Morgunblaðið - 25.02.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1993
dqgskrá C 5
iAUGARPAGUR 27/2
MYNDBÖND
Sæbjöm Valdimarsson
FYRSTA
FJÖLDAMORÐ-
KVENDIÐ
SPENNUMYND
Ofdráp — Overkill
Leikstjóri Peter Levin. Aðalleik-
endur Jean Smart, Park Over-
all, Brion James. Bandarísk.
Háskólabíó 1993.
Flestum er ör-
ugglega í fersku
minni fjölda-
morðin sem
framin voru í sól-
arparadísinni
Flórída fyrir
u.þ.b. tveim
árum, ekki síst
fyrir þá sök að
drápin voru hin
grimmilegustu og dráparinn var
Aileen Wuorno (Smart), fyrsti
kvenmaðurinn sem á sannast
fjöldamorð. Saga konunnar er rak-
in frá því blóðsúthellingamar hefj-
ast uns hún kemst undir manna
hendur. Jafnframt er skotið inní
ömurlegum afturhvörfum úr lífi
hennar; frá því hún var misnotuð
sem barn og síðar er hún varð
móðir, kornung, og frumburðurinn
tekinn af henni. Hvernig nöturleg
æskan og uppeldið eitraði stúlkuna
og leiddi hana til skækjulifnaðar
og síðar manndrápa.
Þetta er einkar vel leikin og
gerð mynd þar sem reynt er að
komast að því hveijar ástæðurnar
voru fyrir voðaverkum konunnar
án þess að taka málstað hennar
eða nokkurn tímann bóli á væmni.
Hún er ekki glæsileg myndin sem
dregin er upp af morðkvendinu eða
umhverfínu. Drápin, afleiðing
hræðilegra uppvaxtarára þar sem
veiklunduð stúlka fer gjörsamlega
útaf sporinu og reynir síðan sjúk
á sál að ná sér niðri á karlpeningn-
um í henni veröld með því að murka
úr honum líftóruna með köldu
blóði. Heimur hennar sóðaleg mót-
elbæli við þjóðvegina þar sem hún
nær sér í viðskiptavini á bensín-
stöðvum og hraðbrautarknæpum.
Wuorno er í sambúð með annarri
stúlku, einfara sem í rauninni er
sú eina sem sýnt hefur henmni ást
og umhyggju og fyrir hennar orð
játar Wuorno á sig morðin.
Þær eru afar góðar konurnar í
aðalhlutverkunum þó þær séu lítt
kunnar. Jean Smart stelur þó
myndinni með geysigóðri túlkun-á
hinni sálsjúku og ofsafengnu
ógæfumanneskju, jafnvel svo að
maður fær samúð með henni.
Heimildarlegt yfirbragðið lukkast
einkar vel.
FLÚIÐ ÚR
GÚLAGINU
SPENNUMYND
Lost in Siberia ir ir
Leikstjóri Alexander Mitta.
Aðalleikendur Anthony Edw-
ards, Yelena Mayorova, Vladim-
ir Byn, Ira Mikhalyova. Bresk-
rússnesk. 1991. Myndform 1993.
108 min. Bönnuð yngri en 16
ara.
Raunsæ og
vandvirknisleg
mynd frá óvenju-
legum slóðum og
ein af sjaldgæf-
um samvinnu-
verkefnum
Rússa og Breta.
Mjmdin segir frá
martraðarlegri
lífsreynslu
bresks fomleifafræðings
(Andrews) sem starfaði í íran í
grennd við sovésku landamærin á
fimmta áratugnum. Sovétmenn
hneppa hann í yfirheyrslur og
fangelsi á röngum forsendum,
komast að sakleysi hans en senda
hann engu að síður norður í Gúlag-
ið í Síberíu til að forðast alþjóðlegt
hneyksli. Þar býr hann við kröpp
kjör í fangabúðum um langt ára-
bil og má þola hina hroðalegustu
aðbúð og pyntingar uns stjórnvöld
hreyfa loks við málinu.
Andrews fer óvenju vel með
aðalhlutverkið, hefur ekki verið í
aðra tíð betri síðan í sjónvarpsþátt-
unum Brideshead Revisited og
Rússarnir, sem eru í öllum öðrum
hlutverkum í myndinni, eru undan-
tekningarlaust góðir leikarar. Yfir-
bragð Lost in Siberia er óvenju
raunsætt, enda myndin tekin á
söguslóðum og leikararnir tala
móðurmál sitt. Það er ekki verið
að fegra hlutina, enda vinsælt um
þessar mundir að taka í hnakka-
drambið á ógnarstjórn Stalíns,
Bería og allra þeirra skálka. Hér
er á ferð óvenju athyglisverð og
oft átakanleg mynd um vítið í
norðri, þar sem mannslífið var
einskis virði og borgararnir sem
fangarnir lifðu í eilífum ótta við
ómennsk yfirvöld.
