Morgunblaðið - 04.03.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.03.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ DA6LEGT LÍF FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1993 37 HEIGARTILBOÐ HÉR koma tilboð stórmarkaðanna þessa vik- una sem verða að teljast fremur slöpp miðað við það sem sést hefur undanfarnar vikur. Bónus býður viðskiptavinum sínum upp á vildarkjör á Fanta og steiktum lauk og kynnir í dag nýja bók þar sem hægt er að fræðast um sparnað og hag- stæð innkaup. Hagkaup er með appelsínur á hag- stæðu verði og hefur sett upp kjötmarkað. Þar býðst afsláttur af ýmiskonar kjötvörum sem jafn- ast þó ekkert á við kostakjör Hag- kaups á kjúklingum síðastliðinn sunnudag. í Kringlunni ætla Hag- kaupsmenn að kynna bók um suður-ameríska matargerð og bjóða viðskiptavinum að smakka á réttum. Nautapiparsteik er á hagstæðu verði hjá Nóatúni 1298 kr kílóið, tómatar á 169 kr. kílóið þjá Kaupstað og Mikligarður er enn með áleggs- daga og sérstök tilboð á blómum og mold. grg Bónus Þessi tilboð gilda frá fimmtudegi til laugardags: Ein Fanta er keypt og þá fæst sú næsta ókeypis. Maarud Delight 250 g.......159 kr Steiktur laukur 200 g...........15 kr Þessi tilboð gilda lengur en fram að helgi: Ajaxultra 1.3 kg...............199 kr 2 kassar af Baby Wipes extra soft ............................499 kr Opal kossar 6 stk...............99 kr Klappkassar fyrir leikföng í ýmsum litum..........................499 kr FJarðarkaup Þessi tilboð gilda hjá Fjarðar- kaupum fram að helgi: Knorr pastasósur..........113 kr Lambahamborgarhryggur ....776 kr Eftirfarandi tilboð eru í gangi næstu flórar vikur: Stjömu hveiti 2 kg.........64 kr Ola party pizza...........284 kr Hagkaup Hagkaup verður með kjötmarkað þessa viku þar sem afsláttur er veittur af allskyns kjötvörum. Þessi tilboð gilda frá og með deginum í dag og að venju standa þau í viku. 20 SS pylsur, 10 pyslubrauð, 1 stk SS sinnepsflaska og 1 flaska Hunts tómatsósa 397 g..............848 kr Marouise franskar kartöflur í ofn 750 g.........................99 kr Spænskar appelsínur 1. fl. 1 kg ...........................69 kr Búrfells svínaskinka 24 sneiðar, 1 kg.........................879 kr Svínahakk....................495 kr Hrossabjúgu um það bil 380 g pakkar........................69 kr Eftirtaldar vörur eru Dla haust- slátrun 1992. Lambalæri 1 kg...............675 kr Lambahryggur 1 kg............625 kr Lambaframpartur 1 kg......399 kr Kaupstaóur í Kaupstaðaverslunum er veittur 5% staðgreiðsluafsláttur föstudag, laugardag og sunnudag. Tilboðin þar eru eftirfarandi: Nopa mýkir 20 dl............127 kr Hy Top bleiur 40 stk........799 kr Nopa þvottaefni 2.1 kg.....289 kr Nautagúllas 1 kg...........895 kr Forsoðin hrísgijón...........79 kr Tómatar 1 kg................169 kr Rauðkál 720 g.................89 kr Bakaðar baunir 480 g.........39 kr Mlkllgaróur Forráðamenn hjá Miklagarði benda á eftirfarandi vöruliði þessa vikuna: Lambahryggur 1 kg........579 kr Nautagúllas 1 kg.........898 kr Áleggsdagar; veittur er 25-35% af- sláttur af áleggi sem skorið er eftir óskum viðskiptavina. Einnig era tilboð á blómum, blóma- pottum og mold. Minnt er á að viðskiptavinir fá allt- af 3% staðgreiðsluafslátt. Nóatún Tilboðin hjá Nóatúni eru í gangi frá 3-10 mars. Fyrsta flokks sjóeldislax 1 kg499 kr Borgarnes pizzur 3 teg......298 kr SS nautapiparsteik 1 kg....1298 kr Tuborg pilsner..................49 kr ískóladós 33 cl.................29 kr Hatting hvítlauksbrauð......179 kr 2 fl. súpukjöt 1 kg............298 kr Úrbeinaðir hangiframpartar .899 kr Skipulögð innkaup og greiðslu- áætlanir skila sama árangri og kauphækkun VILTU SPARA? heitir bók eftir Vigdísi Stefánsdóttur, sem er gefin út af Bónus-verslununum og kemur á markað í dag. í bókinni er að finna leiðbeiningar um skipulögð innkaup á mat- vöru, matreiðsluþætti og húsráð. Vigdís Stefánsdóttir VILTU SPARA? í formála höfundar segir meðal annars að oft hafí verið þörf en nú sé nauðsyn að gefa út bók fyr- ir almenning um sparnað í heim- ilishaldi. Það sé staðreynd að stór- um hluta launa fólks sé varið tii kaupa á mat og hreinlætisvöru og oft sé lítið afgangs í annað. Það sé hins vegar ekki nóg að vinna fyrir peningunum, það þurfi líka að gæta þeirra. Með því að skipu- leggja innkaupin og gera greiðsluáætlanir fram í tímann megi oft ná sama árangri og kaup- hækkun myndi skila. í bókinni er að finna matseðil, sem er ætlaður sex manna fjöl- skyldu, og sýnt er hvernig keypt er inn samkvæmt honum. Fjöl- margar matreiðsluleiðbeiningar er þar einnig að fínna þar sem áhersla er lögð á hagkvæm inn- kaup. Þá er tillaga að matseðli og innkaupalista sex manna fjöl- skyldu fyrir fjórar vikur í bókinni og sé eftir honum farið kostar matur og hreinlætisvörur rúmar tíu þúsund krónur á viku fyrir fjöl- skylduna. Miðað er við að innkaup- in séu gerð í Bónus, eins og verð- lagning þar er nú. í síðustu köflum bókarinnar er Qallað um húsráð og skipulagn- ingu heimilisstarfa. Þar er fólki meðal annars ráðlagt að gera vinnuáætlun yfir heimilisstörfín þar sem þeim er skipt niður á daga, vikur og mánuði. Segir höf- undur að með því að taka húsverk- in svo föstum tökum sé smám saman hægt að sigrast á óreið- unni og nýta frístundir betur án samviskubits. Bókin verður til sölu í verslun- um Bónuss frá og með deginum í dag. Hún er 88 síður og kostar 259 krónur. ■ .Hteé hí&ý! SKIPULÓGÐ INNKAUP OG MATREIÐSLUWETDR TILBOÐ VIKUNNAR pylsuveisla 1fl.HV!NTs'^""^Sa3!,lK pr. p^- _^ MARQWSE , ^pr.poki bíiefells svínaseinea 2x12 SNEffiAR 879r pr.Ug| HAGKAUP - attt í einni ferö
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.