Morgunblaðið - 04.03.1993, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1993
Úrslit í „free-
style“-keppni
unglinga
UNDANKEPPNI í íslandsmeist-
arakeppni unglinga í frjálsum
dönsum fyrir Reykjavík og
Reykjanes fór fram sl. föstudag.
Keppt var bæði í hóp- og ein-
staklingsdansi.
Hópurinn sem vann kallar sig
Desire og samanstendur hann af
þeim Erlu Bjamadóttur, Hrafnhildi
Helgadóttur, Sigrúnu E. Elíasdótt-
ur, Onnu S. Sigurðardóttur og Guð-
fínnu Bjömsdóttur, en hún vann
einnig einstaklingskeppnina.
Nk. föstudag, 5. mars, verður
úrslitakeppnin og þá munu kepp-
endur allsstaðar af landinu beijast
um íslandsmeistaratitilinn í fijáls-
um dönsum. En það verður ekki
einungis dans á boðstólum því ýmis-
konar skemmtiatriði munu gieðja
áhorfendur. Kynnir kvöldsins verð-
ur Páll Óskar Hjálmtýsson. Keppnin
hefst kl. 20 í Tónabæ.
mmmmmmmmmmKmmmmmmms
Boddíhlutir
— Ijós,grill o.ff.
w
van wezel
[intemaoonall
BílavörubúÓin
Skeifunni 2, sími 81 29 44
Kripalujóga
Byrjaðu rfaginn með Kripalujóga.
Morguntimar: Þriöjud. og fimmtud.
kl. 7.00-8.00, mánud., miövtkud.,
föstud. og Iaug3rd. kl. 7.30-8.30.
Kynning á Kripalujóga veröur þriðju-
daginn 9. mars kl. 20.30.
Skeifuratl 19,2. hȒ, s. 679181 (W. 17-19).
BIB EÍE] EÍEI EiEl
TJöföar til
11 fólks í öllum
starfsgreinum!
Wov&tuMábib
Sjónvemdarátak Lionshreyfingarinnar
Stefnt að því að áttatíu
prósent blindra fái sjón
Eftir alþjóðlega úttekt á blindu í heiminum er talið að lækna megi um
80% af 40 milljón blindutilfellum með óverulegum tilkostnaði og fyrirhöfn
eftir Guðmund
Guðjónsson
ÞAÐ ER haft fyrir satt, að blind-
ir i heiminum séu um 40 milljón-
ir. Þeir eru um heim allan og
blinda þeirra af ýmsum toga.
Flestir eru í þriðja heiminum.
Gerð hefur verið alþjóðleg úttekt
á blindu í heiminum og því er
haldið fram að lækna megi hvorki
meira né minna en 80 prósent af
blindutilfellum með litlum til-
kostnaði og lltilli fyrirhöfn. En
þótt tilkostnaður sé tíltölulega lít-
ill miðað við hinn gríðarlega
fjölda, þá er það fjárhæðir sem
eru ekki til taks. Þvi er Lions-
hreyfingin með þriggja ára fjár-
öflunarátak í fullum gangi. Átak-
ið hefur staðið í rúmlega eitt og
hálft ár, en hreyfingin hefur sett
sér það markmið að safna 130
miHjónum dollara á þremur árum
að sögn Óiafs Briem fjölumdæ-
misstjóra Lionshreyfingarinnar á
íslandi. „Það er iangt í land og
markið er sett jiátt. Hlutur hreyf-
ingarinnar á íslandi er 230.000
dollarar, eða um 25 miljjónir, og
þar af eru komnir í hús 129.000
dollarar, eða rúmlega helming-
ur,“ segir Ólafur.
Jón Bjami Þorsteinsson læknir í
Hafnarfírði er verkefnisstjóri Sjón-
vemdarátaksins á íslandi og sagði
hann mikla undirbúningsvinnu liggja
að baki. Heiminum hefði verið skipt
upp í svæði og ijárveitingum beint
á hvert svæði eftir því hve þörfin
væri talin brýn. Flest eru löndin fá-
tæk þar sem vandinn er stór. Má
þar nefna Indland.
„í sumum þessara landa, eins og
til dæmis Indlandi, er í flestum til-
fellum um ónauðsynlega blindu að
ræða. Blindu sem stafar af næring-
arskorti og sýkingum. Má þar nefna
svokallaða „trakómu", sem er sýking
á yfirborði augnanna og leiðir til
örmyndunar á homhimnu ef ekkert
er að gert. Ódýr lyfjagjöf getur
læknað slíka blindu.