ERJUR í OKLA-
HÓMA
SPENNUMYND
Hótel Oklahóma *'h
Leikstjóri Bobby Houston. Aðal-
MYNDBANDALISTI
* 1M GALLUP yfir 30 vinsœlústu myndir síðustu viku
Siðast Vikur Heiti myndar Tegund Framleiðandi Dreifing
1.1 - - Tveir á toppnum 3 / Lethal Weapon 3 Spennumynd Womer Seinor
2.4 1 1 Ovætturinn 3 / Alien 3 Spennumynd FoxVideo Som-myndbönd
3. t - - Náttfarar / Sleepwalkers Hrollvekja Colmmbio-Tri Stor SkJon
4. t 10 8 Steiktir grænir tómatar / Fried Green Tomatoes Drama Rank Höskólabíö
5. t 17 8 Stopp eða mamma hleypir af / Stop or My... Gamanmynd Univeisal GC myndbönd
6. t - - 1 klóm arnarins / Shining Through Spennumynd FoxVkieo SonnnyraibötKÍ
7.4 2 5 Ferðin til Vesturheims / Far and Away Ævintýramynd Universol CIC myndbðnd
8.4 5 4 Ofursveitin / Universal Soldier Spennumynd ItiStot Skifon
9. t - - Týndur í Síberíu / Lost in Siberia Spennumynd Spectotor Myndform
10.4 7 1 Skólaskop / Class Act Gamanmynd Womer Steinar
11. t - - Kvennaliðið / Ladybugs Gamanmynd Motgen Creek Bíómyndir
12. t 29 1 Allir sigra / Everybody Wins Spennumynd Otioo Hóskólobtó
13.4 8 5 Vinny frændi / My Cousin Vinny Gamanmynd FoxVkJeo Som-myndbönd
14.4 6 2 Lífið er óþverri / Life Stinks Gamanmynd FoxVideo SottHTiyndbönd
15.4 3 6 Lifandi tengdur / Live Wire Spennumynd Newbne Myndfotm
16. t - - Sérsveitin / Finest Hour Spennumynd 21st Century Myndfotm
17. t - 15 Ognareðli / Basic Instinct Spennumynd Corolto Skífon
18.4 16 14 Höndin sem vöggunni ruggar / Hand that... Spennumynd Buerto Visto Biömyndir
19. t - 7 Háhælaða leynilöggan / V.l. Warshawski Spennumynd Bueno Visto Bíómyndir
20.4 18 3 Jersey girl / Jersey Girl Gamanmynd Electrk Bergvík
21. t - 10 Ut í bláinn / Delirious Gamanmynd MGM Steinor
22. t - 7 Óður til hafsins / Prince of Tides Drama Columbio-Tri Stot Sktfon
23. t - 4 Lostæti / Delicatessen Gamanmynd Sonet Bíómyndir
24. t - 5 Astríðuglæpir / Love Crimes Spennumynd Columbio-Tri Stor Skífon
25.4 23 2 Hættuleg sjóferð / Treacherous Crossing Spennumynd Poromount GC myndbönd
26. t - - Stóri skúrkurinn / Super Gamanmynd Fox Video Sam-myndbönd
27. 4 11 4 Allt látið flakka / Straight Talk Gamanmynd Bueno Visto Biómyndir
28. t - 10 Veröld Wayne's / Wayne's World Gamanmynd Poromoont GC myndbðnd
29. t - 8 Bugsy / Bugsy Spennumynd Cofumbio-Tri Stor Skífon
30.4 15 4 Mikla gljúfur / Grand Canyon Drama Fox Video Sormnyndbðnd
leikendur David Keith, Dea-
borah May, Ray Sharkey, Lo-
retta Devine, Karen Black.
Bandarísk. Eagle Ent. 1990.
Myndform 1993. 100 mín. Bönn-
uð yngri en 16 ára.
Afbrotamaður
(Keith) er látinn
laus úr fangelsi
og heldur beint á
fund kærustunn-
ar (May). Lendir
umsvifalaust í
slæmum málum
og kemst á brott
en May hylmir
yfir með honum.
