Morgunblaðið - 04.03.1993, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1993
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1993
29
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggssop,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið.
Átak til að auka
lestur ungs fólks
Bókasamband íslands hefur
ákveðið með stuðningi
menntamálaráðuneytis,
Morgunblaðsins, DV, Rásar
1, Rásar 2 og Sjónvarpsins,
svo og Skólastjórafélags ís-
lands og Félags móðurmáls-
kennara, að efna til átaks til
að fá ungt fólk til þess að
lesa fleiri bækur. Atakið felst
í leik eða keppni meðal grunn-
skólanema á öllum aldri, þar
sem allir bekkir keppa og
verða sigurvegarar í hveijum
aldursflokki þeir bekkir, sem
flestar bækur lesa. Átakið
heitir Lestrarkeppnin mikla
og var frá því skýrt í blaðinu
á miðvikudag í fyrri viku.
íslendingar hafa löngum
við hátíðleg tækifæri státað
sig af að vera mesta bókaþjóð
veraldar og hefur fjöldi útgef-
inna bóka og bóksala á Is-
landi stutt þá röksemd, að
engin þjóð lesi og gefí út fleiri
bækur en við. Er þá að sjálf-
sögðu átt við höfðatöluregl-
una, en hún er eini mælikvarð-
inn, sem smáþjóðir geta haft
í viðmiðun við stórþjóðirnar.
Það var því nokkurt reiðar-
slag, er Skíma, málgagn móð-
urmálskennara, birti nýlega
könnun um bóklestur barna
og unglinga, sem Þorbjöm
Broddason dósent hafði gert.
Þar kemur fram, að bóklestur
ungmenna hafí verið 40%
minni á árinu 1991 en 1985.
íslenzkir bókaútgefendur
hafa að sjálfsögðu miklar
áhyggjur af þessum niður-
stöðum og þeir telja þetta
öfugþróun, eins og Jóhann
Páll Valdimarsson, formaður
Félags íslenzkra bókaútgef-
enda, lýsti í fréttaviðtali við
Morgunblaðið vegna þessara
mála 5. febrúar síðastliðinn.
Bókaútgefendur hafa fylgzt
með þessari uggvænlegu þró-
un og rætt hana sín í milli.
Bókaútgefendur telja ung-
mennin vera framtíðarlesend-
ur á íslenzkum bókamarkaði'.
Því hefðu þeir á síðastliðnu
ári tekið formlega ákvörðun
um að beina þeirri orku og
þeim J^ármunum, sem þeir
hefðu til ráðstöfunar, framar
öðru til að auka bóklestur
barna og unglinga. í því skyni
leituðu þeir eftir samstarfi við
skóla- og fræðsluyfírvöld, svo
og fjölmiðla, en þróunin hlyti
einnig að vera þeim áhyggju-
efni.
Hin síðari ár hafa verið
uppi ýmsar kenningar um
ástæður þess, að minna er
lesið af bókum. Öruggt má
telja að helztu ástæður þess
séu að nú gefst kostur á mun
fleiri tegundum af dægradvöl
meðal ungmenna en áður.
Sjónvarp, kvikmyndir og
tækni, sem gerir þær að gest-
um á hveiju heimili, taka sinn
tímatoll frá bókinni og niður-
staðan er sú, að ungt fólk les
minna. Svo rammt hefur
kveðið að þessu, að sumir
hafa talað um ólæsi meðal
ungmenna, sem áður var nær
óþekkt meðal menningar-
þjóða. Eitt er víst, að ungt
fólk nú elst upp við mun meira
og fjölbreyttara myndmál en
fyrri kynslóðir gerðu.
Lestrarkeppnin mikla er
mikilvæg tilraun til þess að
snúa þróun síðustu ára við og
mikils er um vert að hún tak-
ist vel. Forn íslenzkur máls-
háttur segir: „Blindur er bók-
laus maður“, og er hollt að
hafa hann í huga í þessu sam-
bandi. Undirtektir þeirra að-
ila, sem styðja þetta átak, eru
einnig lofsverðar, en í þessu
sambandi má einnig á það
minna, að þingmenn Evrópu-
þingsins í Strassborg hvöttu
til þess um miðjan janúarmán-
uð, að virðisaukaskattur yrði
afnuminn af bókum, dagblöð-
um og tímaritum innan Evr-
ópubandalagsins til þess að
stuðla að auknum lestri fólks.
