Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1993næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28123456
    78910111213

Morgunblaðið - 25.02.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.02.1993, Blaðsíða 2
I 2 C dagskrá MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1993 Halldór Laxness tók á móti Nóbelsverðlaunum 1955 Sex dagar í desember heitir fléttuþáttur í umsjón Jóns Karls Helgasonar og Önnu Melsteð RÁS 1 KL. 17.00 í fléttuþættinum Sex dögum í desember á Rás 1 í dag er endurvakið andrúmsloftið á Nóbelshátíðinni í Stokkhólmi 1955. Gestir á hátíðinni rifja upp þegar Halldór Laxness tók við verðlaununum fyrir bókmenntir. Blysför og lúsíusöngur Fylgst er með komu gestanna til Stokkhólms, undirbúningi fyrir hátíðina, afhendingu verðlaun- anna í konserthúsinu þann 10. desember og dansleiknum í ráð- húsinu þá um kvöldið. Ennfremur er sagt frá kvöldverði í konungs- höllinni, blysför að íslenska sendi- Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Kominn heim með Gullfossi - Halldór ásamt fjölskyldu sinni eftir að hafa tekið á móti Nóbelsverðlaununum. Frá vinstri: Hall- dór, Guðný Halldórsdóttir, Auður Laxness og Sigríður Halldórsdóttir. ráðinu og heimsókn sænskra lúsíu- söngkvenna að rúmstokk Nóbels- verðlaunahafanna. Þeir sem fram koma í þættinum eru Auður Lax- ness, Doris Briem, eiginkona Helga Briem sendiherra Sylvía Briem, dóttir þeirra, Birgir Möller sendiráðsritari, Peter Hallberg, sænskur þýðandi Laxness og Er- lendur Lárusson, Sveinn Einarsson og Haukur Tómasson, sem voru við nám í Svíþjóð á þessum tíma. Morgunblaðið/ÓIafur K. Magnússon Blysför að Gljúfrasteini - Sveitungar Halldórs í Mosfells- dalnum glöddust með skáldinu og fóru blysför að heimili hans að Gljúfrasteini þegar hann kom heim með verðlaunin. Auk þess er lesið úr áður óbirtu bréfi Ragnars í Smára þar sem hann lýstir hátíðinni. Jón Karl Helgason gerði handrit að þættin- um, Anna Melsteð annast hljóð- stjórn. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Skáldið kemur tíl dyra - Hall- dór heilsaði Mosfellingum er þeir heiðruðu hann við heimili hans. Innlent efni alla daga á dagskrá Stöðvar 2 Barnaefni, íþróttir, matreiðsla, fræðsla, skemmtiefni og fleira ÍSLENSKIR þættir eru fastir liðir á dagskrá Stöðvar 2 alla daga vikunnar. Efni þeirra er fjölbreytilegt og ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Alla virka daga Eiríkur Jónsson birtist á skján- um eftir fréttaþáttinn 19:19 á hveiju virku kvöldi. í hverjum þætti fær hann til sín gest í beina útsendingu sem getur verið hvað- anæva af landinu, úr hvaða þjóðfé- lagsþrepi sem er, karl, kona eða barn. Yfirskrift þáttarins verður málefni dagsins í nýju Ijósi, nýjum búningi eins og Eiríki tekst að klæða það á hveiju kvöldi. Mánudagar Matreiðslumeistarinn Sigurður Hall stjórnar matreiðsluþáttum á mánudagskvöldum. I hverjum þætti er sýnd matreiðsla á tveimur til þremur réttum og Sigurður fær til sín gesti, bæði lærða og leika. Sigurður gengur út frá því að áhorfendur kunni undistöðuatriði matreiðslu og miðar þættina við þá sem vilja vita meira en mat- reiðsla er áhugamál sem er ofar- lega á lista hjá mörgum. Víða er komið við og matreiðsla frá ýms- um löndum kynnt og mikið verður unnið með fisk, ferskt grænmeti og ferskar kryddjurtir. Þriðjudagar Visasport er íþróttaþáttur í umsjón íþróttadeildar Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Það eru þeir Heim- ir Karlsson, Valtýr Bjöm Valtýs- son og Jón Öm Guðbjartsson sem stjóma þættinum en