Hlýtur fangelsisdóm fyrir bragðið
en Keith hyggst reyna að ná henni
út með öllum tiltækum ráðum.
Myndin kemur á óvart framan
af. Er sómasamlega leikin, einkum
af nýliðanum May — sem fær von-
andi bitastæðari hlutverk í framtíð-
inni — og leikstjómin vel í meðal-
lagi. Eins eru mörg atriðanna í
kvennafangelsinu sláandi og misk-
unnarleysið geigvænlegt. Slíkar
stofnanir virðast miður hollar sak-
lausum, ungum dömum. Árásar-
gjamir morðingjar og ágengar
lesbíur hvert sem litið er. Enda
missir skynsemin fljótlega fótfest-
una eftir að í múrinn er komið og
leysist myndin uppí allsheijar
endaleysu. Því miður, þar sem lengi
vel má hafa af henni nokkurt gam-
an.
BÍÓMYNDBÖND
Sæbjörn Valdimarsson
ALIEN ///★★★
Vandaður og þungbúinn endir á
eftirminnilegri og metnaðarfullri
þrennu vísindaskáldskaparmynda
um átök áhöfn geimskips við ófrýni-
lega ókind. Henni lýkur hér á næst-
um trúarlegum nótum. Sigourney
Weaver — sem leikið hefur í öllum
þrem myndunum og framleiðir
þessá — er firnasterk svo og sviðs-
myndin og sagan.
JERSEY GIRL ★
Ömurleg öskubuskusaga þar sem
aðalleikaramir, Jamie Gertz og
Dylan McDermott, hjálpa lítið, ef
nokkuð, uppá sakimar. Ljúft er að
láta sér dreyma en of mikið má af
öllu gera ...
REFSKÁK/KNIGHT MOVES
★ *xh
Þrátt fyrir allnokkra tilburði tekst
Christopher Lambert ekki að rústa
þokkalegri spennumynd sem státar
af heldur óvenjulegum bakgmnni,
eða stórmeistarakeppni í skák.
Söguþráðurinn er með miklum ólík-
indum en leikstjórnin ömgg.
UTVARP
RÁS1
FM 92,4/93,5
6.55 Bæn.
7.00 Frétlir. Söngvaþing. Eiður Ágúst
Gunnarsson, Árneskórinn, Ólafur Jó-
hannsson, Gestur Jónsson, Rósa Ing-
ólfsdóttir, Ævar Kjartansson, Sigrún
Hjálmtýsdóttir, Karlakórinn Goði, Heim-
ir, Jónas, Vilborg og fleiri syngja.
7.30 Veöurfregnir. Söngvaþing heldur
áfram.
8.00 Fréttir.
8.07 Múslk að morgni dags. Umsjón:
Svanhildur Jakobsdóttir.
9.00 Fréttir.
9.03 Frost og funi. Helgarþáttur bama.
Umsjón: Elísabet Brekkan.
10.00 Fréttir.
10.03 Þingmál.
10.25 Úr Jónsbók. Jón ðrn Marinósson.
10.30 Tónlist. Golden Gate-tvartettinn
syngur.
10.45 Veðurfregnir.
11.00 i vikulokin. Umsjón: Bjami Sig-
tryggsson.
12.00 Utvarpsdagbókin og dagskrá laug-
ardagsins.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir. Auglýsingar.
13.05 Fréttaauki á laugardegi.
14.00 Leslampinn. Umsjón: Friðrik Rafns-
son. (Einnig útvarpað sunnudagskvöld
kl. 21.05.)
15.00 ísmús '93. Beint útvarp frá setn-
ingu hátiðarinnar i Hallgrimskirkju.
— Sálmfotleikur eftir Jón Nordal og
— Forleikur eftir Johann Sebastian Baoh,
lch ruf' zu Dir, Herr Jesu Christ.
Hörður Áskelsson leikur á orgel kirkjunnar.
— Þjóðleg islensk tónlist við trúarlega
texta. Hamrahliðarkórinn syngur. Þor-
gerður Ingólfsdóttir stjórnar.
- Sinfóníuhljómsveit Islands flytur tón-
verk eftir Alvaro Monzano frá Ecuador.
Höfundur stjórnar. Monzano er einn
af gestum Tónmenntadaganna auk dr.
