Morgunblaðið - 05.02.1993, Page 47
?.«»<’! H’.'OA<V»T«ÖH ftíVVÖMV UMAJHKUOHOM
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1993
Ö-b
47
HANDKMATTLEJKUR / BIKARKEPPMIN
Hömpuðu bikarnum fyrir meira en áratug
„Munum ekki hvem-
ig hann leit út“
Gísli Felix
BJarnason og
Slgurður
Svelnsson f
gömlu félags-
búnlngunum
sínum - KR og
Þróttar. Þeir
eru tilbúnir í
slaglnn og
ákveðnlr aö
hampa blkarn-
um á ný.
TVEIR gamalkunnir handknatt-
leiksmenn verða í sviðsljósinu
með Selfyssingum í bikarúr-
slitaleik þeirra gegn Valsmönn-
um í Laugardalshöllinni á
sunnudagskvöldið. Það eru
þeir Sigurður Sveinsson og
Gísli Felix Bjarnason, en það
er meira en áratugur síðan að
þeir urðu bikarmeistarar. Sig-
urður með Þrótti 1981 og Gísli
Felix með KR1982.
Báðir eiga þeir það sameiginlegt
að hafa átt stórleik með sínum
félögum og verið mennimir á bak
við að þau tryggðu sér bikarmeist-
aratitilinn. Sigurður fór á kostum
þegar Þróttar náðu að leggja sigur:
sælt lið Víkinga að velli, 21:20. í
frásögn Morgunblaðsins sagði:
„Þrátt fyrir að Sigurður Sveinsson
hafí verið í strangri gæslu allan
leikinn skoraði hann engu að síður
átta mörk, ekkert úr vítakasti, öll
stórglæsileg. Víkingar réðu ekkert
við Sigurð, sem hefur aldrei leikið
betur."
Gísli Felix lék einnig frábærlega
fyrir KR þegar KR-ingar lögðu
FH-inga að velli, 19:17. „KR-liðið
sýndi mikla baráttu og þá sérstak-
lega í vörninni. Gísli Felix var í
essinu sínu í markinu, átti stórleik
og varði 15 skot,“ mátti lesa í
Morgunblaðinu. „Þetta er aðeins
uppskera okkar eftir erfíðan vetur,“
sagði Gísli Felix þá.
Sigurður og Gísli Felix eru ekki
einu mennimir í herbúðum Selfyss-
inga sem hafa fagnað bikarmeist-
750 miðar seldust á svipstundu
Selfyssingar fengu 1500 aðgöngumiða á bikarúrslitaleik sinn gegn Val
á sunnudaginn til að selja í forsölu á Suðurlandi. „Áhuginn er geysi-
legur fyrir leiknum. Það sést best á að sjohundruð og fímmtíu miðar seld-
ust á fýrsta degi, en við reiknum með að allir miðamir seþ'ist upp,“ sagði
Gunnar B. Guðmundsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss. Gunnar
sagði að þau mistök hefðu orðið á prentun miðanna, að leikurinn er sagð-
ur byija kl. 20.30, en hann hefst kl. 20.
Morgunblaðið/Þorkell
aratitli. Einar Þorvarðarson, þjálf-
ari, hefur tvisvar orðið bikarmeist-
ari með Val - 1988 og 1990.
Fimm leikmenn Valsliðsins urðu
bikarmeistarar 1990. Valdimar
Grímsson, Dagur Sigurðsson, Jón
Kristjánsson, Júlíus Gunnarsson og
Ingi Rafn Jónsson.
URSLIT
Handknattleikur
1. DEILD KVENNA
Fram-FH.................22:16(12:5)
Laugardalshöll:
Mörk Fram: Díana 10, Inga Huld 3 Stein-
unn 3, Ósk 2, Margrét E. 2, Ólafía 1, Mar-
grét B.
Mörk FH: Arndfs 6, Maria 3, Ingibjörg 2,
Thelma 2, Björg 1, Eva 1, Hildur 1.
Stjarnan - Haukar.......25:15. (10:5)
Garðabær:
Mörk Stjömunnar: Una 10/5, Guðný 5,
Margrét 3, Sigrún 3, Ragnheiður 2, Þórunn
1, Ingibjörg A. 1.
Mörk Hauka: Harpa 7, Ragnheiður J. 4,
Kristín 3, Ragnheiður G. 1.
