Morgunblaðið - 05.02.1993, Síða 35

Morgunblaðið - 05.02.1993, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1993 35 ast með veikindum hans frá því á sl. hausti. í veikindunum komu enn betur í ljós mannkostir hans og reyndi hann enn sem fyrr að slá á létta strengi og umfram allt að íþyngja ekki öðrum. Fjölskyldur okkar hafa upplifað margar gleðistundir og einnig hefur sorgin knúið dyra hjá okkur. Sorgin og gleðin eru systur og sá sem ekki kynnist sorginni veit heldur ekki hvað gleðin er. Við grátum nú það sem var gleði okkar. Elsku Kristín og börn, Sveina sjstir, Geir og aðrir aðstandendur. Eg veit að missir ykkar er mikill en minningin um góðan dreng mun lifa. Guð blessi ykkur öll. Jóna G. Gísladóttir. Mig langar að minnast örfáum orðum æskuvinar míns, Gísla Sig- urðar Geirssonar, sem andaðist fimmtudaginn 28. janúar, þá aðeins 35 ára að aldri. Við Gísli kynntumst í Lækjar- skólanum. Vorum í sama bekk allan barnaskólann og raunar einnig í Flensborg þar sem við lukum gagn- fræðaprófi saman. Gísli tengdist mörgum bekkjarsystkinum sínum sterkum vinaböndum sem aldrei rofnuðu. Ekki voru kynni okkar eingöngu bundin við skólanii. Eftir að skóla- deginum lauk þrömmuðum við fé- lagarnir heim á leið upp á Holt. Þegar heim var komið voru skóla- töskumar geymdar á góðum stað og hafist handa við að lifa lífinu. Var á þeim tíma mitt annað heim- ili heima hjá Gísla. Þar varð mér fljótlega ljóst hversu nátengdur Gísli var foreldrum sínum. Geir og Sveina voru honum ekki aðeins góðir foreldrar heldur einnig hans bestu vinir. Þó að ég muni ekki eftir mörgum stundum þar sem við Gísli eyddum okkar dýrmæta tíma í skólabóka- lestur, man ég þó eftir því þegar við fengum þá bráðsnjöllu hugmynd að í stað þess að nota daginn skyldi nóttin notuð til lestrar. Þetta var þegar við tókum gagnfræðaprófið. Við plöntuðum okkur inn í stofu heima hjá Gísla og undirbjuggum nóttina. Við byijuðum vitanlega á því að lesa bækumar, en það sem ég man helst eftir af þessari nótt er hvað við töluðum óskaplega mik- ið. Um miðja nóttina fórum við út og röltum um hverfið í næturkyrrð- inni og ræddum um allt milli himins og jarðar. Það voru þreyttir sveinar sem mættu í prófið daginn eftir. Oft höfðum við gaman af að rifja upp þessa nótt. Við félagamir fórum út í ýmsan sjálfstæðan atvinnurekstur svo sem maðkasölu og garðslátt. Ekki var nú annað upp úr því að hafa en útiveruna. Það kom sér því vel að hafa fasta sumarvinnu í fiskvinnslu- fyrirtæki því sem Geir og Sveina stofnsettu. Þar var okkur kenndur munurinn á leik og vinnu. Má með sanni segja að við Gísli j höfum gengið saman mikilvæg ár ævinnar, hvort sem var í leik, námi eða starfi. Þegar ég hugsa til baka J skil ég betur hvemig hægt var að tengjst Gísla svo náið. Það sem ein- kenndi hann fremur öðm var hversu J hreinskilinn hann var. Honum var hægt að treysta fyrir vandamálum sínum og reyndist hann ávallt sann- ur vinur. Með árunum leið alltaf lengri og lengri tími milli þess sm við Gísli hittumst, en þegar við loksins töluð- um saman þurfti margt að ræða. Ekkert varir að eilífu hér á jörðu eins og ótímabært fráfall Gísla sannar. Kristínu eiginkonu hans, börnum þeirra, mömmu hans og pabba sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Munum við ávallt eiga minninguna um góðan dreng. F.h. bekkjarsystkina í Lækjarskóla, Hinrik. í dag kveðjum við elskulegan vin okkar, Gísla Sigurð Geirsson, þenn- an háa og myndarlega mann sem svo auðvelt var að láta sér þykja vænt um. Þótt djúpt sé kafað er erfitt að finna tilgang með þessu, þó verðum við að trúa að hann sé kominn á æðra tilverustig, þar sem honum hefur verið ætlað annað hlutverk, þótt erfítt sé að trúa að það geti verið mikilvægara en það starf sem hann gegndi hér, sem einkasonur, eiginmaður og faðir 3ja yndislegra barna. Kynni okkar Gísla hófust fýrir u.