Morgunblaðið - 25.02.1993, Blaðsíða 12
12 C dogskrq
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1993
Ross Perot vill stjórna
eigin sjónvarpsþætti
Larry King má
fara að passa
sig»
frambjóðand-
inn fyrrverandi
vill í sjónvarpið
„Tvær sjónarpsstöðvar hafa
þegar sýnt gífurlegan áhuga,“
segir George Schlatter, einn
nokkurra framleiðenda sem Pe-
rot á nú í viðræðum við. „Þetta
er þátturinn sem okkur vantar
einmitt núna. í honum fær fólk-
ið tækifæri til að tjá sig.“
Arsenio Hall og aðrir sjón-
varpsmenn ogjafnvel Bill Clint-
on þurfa þó sennilega ekki að
VIÐ HINN langa lista þeirra
sem vilja stjórna eigin sjón-
varpsþætti má nú bæta
nafni Ross Perots, fyrrver-
andi forsetaframbjóðanda í
Bandaríkjunum. Milljarða-
mæringurinn frá Texas seg-
ist vilja stjórna málefnaleg-
um þætti sem áhorfendur
geti hringt inn I og viðrað
skoðanir sínar á hitamálum
þjóðfélagsins.
fara að hafa áhyggjur strax.
Engin sjónvarpsstöðvanna vill
viðurkenna að hafa rætt við
Perot um að hann stjórni sjón-
varpsþætti. Talsmenn NBC hafa
viðurkennt að hafa stungið upp
á Perot til að annast fréttaskýr-
ingar á einni kapalsjónvarps-
stöðva sinna, CNBC, en segja
að NBC sjálf hafi aldrei verið
inni í myndinni. Talsmaður ABC
segir að einu viðræðumar sem
stöðin hafi átt við Perot hafi
verið um upplýsinga-auglýsingar
(infomercials) en það sem Perot
sé að tala um sé allt annar hand-
leggur. Talsmaður CBS segir:
„Hann er bara að þyrla upp ryki.“
Hver sem sannleikurinn í mál-
inu er þá vekur hugmyndin um
að Ross Perot stýri sjónvarps-
þætti um þjóðfélagsmál a.m.k.
mikla athygli og umtal. Sjón-
varpsmaðurinn Larry King, sem
hlaut metáhorf á þátt sinn þegar
Perot var gestur hjá honum, seg-
ir að „hryllingurinn frá Texas“
geti borgað sig. „Ég þori alveg
að veðja á hann,“ segir King.
„Hann hefur þau áhrif að þú
verður að horfa, þú getur ekki
slökkt. Það eru töfrar og á þá
verður hönd ekki fest.“
Spielberg setur
risaeðlubann
Enginn má tala
um nýjustu
mynd
leikstjórans
Ekki má minnast á risaeðlur nálægt
leikstjóranum Steven Spielberg þessa
dagana. Hann hefur fyrirskipað risa-
eðlubann meðal leikara og allra ann-
arra sem starfa að gerð myndarinnar
Jurassic Park.
Jurassic Park er byggð á metsölubók
Miehaels Chrichtons sem fjallar m.a. um
riðsaeðlur. „Steven vill að þetta verði eins
og með E.T. þegar engar myndir birtust
af geimverunni fyrr en myndin var frum-
sýnd,“ segir einn innanbúðarmaður. „Það
eina sem gæti gerst er að ef til vill á eftir
að sjást fótspor, hali eða skuggi í auglýs-
ingaherferðum."
Til að tryggja að ekkert leki út þurfa
Hinn þögli— Steven
Spielberg
allir sem vinna að myndinni að bera sér-
stök öryggisskírteini og öll fyrirtæki sem
skipta við framleiðendur þurftu að undir-
skrifa þagnareiða. Aðalleikarar myndar-
innar, Jeff Goldblum og Laura Dern mega
ekki tala af sér í viðtölum og segir talsmað-
ur Spielbergs, Marvin Levy að allir séu
samtaka um þetta mál. „Menn gera sér
grein fyrir að annars gætu þeir lent í bráðri
útrýmingarhættu, eins og risaeðlurnar
voru í á sínum tíma og allir vita hvernig
fór fyrir þeim!“
Vasamynd-
bandstæki í
framleiðslu
hjá Sony
Verða fyrst um
sinn notuð í
farþegaflugi
MYNDBANDSTÆKI, sam-
bærilegt við það sem kallað
hefur verið vasadiskó (Walk-
man), þ.e. vasamyndbands-
tæki er nú í framleiðslu hjá
Sony. Talsmenn fyrirtækisins
tilkynntu um þetta fyrr í mán-
uðinum.
