfa á hann því hún óttaðist svo að hann félli niður í hvert sinn, en hann var ófá- anlegur til þess að láta af þessari iðju sinni. Það var líka eitt það síð- asta sem hann ráðgerði áður en hann dó, að hann ætlaði að mála húsið sitt næsta sumar. Hin síðari ár fóra kraftar Krist- jáns mjög þverrandi og okkur að- standendum hans og þeirra beggja hjóna fannst varla forsvaranlegt að þau væru áfram ein og varla fær um að bjarga sér sjálf ef eitthvað út af bæri. Þetta gekk þó ótrúlega vel og mátti raunar furðu gegna hvernig hann gat annast konu sína, sem sat fötluð í hjólastól, því hann komst varla orðið um húsið þvert vegna mjög slæmrar kölkunar í hnjám. Aldrei heyrði ég þó hann eða þau hjónin mæla æðruorð frá munni og aldrei vantaði þau neitt eða báðu um nokkurn skapaðan hlut. Ævinlega lá þeim gamanyrði á vörum, þau gerðu góðlátlega grín hvort að öðra og hentu gamanyrð- um sín á milli, og almennt var Krist- ján mikill húmoristi. Ekki má held- ur gleyma því að hann var ákaflega listfengur, snjall skopmyndateikn- ari og skrifaði listavel, nánast kop- arstungu. Það var líka einkennandi fyrir Kristján og sjálfsskaparviðleitnina, að þó þau hjónin nytu heimilishjálp- ar frá Félagsmálastofnun Reykja- víkurborgar hin síðari ár, þá var hann ævinlega búinn að gera hús- verkin fyrir heimilishjálpina þegar hún mætti á morgnana og hennar beið dúkað borð með kaffí og ný- bökuðum kökum. Þannig vora þessi þjón, alltaf veitandi enda ekki óvön því í gegnum tíðina, en á heimili þeirra var alla tíð mjög gestkvæmt og húsmóðirin þekkti ekki annað en að þjóna og veita öðram sem hún gerði með glöðu geði og af nægtabrunni að því er virtist þótt efnin væra ekki of mikil og munn- amir margir að metta á heimilinu. Það var eins og húsmóðirin gæti töfrað fram veisluborð úr nánast engu. Konu minni er mjög minnis- stætt þegar hún nú í ferðalok var að rifja upp uppvaxtarár sína á heimili sínu og foreldra hennar, að hún man einungis eftir einu kvöldi að ekki var margt gesta og þær mæðgurnar sátu með hendur í skauti, horfðu hvor á aðra og vissu ekkert hvað þær áttu af sér að gera. Tengdamóðir mín var nýbúin að fá fasta vistun í Hafnarbúðum þeg- ar hún dó en sjálfur mátti Kristján ekki til þess hugsa að flytja úr húsi sínu, þar sem hann var fæddur og hafði alið allan sinn aldur. Hús- ið var hluti af honum sjálfum og hann sagðist ekki fara þaðan lif- andi. Ég held því að það hafi verið honum fyrir bestu að fá að hverfa nú til annars lífs þegar ljóst var að hann átti ekki afturkvæmt heim til sín og að hann hafi farið sáttur, réttum tveimur mánuðum eftir að hann missti eiginkonu sína og sex mánuðum eftir að hann missti dótt- ur sína. Þau höfðu lengi lifað að okkur aðstandendum þeirra fannst á viljakraftinum einum saman og kærleikanum til bama sinna o'g bamabama, einkum þessarar dótt- ur sinnar og þarna hennar. Þau standa nú uppi móðurlaus og að auki búin að missa afa sinn og ömmu sem þau áttu sitt annað heimili hjá. Það var ótrúlegt hvað þau höfðu mikinn þrótt eins og þau vora farin að kröftum, hún bundin hjólastól en hann orðinn fótalaus að kalla. Það var svo nú á liðnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.