Morgunblaðið - 05.02.1993, Side 34

Morgunblaðið - 05.02.1993, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1993 Gísli Sigurður Geirsson — Minning Fæddur 2G. desember 1957 Dáinn 28. janúar 1993 Kveðja frá foreldrum Svo fátækur er nú hann faðir þinn, hann finnur ei nokkurt blóm að kveðja með einkasoninn sinn, er senn á að leggja í moldu. Svo hroliir við hörðum dóm. Svo fátækur er nú hann faðir þinn, hann finnur ei yndi neitt. Frá því hann missti soninn sinn er sveliað og dofið hjartað og blómum rúið og reytt. Hún móðir þín gengur með grátna kinn og getur ei yndi fest. Svo döpur kyssir hún drenginn sinn, sem dó burt með vonir svo margar, og ætíð hún unni mest. Það er svo margs að minnast nú, sem móðurhjartað veit eitt. Frumgróði hennar hjarta varst þú. Þú hverfur aldregi þaðan, þótt verði um bústað breytt. Mitt kærasta yndi, við kveðjum þig nú með klökkvandi saknaðar tár, með þökk fyrir allt, sem okkur varst þú, og ennþá skalt okkur verða, þótt líkaminn Ijúfi sé nár. Þótt fátæk séum við sonarlát og sárin nístandi hörð, þá mætti það blíðka og milda grát að muna, hvað sál þín er fögur og vel af guði gjörð. Við munum sólbjarta svipinn þinn, er sálin í augum skein, og ennið bjarta og blíða kinn, þú blessaði sonurinn eini. Nú sæl er þín sálin hrein. Nú fagni guð þér og geymi vel, og gefi þér blómin sín. í drottins hendur minn dýrgrip ég fel. Hann deyfi eggjamar sáru. Svo lif þú þars lífið ei dvín. (Hannes Hafsteins.) í dag, föstudaginn 5. febrúar 1993, er borinn til grafar mágur okkar og vinur, sem andaðist hinn 28. janúar 1993 eftir stutta en harða baráttu við erfiðan sjúkdóm, sem hann þó var staðráðinn í að gefast ekki upp fyrir. Aðeins nokkr- um dögum áður en yfír lauk sagði hann með bros á vör: „Þið neyðist víst til þess að hafa mig í mörg ár í viðbót, ég gefst ekki upp.“ Gísli var fæddur hinn 26. desem- ber 1957 og var einkabam hjón- anna Geirs Siguijónssonar og Berg- sveinu Gísladóttur. Eftir hefð- bundna skólagöngu og vinnu við ýmis störf fór hann í nám í Fisk- vinnsluskólanum og hlaut þar þá menntun sem síðar nýttist honum í starfí. Hann stofnaði ásamt föður sínum fískvinnslufélagið Sjávarfisk árið 1981 og starfaði við það frá upphafí til dauðadags og rak það ásamt föður sínum af mikilli útsjón- arsemi og myndarskap. Auk starfs- ins hafði hann mikinn áhuga á bæjarmálefnum í Hafnarfirði og átti hann sæti í ráðum og nefndum á vegum bæjarins. Kynni okkar af Gísla hófust þeg- ar hann og systir okkar stofnuðu sitt heimili. Þau gengu í hjónaband hinn 1. október 1983 og eignuðust þijú böm, Edvard Þór, fæddur 13. apríl 1982; Berglind Sveina fædd 19. desember 1984 ogGeir Sigurðs- son, fæddur 25. apríl 1991. Segja verður að kynni okkar hafí frá fyrstu stund verið mjög ánægjuleg og góð. Hann var einn af þessum rólegu og þægilegu mönnum sem gott var að leita til. Vinum og kunn- ingjum þótti ætíð gott að leita til þeirra hjóna þar sem gestrisni og hlýhugur voru einatt í fyrirrúmi. Álltaf þegar uppástungur komu fram um að gera eitthvað skemmti- legt eins og að fara í veiðiferðir eða ferðalög þá voru þau hjónin alltaf reiðubúin til þess að taka þátt. Okkur er minnisstætt ferðalag sem farið var í síðasta sumar. Þar sem allir í fjölskyldunni voru á jeppum var ákveðið að fara í ferð inn á hálendið og var farin Nyrðri-Fjalla- baksleið. Nokkur