Þingið hefur að vísu ekki vald
til þess að taka ákvörðun um
afnám skattsins, en beindi
málinu áfram til fram-
kvæmdastjómar EB, sem
semur sameiginleg íög og
reglur bandalagsins. Ályktun
var samþykkt í kjölfar um-
ræðna um skýrslu, sem ijall-
aði um hvernig örva mætti
lestur í bandalagsríkjunum,
en í henni kom m.a. fram, að
í suðurhluta EB lesa 40% íbúa
ekki bækur og í norðurhlutan-
um 20%. Þetta er því vanda-
mál, sem einskorðast ekki við
ísland.
Það er því ljóst, að áhyggj-
ur af þessari þróun síðustu
ára eru ekki eingöngu þeirra,
sem standa að Lestrarkeppn-
inni miklu. Allir þeir, sem láta
sig menningarstig þjóðarinnar
varða, ættu að taka höndum
saman og hvetja til lestrar,
sem er ekki aðeins skemmti-
leg dægradvöl, heldur og
fræðandi og ódýr. Því skal það
brýnt, að „bók er bezt vina“.
Síbrotaunglingar uiinu spellvirki á sex sumarbústöðum
Atferli óskilj anlegt
öllu venjulegri fólki
- segir eigandi bústaðar sem var gjöreyðilagður
SEX UNGLINGAR, 14-17 ára, voru handteknir í Meðalfells-
landi í Kjós í gær eftir að tilkynnt hafði verið til lögreglu að
þeir hefðu brotist inn í sumarbústaði á svæðinu. Unglingarnir
unnu miklar skemmdir á bústöðunum og lögðu einn þeirra nán-
ast í rúst. Þá stálu þeir tveimur bílum. Um er að ræða síbro-
taunglinga sem vistaðir hafa verið á unglingaheimOum. Lögregl-
an þrýstir mjög á um að tekið verði á vandamálum tengdum
þessum unglingum, en engin stofnun er til að vista þá lengur en
í tvo sólarhringa.
Um er að ræða fjóra pilta og tvær
stúlkur á aldrinum 14-17 ára. Talið
er hugsanlegt að fímmti pilturinn
hafi verið með þeim í för en sloppið
burt á stolnum bíl. Öll eru þau þekkt
af afbrotum og óreglu. Lögreglu
barst tilkynning um málið um klukk-
an hálfellefu í gærmorgun en þá
hafði fólk á ferð um Meðalfellsland-
ið orðið vart við atferli þeirra. Lög-
reglan kom fljótlega á staðinn og
voru þá þrír piltanna nýlega búnir
að ná sér í fjórhjól í áhaldaskúr við
einn bústaðinn og voru að aka á því
um lóðina en veittu ekki teljandi
mótspyrnu við handtökuna. Ungl-
ingarnir voru mjög ölvaðir og höfðu
setið við drykkju í einum bústaðnum.
í öllum bústöðunum sem brotist
hafði ’verið inn í höfðu verið unnar
skemmdir en einn þeirra, bústaður
Bjöms Traustasonar bygginga-
meistara, hafði nánast verið lagður
í rúst.
Þar hafði stolnum Saab-bíl sem
hópurinn var á verið ekið í gegnum
öflugt hlið úr 2 tommu rörum og
bíllinn ekki stöðvaður fyrr en hann
Gróðurspjöll
UNGLINGARNIR óku stolnum bíl
um lóð sumarbústaðarins og
skemmdu tré, grasflöt og fána-
stöng, auk þess að aka á bústaðinn
sjálfan.
skall á verönd bústaðarins. Síðan
hafði verið ekið fram og aftur um
lóðina og tijágróður og fánastöng
stórskemmd. Bústaðurinn sjálfur var
tæplega fokheldur eftir unglingana.
Allar rúður sem eru úr tvöföldu gleri
höfðu verið brotnar, en þó aðeins
innra byrði í einni. Salemi og sturtu-
klefi hafði verið brotinn, blöndunar-
tæki einnig. Stólar höfðu verið
brotnir, sængurföt tætt, lampar
mölvaðir og rifnir úr festingum
þannig að rafleiðslur drógust úr
veggjum. ísskáp hafði verið velt við
og hjólsög sem hafði fundist á staðn-
um hafði verið ræst og sagað í viðar-
klædda veggi hússins með henni.
Stolni Saab-bíllinn var einnig stór-
skemmdur.