þ.b. 10 árum en konur okkar eru vinkonur frá fyrri tíð. Ekki hafði ég umgengist Gísla lengi, er ég gerði mér ljóst að þar var á ferð drengur góður, gæddur miklum mannkostum. Þegar við hugsum til baka er margs að minnast, því margar voru ánægjustundir fjölskyldna okkar saman, og ekki síst vegna þess að börn okkar eru á sama aldri. Sérstaklega minnumst við ánægjulegrar dvalar okkar saman í sumarhúsi í Hollandi árið 1987. Gísli var kunnugur þar, þar sem hann hafði dvalið þar áður með fjöl- skyldu sinni. Var hann ákveðinn í að láta okkur njóta allrar þeirrar skemmtunar sem þar var boðið upp á og tókst það með afbrigðum vel. Margt var sér til gamans gert, far- ið í hjólreiðatúr og reiddum við sitt- hvora 2ja ára dömuna og strákam- ir okkar glönnuðu í kringum okkur. Á kvöldin var slegið á spil eða rabb- að um lífið og tilveruna. Árið eftir keyptum við okkur fellihýsi og var farið í fyrstu ferðina snemma sumars til Þingvalla og var áhugi okkar Gísla mikill að prufa þessa kjörgripi, en veður var hið besta og stakk Gísli þá upp á að binda vagnana niður sem og við gerðum. Eftir þetta vom margar ferðir farnar og ávallt var Gísli manna hressastur og jákvæður til allra hluta. Gísli var mikill laxveiðimaður og fór hann oft í veiðitúra, þreyttist hann ekki á að taka mig með sér, þó að ég hafi margsagt honum að ég væri fiskifæla, held ég að það hafi verið ásetningur hjá honum að láta mig fá bakteríuna. Sérstaklega era mér kærar minn- ingar úr veiðiferðum í Dalina með Gísla og foreldrum hans, þar sem fór saman bullandi fiskerí, gott veð- ur, spaugilegar uppákomur og glað- vær hópur. í apríl 1991 fluttu Kristín og Gísli í glæsilegt hús að Heiðvangi 74 og skömmu seinna fæddist Geir, yngsta bam þeirra af þremur, en fyrir áttu þau Eðvarð Þór fæddan 1982 og Berglindi Sveinu fædda 1984. Gísli var einstaklega duglegur maður og speglaðist það glöggt í velgengni fýrirtækis fjölskyldunn- ar, Sjávarfisks sf., sem hann var framkvæmdastjóri fyrir og hafði ásamt foreldram sínum byggt upp á undanfömum áram í að verða með stærstu verkendum saltfísks til útflutnings. Hann starfaði af krafti í bæjar- málum Hafnarfjarðar, hann var mikill Lions-maður og naut sú hreyfíng starfskrafta hans, eins og svo mörg mál önnur sem hann lagði lið. Við hjónin dvöldum með Kristínu og Gísla 26. desember sl. á 35 ára afmæli hans á Hótel Örk í Hvera- gerði. Var hann þá orðinn þjáður af þeim illvíga sjúkdómi sem engan óraði fyrir að bæri hann ofurliði á svo skömmum tíma. En þrátt fyrir það var hann bjartsýnn og hress og ákveðinn í að eiga skemmtilegt kvöld. Eftir stendur fjársjóður minninga um góðan dreng, sem göfgaði okk- ur, sem fengum að vera samferða honum í alltof fá ár. Elsku Kristín, við biðjum Guð að styrkja þig og bömin í ykkar miklu sorg og einnig Sveinu og Geir sem í dag kveðja einkabarn sitt. Við þökkum Gísla fyrir vináttu og samfylgd liðinna ára og vitum