beygur var í Gísla fyrir þessa ferð, enda engin furða þar sem hann gekk ekki heill til skógar og var í raun miklu veikari en nokkum grunaði. En í ferðalag- ið fór hann og var þar hrókur alls fagnaðar og hann hafði á orði þeg- ar heim kom að svona ferðalag væri eitthvað sem við þyrftum að gera að árlegum viðburði. Við minnumst einnig fjölda lax- veiðiferða sem famar vom á síð- ustu ámm, en við deildum því sam- eiginlega áhugamáli sem er laxveið- ar. I þeim ferðum var jafnan glatt á hjalla og em margar ánægjulegar minningar tengdar þeim ferðum. Elsku Kristín, Edvard Þór, Berg- lind Sveina, Geir Sigurður, foreldrar og tengdaforeldrar, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Alexander, Sigmar og fjölskyldur. Hinn 28. janúar lést frændi minn Gísli S. Geirsson að undangengnum mjög erfiðum veikindum. Hann var sonur Bergsveinu Halldóm Gísla- dóttur og Geirs Siguijónssonar. Gísli ólst upp í Hafnarfirði en dvald- ist líka oft í Neskaupstað eða Vest- mannaeyjum ásamt foreldmm sín- um. Við vomm systraböm og hann og hans fjölskylda em óijúfanlegur þáttur í bemskuminningum mínum. Það var mikill samgangur milli fjöl- skyldna okkar. Oft fengum við systkinin að dveljast hjá Sveinu frænku og afmælisveislumar á ann- an í jólum vora árviss viðburður. Gísli var náttúralega „litli“ frændi minn, enda næstum því fjóram áram yngri en ég og ég hef öragg- lega ráðskast með hann á sama hátt og ég gerði með yngri bræður mína. Ég man það mjög vel, að ég missti hann í kerranni sinni niður óendanlega margar kjallaratröppur, þegar ég var að „hjálpa" frænku minni. Hann slapp óskaddaður og hafí ég verið skömmuð fyrir, þá er ég búin að gleyma því. En ég er ekki búin að gleyma því hve hún frænka mín var mér alltaf góð þeg- ar ég var bam. Árin liðu og fyrr en varði var Gísli kominn með Kristínu Þóra Edvardsdóttur, mikla mannkosta- konu, sér við hlið. Þau eignuðust þijú mannvænleg böm, Eðvarð Þór fæddan 1982, Berglindi Sveinu fædda 1984 og Geir Sigurð fæddan 1991. Þau vora samhent hjón og nýbúin að koma sér upp glæsilegu heimili að Heiðvangi 74. Gísli var ótrúlega afkastamikill. Auk þess að byggja upp fyrirtæki ásamt fjölskyldu sinni, þá átti hann sæti í ótal nefndum og sinnti störf- um að félagsmálum. Hann lagði alltaf gott til málanna og frá honum stafaði velvild og hlýju í garð sam- ferðafólksins. Framtíðin virtist björt þegar veikindin bragðu fyrir hann fæti. Síðustu vikumar hafa verið erfíð- ar fyrir okkur öll. Ótti okkar breytt- ist smám saman í skelfíngu, eftir því sem okkur varð ljósari sú stað- reynd að við ekkert varð ráðið og Gísli var á föram. Það hefur hvarfl- að að mér þessar vikur, að nú hefði almættið rangt við með því að hrifsa í burtu eiginmanninn, föðurinn og einkasoninn. Styrkur Gísla þennan tíma var þó rneð ólíkindum. Kristín, Sveina og Geir hafa líka sýnt ótrú- legt þrek þessar erfíðu vikur. Sam- an hafa þau staðið eins og klettur- inn við sjúkrabeð ástvinar síns. Elsku vinir, sorg ykkar og bamanna er mikil. Megi góður guð styrkja ykkur. Við Gísli kvöddumst daginn fyrir andlát hans. Hann strauk henni stóra frænku sinni um vangann með orðunum: „Við sjáumst, Addý mín.