Önnur tegund blindu er svonefnd
fljótablinda, sem er sýking sem fólk
verður fyrir er það þvær sér úr
menguðum fljótunum. Auðvelt er að
lækna fljótablindu með sýklaljfyum.
Aftur á móti eru ýmsir vankantar
auk Qárskortsins til þessara verk-
efna. Fáfræði er víða gífurleg og
einnig er vandamál að fá mannskap
til að vinna. Sums staðar hefur ver-
ið komið upp skurðstofum á hjólum,
til dæmis á Indlandi, og þangað
hafa farið augnlæknanemar til að
létta undir. Það er mikil og góð þjálf-
un sem þeir fá þama.
Jafnhliða lækningastarfinu verður
að koma til fræðsla og uppbygging
í heilbrigðismálum, því ella er hætta
á að fyrir hverja milljón sem lækn-
ast komi milljón nýir sjúklingar inn,“
segir Jón Bjami.
Ólafur Briem bendir á að mark-
mið Lionshreyfingarinnar sé að
leggja málefnum lið hvar svo sem
þörfina sé að finna. Hinu væri ekki
að leyna að frá gamalli tíð hefði
baráttan gegn blindu verið í sérstöku
öndvegi hjá hreyfingunni, eða síðan
að Helen Keller skoraði á hreyfing-
una að setja á oddinn baráttu gegn
blindu í heiminum árið 1922.
„Þetta átak er nú komið á þann
skrið, að gefnir hafa verið peningar
til 25 verkefna og afkastagetan er
180 aðgerðir á hverri klukkustund.
Þar er athyglinni beint að skýi á
auga, eða „cataract", sem lækna
má með einfaldri aðgerð,“ segir
Ólafur.
Erfitt að dreifa auðnum
Einar Stefánsson prófessor í
„Blinda í þriðja heimin-
um stafar að mestu '
leyti af læknanlegum
sýkingum sem eru af-
leiðingar fáfræði, fá-
tæktar og næringar-
skorts. Ef hægt væri að
koma einhverjum fjár-
munum í átakið mætti
lækna blinda svo millj-
ónum skipti.“
augnsjúkdómum og yfirlæknir augn-
lækningadeildar Landakotsspítala
og Guðmundur Viggósson yfiriæknir
Sjónstöðvar íslands og sérfræðingur
í augnsjúkdómum á Landakoti, eru
þeir sérfræðingar sem verið hafa
Lionsmönnum til ráðgjafar. Þeir
sögðu í samtali við Morgunblaðið
að engar væru ýkjumar um lækn-
ingamöguieika blindra í heiminum,
hins vegar „væri það sama gamla
sagan, erfitt væri að dreifa auðnum
í heiminum". Að lang mestu leyti.
stafaði blinda af fáfræði og fátækt
og ef hægt væri að koma einhverjum
fjármunum í átakið mætti lækna
blinda svo milljónum skipti. Þeir
Einar og Guðmundur flokkuðu
blindu þannig;
1) „Trakóma“.
Gífurlega algengur blinduvaldur.
Vissar bakteríur valda ígerð í aug-
unum. „Bömin á hungursvæðunum
með flugumar í augunum em trak-
ómusjúklingar." Oft em sjúklingam-
ir einnig langt leiddir af vannæringu
og það dregur þá oft til dauða, en
trakómuna sem slíka er auðvelt að
kljást við á byijunarstigi. „Eitt ódýr-
asta lyfíð á'markaðnum, tetracyklín,
dugar vel gegn trakómu," segja Ein-
ar og Guðmundur.
2) „Fljótablinda".
„Henni veldur lirfa. Mjög ódýrt
lyf er til við þessu, en fátækt og
fáfræði eru sem fyrr versti óvinur-
inn.
3) Skortur á A-vitamini.
Blinda af því tagi stafar einkum
af einhæfu mataræði og finnst eink:
um í Suður- og Suðaustur-Asíu. „í
flestum tilvikum dugar að bæta A-
vítamínauðugu fæði við matseðil
sjúklings. Allir þeir sjúkdómar sem
nefndir hafa verið em bundnir við
þriðja heiminn, en eiga það sameig-
inlegt að kostnaður við lækningu á
hvem einstakling er mjög lítill þó
svo að margt smátt geri eitt stórt.“
4) Ský á auga, „Cataract".
Einföld og fljótleg skurðaðgerð
læknar þennan kvilla. Um 700 slíkar
aðgerðir em gerðar árlega hér á
landi.
5) Blinda vegna sykursýki.
„Loksins komnir í okkar heims-
hluta," segja þeir Einar og Guð-
mundur. Blinda þessi hefur færst í
aukana og er dálítið vandmeðfarin.
