Morgunblaðið - 05.02.1993, Qupperneq 48
Gæfan fylgi þér
í umferðinni
SJOVAnjfTALMENNAR
MORGVNBLAÐID, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK
SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1556 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 8
FOSTUDAGUR 5. FEBRUAR 1993
VERÐ I LAUSASOLU 110 KR.
Hlýindi við Jan Mayen nú hafa áhrif hér síðar
Lítíll haf-
ísoggóður
heyfengur
ÁRIÐ 1993 verður milt og lítill
hafís við landið. Þá verður hey-
fengur allmikill í sumar, að sögn
Páls Bergþórssonar, veðurstofu-
stjóra. Páll byggir niðurstöður
sínar á spáreglu um að lofthiti á
Jan Mayen endurspegli mjög sjáv-
arhita þar á sama tíma, en þaðan
taki það hafstrauma um hálft ár
að ná til Norðurlands.
Páll segir að hitinn á Jan Mayen
í ágúst til janúar hafi verið í góðu
meðallagi að þessu sinni, álíka og
^ tiðkaðist á hlýskeiðinu 1931-1960.
„Þetta er þriðja árið í röð sem svo
hlýtt er á Jan Mayen og sama má
segja um meðalhita síðustu þriggja
ára bæði hér á landi og á Spitzberg-
en,“ sagði hann. „Þetta hefur ekki
gerst síðan um 1960 og samkvæmt
70 ára reynslu bendir þetta til að
árið 1993 verði milt, hafís verði lít-
ill og heyfengur allmikill."
Traust spá
Páll hefur spáð fyrir um hafís við
ísland í 25 ár. „Þessi spáregla hefur
þrisvar gefið bendingu um að hafis
muni verða meira en þijá mánuði
yið landið, árin 1965, 1968 og 1969.
Isinn reyndist vera svo mikill öll þau
ár, en aldrei ella, að mjög ólíklegt
er að tilviljun hafi ráðið,“ sagði Páll.
.♦
3.000 kjúkl-
ingar drápust
Selfossi.
ÞRJÚ þúsund kjúklingar drápust
á bænum Bræðrabýli í Ölfusi
aðfaranótt miðvikudags þegar
spjór fyllti loftrásir i kjúklinga-
húsinu.
Hvasst var um nóttina og mikill
skafrenningur, sem varð til þess
að snjórinn smaug inn í loftrásimar
á þaki hússins og fyllti þær. Ijón
bóndans er tilfinnanlegt þar sem
ekki var nema vika þar til kjúkling-
amir áttu að fara til slátrunar.
Sig. Jóns.
Morgunblaðið/Kristján Þ. Jónsson
Togað í hafísnum
TF-SÝN fór í gær í ískönnunarflug og reyndist ísjaðarinn vera alllangt
frá landi útaf Vestfjörðum. Tveir togarar voru á veiðum í ísnum, Runólf-
ur SH og Tálknfirðingur BA, sem sést á myndinni.
Búist við góðu
laxveiðisumri
ÁSTAND sjávar gefur tilefni til bjartsýni um endurheimtur á laxi í
ár hér á landi næsta sumar, að mati Svend Aage Malmberg haffræð-
ings. Spár um laxagengd byggðar á athugunum hans á ástandi sjávar
við landið hafa reynst áreiðanlegur mælikvarði til að spá fyrir um
laxagöngur. Vigfús Jóhannesson hjá Veiðimálastofnun segir að gögn
Svend Aage gefi tilefni til þess að forsvarsmenn hafbeitarstöðva geri
ráð fyrir 6-7% heimtum, um 330 þúsund fiskum, í stað 3%, um 140
þúsund fiskum, síðasta ár.
í samtali við Svend Aage Malm-
berg kom fram að veðurfar þau ár
sem fiskur gengur til sjávar úr ám
virðist skipta mestu fyrir það hveijar
endurheimtur verða. Vont árferði
hafi verið í hafinu við ísland 1988-
1990 og því hafi lítið skilað sér af
eins og tveggja ára fiski sem gekk
til sjávar þau ár. 1991 og 1992 hafi
árað mun betur í sjónum og góð
skilyrði 1991 hafí strax skilað sér
að nokkru leyti með bættri laxa-
gengd. Á komandi sumri sé svo
ástæða til að ætla að enn verði fram-
för því árferði í fyrra hafi verið gott.
Þora ekkiað spá
metveiði á stöng
Hvorki Svend Aage né Vigfús
Jóhannesson treystu sér til að full-
yrða hvort menn sæju fram á met-
sumar í stangveiði hér á landi næsta
sumar, enda margir óvissuþættir
sem jafnvel tengjast einstökum ám,
en í samtali við Vigfús, sem veitir
hafbeitarstöðinni í Kollafirði for-
stöðu, kom fram að menn væru að
spá 6-7% heildarheimtum úr hafbeit
á móti um 3% árið áður.
Tveir lífeyrissjóðir sækja um leyfi tíl verðbréfakaupa í New York
Búast við 20 prósent raun-
ávöxtun og- gengishagnaði
FORSVARSMENN Lífeyrissjóðs bænda og Lífeyrissjóðs Tæknifræð-
ingafélags íslands, segjast eiga von um mjög góða ávöxtun auk geng-
ishagnaðar af því fé sem þessir sjóðir hyggjast festa í verðbréfasjóði
hjá Oppenheimer International verðbréfafyrirtækinu í New York.
