Morgunblaðið - 05.02.1993, Side 44
44
M0RGUN3LAÐIÐ FOSTUDAGUR 5, FEBRUAR 1993
mnmm
Hvað heldurðu að gagni að Þetta ætti að kenna þér að gera
auglýsa eftir kisunni okkar. ekki grín að karate-hæfni
Hún kann ekki að lesa! hennar mömmu!
HOGNI HKEKKVISI
BRÉF TEL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811
Yfirlýsing Dagsbrúnar-
manna í Stálsmiðjunni
Frá Arna H. Kristjánssyni:
Við sem vinnum í Slippnum
(verkamenn í dráttarbrautum, deild
4 í Stálsmiðjunni) höfum lent í þeim
hremmingum eins og margir aðrir,
að það er verið að lækka við okkur
kaupið. Sérkjarasamningur sem
tryggir okkur 5 tíma í eftirvinnu á
viku hefur verið brotinn. Kjör okkar
hafa skerst verulega og því höfum
við snúist til vamar.
Hinn 4. mars 1988 var undirrit-
aður samningur milli Vinnuveit-
endasambands íslands (VSÍ),
Slippfélagsins í Reykjavík og
Verkamannafélagsins Dagsbrúnar.
Það var sérsamningur um vinnu
verkamanna sem vinna í brautum
á athafnasvæði Slippfélagsins í
Reykjavík. í samningnum er bókun
þar sem segir að verkamönnum séu
tryggðar eftirfarandi lágmarks-
tímaskriftir: 40 stunda dagvinna, 5
stunda yfirvinna (80%).
í lok sama árs sameinaðist Stál-
smiðjan þeim hluta Slippfélagsins
sem réð yfir dráttarbrautunum.
Sameiningin tók gildi 1. janúar
1989. Skömmu áður var haldinn
fundur með starfsmönnum Slippfé-
lagsins þar sem sameiningin var
kynnt. Skúli Jónsson, núverandi
forstjóri Stálsmiðjunnar og þáver-
andi formaður stjórnar Slippfélags-
ins, gaf þar yfirlýsingu um að „eft-
ir sameininguna haldi starfsmenn
öllum þeim réttindum sem þeir þeg-
ar hafa“, að „allar breytingar verða
gerðar með samkomulagi beggja
aðila“ og að „það eina sern breytist
er hausinn á launaseðlinum". Þann
29. desember 1988 var öllum verka-
mönnum sem unnu í brautum á
athafnasvæði Slippfélagsins sagt
upp störfum. Þeir sem þess óskuðu
voru síðan endurráðnir að Stál-
smiðjunni 1. janúar 1989 en hinum
var gefinn kostur á að ljúka upp-
sagnarfrestinum í málningarverk-
smiðju Slippfélagsins.
Árið 1989 breyttist ekkert. í jan-
úar 1990 sagði Stálsmiðjan upp
allri yfirvinnu og tók breytingin
gildi 3 mánuðum síðar. Við töldum
uppsögnina ógilda vegna fyrr-
nefndrar bókunar og yfirlýsinga
forstjóra fyrirtækisins og neituðum
að vinna yfirvinnu þar til uppsögnin
hefði verið dregin til baka. Eftir
tvær vikur var gert samkomulag
þar sem okkur voru borgaðir yfír-
vinnutímarnir þessar tvær vikur
aftur í tímann og ákveðið að vísa
málinu til Félagsdóms. Samkomu-
lagið var undirritað 4. maí 1990
af forstóra Stálsmiðjunnar og trún-
aðarmanni okkar. Þar tryggir Stál-
smiðjan okkur 5 klst. yfírvinnu
(laun) á viku meðan málið er fyrir
Félagsdómi. Ekki er tekið fram
hvenær málinu skuli vísað til þang-
að.
í septemberlok á síðasta ári feng-
um við bréf þar sem allri yfírvinnu
var sagt upp frá og með 1. janúar
1993. I samráði við stjóm Dags-
brúnar ákváðum við að setja málið
í Félagsdóm og verður það lögfest
þar í vikunni. Jafnframt ákváðum
við allir að vinna enga yfírvinnu,
fengjum við ekki okkar föstu 5
stundir frá áramótum. Þessa
ákvörðun tilkynntum við verksjór-
um strax. Á þetta reyndi fyrir hálf-
um mánuði þegar taka átti upp
skip (Búðafell), síðdegis föstudag-
inn 15. janúar. Vegna þess að tiltæk
skorðumál á skipinu reyndust ekki
vera rétt mistókst að taka skipið
upp í fyrstu atrennu og þurfti að
reyna aftur þegar rétt skorðumál
voru fengin. Það náðist ekki í dag-
vinnu og var gert á mánudeginum.
Það má af mörgu vera ljóst að for-
stjori fyrirtækisins vissu um
ákvörðun okkar.
Föstudag 29. janúar sagði verk-
stjóri okkur að það vantaði þijá
menn á laugardeginum til þess að
taka búkka og planka frá Júlíusi
II og setja skipið síðan niður. Við
kváðumst ekki ætla að vinna það
verk utan dagvinnutíma. Þar sem
við töldum heldur ekki tilhlýðilegt
að aðrir menn gengju í störfín, héld-
um við uppá skrifstofu Dagsbrúnar
til að undirbúa vamir og þaðan var
haft samband við forstjórann, Skúla
Jónsson, og tilkynnt hvemig verka-
mennimir litu á málið. Við mættum
síðan á laugardeginum ásamt for-
manni Dagsbrúnar og fór Júlíus II
ekki niður þann daginn. Því miður
var skipshöfnin komin frá Þorláks-
höfn. Á þeirri fýluferð ber Skúli
Jónsson ábyrgð, því hann vissi dag-
inn áður að skipið yrði ekki sjósett.
Vélvirkjar sem voru að vinna við
Júlíus II voru látnir ganga í okkar
störf og taka planka og búkka frá
skipinu. Þessa vinnu framkvæmum
við Dagsbrúnarmennimir alltaf.
Það er beinlínis rangt hjá Skúla
Jónssyni að þeir hafí ætlað að
„... láta þá menn sem hafa nú
árum saman gengið til þessara
verka framkvæma þetta“. Það hafa
ávallt verið Dagsbrúnarmenn sem
hafa sett niður skip og tekið frá;
verkstjórar hafa aldrei framkvæmt
þessa vinnu einir sér.
Þetta er líka rangt hjá Skúla
Jónssyni að „þessi samningur
(sérkjarasamningurinn frá 4. mars
1988) hafí ekkert með Stálsmiðjuna
að gera“. Eftir þessum samningi
hefur verið farið í öllum meginatrið-
um. Vinnutímafyrirkomulagi var að
vísu breytt, en með samþykki
beggja aðila. í raun hefur Stálsmiðj-
an viðurkennt sérkjarasamninginn
og greitt okkur 5 klst. yfírvinnu á
viku í öll þessi 4 ár og frá því sam-
einingin átti sér stað. Það þarf sam-
þykki beggja aðila til þess að breyta
honum og þessi samningur gildir
þar til nýr sérkjarasamningur hefur
verið gerður.
Við höfum ekki efni á að gefa
fýrirtækinu þessa tíma eftir. Und-
anfarið hefur verið ráðist á kjör
verkafólks. Ríkisstjómin hefur
skert kaupmátt og félagsleg kjör
vemlega. Atvinnurekendur ráða
fólk á lægra kaupi, segja jafnvel
upp starfsfólki og ráða að nýju með
lakari kjörum en áður. Þetta er
gert í skjóli atvinnuleysisgrýlunnar.
Það þykir tilhlýðilegt að láta okkur
vinna botnlaust kvöld og helgar
þegar skip bíða eftir að komast í
slipp og ljúka þarf vinnu við þau,
en hýrudraga okkur þegar minna
er að gera.
Fyrir hönd Dagsbrúnarmanna í
Stálsmiðjunni,
ÁRNI H. KRISTJÁNSSON,
trúnaðarmaður,
Frostafold 6,
Reykjavík.
Víkverji skrifar
Veturinn ætlar að verða ákaf-
lega snjóþungur og leiðinleg-
ur. Hvert stórviðrið rekur annað
landsmönnum til armæðu. En I
þessum snjóþyngslum hafa starfs-
menn Reykjavíkurborgar staðið sig
hreint frábærlega vel. Götur eru
ruddar eins fljótt og kostur er og
snjór er fluttur með skipulögðum
hætti af bílastæðum. Ástæða er til
að þakka þetta góða starf.
XXX
Víkveiji hefur um nokkurt skeið
haft auga með myndsending-
um sem berast á einn myndrita
Morgunblaðsins. Flest myndritin
koma frá stofnunum, ráðuneytum,
fyrirtækjum eða öðrum einkaaðil-
um. Nokkui hluti þeirra kemur
einnig frá fólki sem ekki hefur að-
gang að myndsendum og þarf að
reiða sig á þjónustu Pósts og síma.
Athyglisvert er hve myndsend-
ingar sem sendar eru frá hinum
ýmsu pósthúsum landsins eru oft í
ólagi. Þegar svo ber undir þarf að
biðja um að þær séu sendar aftur
en iðulega er ekki hlaupið að því
vegna þess að á sérstök eyðublöð
Póst- og símamálastofnunar vantar
upplýsingar um það hvaðan mynd-
sendingin berst, símanúmer við-
komandi pósthúss o.s.frv. Sérstakir
reitir eru þó á eyðublöðunum fyrir
allar þessar upplýsingar. Þeir eru
bara ekki fylltir út. Eins og áður
sagði koma fæstar myndsendingar
sem Morgunblaðinu berast um um-
ræddan myndrita frá pósthúsum en
meirihluti þeirra sendinga sem frá
þeim koma eru í ólagi. Víkveiji
hefur velt því fyrir sér hvernig á
þessu geti staðið, einkum þegar
borið er saman við aðra sendendur.
Eru myndsendar Pósts og síma
vandmeðfarnari en aðrir eða eru
notendur þeirra ekki starfi sínu
vaxnir?
Kunningi Víkveija átti fyrir
skömmu erindi í Héraðsdóm
Reykjavíkur í nýuppgerðu húsnæði
í Áusturstræti þar sem áður var
Útvegsbanki íslands. Athygli hans
vakti hversu salarkynnin voru
glæsileg og það að þar stóðu litlir
leðursófar meðfram veggjum - alls
staðar nema þar sem þörf var fyrir
þá að því er virtist. Hann þurfti að
bíða í biðstofu fyrir utan lítinn dóm-
sal þar sem mál eru þingfest. Dóm-
taka allnokkurra mála er tímasett
á sama tíma og þeir sem mæta
vegna þeirra skrifa nafn sitt á blað
og bíða eftir að verða kallaðir inn
í dómsalinn. Þegar kunningi Vík-
veija var staddur þarna biðu milli
10 og 15 manns í biðsalnum en þar
eru aðeins sæti fyrir 6. Væri ekki
tilvalið að færa eitthvað af sófunum
sem eru upp á punt frammi í stóra
salnum inn í biðsalinn þar sem þeir
geta komið að notum?