„Maður missir andlitið"
Björn Traustason,
byggingameistari og eigandi
bústaðarins, sagðist aldrei hafa séð
önnur eins ummerki og eftir þessa
unglinga. „Maður missir andlitið
þegar maður sér svona,“ sagði hann.
Björn sagðist ótryggður fyrir
heimsóknum af þessu tagi. Hann
kvaðst mundu byggja upp húsið að
nýju en tjón hans er án efa á aðra
milljón króna.
Einhveijir unglinganna sem fyrir
spjöllunum stóðu eru hinir sömu og
bmtust inn í bústað Bjöms og fleiri
bústaði við vatnið fyrir hálfum mán-
uði, en þá vom þau handtekin á leið
af staðnum. Bjöm vildi ekki geta sér
Morgunblaðið/Júlíus
Gjöreyðilegging
ALLT var eyðilagt sem skemmdarvargarnir fengu hönd á fest, jafnt
naglföst hreinlætistæki, lampar og stólar, sængurver og gardínur.
til um hvort að um hefndaraðgerðir
vegna þess atviks hefði verið að
ræða, en sagði atferli af þessu tagi
óskiljanlegt öllu venjulegu fólki.
„Eg veit ekki hvernig þetta þjóðfé-
lag okkar er að verða,“ sagði Bjöm.
„Eg held að ráðamenn verði að fara
að setja lög til þess að það sé hægt
að taka á málum svona fólks, því
eins og er er lögreglan hálfvopnlaus
í baráttunni við þetta fólk.“
Timi orða liðinn
Ekki hafði verið hægt að yfir-
heyra unglingana í gær vegria
ástands þeirra. Ómar Smári Ár-
mannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn
segir að innbrot hafi sannast á þenn-
an hóp hvað eftir annað, og lögregl-
an hafi barist fyrir því lengi að fá
önnur úrræði gagnvart honum en
hingað til hefur verið beitt. Ungling-
amir hafa verið vistaðir á unglinga-
heimili ríkisins í Efstasundi, sem er
í eðli sínu opin deild til tveggja sólar-
hringa, að sögn Ómars Smára.
„Við höfum barist við kerfið núna
í samfellt einn mánuð, en hófum
fyrst að vekja athygli á vandanum
1989, vegna breytingar sem við urð-
um varir við á hegðun viss hóps
unglinga í miðbæ Reykjavíkur. Það
em allir sammála um nauðsyn þess
að fá lokaða deild til að vista ungl-
inga lengur en verið hefur. Þetta
mál undirstrikar enn þörfina á því
að þessu úrræði verði komið á. Tími
orðanna er liðinn. Það fer enginn í
grafgötur með það hver vandinn er
og menn em sammála um hvaða
úrræðum eigi að beita,“ sagði Ómar
Smári.
Út á götu á ný?
Hann sagði að barnaverndaryfir-
völd fengju unglingana í sínar hend-
ur og væntanlega héldi sama ferlið
áfram, unglingamir yrðu komnir út
á götu innan tveggja daga og héldu
áfram uppteknum hætti.
Ómar Smári sagði að um væri að
ræða 10-15 unglinga í síbrotum,
og það væri knýjandi þörf fyrir við-
eigandi stofnun fyrir þennan hóp.
Ráðstefna í Kaupmannahöfn á vegum Evrópubandalagsins um öldrunarmál
„Tímabært aö líta á aldraða sem
eínstaklinga en ekki sem tegnnd“
Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
RÁÐSTEFNU um öldrunarmál á vegum EB og fleiri aðila í Kaupmanna-
höfn lauk í gær. Á ráðstefnunni hefur verið rætt um ný viðhorf í málum
aldraðra, sem felast ekki sist í að virkjá aldraða í eigin málum. Um
fímmtíu íslenskir þátttakendur sóttu ráðstefnuna úr öllum þeim samtök-
um er fara með mál aldraðra.
Sigurður Guðmundsson, prestur í
Hafnarfirði, er einn ráðstefnugesta,
en hann hefur um árabil haft af-
skipti af málum aldraðra, var formað-
ur Öldrunarráðs íslands í tíu ár og
var í forsvari fyrir byggingu hjúkrun-
arheimilisins Skjóls og nú síðast fyrir
Eir, sem er að taka til starfa um
þessar mundir. í samtali við Morgun-
blaðið sagðist hann gjaman vitna í
Huldu Stefánsdóttur frá Akureyri,
þegar málefni aldraðra bæru á góma,
en hún hefði sagt að verst af öllu
væri fyrirlitningin. Oft kæmi ómeðvit-
uð fyrirlitning fram í tilhneigingu til
að ráðskast með málefni aldraðra án
þess að spyija þá sjálfa.