Hafa lífeyrissjóðirnir sótt um undanþágu frá reglum sem takmarka
fjárfestingar í verðbréfum erlendis til Seðlabankans til að kaupa verð-
bréf fyrir jafnvirði um 130 milljóna króna. Bolli Magnússon, formað-
ur stjórnar lifeyrissjóðs tæknifræðinga segir að raunávöxtun sjóðsins,
sem um væri að ræða, geti orðið í kringum 20%.
Lífeyrissjóðirnir hafa ákveðið að
kaupa verðbréf hjá Oppenheimer
fyrir eina milljón bandaríkjadala
hvor um sig.
Benedikt Jónsson, framkvæmda-
stjóri Lífeyrissjóðs bænda, sagði
uppsveiflu í Bandaríkjunum og doll-
arinn væri að styrkjast. Því væri
mikilvægt að íslendingar þyrftu ekki
að bíða of lengi eftir að hömlum á
slíkum fjárfestingum verði aflétt.
Benedikt sagði að með milliliða-
lausum viðskiptum væri dregið úr
kostnaði og lífeyrissjóðimir þyrftu
ekki að greiða fyrir aðild að verð-
bréfasjóðnum þar sem þeir ætluðu
að kaupa fyrir eina milljón dollara.
Sjá einnig frétt á miðopnu.
Einar Olgeirsson f.v.
alþingismaður látinn
EINAR Olgeirsson, fyrrverandi
alþingismaður og formaður Sam-
einingarflokks alþýðu - Sósíal-
istaflokksins, er látinn á nítug-
asta og fyrsta aldursári.
Einar Baldvin Olgeirsson fæddist
á Akureyri 14. ágúst 1902. Foreldr-
ar hans voru Olgeir Júlíusson bak-
ari og Sólveig Gísladóttir kona
hans. Einar varð stúdent frá MR
1921 og lagði síðan stund á þýskar
og enskar bókmenntir og tungu við
ftaupmannahafnarháskóla og Fri-
edrich-Wilhelm Universitát í Berlín.
Hann var kennari við mennta-
skóladeildina á Akureyri 1924-28,
forstjóri Síldareinkasölu íslands_ á
Akureyri 1928-31 og forstjóri ís-
lensk-rússneska verslunarfélagsins
hf. í Reykjavík 1931-35. Hann var
ritstjóri Verkalýðsblaðsins, Þjóðvilj-
ans og Nýs dagblaðs á árunum
1935-42. Þá var hann ritstjóri tíma-
ritsins Rétts á ámnum 1926-41 og
aftur frá 1946 og var ritstjóri
Verkamannsins um skeið.
Einar var formaður Verka-
mannafélags Akureyrar um tíma
og ritari og síðar formaður Verka-
lýðssambands Norðuriands. Hann
var formaður Sameiningarflokks
alþýðu - Sósíalistaflokksins
1939-68, og formaður þingflokks
hans 1939-62. Hann var alþings-
maður Reykvíkinga 5 þijátíu ár, frá
1937 til 1967.
Einar átti sæti í fjölda opinberra
nefnda og ráða. Hann var meðal
annars í milliþinganefnd um stjóm-
arskrármálið sem kosin var 1942
og í þjóðhátíðamefnd lýðveldis-
stofnunar 1944. Hann sat í útvarps-
ráði, nýbyggingarráði, orkuráði og
Rannsóknaráði ríkisins. Þá var
hann í bankaráði Landsbankans í
mörg ár, meðal annars sem formað-
ur.
GÚrkutíð Morgunblaðið/Sverrir
Árni B. Halldórsson vaktstjóri í 10-11 með íslensku gúrkumar.
Islenskar gúrkur í búðir
FYRSTU íslensku agúrkurnar
eru komnar á markað, en þær
eru framleiddar á Laugalandi
í Borgarfirði.
Þessi fyrsta sending er mjög
lítil og framleidd í sérstöku raf-
magnsljósi og má því búast við
því að þær seljist fljótlega upp.
Þó mun, samkvæmt upplýsingum
Kolbeins Ágústssonar hjá Sölufé-
lagi garðyrkjumanna, einhver við-
bót væntanleg á næstunni. Fyrsta
sendingpn fór í verslunina 10-11
í Glæsibæ í gærkveldi, og þar var
kílóið af gúrkunum selt á 495
krónur
Einar Olgeirsson
Hann gaf út fjölda bóka og rita,
aðallega um stjómmál.
Eftirlifandi kona Einars er Sig-
ríður Þorvarðsdóttir.
Skarlatssóttar hef-
ur víða orðið vart
SKARLATSSOTTAR hefur víða orðið vart undanfarið, en janúar
og febrúar eru hennar helsti tími, að sögn Guðmundar Sigurðsson-
ar, læknis á heilsugæslustöð Seltjarnarness.
Skarlatssótt lýsir sér með rauð-
leitum útbrotum, nær samfelldum,
í andliti, á bol og út á útlimi, hita
og hálsbólgu. „Það er engin ástæða
til að óttast veikina, en hún er
meðhöndluð með pensillíni, sem
slær fljótt á hálsbólguna og hitann.
Tveir til þrír dagar líða frá því að
menn smitast og þar til útbrotin
koma í ljós,“ sagði Guðmundur.