Morgunblaðið - 05.02.1993, Page 45

Morgunblaðið - 05.02.1993, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1993 45 Yfirlýsing Frá Rafni Geirdal: Mér hefur borist bréf frá ríkis- saksóknara, dagsett 25. janúar 1993, þar sem gefið er lokasvar embættisins varðandi rannsóknar- gögn sem fylgdu bréfí Rannsóknar- lögreglu ríkisins varðandi kæru Neytendasamtakanna fyrir hönd 27 fyrrum nemenda minna á hendur mér sem eiganda og skólastjóra vegna starfsemi nuddskóla míns. Kæruefnið er að sumarið 1991 hafí ég gefíð rangar upplýsingar um skólann, sem hafí ráðið miklu um að kærendur skráðu sig í skól- ann. Kæran er byggð á skriflegum upplýsingum frá mér um skólann. Niðurstaða ríkissaksóknara er að rannsóknargögn þyki ekki gefa nægilegt tilefni til frekari aðgerða í málinu. Það þýðir að þetta er ekki lögreglumál, ná sakamál. Hér er heldur ekki um auðgunarbrot að ræða. Ég er þar með laus frá mál- inu!!! í bréfí ríkissaksóknara er vitnað í tvö atriði. í fyrsta lagi tek ég skýrt fram að nudd er ekki löggild starfsgrein. Þetta er það sama og heilbrigðisráðuneyti og mennta- málaráðuenyti hafa haldið fram. Því ber mér saman við þau ráðu- neyti og upplýsi rétt um þau mál. í öðru lagi upplýsi ég um að menntamálaráðuneyti hafí viður- kennt skólann. Þar er ég að vísa í bréf menntamálaráðuneytisins frá 21. nóvember 1989 þar sem náms- mannanefnd hefur metið nám við skólann til 10 stiga. Eftir að ég fékk það bréf fór ég til fundar við þann embættismann til að fá túlkun hans á þessu stigamati. Strax að loknum fundinum hripaði ég niður minnispunkta til að hafa mál hans eins rétt eftir og kostur væri. Það er eftirfarandi: „Metinn sem 10 stig. Viður- kenndur sem heilt skólaár á frama- haldsskólastigi. Hann er sem sagt viðurkenndur af matsnefnd sem sérskóli, með heilt skólaár í dag- skóla. Grunnskóli er 40 stig. Fram- haldsskóli er 40 stig. Þannig að skólinn er viðurkenndur sem slík- ur.“ Ég fæ ekki með nokkru móti séð annað en ég hafí haft þetta rétt eftir. VELVAKANDI AMMALÚFÆR 4 STJÖRNUR Við fórum saman átta vin- konur að borða á Ömmu Lú sl. föstudagskvöld og viljum koma á framfæri þakklæti til alls starfsfólks staðarins. Maturinn, þjónustan og verð- ið var allt til fyrirmyndar og við erum sammála um að betri mat og þjónustu höfum við sjaldan eða aldrei fengið, hvorki hérlendis né erlendis. Undir borðhaldi var lifandi tónlist og andrúmsloft allt hið notalegasta. Um leið og við þökkum fyrir okkur viljum við eindregið hvetja alla til að fara á Ömmu Lú og nýta sér allt sem staður- inn býður upp á. Vinkonur. LEIÐRÉTTING í ljóðasafninu Andstæðum eftir Svein Hannesson frá Eli- vogum, og út var gefið á vegum Skuggsjár 1988, er villa sem ég vil biðja eigendur og lesend- ur ljóðasafnsins að leita uppi á bls. 118. Þar stendur þetta: Vaxa hretin, hagur þrengist, hljóðir strengir bærast ei. En rétt er þetta þannig: Vaxa hretin, hagur þrengist hljóðnar allt sem gleðja skal. Sést það best á framhaldinu: Nálgast vetur, nðttin lengist, nú er kalt í Laxárdal. Með kærri þökk fyrir birting- una. Auðunn Bragi Sveinsson. ÆTTINGJA- LEIT Eldri hjón frá Prince George í Bresku-Kólumbíu í Kanada heimsóttu okkur í haust eftir kynni við dóttur okkar sem dvaldi sem skiptinemi þar. Maðurinn er af íslenskum ætt- um og heitir John Keith Hoff og er 74 ára gamall. Kona hans er af norskum ættum og heitir Anne Marie Hoff. Hann hefur litlar upplýsingar um afa sinn og ömmu aðrar en þær að þau hafa sennilega flutt til Kanada um 1870. Hann hét William (Vilhjálmur) og hún Sara, þau áttu tvö börn þegar þau fóru héðan og hétu þau Vilhjálmur og Ágústa. Sara mun hafa alið tvíbura á leiðinni út. Eftir að þau settust að í Benson, Minne- sota, breytti Vilhjálmur afi hans eftimafni sínu úr Johnson (Jónsson) í Hoff, kannski vegna þess að þau hafí komið frá ein- hveijum bæ sem tengist því nafni, t.d. Hofí eða Hofsstöð- um. Hoff telur að þau hafí búið nálægt Reykjavík og nálægt sjó, en er þó ekki alveg viss. Áfí hans dó nokkuð ungur og amma hans mun hafa flutt til Boston með dætrum sínum, mun ein þeira hafa heitið Winnie og voru þær framarlega í tónlistarlífínu þar. Ef einhver kannast við að hafa heyrt um þetta fólk þætti mér vænt um að heyra frá viðkomandi, það mundi gleðja gamla manninn mikið að fá að vita eitthvað um ættmenni sín hér á landi ef ein- hver eru. Með von um einhveija vitn- eskju. Kristin S. Steingrímsdóttir, Birtingakvísl 60, sírni 685208/689414. GÆLUDÝR Köttur fæst gefins Gullfalleg, kolsvört sjö mán- aða læða fæst gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 657233. TAPAÐ/FUND- IÐ Filofax tapaðist Brúnt Filofax með pening- um, ávísunum, ávísanahefti og bankabókum tapaðist fyrir ut- an Blindrafélagshúsið, Hamra- hlíð 17, að kvöldi 2. febrúar sl. Veskið er merkt S.S. Finnandi vinsamlega hafi samband í síma 627276. Kápa í misgripum Tekin var í misgripum kápa á Þingholti, Hótel Holti, 15. janúar sl. í erfidrykkju Svein- jóns Ragnarssonar. Kápan sem skilin var eftir er vínrauð með áföstum trefli. Ef einhver kann- ast við að hafa fengið ranga kápu í fatahenginu er hann vin- samlega beðinn að hafa sam- band í síma 682386 eða við Hótel Holt. Því tel ég að kæran sem slík sé úr gildi. Ég get ekki séð ástæðu til þess að Neytendasamtökin eða fyrr- um nemendur geti haldið þessu máli áfram, ef þeir ætla að halda sjálfsvirðingu sinni frammi fyrir alþjóð. Ég lít á það sem skömm að þess- ir aðilar vogi sér að hlaupa fram með þetta mál, án þess að vara mig við á nokkurn hátt. Ég fékk enga hringingu, ekkert bréf, né neina viðvörun, hvorki um kæruna til rannsóknarlögreglunnar, né blaðamannafundinn. Þrátt fyrir 3 bréf til nemenda um að þeir dragi kæruna til baka hafa þeir ekki gert það. Ég sendi formanni Neytenda- samtakanna 2 bréf um að láta af aðför að mér en ég hef engin við- brögð fengið. Formaður Neytendasamtakanna ákveður að nota nafn samtakanna, þrátt fyrir að lögfræðingur samtak- anna hafí ekki viljað kæra. Það setur í stóra spumingu háttvísi hans í faglegri framkomu. Ég lít þannig á að hér sé um meiðyrðamál að ræða og vel getur verið að ég ákveði að höfða slíkt mál af mikilli festu til að tryggja að réttlætið nái fram að ganga, ásamt skaðabótamáli. Þrátt fyrir það skora ég á kærendur að leggja fram afsökunarbeiðni og það getur mildað afstöðu mína. Þar sem ég var í raun dæmdur í fjölmiðlum á óréttmætan hátt af eins konar réttarhöldum Neytenda- samtakanna í formi blaðamanna- fundar, leyfí ég mér hér með að leggja minn dóm: 1. Þetta er óhæfuverk af hálfu Neytendasamtakanna og ég geri sterka athugasemd við starfsað- ferðir þeirra í lýðræðisþjóðfélagi. Ég tel að þetta sé afgerandi hnig á háttvísri framkomu í faglegri framkomu og myndar ekki gott fordæmi. 