Myndbandstækið er búið gler-
augum með tveimur agnarsmáum
skjám. Tækni þess gæti bráðlega
gert fólki kleift að horfa á sitt eig-
ið ferðabíó.
Prufutækið er innan við hálft
kíló á þyngd og skjáirnir, sem eru
með kristalvökva og eru hvor um
sig minni en 2,5 cm í þvermál, eru
stækkaðir upp með linsum þannig
að áhorfandinn sér eina stóra
mynd. Hljóðið berst í gegnum
venjuleg heyrnartól.
Til að byija með er líklegt að vasa-
myndbandstækin verði notuð í flug-
vélum þannig að hver farþegi geti
haft sinn einkaskjá og
horft á hann án truflun-
ar en líklegt er að nokk-
ur ár líði áður en gler-
augun verða sett á al-
mennan markað.
í marshefti tímarits-
ins What Video segir frá
því að bandarískt fyrir-
tæki, Virtual Vision,
hafi einnig þróað svipuð
skjágleraugu og muni
þau koma á markað í
apríl nk. og kosta innan
við 700 Bandaríkjadali
(u.þ.b. 45.000 kr.).
Við framleiðslu skjá-
gleraugnanna er notuð
tækni sem fyrst var þró-
uð til að þjálfa flug-
menn. „Þegar þú setur
á þig gleraugun, þá
sérðu raunverulegt um-
hverfi auk þess að sjá
sjónvarpsmyndina fljót-
andi í geimnum,“ segir
forstjóri Virtual Vision,
Gordon Kuenster.
BÍÓIIM í BORGINNI
Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson
BÍÓBORGIIM
Umsátrið ★ ★ 'h
Það vefst ekki fyrir neinum hvert
„Die Hard á skipi“ sækir fyrirmynd-
ina. Sæmileg eftirlíking og ágæt af-
þreying.
Háskaleg kynni ★ ★ 'h
Endirinn er afsleppur en myndin engu
að síður óvenju raunsæ lýsing á
hremmingum meðaljóns sem leikinn
er trúverðuglega af Kevin Kline.
Aleinn heima 2 - Týndur í New
York ★★★
Úthugsaður iðnaðarvarningur úr
Hughes-verksmiðjunni sem nær fylli-
lega tilgangi sínum; kemur gestum í
gott skap. Skúrkarnir firnagóðir.
Myndin er betri en forverinn.
Lífvörðurinn ★★
Skemmtiðnaður og sápuópera í bland.
Eitthvað fyrir alla.
BÍÓHÖLLIN
Umsátríð (sjá Bíóborgina)
Háskaleg kynni (sjá Bíóborgina).
Aleinn heima 2 (sjá Bíóborgina).
Á lausu ★★
Saga um einhleypa sem vilja vera á
föstu. Mestanpart góður leikur áhuga-
verðs leikhóps og ágæt hippatilfínning
en svo verður myndin bara venjuleg,
margtuggin ástarsaga.
Systragervi ★★★
Vitnið Goldberg er falin um sinn í
nunnuklaustri þar sem hún tekur við
kórstjóminni. Áreynsiulaust grín og
gaman.
Lífvörðurinn (sjá Bíóborgina)
HÁSKÓLABÍÓ
Elskhuginn ★ ★ 'h
Erótísk ástarsaga frá Indókína í leik-
stjóm Jean - Jacques Annaud um
kynferðislegt samband ungrar
franskrar stúlku og helmingi eldri
Kínverja. Umdeild fyrir hispursleysi
enda Annaud sérstakur raunsæismað-
ur.
Laumuspil ★★★
Hér fæst svar við því hvers vegna
mannfólkið tekur Hollywoodafþrey-
ingu fram yfir flestar aðrar kvikmynd-
ir. Fagmennska í fyrirrúmi og stjörn-
uskari prýða myndina.
Einiberjatréð ★ ★ 'h
Dulúðugur nomaseiður eftir banda-
rískan leikstjóra með íslenskum
leikurum sem leika á ensku yfir ís-
lenskum texta. Athyglisvert en seig-
fljótandi efni.
Baðdagurinn mikli ★★★
Skin og skúrir einkenna þessa ágætu
dönsku fjölskyldumynd um sumar í
lífí ungs drengs á þriðja áratugnum.
Clausen bestur í skemmtilegum leik-
hópi.