að hans bíða ærin verkefni í nýjum heimkynnum. Marinó og Guðbjörg. í dag kveðjum við Gísla Geirs- son, kæran vin okkar, en það er erfítt að sætta sig við að kveðju- stundin sé komin þar sem aðeins 35 ára gamall maður á í hlut. Gísli sem átti svo margt að lifa fyrir. Hann var einkabam foreldra sinna, átti þrjú ung og yndisleg böm og hana Kristínu, konuna sína elsku- legu. Erfitt er að skilja þetta að hann skuli vera tekinn frá þeim. Gísli var búinn að afreka meira um ævina en margur honum eldri. Hann átti gott fyrirtæki ásamt föð- ur sínum og gekk mjög vel í sinni atvinnu, hann og Kristín vora búin að kaupa sér fallegt einbýlishús og áttu þau yndislegt heimili. Við höfð- um þá ánægju að hafa ferðast með þeim bæði erlendis og innanlands og áttum margar góðar stundir saman í góðra vina hópi. Þökkum við fyrir þær stundir, því að alltaf var jafn gaman að vera nálægt Gísla sem var alltaf hress og kátur og ljúfur vinur. Skarðið, sem hann lætur eftir sig í vinahópnum, verður ekki fyllt. Ég fann á þínum dánardegi hve djúpt er staðfest lífs vors ráð. Ég sá að allra sorgar vegi er sólskin til með von og náð. Og út yfir þitt ævikvöld, skal andinn lifa á nýrri öld. (Einar Ben.) Að leiðarlokum kveðjum við og þökkum samfylgdina og biðjum Guð að milda söknuð eiginkonu, bama, foreldra og ættingja. Hvíli hann í friði. Sigga og Ámi. í dag kveðjum við Gísla Sigurð Geirsson. Hann lést í Landspítalan- um hinn 28. janúar eftir erfíða bar- áttu við illkynjaðan sjúkdóm, aðeins 35 ára gamall. Það er erfítt að sætta sig við það, að líf ungs manns sé tekið, þegar lífíð allt er framund- an. Gísli var sonur hjónanna Geirs Siguijónssonar og Bergsveinu Gísladóttur og var þeirra einkabarn. Foreldrar Gísla hafa verið grann- ar okkar síðan við fluttumst á Hval- eyrarholtið árið 1960. Snemmatók- ust vináttutengsl á milli heimilanna og Gísli varð fljótlega leikfélagi sona okkar og heimilisvinur og hef- ur verið það síðan. Þegar hann hafði lokið námi í Flensborgarskól- anum fór hann í Fiskvinnsluskólann og útskrifaðist þaðan sem físktækn- ir. Eftir það vann hann m.a. sem framleiðslustjóri hjá Hraðfrystihús- inu á Súgandafirði í nokkur ár. Árið 1981 stofnar hann fyrirtækið Sjávarfisk hf. með foreldram sínum og hefur það vaxið og blómgast með hveiju ári. Gísli kvæntist árið 1983 Kristínu Edvardsdóttur frá Grindavík. Þau eignuðust þrjú elskuleg böm, sem era Eðvarð Þór, 10 ára, Berglind Sveina, 8 ára og Geir Sigurðsson tæplega tveggja ára. Heimili þeirra hefur allta tíð verið hér í Hafnarfirði og hafa ungu hjónin verið mjög samhent um að gera það aðlaðandi og hlýlegt. Gísli, sem var óvenjulega ljúfur og elsku- legur í framkomu, vann öll sín störf af sérstakri hógværð og dugnaði. Hann var því eftirsóttur til hvers konar félagsstarfa enda var hann bæði félagslyndur og ósérhlífínn. Hann var lengi í stjóm Badmin- tonsfélags Hafnarfjarðar og í for- ustu Lionsklúbbs Hafnarfjarðar og vann þar vel að ýmsum líknarmál- um. Þá var hann í stjóm Fiskmark- aðarins í Hafnarfirði. Gísli var einn- ig eftirsóttur til starfa að félagsmál- um fyrir Hafnarfjarðarbæ og sat m.a. í hafnamefnd og atvinnumála- nefnd. Það er mikil eftirsjá í svo glæsi- legum ungum manni, sem átti svo ótalmargt eftir ógert. Við þökkum honum fyrir allt það góða sem hann veitti okkur. Eiginkonu, börnum og foreldram Gísla sendum við innilegar samúð- arkveðjur og vonum að Guð gefí þeim styrk á sorgarstund. Minning- in um hann lifir með okkur, minn- ingin um að hann var fyrst og fremst drengur góður. Blessuð sé minning hans. Sigurður Emilsson og fjölskylda. Hann Gísli frændi er dáinn. Þessi fregn barst mér fímmtudagskvöldið 28. janúar. Hann hafði verið mikið veikur, en ég vildi ekki trúa að kallið kæmi svona fljótt. Hversu ósanngjöm getur tilveran verið að hrífa mann í blóma lífsins burt frá fjölskyldu og vinum. Með þessum sálmi vil ég votta eiginkonu hans, börnum, foreldram og fjölskyldunni allri innilega sam- úð. Þau sjá nú á bak yndislegum dreng. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Sigríður Gunnarsdóttir. Mig langar í örfáum orðum að. minnast hans Gísla frænda míns, en hann lést 28. janúar sl. aðeins 35 ára gamall. Þegar litið er til baka koma upp í hugann margar yndislegar minn- ingar um góðan dreng. Jólin sem Gísli fæddist var Geir bróðir heima hjá okkur á Hvaleyrar- brautinni. Ég mun aldrei gleyma þeirri gleði sem litli jóladrengurinn færði Geir og okkur öllum. Gísli var einkasonur Geirs bróður míns Siguijónssonar og konu hans Bergsveinu Gísladóttur. Þau eru bæði frá Norðfírði, en flytjast til Hafnarfjarðar og hefja sinn búskap þar. Gísli ólst þar upp við mikið ástríki foreldra sinna. Eftir hefð- bundna skólagöngu fór Gísli í Fisk- vinnsluskólann og lauk þaðan prófi sem físktæknir. Eftir það starfaði hann við rekstur fiskvinnslufyrir- tækja, og nú í mörg ár sá hann um rekstur og fjármál fyrirtækis fjöl- skyldunnar í Hafnarfirði. Fjölskyld- an stóð saman við að byggja upp Sjávarfísk, sem nú er eitt stærsta fyrirtæki landsins á sínu sviði. Sam- heldni þeirra er einstök. Gísli kvæntist Kristínu Edvards- dóttur úr Grindavík árið 1983. Það var mikið gæfuspor fyrir þau bæði. Kristín hefur staðið við hlið Gísla og stutt hann bæði við rekstur fyrir- tækisins, svo og í einkalífi. Þau höfðu búið sér glæsilegt heimili á Heiðvangi í Hafnarfirði og eignast þijú mannvænleg böm. Edvard Þór, 10 ára, Berglindi Sveinu, 8 ára og litla Geir Sigurð, aðeins tæplega tveggja ára. Nú sjá þau á eftir yndislegum föður. Gísli tók virkan þátt í félagsmál- um Hafnarfjarðar hin seinni ár og þar kom vel í ljós Iúfmennska hans og samningalipurð. Gísli hafði mik- inn áhuga á atvinnuuppbyggingu í bænum okkar Hafnarfírði og kom hann oft við hjá mér til þess að ræða þetta sameiginlega áhugamál okkar. Alltaf var gaman að ræða þau mál við Gísla, enda var hann vel að sér á þeim vettvangi, þar sem hann var formaður atvinnumála- nefndar bæjarins. Einnig starfaði Gísli mikið innan Lionshreyfíngar- innar, hann vildi leggja þeim lið sem minna máttu sín. Nú þegar Gísli féll frá var hann formaður Lions- klúbbsins Ásbjörns í Hafnarfirði. Með þessum fátæklegu orðum mínum bið ég þess að algóður Guð styrki Kristínu og börnin í þeirra miklu sorg, einnig Geir og Sveinu sem nú sjá á eftir syni sínum. Megi þau öðlast þann styrk að sjá Ijósið á ný. Eg og Margrét vottum þeim, svo og öðram ættingjum, okkar innileg- ustu samúð. Minningin um góðan dreng lifír í hjörtum okkar allra. Sigurður Siguijónsson. Runninn er upp dagur sem sárt verður að minnast, því að í að dag, fylgjum við elskulegum frænda og vini til grafar, Gísla Sigurði Geirs- syni, sem lést 28. janúar sl. svo langt fyrir aldur fram. Sjaldan hefur nokkur fregn verið eins sár og af andláti