“ Við sjáumst, Gísli minn, þótt síð- ar verði. Hafðu þökk fyrir allt. Árdís Ivarsdóttir. Það er fundur í gangi um at- vinnumál. Fulltrúar bæjaryfírvalda og forystumenn verkalýðshreyfíng- arinnar í Hafnarfírði ræða ýmsa möguleika til að bregðast við sam- drættinum í atvinnumálum og með- fylgjandi atvinnuleysi. Einn fundar- manna, Guðríður Elíasdóttir, for- maður Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar, hvíslar því að mér, að hann Gísli hafði dáið í nótt. Það þyrmdi yfir mig. Kringumstæður vora og þannig, að þarna á þessum fundi hefði Gísli setið ef allt hefði verið með felldu. Hann sem formað- ur atvinnumálanefndar bæjarins og sífellt vakandi fyrir nýjum mögu- leikum til atvinnusköpunar í bæjar- félaginu sínu. Og ekki aðeins maður nýrra og góðra hugmynda, heldur einnig sá sem vildi láta verkin tala — hann lét orð og efndir fara sam- an. Mér fannst hins vegar efni þessa fundar eiga vel við hugarfar Gísla Geirssonar, þvi þarna var verið að leita leiða til úrbóta, verið að mæta vandamálunum, reynt að snúa vöm 1 sókn. Þannig var hans verklag. Þessum fundi bæjaryfirvalda og verkalýðsforystunnar lauk þannig að aðilar vora sammála um að taka saman höndum um ýmis úrræði í atvinnumálunum, og einnig stóðu fundarmenn upp og minntust Gísla Geirssonar. Gísli Geirsson skilaði dijúgu verki, þótt tíminn væri stuttur sem til þeirra gafst: aðeins 35 ár. Marg- ur maðurinn helmingi eldri gæti lit- ið með stolti yfír farinn veg. En Gísli var ekki maður sem horfði um öxl. Hann var maður dagsins í dag og þá fremur morgundagsins. Hann vildi byggja upp til framtíðarinnar. Sífellt á ferðinni, harðmæltur, en eyddi ekki tíma i langar orðræður, vildi láta hlutina ganga vel og rösk- lega fram. „Það er nóg af mönnum, sem vilja ræða um hlutina,“ sagði hann gjarnan við mig. „Ég vil hins vegar framkvæma þá,“ bætti hann við. Og þetta stóð hann við. Hvort heldur var í starfí hjá fjölskyldufyr- irtækinu Sjávarfíski, með móður sinni og föður, í starfí fyrir Lions- hreyfínguna; badmintonmenn í Firðinum; ellegar með okkur Al- þýðuflokksmönnum í Hafnarfirði, bar allt að sama branni: Það sem Gísli tók að sér, smátt sem stórt, lauk hann við með miklum ágætum. Einhvers staðar stendur: „Besti dagur ævi þinnar er dagurinn í dag, ef þú notar hann rétt.“ Og það gerði Gísli Geirsson svo sannarlega á sinni stuttu ævi hérna megin strandar. Ég minnist í því sambandi kaupa á skipi, sem þeir feðgar réðust í fyrir nokkram vikum í samstarfí við aðra. Ég sem bæjarstjóri kom nokkuð nærri þeim málum og fylgd- ist með framgangi þeirra. Það var aðdáunarvert að fylgjast með kraft- inum og einurðinni sem fylgdi þeim feðgum, Gísla og föður hans, Geir Siguijónssyni, í því máli öllu. Þegar ákvörðun var tekin, þá var einfald- lega tekin bein lína fram á við og öllum hindranum ratt úr vegi og málið klárað á mettíma. Fæstir gerðu sér grein fyrir því þá, að Gísli var þá þegar orðinn fársjúkur. En hann kvartaði ekki. Það var ekki hans háttur. Og þannig var hann. Fjölskylda hans og vinna höfðu forgang. Það er svo sannarlega sjónar- sviptir að mönnum á borð við Gísla Geirsson. Það fylgdi honum hressi- legur andblær, kraftur og glaðværð sem hafði áhrif á samferðafólk hans. Við alþýðuflokksfólk í Hafnar- fírði söknum vinar í stað. Gísli hef- ur um árabil starfað með okkur og m.a. gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn í atvinnumálanefnd og hafnarstjóm. Við höfðum vænst þess að geta átt í honum sterkan mann til frekari starfa fyrir jafnað- armenn hér í bænum. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Samheldin og dugmikil fjölskylda Gísla Geirssonar sem ég veit að honum var mjög umhugað um, syrgir nú góðan dreng. Kona hans, Kristín Þórey Edvardsdóttir og ung börn þeirra Gísla, Eðvarð Þór, Berg- lind Sveina og Geir Sigurður, sjá á bak elskuðum og traustum eigin- manni og föður. Og foreldrar hans, Geir Siguijónsson og Bergsveina Gísladóttir, eiga ekki síður um sárt að binda. Huggunarorð og samúð- arkveðjur í þeirra garð og annarra í hópi íjölskyldu og vina era að sönnu léttvæg nú þegar sorgin svíð- ur hvað sárast. En minning um góðan dreng stendur eftir. Hún mun ekki fölna. Hún verður öllum þeim dýrmæt ér áttu þess kost að kynn- ast mannkostamanninum Gísla Geirssyni í leik og starfí. Gísli hefur kvatt þessa jarðvist, en verk hans og ferskur andblær á umhverfíð munu standa eftir í hugskoti okkar sem áttum hann að vini. Allt er í heiminum hverfult og enginn má sköpum renna. Mótsagn- ir hins daglega lífs eru líka vera- leiki þess. Það eitt að þessi duglegi og einarði maður skuli hrifínn á brott í blóma lífsins er nægileg undirstrikun þess. En hitt er jafn raunverulegt, að gleðin er spegill sorgarinnar. Þú syrgir það sem var gleði þín. í myrkrinu skín ljósið skærast. Megi góður Guð græða sárin og hugga þá sem sorgina nístir, eigin- konu, börn, foreldra og aðra ást- vini. Hann gefí dánum ró og hinum líkn sem lifa. Blessuð sé minning Gísla Geirs- sonar. Guðmundur Árni Stefánsson. Mig langar með nokkram orðum að kveðja Gísla Geirsson, sem hefur lagt upp í ferðina miklu yfír landa- mæri li'fs og dauða. Það var sumarið 1983 að ég kom inn á heimili hans og Kristínar þar sem þau réðu mig sem bamapíu. Ég var mjög feimin ung stúlka og kveið svolítið fyrir, en Gísli og Krist- ín vora bæði svo opin og yndisleg við mig að feimnin hvarf fljótt. Margs er að minnast og margt að þakka, og man ég sérstaklega vel daginn sem Gísli og Kristín giftu sig. Ég fór með þeim til Grindavík- ur og passaði Edda Þór á meðan á athöfninni stóð. Ég var svo stolt að vera barnapían þeirra. Og eftir að ég hætti að passa fyrir þau hitti ég þau oft og þá sérstaklega reglu- lega á danskeppnum í samkvæmis- dönsum, þar sem Gísli sat stoltur ásamt fjölskyldu sinni og fylgdist með Edda og Berglindi í dansinum. Gísli var dugnaðarforkur, alltaf hress og kátur og munu minningar um yndislegan mann og góðar sam- verastundir geymast vel í hjarta mínu. Það er stundum sagt að gleðin og sorgin séu systur sem verða að dveljast hjá okkur á víxl. Sorgin, þessi undarlega tilfínning sem sær- ir svo djúpu sári og skilur eftir svo mikið tóm, knýr fram svo margar spumingar, sem aldrei verður svar- að. Nú er það aðeins guð og tíminn, þessi líðandi stund sem kemur og fer, sem hellir huggun í sorgarsárin. Elsku Kristín mín, megi góður guð styrkja þig, börnin þín og aðra ástvini í þessari miklu sorg. Elsku Geir og Sveina, megi minn- ingar um yndislegan son hlýja ykk- ur um hjartarætur. Helena Björk Magnúsdóttir. í dag verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfírði syst- ursonur minn, Gísli Sigurður Geirs- son físktæknir, Heiðvangi 74, Hafn- | arfírði. Gísli var einkabarn hjón- anna Bergsveinu Halldóra Gísla- dóttur og Geirs Siguijónssonar 4 framkvæmdastj óra. Gísli var borinn og barnfæddur Hafnfírðingur og alinn upp