Forboðin spor ★★
Hrífandi skemmtun á meðan dansinn
dunar en þunnildisleg þess fyrir utan.
Karlakórinn Hekla ★★
Bestu stundir Kariakórsins Heklu era
söngatriðin þegar kórinn syngur sig
inní hjörtu áhorfenda. Gamanþáttur-
inn brokkgengur.
Howards End ★★★
Frábærlega vel leikin og gerð bíóút-
gáfa af sögu E.M. Forsters sem ger-
ist um aldamótin síðustu. Bókmennta-
leg, bresk og býsna skondin.
LAUGARÁSBÍÓ
Geðklofinn ★★★
Brian De Palma er aftur kominn á
fomar slóðir sálfræðitryllisins og þótt
hann hafí notað flest af þessu áður
gerir hann það með glans. John
Lithgow er stórkostlegur sem fjórskipt
persóna.
Rauði þráðurinn ★★
Spennumynd sem byggir á óvæntum
endi en verður aldrei neitt mjög spenn-
andi og leikaramir ná ekki alveg tök-
um á persónunum.
Nemo litli ★★★
Ungur drengur bjargar draumaland-
inu frá glötun í fallegri og hæfilega
ógnvekjandi teiknimynd fyrir yngri
kynslóðina. Talsetningin ómetanlegt
innlegg.
REGNBOGINN
Svikahrappurinn 'h
Ótrúleg mistök. Jafnvel Jack Nichol-
son bregst í andlausri og illa gerðri
gamanmynd.
Svikráð ★★★
Sláandi raunsæ og ofbeldisfull glæpa-
mynd um uppgjör bófaflokks í yfír-
gefnu vörahúsi. Frábærir leikarar
undir öflugri leikstjórn Quentins Tar-
antinos sýna okkur inní helvíti glæp-
anna.
Rithöfundur á ystu nöf ★★★
Cronenberg hefur tekist að gera at-
hyglisverða og einstaka mynd eftir
hinni sjálfsævisögulegu og þar af leið-
andi kolragluðu sögu Williams Burro-
ughs. Hneykslar eða heillar.
Síðasti Móhíkaninn ★★★★
Frábærlega gerð ævintýramynd,
spennandi, rómantísk og skemmtileg.
Day-Lewis er kostulegur í titilhlut-
verkinu og Michael Mann fær prik
fyrir góða leikstjórn.
Tommi og Jenni mála bæinn
rauðann ★★
Lítið fer fyrir gamla góða ástar/hat-
urs sambandi félaganna í mynd sem
einkum ætti að hugnast yngsta fólk-
inu.
Miðjarðarhafið ★★★
Dátar fínna draumalandið í Eyjahaf-
inu á tímum seinni heimstyijaldarinn-
ar. Afar vel leikin, hlý og mannleg
óskarsverðlaunamynd. Sannkallaður
sólargeisli í skammdeginu.
Sódóma Reykjavík ★★★
Þrælskemmtileg gamanmynd eftir
hugmyndaríkan húmorista um álappa-
legar glæpaklíkur sem takast á í
Reykjavík. Leikhópurinn er góður og
frásögnin hröð. Ekta grín- og gys-
mynd.
SAGABÍÓ
Casablanca ★★★★
Hin eina og sanna.
Farþegi 57 ★ ★ 'h
Hryðjuverkamenn og þrjóskur örygg-
isvörður takast á í háloftunum í mynd
sem geislar ekki beint af framleika
en afgreiðir málin sómasamlega.
STJÖRNUBÍÓ
Drakúla ★★★
Coppola er að hressast. Drakúla er
engan veginn gallalaus en engu að
síður mikil upplifun fyrir augu og
eyra.
Hjónabandssæla ★ ★ 'h
Hvað er þetta sem kallað er ást?
Margumtöluð mynd Allens er einkar
áhugaverð krafning á nútíma hjóna-
bandi, leikaraliðið er frábært og þú
getur ekki annað en borið hana saman
við atburði síðasta sumars.
Þrumuhjarta ★★★
Einkar athyglisverður samsæristryllir
sem gerist á verndarsvæðum indjána
og minnir á sögu þeirra og arfleifð
um leið og flétt er ofan af sakamálun-
um. Val Kilmer er góður.
Heiðursmenn ★ ★ ★ 'h
Spennandi og stórskemmtilegt réttar-
haldsdrama með frábæram leikurum
í hveiju hlutverki. Nicholson er stór-
kostlegur.