Wolfgangs Beokers frá Þýskalandi,
Mariu De Alvear frá Spáni og Guys
Houts frá Frakklandi. Likt og á ismús-
hátíðinni i fyrra munu þessir erlendu
tónvísindamenn og tónskáld vinna að
dagskrárgerð fyrir Rikisútvarpið.
16.00 Fréttir.
16.05 íslenskt mál. Umsjón: Gunnlaugur
Ingólfsson.
18.15 Af tónskáldum. Jón Leifs.
16.30 Veðurfregnir.
18.35 Útvarpsleikhús barnanna, Sesselja
Agnes eftir Mariu Gripe. Áttundi þátt-
ur. Þýðing: Vilborg Dagbjartsdóttir.
Leikgerð: lllugi Jökulsson. Leikstjóri:
Hallmar Sigurðsson. Leikendur: Hall-
dóra Björnsdóttir, Eria Rut Harðardótt-
ir, Guðrún Þ. Stephensen, Herdís Þor-
valdsdóttir og Helga Bachmann.
17.05 Bebop orgía! Bein útsending frá
síðari hluta tónleika Jazzkvartetts
Reykjavíkur i tónleikasal Gallis Sólons
Islandus. Á efnisskránni eru verk eftir
helstu höfunda bebop-timabilsins.
18.00 Hús eru hættuleg, smásaga eftir
Elísabetu Jökulsdóttur. Höfundur les.
18.48 Dánariregnir. Auglýsingar.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Auglýsingar. Veðuriregnir.
19.35 Djassþáttur. Umsjón: Jón Múli
Árnason.
20.20 Laufskálinn. Umsjón: Finnbogi
Hermannsson.
21.00 Saumastofugleði. Umsjón og
dansstjórn: Hermann Ragnar Stefáns-
son.
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins.
22.07 Nóvellettur eftir Wilhelm Sten-
hammar. Mats Widlund leikur á pianó.
Lestur Passiusálma. Helga Bachmann
les 18. sálm.
22.30 Veðurfregnir.
22.36 Einn maður; & mörg, mörg tungl.
Eftir: Þorstein J.
23.05 Laugardagsflétta. Svanhildur Jak-
obsdóttir fær gest i létt spjall með Ijúf-
um tónum, að þessu sinni Ninu Björk
Árnadóttur skáldkonu.
24.00 Fréttir.
0.10 Sveiflur. Létt lög í dagskráriok.
1.00 Næturútvarp á samtengdum rásum
til morguns.
RÁS2
FM 90,1/94,9
8.05 Stúdió 33. öm Petetsen flytur nor-
ræna dægurtónlist frá Kaupmannahöfn.
9.03 Þetta líf. Þetta líf. Þorsteinn J. Vil-
hjálmsson. Veðurspá kl. 10.45. 11.00
Helgarútgáfan. Umsjón: Lísa Pálsdóttir og
Magnús R. Einarsson. Hvað er að gerast
um helgina? ítarleg dagbók um skemmt-
anir, leikhús og allskonar uppákomur. Ekki-
fréttaauki kl. 14.00. Ekkifréttir vikunnar rif-
jaðar upp og nýjum bætt við. Umsjón:
Haukur Hauks. Tilkynningaskyldan kl.
14.40. Heiðursgestur Helgarútgáfunnar lit-
ur inn kl. 15.00.16.30 Landsleikur i hand-
knattleik: Island - Dsnmörk. Bein lýsing frá
Akureyri. 17.00 Með grátt í vöngum. Gest-
ur Einar Jónasson sér um þáttinn. 19.32
Rokktíöindi. Skúli Helgason segir rokkfrétt-
ir af erlendum vettvangi. 20.30 Ekkifrétta-
auki á laugardegi. 21.00 Vinsældalisti göt-
Sigrún Hjálmtýsdóttir
unnar. Hlustendur velja og kynna uþpá-
haldslögin sin. 22.10 Stungið af. Guðni
Hreinsson. (Frá Akureyri.) Veðurspá kl.
22.30. 0.10 Næturvakt Rásar 2. Umsjón:
Arnar S: Helgason. Næturútvarp á sam-
tengdum rásum til morguns.
Fréttir kl. 7, 8, 9, 10, 12.20, 16, 19, 22
og 24.
NÆTURÚTVARPIÐ
1.30 Veðurfregnir. Næturvakt Rásar 2
heldur áfram. 2.00 Fréttir. 2.05 Vmsaelda-
listi Rásar 2. Andrea Jónsdóttir kynnir. 5.00
Fréttir. 5.05 Næturtónar. 6.00 Fréttir af
veðri, færð og flugsamgöngum. Veð-
urfregnir kl. 6.45 og 7.30. Næturtónar
halda áfram.