þessa góða drengs sem háði svo hetjulega hina stuttu og erfiðu orrastu sína við illkynja sjúkdóm og hugsaði meira um að styrkja sitt góða fólk, en um sjálfan sig. Nú er skarð fyrir skildi í barna- bamahópnum þeirra ömmu og afa, Siguijóns heitins Jónssonar og Vil- borgar Pálsdóttur á Hrafnistu; þessum stóra barnabamahópi sem á svo margar góðar minningar um samveru á Hvaleyrarbrautinni. Þar var okkar sameiginíega skjól og þar áttum við margar góðar stundir í bernskunni. Eftir því sem leið á unglingsárin fækkaði slíkum stundum og við héldum í ólíkar átt- ir. En með tímanum vaknaði þörfín fyrir að endurnýja kynnin og búa til farveg fyrir börnin okkar að rækta sín fjölskyldutengsl. í þeim efnum sem svo mörgum öðram sást umhyggja og frændrækni Gísla svo - glögglega, því hann átti stærstan þátt í að endurnýja og styrkja tengsl þessa frændsystkinahóps, hóps sem síðan hefur átt svo margar góðar stundir saman. í hvert sinn sem einhver hugmynd vaknaði eða eitt- hvað þurfti að skipuleggja fyrir hópinn var Gísli alltaf manna fyrst- ur til að ganga í að framkvæma hlutina. Það var líka lýsandi fyrir hann, að koma fyrir nokkrum árum með þá tillögu að hópurinn héldi árlegt jólaball svo elsku Vilborg amma gæti dansað með öllum bamabarnabörnunum sínum og af- komendahópnum í kringum jóla- tréð. Og þessi kæri vinur kom með sinni yndislegu fyölskyldu og for- eldram á ömmu-jólaballið 20. des- ember sl. þótt hann biði úrskurðar um sjúkdóm sinn næsta dag. En kvíðann, sem hefur barist í bijósti hans þá, lét hann okkur ekki fínna. Til þess var Gísli alltof nærgætinn og umhyggjusamur. Samveran þann dag og alla aðra situr í minningunni. Þetta vora dýr- mætar stundir sem við fengum að njóta með einstökum og kærair frænda, stundir sem eiga eftir að minna okkur á hvað lífíð er dýr- mætt og hve lánsöm við vorum að fá að eiga samleið með þessum góða dreng. Elsku Kristín og fallegu börnin ykkar þijú sem Gísli var svo stoltur af, elsku Geir og Sveina, tengdafor- eldrar og Vilborg amma, missir ykkar er mikill og sár. Megi góður Guð líkna ykkur í sorginni. Blessuð sé minningin um þann góða dreng, Gísla Sigurð Geirsson. ■ Vel sé þér, vinur þótt víkirðu skjótt Frónbúum frá í fegurri heima. Ljós var leið þín og lífsfógnuður; æðri eilífan þú öðlast nú (J.H.) Vilborg Einarsdóttir og Vilborg Jóhannsdóttir. í dag kveðjum við Lionsfélagarn- ir formann okkar, Gísla S. Geirs- son, sem lést hinn 28. janúar síðast- liðinn. Hann gekk til liðs við Lionshreyf- inguna árið 1983. Gísli var traustur félagi og vinur og vann ötullega og fumlaust að hveiju því sem hann tók sér fyrir hendur innan félags- starfsins. Á haustmánuðum var lagt af stað til starfa og leikja. Allt var á ljúfum og taktföstum nótum undir for- mennsku Gísla sem hafði tekið það að sér að leiða hópinn fram til vors. Fljótlega var ljóst að Gísli gekk ekki heill til skógar, þó að engan grunaði að xeikindi hans væra þess eðlis að ferðalok yrðu svo skjót sem raun varð á. Við félagarnir ornum okkur nú við minningabrotin og þökkum fyrir það að hafa fengið að kynnast svo ágætum félaga og góðum dreng. Eiginkonu Gísla, Kristínu, börn- um þeirra, foreldram og öðrum ást- vinum vottum við okkar dýpstu samúð. Félagar úr Lions- klúbbnum Ásbirni. Fleiri minningargreinar um Gísla Sigurð Geirsson bíða birtingar og mun birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.