Morgunblaðið - 04.03.1993, Blaðsíða 44
iJ- 44
M M0RGUNBLAÐIÐ PIMMTUDAGUR 4. MAR2 1993
fclk f
fréttum
FÆÐINGAR
Benazir Bhutto eignast
þríðja barn sitt
Benazir Bhutto flaug til London
nýlega til að gangast undir
gallblöðruuppskurð. Hún var óf-
rísk og komin 36 vikur á
leið, þannig að læknum
þótti ekki annað ráð-
legt en að taka bam
ið með keisara
skurði, áður
gallblöðruað-
gerðin var
framkvæmd.
Frá því að Benazir Bhutto missti
völd sem forsætisráðherra Pakistan
í október 1990 hafa hún og eigin-
hennar, Asif, verið
ásökuð fyrir mútuþægni
og spillingu. Þá var
Asif sakaður um
morð og hefur hann
verið í fangelsi
undanfama 28
mánuði. Fékk
Benazir aðeins
; að heimsælqa
hann í hálfa
klukkustund í
senn einu sinni í
viku þessi ár. í
maí fékk hann
síðan leyfí til að
vera heima hjá
fjölskylduni í þrjár
vikur. Segir
Benazir að þá hafi
þau farið að velta
fyrir sér, hvort þau
ættu að eignast eitt
en
barnið enn. Vegna aðstæðna þótti
þeim það svo sem ekki ráðlegt, „en
ég verð ekki yngri með árunum,"
segjr Benazir.
Daginn eftir að litla stúlkan
fæddist losnaði Asif úr fangelsinu
gegn tryggingu og því kallar
Benazir dótturina „lukkubarnið".
Asif dreif sig strax til London ásamt
syninum Bilawal fjögurra ára og
dótturinni Bakhtawar þriggja ára.
Benazir segist ekki geta varið eins
miklum tíma með börnum sínum
og hún vilji. „Það er þó ekki alltaf
spuming um tímann sem maður ver
með bömunum heldur um gæðin.“
Benazir og Asif hafa verið gift
í fímm ár, en Asif segir að í raun
hafí þau einungis verið samvistum
í 160 daga. Þegar Benazir var for-
sætisráðherra bjó hún í Islamabad,
en hann í Karachi. „Við neyddumst
til að hafa þetta svona vegna póli-
tísks frama Asifs,“ segir hún.
Benazir Bhutto, sem verður fer-
tug í júní, er hér ásamt þriðja
barni sínu, dótturinni
Asifa.
Synning ídagogá morgnn kl. 13-17
Sara
B E A U T É
SNYRTIVÖRUVERSLUN -----------------------------------
Bankas,rfln3H0Reykí”'k G I V E N C H Y
DANS
Komust í úrslit fyrir
Reykjavík og Reykjanes
Guðfínna Bjömsdóttir, 14 ára
nemandi í Garðaskóla, vann
einstaklingskeppni fyrir Reykjavík
og Reykjanes í undankeppni um
íslandsmeistaratitil unglinga í
ftjálsum dönsum, sem fram fór sl.
föstudag. Hún einnig í hópnum
„Desire“ sem lenti í 1. sæti í hóp-
dansi.
Næstkomandi föstudag, 5. mars
fer úrslitakeppnin fram og þá munu
unglingar 14-17 ára alls staðar af
að landinu beijast um íslandsmeist-
aratitilinn í fijálsum dönsum. Er það
í 12. sinn sem keppnin er haldin.
Kynnir verður Páll Oskar Hjálmtýs-
son. Að sögn starfsmdnna Tónabæj-
ar, þar sem keppnin fer fram, vom
í kringum 600 áhorfendur í fyrra
og er búist við álíka fjölda í ár.
Guðfinna Björg Björnsdóttir sigr-
aði fyrir Reykjavík og Reykjanes
og tekur því þátt í úrslitakeppn-
inni.
Danshópurinn, sem kallar sig „Desire" varð í fyrsta sæti í hópdansi.
I hópnum eru: Erla Kr. Bjamadóttir, Anna S. Sigurðardóttir, Hrafn-
hildur Helgadóttir, Sigrún E. Elíasdóttir og Guðfinna Björg Björns-
dóttir.
, _ Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þær (f.v.) Anja Ástþórsdóttir, Björg Ólafsdóttir og Kristín Birgitta
allar í 3-G í MR mættu í síðum kjólum og uppháum hönskum.
COSPER
Hvenær ætlarðu að smíða stærri hundakofa handa
honum?