Morgunblaðið - 05.02.1993, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1993
KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN
HANDKNATTLEIKUR
Valdimar Grímsson, landsliðsmaður úr Val
Vill frekar bikarinn
- en að leika í heimsmeistarakeppninni í Svíþjóð
Valdimar Grímsson, landsliðs-
maður úr Val, mun leika
bikarúrslitaleikinn með Vals-
mönnum gegn Selfyssingum á
sunnudaginn, en hann hefur ekki
getað æft handknattleik síðan
hann meiddist á nára í leik gegn
Rússlandi í Lotto-keppninni í Nor-
egi. „Það kemst aðeins eitt að hjá
mér - það er að leika bikarúrslita-
leikinn," sagði Valdimar, sem
Valdlmar Grímsson.
verður deyfður fyrir leikinn. Ef
svo færi að vöðvinn í nára myndi
rifna upp, getur svo farið að
Valdimar leiki ekki með landslið-
inu á HM í Svíþjóð. „Ef vöðvinn
rifnar, þá það. Ég vil frekar bikar-
inn heim að Hlíðarenda, en að
leika í heimsmeistarakeppninni í
Svíþjóð," sagði Valdimar Gríms-
son á fundi með fréttamönnum í
gær.
imrnR
FOLK
■ ANGELO Peruzzi hefur varið
flórar vítaspymur í röð fyrir Juvent-
us í ítölsku deildinni í knattspymu;
frá Þjóðveijanum Lothar Mattha-
as, ítölsku leikmönnunum Gius-
eppe Signori og Franco Baresi og
Enzo Francescoli frá Uruguay.
■ PERUZZI fékk síðast á sig
mark úr vítaspymu í apríl 1990,
þegar hann lék með Roma og Ro-
berto Baggio skoraði fyrir Fiorent-
ina. í nóvember sama ár var hann
dæmdur í árs bann vegna amfetam-
ínneyslu, en bar því við að hafa tek-
ið mergrunartöflur.
■ PERUZZI byijaði aftur að leika
í fyrra — sem varamarkvörður Ju-
ventus, en tryggði sér stöðuna und-
ir lok síðasta tímabils, þegar hann
varði víti frá Baresi og kom liði sínu
í úrslit bikarkeppninnar. Þetta er
reyndar eina tap Milan í opinbemm
leik siðan í maí 1991.
■ PERUZZI var spurður, hveijir
væm bestu markverðir heims:
„Zenga, Pagliuca, Marchegiani,
Preud’Homme - en enginn er eins
erfíður þröskuldur og Peruzzi.”
■ JUIJ Franko, sem varð annar
í stórsvigi á Vetrarólympíuleikunum
í Sarajevo 1984, gengst fyrir söfnun
á heimsmeistaramótinu í skíðum í
Japan til styrktar bömum í hinni
stríðshijáðu borg.
■ FRANKO ætlar að selja jap-
anska minjagripi, sem heimamenn
hafa gefið í tilefni átaksins. „Aðal-
atriðið er að vekja athygli á að stríð
stendur enn yfir í Sarajevo og Bosn-
íu. „Þetta er ósk um frið, barátta
gegn stríði. Það er erfitt að gefa
eitthvað ef enginn er eftir til að taka
við áheitunum,“ sagði Franko.
■ JIMMY Connors byijaði 23.
tímabil sitt sem atvinnukeppandi í
tennis með sigri í vikunni — vann
landa sinn Richard Matuszewski
6-4, 6-4 í 1. umferð á móti í San
Francisco. Connors er 40 ára.
Gerði fjögur stig á síðustu 40 sekúndun-
um þegar Utah sigraði Denver naumlega
JOHN Stockton átti stóran þátt
í sigri Utah Jazz gegn Denver,
100:96, með því að gera fjögur
stig á síðustu 40 sek. ieiksins í
fyrrinótt. Jeff Malone gerði 100.
og síðasta stig liðsins úr víti
þegar 1,4 sek. voru eftir. Lið
Utah er nú jafnt San Antonio í
efsta sæti miðvesturriðils NBA-
deildarinnar.
Lið Denver hafði vænlega stöðu
gegn Utah; hafði yfír 77:71
eftir þriðja leikhluta, en í þeim fjórða
og síðasta gerði Utah 29 stig en
Denver aðeins 19. John Stockton
tryggði sigurinn með því að skora
ijögur stig á síðustu 40 sekúndun-
um. Stigahæstir hjá Utah vom Karl
Malone með 28 og Jeff Malone með
25 stig. Marcus Liberty var bestur
hjá Denver með 20 stig og 13 frá-
köst. Utah er nú í efsta sæti Miðvest-
ur riðilsins með San Antonio Spurs.