2. Þetta er óhæfuverk af hálfu fyrrum nemenda, gert af illum hug, í samræmi við berorðar yfírlýsingar sumra þeirra um að skaða mig, sama hveroig. Hér með er þessum nemendum veitt ströng áminning og sumir verða sviptir prófskírteini. Verður hveijum og einum sent bréf þar að lútandi. Að lokum vil ég þakka fjölmiðlum fyrir að hafa gert sitt besta til að upplýsa um bæði sjónarmiðin á sín- um tíma. Vona ég því að alþjóð upplýsist því enn betur að þessu sinni. Virðingarfyllst. RAFN GEIRDAL, skólastjóri, Smiðshöfða 10, Reykjavík. LÁrry EKKI SPILLA LÍFSGLEÐI ÞINNI Talið er að um 20.000 fullorðinna íslendinga hafi einhvern tíma þjaðst af mígren. Ert pú einn þeirra? Leitaðu upplýsinga hjá Mígrensamtökunum í síma 642780 í kvöld kl. 20 - 23. MIGREN SAMTÖKIN SÍMI642780 Metsölublad á hverjum degi! HÖFUÐ Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraim Kopavogi, sími B71800 Toyota Hllux Ex Cap SR6 ’91, m/húsi, 5 g., ek. 33 þ., álfelgur o.fl. Gott eintak. V. 1490 þús. Nissan King Cap SE V-6 (USA) ’92, rauð- ur, sjálfsk., ek. 16 þ., ólfelgur, sóllúga, ABS, rafm. rúður o.fl. V. 1750 þús. stgr. MMC Galant hlaðbakur GLSi 4x4 '91, hvítur, 5 g., ek. 23 þ., rafm. í öllu o.fl. V. 1380 þús. stgr. Ford Bronco 8 cyl. (302) ’74, sjálfsk., mikiö endurnýjaður. Gott óstand. V. 480 þús. Renault 21 GTX Nevada 4x4 station ’92, blásans, ek. 10 þ., rafm. í rúðum o.fl. V. 1490 þús., sk. ó góðum diesel jeppa o.fl. V. 1490 þús. MMC Lancer GLXi 4x4 Hlaðbakur '91, vínrauður, 5 g., ek. 18 þ., rafm. í öllu, þjófav.kerfi, fjarst.iæsingar o.fl. Bein sala V.W. Transporter b manna '87, ek. 93 þ. V. 550 þús., sk. á ód. MMC Galant GLSi hlaðbakur '92, sjólfsk., ek. 32 þ., sóllúga, álfelgur, ABS o.fl. V. 1550 þús. Ford Ranger Ex Cap XLT 4x4 '92, sjólfsk., 6 cyl., ek. 12 þ. V. 1690 þús., sk. á ód. Honda Civic GL 16v '90, 5 g., ek. 30 þ. V. 750 þús. Honda Accord EXi '90, 5 g., ek. 43 þ., sóllúga o.fl. V. 1280 þús. MMC Colt GL '91, 5 g.. ek. 37 þ. V. 750 þús. MMC Lancer GLX '86, 5 g., ek. 82 þ. V. 320 þús. stgr. Peugout 309 GL Profile '91, 5 dyra, 5 g., ek. 50 þ. Gott eintak. V. 640 þús. Wagoneer Limited '86, búnsans, m/viö- arkl., 6 cyl. (2.8), sjálfsk., ek. 89 þ., leður- innrétting., rafm. í rúðum o.fl. V. 1190 þús. stgr., sk. á ód. OPIÐ SUNNUDAGA KL. 14 - 18. LEIÐRÉTTING Innan við 15% lækna í FSSH ÓLAFUR F. Magnússon formað- ur Félags sjálfstætt starfandi heim- ilislækna segir að misskilningur hafí komið fram í Morgunblaðinu í gær, að helmingur starfandi lækna á landinu væru félagar í félaginu og störfuðu utan heilsugæslu- stöðva. Þetta er rangt. í Reykjavík starfar 21 sjálfstætt starfandXL- heimilislæknir og er félagið samtök þeirra. í heilusgæslustöðvum í Reykja- vík starfa yfír 30 heilsugæslulækn- ar. Auk þess sinna heilsugæslu- læknar á Seltjarnamesi heilsugæslu í Reykjavík. Sjálfstætt starfandi heilsugæslulæknar eru því um 40% heimilislækna í Reykjavík. Ólafur F. Magnússon sagði að ljóst væri að skoðanir væm skiptar meðal heimilislækna um tilvísanaskyldu og sagði að ekki skuli fullyrt um fyölda heimilislækna með og á móti tilvísanaskyldu. Lúðvík Ólafsson heimilislæknir hafði í gær samband við Morgun- blaðið og kvað rangt, sem haft væri eftir Ólafi F. Magnússyni for- manni félags sjálfstætt starfandi heimilislækna að um helmingur heimilislækna væri í félaginu. Lúð- vík kvað innan við 15% heimilis- lækna á landinu í félaginu eða 21 læknir. Fundinn hefðu setið 17 manns. Innilegar þakkir til þeirra, sem minntust mín á áttatíu og fimm ára afmœlinu. Kœr kveðja til ykkar allra. Pálína Þorsteinsdóttir. GriHsteikumar hjá Jarlinum: Mest seldu steikur á íslandi NAUTAGRlLLSTEIK, SIRLOIN.kr. 690 LAMBAGRILLSTEIK, FILLET.kr. 750 SVÍNAGRILLSTEIK, HNAKKI.kr. 690

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.