2. DEILD KARLA
UMFA - Fylkir.................27:23
Armann-UBK....................23:24
Hstaða efstu liða: Afturelding 29 stig,
KR 22, Grótta 22, UBK 20, HNK 17.
■í KVÖLD: HNK - Grótta og ÍH - Fjölnir.
FELAGSLIF
Framkonur funda
Framkonur verða með fund í Framheim-
ilinu mánudaginn 8. febrúar kl. 20.30.
Reynir Tómas Geirsson, læknir, mætir
á fundinn.
Árshátíð FH
FH-ingar halda árshátíð í kvöld í Hraun-
holti og opnar húsið kl. 19. Miða er
hægt að fá í Sjónarhóli í Kaplakrika.
Þorri hjá GR
Kylfíngar í GR halda þorrablót í Golf-
skálanum t Grafarholti laugardaginn
20. febrúar kl. 20. Miða er hægt að fá
í GR.
KORFUKMAT'TLEIKUR / BIKARKEPPMI KVEMMA
Keflavíkurstúlkurnar hafa verið ósigrandi
„Látum söguna ekki
endurtaka sig
U
Bjöm
Blöndal
skrifar frá
Keflavík
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
BJörg Hafsteinsdóttir fyrirliði ÍBK.
Við erum staðráðnar í að láta söguna frá því í fyrra ekki
endurtaka sig. Þá vorum við í úrslitum og vorum eins
og nú taldar mun sigurstranglegri en fórum síðan hrein-
lega á taugum þegar á hólminn var komið. Þetta megum við
ekki láta endurtaka sig og það sem við þurfum
að gera er að einbeita okkur að leika okkar
leik,“ sagði Björg Hafsteinsdóttir, fyrirliði
kvennaliðs ÍBK í körfubolta, sem að á morgun
mætir KR í Laugardalshöllinni í úrslitum Bikar-
keppninnar.
Þetta verður í sjötta sinn sem ÍBK leikur til úrslita í keppn-
inni en liðið hefur þrívegis hampað bikamum 1988, 1989 og
1990 - og hefur Björg verið með í öllum leikjunum. Björg
stundar nú nám í sjúkraþjálfun við Háskóla íslands og þar
sem námið er erfítt og æfíngar í Keflavík tóku mikinn tíma
í ferðir ákvað hún að ganga til liðs við KR-stúlkumar í haust.
En Björg fann sig ekki í Vesturbænum og ákvað að ganga
til liðs við ÍBK að nýju. „Þetta var ný reynsla fyrir mig og
allt öðru vísi en ég átti að venjast. Ég hvorki fann mig í hópn-
um né í leiknum þannig að ég ákvað að skipta aftur yfír í ÍBK
og láta mig hafa það að fara á milli.“
Stúlkumar í ÍBK hafa verið á sannkallaðri sigurbraut og
þær hafa ekki enn tapað leik á þessu keppnistímabili. „Þrátt
fyrir gott gengi liðsins megum við alls ekki vanmeta KR-stúlk-
Mm
FOLK
JÓHANN Samúelsson, leik-
maður Þórs í handknattleik, fingur-
brotnaði í leiknum gegn Selfossi í
fyrrakvöld, og verður frá æfingum
næstu sex vikumar.
SEX ungir skíðamenn em á
förum til Aosta á Ítalíu, þar sem
þeir taka þátt í Ólympíumóti æsk-
unnar 7. til 11. febrúar. Kolfinna
Ingólfsdóttir, Berglind Braga-
dóttir, Gísli Már Helgason og
Bjarni Skarphéðinsson keppa í
alpagreinum og Arnar Pálsson og
Hlynur Guðmundsson keppa í
göngu.
■ IR tekur þátt í Evrópukeppni
félagsliða í víðavangshlaupi, sem fer
fram í Portúgal um helgina.
Kvennaliðið er skipað þeim Mörthu
Ernsdóttur, Huldu Pálsdóttur og
Önnu Cosser.
BÚAST má við að Martha verði
í allra fremstu röð og ætti kvennalið
ÍR að vera framan við miðju í liða-
keppninni.
■ RÓÐURINN verður aftur á
móti án efa þungur fyrir karlalið ÍR,
en það skipa þeir Krislján Skúli
Ásgeirsson, Sveinn Ernstsson,
Sighvatur Guðmundsson og Ólaf~ -
ur Gunnarsson.