við 4 Þúfubarðið þar sem heimili foreldra hans stendur enn. Gísli var 6. bamabam foreldra minna en bama- bömin urðu alls 18. Mikil var sú jólagjöf sem foreldr- um hans hlotnaðist þegar hann fæddist. Hann dafnaði vel og var hraustur og tápmikill drengur sem margt þurfti að hafa fyrir stafni eins og gerist og gengur með at- hafnasöm böm. Við á Otrateignum eigum margra góðar og ánægjuleg- ar minningar um Gísla allt frá hans fyrstu dögum og til hins síðasta. Má þar minnast margra skemmti- legra stunda, sem við og bömin okkar áttum með honum og íjöl- skyldu hans, en tvö eldri bama % okkar era lítið eitt eldri en hann og fór alla tíð vel á með þeim. Á . uppvaxtaráram Gísla var faðir hans 1 á sjónum svo það kom í hlut systur minnar, eins og annarra sjómanns- . kvenna að gæta bús og bams. For- f eldrar hans opnuðu heimili sitt fyr- ir bömunum okkar þegar þannig stóð á og fólkið okkar utan af landi bjó gjama hjá þeim er það átti leið í bæinn og einnig dvöldu langdvöl- um hjá þeim systkinabörn okkar Sveinu svo eitthvað sé nefnt og ég veit að Gísli tók mikið tillit til þessa fólks og það var honum mjög kært. Á sumrin dvaldi hann oft með móður sinni austur í Neskaupstað hjá ömmu sinni og afa en þar sner- ist lífíð mest um sjósókn og afla- brögð. Gísli hændist mikið að fólk- inu sínu fyrir austan og var einstak- lega tryggur því alla tíð. Eftir gagnfræðapróf fór Gísli í t Fiskvinnsluskólann í Hafnarfirði og var með þeim fyrstu sem útskrifuð- ust úr skólanum sem físktæknar. ( Vel var að Gísla hlúð alla tíð og mikil samheldni verið með fjölskyld- unni enda hefur fjölskyldan stofnað ( og byggt upp öflugt fískvinnslufyr- irtæki, Sjávarfísk sf., sem stendur við Melabraut í Hafnarfírði og ég veit að þeir feðgar hafa borið mikið traust hvor til annars. Gísli gekk rösklega að öllu sem hann tók sér fyrir hendur og var mikið snyrti- menni. Móður sinni var hann sann- ur sonur og góður vinur og mér er nær að halda að flesta daga hafí hann komið á heimili foreldra sinna og lýsir það nokkra um samband þeirra allra. Gísli kynntist elskulegri stúlku úr Grindavík, Kristínu Þóra Ed- vardsdóttur, og gengu þau síðar í hjónaband. Böm þeirra era Eðvarð t Þór, fæddur 1982, Berglind Sveina, " fædd 1984 og Geir Sigurður fæddur 1991. Þessi elskulegu böm hafa c. verið miklir gleðigjafar ekki síst fyrir ömmu og afa á Þúfubarðinu. Með þeim Gísla og Kristínu var t mikið jafnræði. Þau hafa skapað " sér fagurt heimili og veitt bömun- um það besta sem völ var á. Það er svo sannarlega ástæða til að vera stolt af honum frænda mínum sem hafði komið meira í verk en margur sem eldri var. Nám hans nýttist honum vel og hann var vel látinn af samferðamönnum sínum, hans skemmtilega kímni og létta lund og velvilji kom þar m.a. til. Hann var mjög frændrækinn og gleymdi ekki þeim sem voru minni- máttar. Fjölskyldan ferðaðist nokkuð bæði utanlands- og innan og hafði mikla ánægju af útivera og var m.a. oft farið á skíði og marga ( ánægjustund átti fjölskyldan í sum- arbústað foreldra hans. Þá hafði Gísli gaman af laxveiði og var feng- C sæll. Gísli starfaði nokkuð að félags- málum og efa ég ekki að þar hefur f hann komið að góðu liði. Það er sárt að sjá á eftir fólkinu sínu á unga aldri og mitt í önn dagsins og enn sárara var að fylgj-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.