Leikmenn Houston Rockets em á
mikilli siglingu þessa dagana. Í fyrri-
nótt unnu þeir fjórða leikinn í röð,
er þeir mættu hinu lánlausa liði
Dallas á útivelli, 119:102. Houston
hefur nú unnið 12 af síðustu 14 leikj-
um. Fremstur í flokki hjá liðinu var
leikmaður janúarmánaðar í NBA-
deildinni, Hakeem Olajuwon, með
30 stig. Dallas hefur ekki gengið
vel á þessu tímabili og er lang neðst
í deildinni; hefur aðeins unnið þijá
leiki en tapað 38. Þess má geta að
liðið hefur tapað 23 af síðustu 24
leikjum.
Glenn Rice skoraði 45 stig og tók
14 fráköst fyrir Miami Heat, sem
sigraði Atlanta Hawks, 116:96.
Dominique Wilkins var bestur í liði
Atlanta með 34 stig og 10 fráköst.
Fyrir þennan leik hafði lið Atlanta
unnið þijá í röð.
Charlotte Homets sigraði Philad-
elphia 76ers á útivelli, 129:118.
Nýliðinn Alanzo Mouming var stiga-
hæstur í liði Charlotte með 29 stig,
þar af 26 í fyrri hálfleik og tók hann
15 fráköst. Larry Johnson kom
næstur með 25 stig. Þetta var þriðji
sigur Charlotte í röð en Philadelpia
hefur tapað fjómm af síðustu fimm
leikjum sínum.
Efsta liðið í deildinni, Pheonix
Suns, vann auðveldan sigur á heima-
velli á slöku liði Minnesota Timberw-
olves, 122:102. Danny Ainge var
stigahæstur heimamanna með 19
stig og Charles Barkley og Richard
Dumas höfðu 17 stig hvor. Hjá Min-
nesota voru nýliðinn Christian La-
ettner og Ástralinn Luc Longley
stigahæstir með 16 stig hvor.
Meistaramir í Chicago Bulls em
komnir á skrið aftur eftir nokkuð
misjafnt gengi undanfarið og unnu
Sacramento Kings á útivelli 107:88.
Michael Jordan skoraði 36 stig fyrir
Chicago en besti maður vallarins var
Scottie Pippen með 14 stig, 8 frá-
köst, 9 stoðsendingar og 7 sinnum
„stal“ hann knettinum af andstæð-
ingunum. Hjá Sacramento var Lion-
el Simmons með 18 stig.
KRAFTLYFTINGAR
Baldvin Skúlason setti Islandsmet í bekkpressu
„Hef ekkí efni á að
fara til Tælands"
Morgunblaðið/Sigfús Gunnar
Baldvln Skúlason.
Balvin Skúlason setti íslandsmet
í bekkpressu á íslandsmótinu
sem haldið var í Vestmannaeyjum.
Baldvin lyfti 235
Sigfús Gunnar kílóum og átti ágæt-
Guðmundsson is tilraun við 140
sknfar kíló. „Þetta kemur
frá Eyjum hægt og sígandi
með aldrinum," sagði Baldvin í
samtali við Morgunblaðið en hann
hefur stundað kraftlyftingar í tíu
ár. „Ég átti ágætist tilraun við 140
kíló. Lyftan fór vel af stað en ég
náði akki að klára hana alveg, en
þetta kemur. Ég er viss um að ég
á meira inni,“ sagði hann.
Baldvin fékk 126,08 stig fyrir
íslandsmetið og varð einnig Islands-
meistari á stigum. Hann átti sjálfur
gamla metið í 110 kg. flokki en það
var 130 kfló. Þess má geta að sigur-
vegarinn í 110 kg. flokki á síðasta
heimsmeistaramóti lyfti 230 kílóum
þannig að árangur Baldvins hefði
dugað til sigurs þar.
„Næsta heimsmeistaramót verð-
ur í Tælandi og ég hef engin efni
á að fara þangað þannig að ég
verð að bíða með þátttöku á HM í
bekkpressu þar til það verður hald-
ið einhvers staðar nær,“ sagði Bald-
vin.
Troðið
Hakeem Olajuwon var valinn leikmað-
ur janúarmánaðar. Hann hefur leikið
frábærlega með liði Houston Rockets,
sem er á mikilli sigurgöngu.
ÚRSLIT
Körfuknattleikur
NBA-deildin
Leikir í fyrrinótt:
Miami Heat - Atlanta.......116: 96
Philadelphia - Charlotte..118:129
Daltas - Houston...........102:llá
Milwaukee - Cleveland......100:108
UtahJazz-Denver............100: 96
Phoenix Suns - Minnesota...122:102
Sacramento - Chicago...... 88:107
Knattspyrna
VINÁTTULANDSLEIKIR:
Los Angeles:
Danmörk - E1 Salvador...........2:0
Brian Nielsen (26.), Lars Elstrup (60.).
15.000.
■Danmörk og Bandaríkin gerðu jafntefli,
2:2, um sl. helgi.
Lima, Perú:
Perú - Rúmenía.....................0:2
- Dorinel Monteanu (45.), Ilie Dumitrescu
(49.). 7.000.