ÚRSLIT
Handknattleikur
ÍBV-HK 27:25
íþróttamiðstöðin í Vestmannaeyjum, 1.
deildarkeppni karla 1 handknattleik.
Gangur leiksins: 1:2, 3:5, 6:7, 9:9, 10:11,
13:14. 15:17, 19:21, 22:23, 24:25, 27:25.
Mörk ÍBV: Björgvin Þór Rúnarsson 7, Sig-
urður Gunnarsson 7/4, Sigurður Friðriksson
3, Guðfmnur Kristmannsson 3, Magnús—-
Amar Amgrímsson 3, Erlingur Richardsson
2, Zoltan Belany 1, Svavar Vignisson 1.
Varin skot: Sigmar Þröstur Óskareson 4/1,
Hlynur Jóhannesson 7 (Eitt til mótheija).
Utan vallar. 12 mín.
Mörk HK: Michal Tonar 12/7, Frosti Guð-
laugsson 5, Pétur Guðmundsson 8, Rúnar
Einarsson 2, Ásmundur Guðmundsson 2,
hans Guðmundsson 1.
Varin skot: Magnús I. Stefánsson 6/2 (Þar
af eitt til mótheija).
Utan vallar. 8 mín.
Dómarar: Gísli H. Jóhannsson og Hafsteinn
Ingibergsson.
Áhorfendur: Um 220.
Eyjarmenn sterkari
á endasprettinum
„Það var beygur í mér fyrir þennan leik.
Við höfðum aðeins leikið tvo leiki frá ára-
mótum. Ég er ánægður með sigurinn og
veit að við getum betur,“ sagði Sigurður
Gunnarsson, þjálfari Eyjamanna, sem vom
sterkari á endasprettinum, eftir að HK hafði
haft undirtökin.
Þegar staðan var 24:25 misnotaði Tonar
vítakast fyrir HK - skaut í stöng. -Björgvin
Rúnasson, besti leikmaður ÍBV, jafnaði og
kom heimamönnum yfir í fyrsta skipti í
leiknum, 26:25. Mikill darraðadans varstig-
in undir lokin er sex HK menn léku gegn
fjórum heimamönnum, sem náðu að stela
knettinum og gulltryggði Sigurður Friðriks-
son sigur heimamanna þegar fjórar sek.
vora til leiksloka, 27:25.
S.G.G., Eyjum
Körfuknattleikur
Skallagrímur - Valur 70:87
íþróttahúsið Borgamesi, úrvalsdeildin f
körfuknattleik, fimmtud. 4. febrúar 1993.
Gangur leiksins: 0:7, 3:10, 7:12, 7:21,
16:35, 27:39, 30:45. 34:47, 38:52, 45:55,
50:64, 61:75, 68:83, 70:87.
Stig Skallagríms: Birgir Mikaelsson 25,
Aiexander Ermolinskij 23, Henning Henn-
ingsson 16, Eggert Jónsson 2, Guðmundur
Guðmundsson 2, Skúli Skúlason 2.
Stig Vals: John Taft 35, Magnús Matthías-
son 14, Einar Ólafsson 12, Ragnar Þór
Jónsson 12, Simon Ólafsson 8, Matthías
Matthíasson 2, Bryrijar Harðarson 2, Jó-
hannes Sveinsson 2.
Dómarar: Kristinn Óskarsson og Kristján
Möller, dæmdu erfiðan leik mjög vel.
Áhorfendur: 490
Yfirburöasigur Valsmanna
Valsmenn, með John Taft í fararbroddi,
byijuðu þenna leik mjög vel og sýndu þeir
mjög skemmtilegan sóknarleik á köflum._
Vöm heimamanna var f molum og hittnin^^
þjá þeim fyrir neðan allar hellur. Með mik-
illi baráttu í upphafi seinni hálfieiksins tókst
liðsmönnum Skallagrims að saxa nokkuð á
forskot Valsmanna og halda aftur af John
Taft sem hafði verið nánast óstöðvandi.
„Þegar menn eru búnir að ná sér eftir veik-
indi og meiðsli erum við með mjög gott lið
sem er erfitt að vinna,“ sagði Svali Björg-
vinsson, þjálfari Valsmanna. „Við vorum á
hælunum í vöminni og boltinn vildi ekki
ofanf,“ sagði Birgir Mikaelsson þjálfari tig
leikmaður Skallagríms.
Theodór Þórðarson