AÐALSTÖÐIN
90,9 / 103,2
9.00 Hrafnhildur Björnsdóttir. 13.00
Smúllinn. Davið Þór Jónsson á léttu nótun-
um. Radiusflugur vikunnar endurfluttar.
16.00 t x 2. Getraunaþáttur Aðalstöðvar-
innar. Spjallað um getraunaseöil vikunnar.
Bein lýsing frá BBC. Umsjónarmenn: Sig-
mar Guðmundsson og Lúðvik Öm Stein-
arsson. 19.00 Jóhannes Kristjánsson.
22.00 Næturvaktin, óskalög og kveðjur.
Umsjón: Bjöm Steinbek. 3.00 Voice of
America.
BYLGJAN FM 98,9
7.00 Morguntónar. 9.00 Morgunútvarp á
laugardegi. Fréttirkl. tO, 11 og 12.12.16
Við erum við. Þorsteinn Ásgeirsson og
Ágúst Héðinsson. Létt og vinsæl lög, ný
og gömul. Nokkrir dagskrárgerðarmenn
Bylgjunnar eru á Akureyri og verða með
innslög annað slagið með fréttir af iþrótt-
um og atburðum helgarinnar og hlustað
er eftir hjartslætti mannlifsins. Fréttir kl.
13, 14, 15, 16 og 17. 17.05 Ingibjörg
Gréta Gisladóttir. 19.30 19:19. Fréttir og
veður. 20.00 Pálmi Guðmundsson. 23.00
Hafþór Freyr Sigmundsson. 3.00 Nætur-
vaktin.
BYLGJAN ÍSAFIRÐI
FM 97,9
9.00 Sjá dagskrá Bylgjunnar FM 98,9.
20.00 Kvöldvakt FM 97,9.5.00 Næturvakt
Bylgjunnar.
BROSIÐ FM 96,7
9.00 Jón Gröndal. 13.00 Böðvar Jónsson
og Páll Sævar Guðjónsson. 16.00 Rúnar
Róbertsson. 18.00 Daði Magnússon.
20.00 Sigurþór Þórarinsson 23.00 Nætur-
vakt. 3.00 Næturtónlist.
FM 957 FM 95,7
6.00 Ókynnt tónlist. 9.00 Loksins, laugar-
dagur! Jóhann Jóhannsson, Helga Sigrún
og Rágnar Már. 10.15 Fréttaritari FM í
Bandarikjunum, Valgeir Vilhjálmsson.
10.45 Dagbók dagsins. 11.15 Undarlegt
starisheiti. 12.15 Fréttaritari FM i Þýska-
landi, Ámi Gunnarsson. 13.00 Iþróttafrétt-
ir. 13.15 Viðtal. 14.00 Getraunahomið.
14.30 Matreiðslumeistarinn, Úlfar á Þrem-
ur frökkum. 14.50 Afmælisbarn vikunnar.
15.00 Slegið á strengi, hljómsveit kemur
og spilar órafmagnað i beinni útsendingu.
15.30 Anna og útlitið. 15.45 Næturtifið.
16.00 Hallgrimur Kristinsson. 16.30 Get-
raun. 18.00 Iþróttafréttir. Getraunir. 19.00
Halldór Backman. Partýleikurinn. 22.00
Laugardagsnæturvakt Sigvalda Kaldal-
óns. Partýleikurinn. 3.00 Laugardagsnæt-
urvakt.
SÓLIN FM 100,6
9.00 Bjarni. 13.00 Löður. 17.00 Maggi
M. 19.00 Party Zone. 21.00 Haraldur
Daði og Þór Bæring. 24.00 Hans Steinar.
3.00 Næturdagskrá.
STJARNAN FM 102,2
9.00 Natan Harðarson. Tónlist og óska-
lög. 12.00 Hádegisfréttir. 13.00 Jóhannes
Ágúst. 13.05 Bandariski vinsældalistinn.
15.00 Stjörnulistinn. 20 vinsælustu lögin.
17.00 Siðdegisfréttir. 17.15 Guðmundur
Sigurðsson. 19.30 Kvöldfréttir. 20.00 Ólaf-
ur Schram. 22.00 Davið Guðmundsson.
3.00 Dagskrártok.
Bænastundir kl. 9.30, 13.30, 23.50.