Réttur aldraðra til að ráða
málum sínum sjálfir
Sigurður er formaður NORSAM,
norrænna samtaka aldraðra og aðila,
er vinna að málefnum aldraðra, en
þau stóðu að ráðstefnunni ásamt EB.
Hann flutti erindi við opnunina og
fjallaði um þau verðmæti er aldraðir
hafa fram að færa. Sigurður sagði
að aldraðir byggju yfir bæði félags-
legum og siðrænum verðmætum, sem
ekki skiluðu sér til þjóðfélagsins,
nema þeir sjálfir kæmu þeim áleiðis.
„Það er rangt að líta á ellina sem
sjúkdóm," sagði hann. „Ef menn
halda heilsu, þá eru aldraðir ekki síð-
ur verðmætir fyrir þjóðfélagið en þeir
sem yngri eru.“
Á ráðstefnunni hafa verið lagðar
fram skýrslur og efni um aðbúnað
aldraðra alls staðar í Evrópu. Sigurð-
ur sagði að við þann samanburð þætti
sér merkilegt að sjá hve vel íslending-
ar stæðu að vígi í öldrunarmálum
hvað snerti íbúðamál og þjónustu
stofnana og sveitarfélaga. „En íslend-
ingar hafa lítið rætt um rétt aldraðra
til að ráða málum sínum sjálfir. Það
er tilhneiging til að ræða um aldraða
sem hluti, í stað þess að hugsa um
þá sem virka einstaklinga. Hvað ytri
aðbúnað snertir stöndum við vel að
vígi, en erum aftarlega í umræðu um
réttindi og skyldur aldraðra.“
Norðurlöndin standa mjög framar-
lega í öldrunarþjónustu og Sigurður
sagði að þangað leituðu aðrar þjóðir
eftir ráðleggingum og fyrirmynd.
NORSAM hefur til dæmis veitt Eyst-
rasaltsríkjunum ráðgjöf um þessi mál
og þá fyrst og fremst um hvernig
hægt sé að aðstoða aldraða, án þess
að troða á þeim og setja alla undir
sama hátt. I Noregi eru kosin ráð
aldraðra, sem hafa umsögn um allar
framkvæmdir fyrir aldraða. í Svíþjóð
og Danmörku hafa aldraðir sömuleið-
is mikil áhrif á framkvæmdir í sína
þágu, en minnst á íslandi og í Finn-
landi.
Að eldast er að þroskast
í fyrradag fóru ráðstefnugestir yfir
til Málmeyjar til að kynna sér öldrun-
arstefnu Svía. Þar var kynnt átak,
sem hefur verið gert undir slagorðinu
„Að eldast er að þroskast". Sigurður
sagði að þar hefði verið lögð áhersla
á fræðslu og á marga lund hefði tek-
ist að virkja ellilífeyrisþega. „Oft er
sagt að erfitt sé að fá gamalt fólk
til að breyta lífsvenjum sínum eins
og til dæmis mataræði. í Norður-Sví-
þjóð voru búðir fengnar til að merkja
sérstaklega fitusnautt og trefjaríkt
fæði, auk þess sem aldraðir voru
fræddir um skynsamlegt mataræði.
Með þessu átaki tókst að breyta mat-
arvenjum svo merkjanlegt var á
heilsufari á svæðinu. Þetta er gott
dæmi um hverju hægt er að fá áork-
að, líka þegar gamalt fólk á í hlut.“
Sigurður sagði að víða um lönd
hefðu aldraðir stofnað samtök til að
koma sjónarmiðum sínum á framfæri
og sums staðar eru jafnvel til stjórn-
málaflokkar aldraðra. Sigurður sagði
að engin sambærileg hreyfing væri
til á Islandi og sér þætti enn vanta
á að aldraðir íslendingar mætu sjálfa
sig nægilega, of margir skömmuðust
sín fyrir sjálfa sig og aldurinn. Félag
eldri borgara er mjög virkt, en sinnir
fyrst og fremst félagsstarfi, ekki
sjálfsákvörðunarrétti aldraðra. Mikið
vantaði á að aldraðir Islendingar
hugsuðu um sig sem athafnasama
einstaklinga. Ekki væri nóg að und-
irbúa ellina eingöngu út frá því hvað
viðkomandi gæti gert fyrir sjálfan
sig, heldur ætti að hugsa um hvað
hægt væri að láta af sér leiða. Rann-
sóknir sýndu að fólk sem hefði hlotið
menntun og fylgst með væri oft upp
á sitt besta eftir fimmtugt.
Á ráðstefnunni var einnig komið
inn á áhrif atvinnuleysis á eftirlauna-
aldur, því víða hefur verið gripið til
að setja fólk á eftirlaun jafnvel um
fimmtugt til að rýma til á vinnumark-
aðnum. Þá situr fólk uppi með óhemj-
umikinn frítíma, sem því gengur oft
illa að ráðstafa. Ljóst er að eins og
ástandið er nú í Evrópu er þetta vax-
andi vandamál.
Aldraðir ólíkir hver öðrum
Anna Þrúður Þorkelsdóttir er ein
íslensku fulltrúanna á öldrunarráð-
stefnu EB. Hún vinnur við öldrunar-
þjónustudeild félagsmálastofnunar,
auk þess sem hún situr í stjórn Rauða
krossins en á vegum hans sótti hún
ráðstefnuna. Hún sagði að sér væri
ræða Mimi Jakobsen, atvinnuráð-
herra, minnisstæðust, en hún talaði
við opnun ráðstefnunnar.
Ráðherrann fjallaði um einangrun
og einsemd aldraðra og sagði hana
vera einn mesta vanda Dana í umönn-
un aldraðra, þó rannsóknir sýni að
aldraðir Danir séu vel staddir að þessu
leyti. Anna Þrúður sagði að oft væri
talað um aldraða sem einn hóp, rétt
eins og sömu úrræðin ættu við þá
alla. Því hefði sér þótt gott að heyra
ráðherrann segja að aldraðir ættu
aðeins eitt sameiginlegt og það væri
hve ólíkir þeir væru innbyrðis.
Anna Þrúður sagði að sér þætti
áhugaverðast að heyra því haldið á
lofti að hver einstaklingur bæri
ábyrgð á eigin lífí. Við 67 ára aldur
félli viðkomandi ekki sjálfkrafa inn í
gráan massa, þar sem allir væru eins,
heldur bæri áfram ábyrgð á eigin lífi.
Miklu máli skipti að beijast gegn
neikvæðri sjálfsímynd. Viðhorfið til
aldraðra þyrfti að breytast en ekki
síst þyrfti viðhorf aldraðra til sjálfra
sín að breytast. Ekki ætti að heyrast
gigtartal og vanmetakennd vegna hás
aldurs, heldur ætti fólk að hugsa um
hvernig það vildi lifa lífinu. Og ekki
mætti gleyma því að aldrei væri of
seint að læra.
Heilsan skipti miklu máli en Anna
Þrúður undirstrikaði að ekki þýddi
að halda líkamanum í þjálfun, ef heil-
inn og hugsunarhátturinn fylgdi ekki
með. Á ráðstefnunni sagði hún að
sagt hefði verið frá bandarískum sam-
tölum, sem kalla sig OPAL, sem er
skammstöfun fyrir „Old People, Ac-
tive Live“. En opal er líka nafn á
eðalsteini, svo sér þætti gaman að
heyra fólk tala um sig sem opal og
nokkrir íslensku þátttakendanna
hefðu skemmt sér við að finna ís-
lenskt heiti, sem félli að opal og hefðu
dottið niður á Okkar prýði, aldur með
lífi. Að lokum sagði Anna Þrúður að
lærdómurinn af ráðstefnunni væri
gott vegarnesti.
Hjálp til að búa heima
Þóra Þorleifsdóttir, sem situr í
Framkvæmdastjórn aldraðra, sagði
að eftir ráðstefnuna kæmi vel fram
hve vel íslendingar hafa staðið sig í
öldrunarmálum, enda hefði mikið ver-
ið gert á undanförnum árum. Eftir
nýlega endurskoðun laga um málefni
aldraðra beindist athyglin nú að heim-
ilishjálp, svo aldraðir gætu verið sem
lengst heima hjá sér. Engin regla
væri til í þessu, en venjulega væri
best að aldraðir gætu búið heima eins
lengi og unnt væri. Á íslandi væri
þetta sérlega eftirsóknarvert, því stór
hluti aldraðra byggi í eigin húsnæði.
Lengi vel sáu húsmæður um
umönnun aldraðra, en þegar þær
ynnu úti væri þeim vinnukrafti ekki
til að dreifa. Þóra sagðit álíta skyn-
samlegt að stofna brautir í fjölbrauta-
skólunum fyrir þá sem vildu sinna
heimahjúkrun. Það gæti verið fyrsta
skrefið í að viðurkenna heimahjúkrun
sem starf, en erfitt er að fá stöðugan
vinnukraft í heimahjúkrun.
Þóra sagði að með vaxandi kreppu
og atvinnuleysi breyttist framtíðar-
sýnin um velferðarþjóðfélagið, sem
áður blasti við. Þó hún vildi nauðug
huga að hvar ætti að spara, þýddi
ekki að loka augunum fyrir þessari
staðreynd. Ekki mætti draga úr
hjúkrunarþjónustu við aldraða, svo
athyglin beindist að félagssviðinu og
hvort ekki mætti koma félagsþjón-
ustunni fyrir hjá fijálsum félagasam-
tökum, sem aldraðir sjálfir gætu átt
þátt í að byggja upp.
Einstaklingar en ekki tegund
Margrét S. Einarsdóttir er for-
stöðukona fyrir þjónustuíbúðum aldr-
aðra á Dalbraut 27. Hún sagði tíma-
bært að líta á aldraða sem einstakl-
inga en ekki sem tegund. Gaman
væri að sjá hve margir aldraðir væru
á ráðstefnunni. Þeir ættu einmitt að
gera hlutina sjálfír, því þeir þekktu
þarfir sínar best sjálfir. Þjónustuíbúð-
irnar eru reknar með þetta í huga,
því íbúarnir eru fjárhagslega sjálf-
stæðir og velja sjálfir þá þjónustu sem
þeir kjósa.
Margrét sagði líka ánægjulegt að
sjá að Islendingar eins og hinar Norð-
urlandaþjóðirnar hefðu ýmsu að miðla
í öldrunarmálum. Þó vantaði að ís-
lenskir aldraðir byggðu nægilega upp
eigið félagslíf, en Margrét sagðist
halda að þar væru breytingar í nánd,
því þeir sem nú væru ungir eða að
komast á eftirlaunaaldur ættu örugg-
lega eftir að taka öðruvísi á málunum.
42. ÞING NORÐURLANDARAÐS
Nauðsyn er á frí-
verslunarsamn-
ingi um saltsíld
Jón Sigxtrðsson á fundi utanríkisvið-
skiptaráðherra Norðurlandanna
Ósló. Frá Ólafi Þ. Stephensen, blaðamanni Morgunblaðsins.
JÓN Sigurðsson viðskiptaráðherra lagði á það áherzlu á fundi
utanríkisviðskiptaráðherra Norðurlandanna í Ósló í gær að hags-
muna Islendinga varðandi fríverzlun með saltsíld yrði gætt í aðild-
arviðræðum Norðmanna, Svía og Finna við Evrópubandalagið.
Verzlun með físk er frjáls innan EFTA, en tollfrelsi fyrir saltsíld
fékksf ekki í samningunum við Evrópubandalagið um Evrópska
efnahagssvæðið. Þess vegna gætu skapazt erfiðleikar á mikilvæg-
um saltsíldarmörkuðum í Svíþjóð og Finnlandi ef þessi lönd gengju
I EB án þess að gerður yrði fríverzlunarsamningur um saltsíldina.
Jón Sigurðsson sagði á blaða-
mannafundi ráðherranna í gær
að íslendingar myndu fylgjast af
áhuga með aðildarviðræðum
Norðurlandanna þriggja, ekki sízt
varðandi fískveiðar og orkumál,
sem rætt yrði um í viðræðum
Norðmanna við EB.
Hverfi ekki á bak við tollmúra
EB
Jón sagði að nauðsynlegt væri
að sú fríverzlun með fisk, sem
komið hefði verið á í EFTA og á
Norðurlöndunum, biði ekki
hnekki vegna inngöngu EFTA-
ríkja í EB. „Við viljum ekki sjá
norræna vini okkar hverfa á bak
við tollmúra EB, til dæmis gagn-
vart íslenzkri síld,“ sagði Jón.
Utanríkisviðskiptaráðherrar
Svíþjóðar og Finnlands, þeir Ulf
Dinkelspiel og Pertti Salolainen,
viku sér undan því að svara spum-
ingu blaðamanns Morgunblaðsins
um það hvaða afstöðu þeir tækju
til óska íslendinga. Björn Tore
Godal, utanríkisviðskiptaráðherra
Noregs, sagði hins vegar að fund-
in hefði verið lausn á fisksölumál-
um íslendinga þegar Danmörk
gekk í Evrópubandalagið 1972
■ ÓLAFUR G. Einarsson
menntamálaráðherra tók jákvætt
í hugmyndir um norræna sjón-
varpsstöð í ræðu sinni á Norður-
landaráðsþinginu í gær. Hann
minnti á að Eiður Guðnason,
samstarfsráðherra Norðurlanda á
íslandi, hefði endurvakið hug-
myndina um norrænt gervi-
hnattasjónvarp. Menntamálaráð-
herra sagði að fljótlega yrði að
taka ákvörðun um það hvort af
slíku yrði. Kostnaðurinn gæti orð-
ið meira en hálfur milljarður
króna, en sjónvarpsverkefnið
mætti ekki verða á kostnað ann-
ars mikilvægs menningarsam-
starfs Norðurlanda.
■ AFHENDING bókmennta-
og tónlistarverðlauna Norður-
landaráðs fór fram á þriðjudags-
kvöld. Handhafi bókmenntaverð-
launanna er danski rithöfundur-
inn Peer Hultberg, sem var
verðlaunaður fyrir skáldsögu sína
„Byen og verden“. Kammersveit
Mið-Helsingjabotns frá Karleby
í Finnlandi hlaut tónlistarverð-
launin. Sveitin hefur meðal ann-
ars lagt áherzlu á frumflutning
nýrra, norrænna tónverka og
haldið tónleika víða á Norður-
löndum.
■ SJÁ VARÚTVEGSRÁÐ-
HERRAR Norðurlandanna
hittust á fundi í Ósló í gær. Þeir
ræddu meðal annars um sjávar-
útvegsstefnu Evrópubanda-
lagsins, einkum breytingar á
auðlindastjórnun og eftirliti með
veiðum. Ákveðið var að danski
sjávarútvegsráðherrann miðlaði
Jón Sigurðsson
[með bókun 6 í fríverzlunarsamn-
ingi íslands og EB] og þar væri
að finna gott fordæmi fyrir lausn
á þeim vandamálum, sem kynnu
að koma upp vegna EB-aðildar
annarra Norðurlanda.
upplýsingum um breytingar á
sjávarútvegsstefnunni til starfs-
bræðra sinna á Norðurlöndunum
með reglulegu millibili. Ráðherr-
amir búast við að sjávarútvegs-
stefna EB verði eitt aðalumræðu-
efnið á fundum þeirra á næst-
unni. Þorsteinn Pálsson sjávar-
útvegsráðherra sótti fundinn fyrir
hönd íslendinga.
■ HJÖRLEIFUR Guttorms-
son, þingmaður Alþýðubanda-
lagsins, átti flestar fyrirspumir í
fyrirspumatíma á Norðurlanda-
ráðsþingi í gær og spurði nor-
rænu ráðherranefndina fjögurra
spurninga varðandi kjarnorkuúr-
gangsendurvinnslustöðina í Sell-
afield i Bretlandi, bann við að
fleygja geislavirkum úrgangi,
plútóníumflutninga frá Frakk-
landi til Japans og flutninga plú-
tóníumnítrats frá Dounreay til
Sellafíeld. Hjörleifur sagðist
óánægður með svörin, sem hann
fékk, og taldi að Svíar og Finnar,
kjarnorkuþjóðirnar á Norðurlönd-
um, stæðu sig ekki sem skyldi í
að hindra meðferð og flutning
geislavirkra efna.
■ HJÖRLEIFUR stóð einnig
fyrir blaðamannafundi norrænna
hreyfinga, sem berjast gegn aðild
að Evrópubandalaginu og EES.
Talsmenn hreyfínganna héldu því
fram að umræður í Norðurlanda-
ráði um EB-aðild Norðurland-
anna væm veruleikafirrtar og
að efnahagskreppan á Norður-
löndum væri að miklu leyti aðlög-
un að efnahagslífi EB-ríkjanna
að kenna.