Hins vegar hefur þekkingu og eftir-
liti fleygt fram.
Átak gegn blindu er raunhæft
Þegar talið berst að því hvort
svona átak geti gengið upp í ijósi
erfiðra aðstæðna í þeim heimshlut-
um þar sem blinda er útbreiddust,
telja þeir félagar Einar og Guðmund-
ur að vissulega geti það gengið.
„Eitt af starfsmarkmiðum augn-
lækna er að allir haldi sjón út ævina.
Ef tekst að dreifa þekkingunni og
auðnum þá er þetta hægt. Sá hugs-
unarháttur að „það þýði ekkert að
vera að baka vegna þess að það sé
Kolaportið orðið sjóðvélavætt
„NÚ ERU allir virðisaukaskyld-
ir söluaðilar í Kolaportinu
komnir með sjóðvélar," segir
Jens Ingólfsson, framkvæmda-
stjóri Kolaportsins. Staðurinn
var „sjóðvélavæddur" í desem-
ber síðastliðnum, en fyrr var
það ekki mögulegt vegna raf-
magnsmála að sögn fram-
kvæmdastjórans.
„Nú eiga allir básar aðgang að
nægu rafmagni, um leið hefur lýs-
ingin orðið miklu betri og nú er
hægt að stjóma hitamálum mun
betur en áður,“ segir Jens.
Ýjað að skattsvikum
„Það hefur oft farið í taugamar
á mér að ábyrgir aðilar eins og
Kaupmannasamtökin hafa ýjað að
því, að um skattsvik hafí verið að
ræða í Kolaportinu. Við teljum að
svo hafi alls ekki verið og seljend-
ur hafi staðið eðlilega að tekju-
skráningu. En það er mjög
ánægjulegt að sjá, hvað allir sölu-
aðilar hafa bragðist vel við að taka
upp notkun á sjóðvélum, strax og
mögulegt var.“
Jens segir að starfsemi Kola-
portsins hafi alltaf verið fullkom-
lega lögleg í þau fjögur ár sem
það hafi starfað. Hann segir að
fæstir seljendur í Kolaportinu séu
virðisaukaskattskyldir. „Þeir sem
selja notað dót era alveg undan-
þegnir þessum skatti og söluaðilar
með ónotaða muni mega selja fyr-
ir allt að 185 þúsund krónur á ári
án þess að vera skattlagðir."
Fylgjum þessu á leiðarenda
Morgunblaðið hafði einnig sam-
band við Ásgeir Heimi Guðmunds-
son, deildarstjóra hjá eftirlitsskrif-
stofu ríkisskattstjóra, sem hafði
þetta um málið að segja:
3M Scotchgard 4x^ með frönskum og sósu =995.-
Tlutoncb
Heilsuvörur nútímafólks TAKIÐMED ít TAKIDMEÐ - tilboð! VVU' - tilboð!
Jarllnn
„Öllum söluaðilum ber að hafa
sjóðvélar, jafnmikið til að mæla
hvort þeir eru undir skattleysis-
mörkum sem og yfir. Við verðum
að fylgjast með, svo ekki sé verið
að skattleggja fólk sem aðeins
kemur í örfá skipti í Kolaportið,
en við tökum fyrir þá aðila sem
eru þar í reglulegri starfsemi.
Vissulega hafa aðstæður stór-
batnað í Kolaportinu, þar sem
flestir seljendur eru nú með sjóð-
vélar. En fyrsta skrefið er að fá
sjóðvélar, annað er að kunna að
nota þær rétt. Síðan fylgjumst við
með hvort tekjumar eru skráðar
inn á vsk.-skýrslur og hvort þær
skili sér í ríkiskassann. Við fylgjum
þessu á leiðarenda,“ segir Asgeir.
Salan stóraukist
Fram kom hjá Jens Ingólfssyni,
að ýmist koma seljendur með eigin
vélar eða fá þær leigðar á skrif-
stofu Kolaportsins. Leigan er 800
krónur á dag, með inniföldum virð-
isaukaskatti, strimli, þjónustu og
rafmagni. „Það er athyglisvert, að
nokkrir söluaðilar hafa orðið varir
við mikla söluaukningu í kjölfar
sjóðvélavæðingar,“ segir Jens. „Að
hluta stafar það sjálfsagt af
ástandinu í þjóðfélaginu. En þeir
telja líka að skattsvik séu litin
horaauga og það gefi kaupendum
vissa öryggiskennd að sjá viðskipt-
in skráð inn á strimil sjóðvélar."