upptökum stjórnar Erna Ósk Kettler. Efni Visasports er fjölbreytt og oft fjallað um íþróttagreinar sem alla jafna eru lítið í sviðsljósinu. Fræðsluþættir fyrir almenning um lögfræðileg málefni eru á dag- Visasport - Erna Ósk Kettler upptökustjóri og fréttamenn íþróttadeildar Stöðvar 2 og Bylgjunnar, Valtýr Björn Valtýsson, Heimir Karlsson og Jón Örn Guðbjartsson, hafa umsjón með Visa- sporti á þriðjudagskvöldum. Matreiðslumeistarinn - Sig- urður Hall stjórnar þættinum Matreiðslumeistaranum á mánudagskvöldum á Stöð 2. Eiríkur - Eiríkur Jónsson hef- ur umsjón með viðtalsþætti í beinni útsendingu á hveiju virku kvöldi. skrá á þriðjudagskvöldum og bera þeir yfirskriftina Réttur þinn. Markmið þáttanna er að upplýsa almenning um lagalegan rétt hans í ýmsum málum, t.a.m. hjónaskiln- uðum, forræðisdeilum og bóta- rétti. Þættirnir eru framleiddir af Plúsfilm í samvinnu við Lög- mannafélag íslands. Miðvikudagar Önnur fræðandi þáttaröð fyrir almenning er á dagskrá á miðviku- dagskvöldum, Fjármál fjölskyld- unnar. í þáttunum er ljallað um sparnað og hinar ýmsu spamaðar- leiðir sem fólki bjóðast, fasteigna- viðskipti, lausafjárkaup o.fl. Markmiðið er að leiðbeina fólki hvernig best sé að halda fjárreið- um sínum í góðu horfi og benda því á þær leiðir sem standa til boða til að ávaxta sitt pund sem best. Leitað er til sérfróðra manna á hveiju sviði til að tryggja sem áreiðanlegasta umfjöllun um hvern þátt íjármálanna fyrir sig. Fimmtudagar Aðeins ein jörð er heiti þáttarað- Aðeins ein jörð - Ómar Ragnarsson, sem hefur umsjón með þáttunum ásamt Sigurveigu Jónsdóttur, er hér við upptöku á einum þeirra. Með Afa - Örn Árnason i hlut- verki Afa sem sýnir talsettar teiknimyndir á laugardags- morgnum. Popp og kók - Popp og kók er í umsjón Lárusar Halldórs- sonar á laugardagseftirmið- dögum. ar um umhverfísmál í umsjón Ómars Ragnarssonar og Sigur- veigar Jónsdóttur. I þeim er fjallað um ótalmargar hliðar umhverfís- mála, svo sem loftmengun, sjón- mengun, náttúruvemd, gróðureyð- ingu, gróðurvernd, tijárækt og uppgræðslu. Sigurveig og Ómar velta ætíð upp mörgum hliðum á hveiju máli og kynna ólík sjónar- mið á þeim. Laugardagar Afí og Pási páfagaukur sýna talsettar teiknimyndir á laugar- Imbakassinn - Gysbræður hafa umsjón með Imbakassan- um á laugardagskvöldum. dagsmorgnum. Agnes Johansen hefur umsjón með þáttunum Með Afa en Öm Ámason semur hand- ritið að þeim og bregður sér í hlut- verk Afa gamla á hveijum laugar- degi. Popp og kók er blandaður þáttur á laugardagseftirmiðdögum. í þættinum em sýnd nýleg tónlistar- myndbönd en auk þess era í honum fastir þættir eins og „kúrelska hornið" þar sem umsjónarmaður þáttarins, Lárus Halldórsson, fær gest í stutt spjall og sýnd eru brot úr nýjum myndum sem kvik- myndahúsin hafa tekið til sýninga. Þá hleypur Lárus á því helsta sem er að gerast á skemmtistöðum í Reykjavík. Imbakassinn, fyndrænn spé- þáttur með grínvænu ívafi í umsjón Gysbræðra, er fastur liður á laug- ardagskvöldum. í þættinum bregða Gysbræður sér í gervi þekktra og óþekktra manna, fréttamanna, stjórnmálamanna og annarra óbreyttra borgara og bregða nýju ljósi á þjóðmálin. Sunnudagar íþróttir fatlaðra og þroskaheftra eru í sviðsljósinu í þættinum Áfram, áfram! sem er á dagskrá á hveijum sunnudegi í umsjón íþróttadeildar Stöðvar 2 og Bylgj- unnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið C - Dagskrá (25.02.1993)
https://timarit.is/issue/125388

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið C - Dagskrá (25.02.1993)

Aðgerðir: