Morgunblaðið - 04.03.1993, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 04.03.1993, Blaðsíða 54
54 ■ ROMARIO, brasilíski leikmað- urinn hjá PSV Eindhoven, hefur verið meiddur í baki en hann lék þó með í í gærkvöldi. Hollenski landsliðsmaðurinn Juul Ellerman lék aftur á móti ekki með vegna ökklameiðsla. ■ IFK Gautaborg hefur ekki leikið í deildarkeppni síðan októ- ber, en hefur leikið marga æfinga- leiki víðsvegar um Evrópu til að undirbúa sig fyrir Evrópuleikinn gegn Eindhoven. ■ JOHNNY Ekström var beitt- asta vopn Gautaborgara. Hann var búinn að gert 11 mörk í síð- ustu sjö æfingaleikjum og aðeins einu sinni leikið í 90 mínútur. „Ég er í mjög góðri æfíngu núna,“ sagði Ekström, sem skoraði tvö mörk í gærkvöldi. MAC MILAN, sem hefur ekki tapað síðustu 56 deildarleikjum og sjö Evrópuleikjum í röð. Félagið hampaði Evrópumeistaratitlinum 1989 og 1990. ■ CSKA Moskva og Marseille léku í Berlín. Rússamir geta ekki leikið heima í Moskvu á þessum árstíma vegna vetrarhörku og gripu því til þess ráðs að leika „heimaleikinn“ í Þýskalandi. ■ BASILE Boli, landsliðsmaður Frakka, lék ekki með Marseille í gærkvöldi vegna hnémeiðsla. Hann var skorinn upp á mánudaginn og verður frá keppni í tvær vikur. ■ BARNARD Casoni lék á ný eftir meiðsli. Þjóðveijinn Rudi Völler lék ekki með vegna meiðsla sem hann hlaut í leik gegn Món- akó. ■ MARSEILLEfékk ekki miklar upplýsingar um lið CSKA fyrir leikinn. Franska liðið fékk nafna- lista með nöfnum 46 leikmanna CSKA fyrir nokkru og er það allt of sumt. Þjálfari CSKA, Gennardi Kostilev, sagði að liðið hefði leikið aðeins einn æfingaleik frá áramótum og tekið þátt í einu innanhúsmóti. — ■ KOSTILEV sagði að undir- búningurinn væri sjálfsagt ekki nægilega góður fyrir leikinn. „En við höfum ekki aðstöðu til að fara til Spánar eða Ítalíu til að æfa.“ KNATTSPYRNA Fram og Armann í fyrsta leik FRAM og Ármann mætast í fyrsta leik Reykjavikurmótsins í knattspyrnu 23. mars, en úr- slitaleikurinn verður 9. maí. Níu lið taka þátt í meistara- flokki karla og í A-riðli leika Fram, KR, Víkingur, Leiknir og Ármann en í B-riðli Fylkir, Valur, IR og Þróttur. Efsta liðið í hvorum riðli mætir næst efsta liði í hinum riðlinum í undanúrslitum 3. og 4. maí, en allir leikir mótsins fara fram á gervigrasinu í Laugardal. Næsta ár verður Ieikið í tveimur deildum og verða þijú efstu liðin úr hvorum riðli í vor í 1. deild. Ikvöld Handknattleikur 1. deild kvenna: Valsheimili: Valur-ÍBV...kl. 20 Úrslitakeppni 2. deildar: Seltj.nes: Grótta - KR...kl. 20 Varmá: UMFA-UBK..........kl. 20 Körfuknattleikur Úrvalsdeildin: Keflavík: ÍBK-UBK........kl. 20 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1993 -------------------------------I------------------- KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI MEISTARALIÐA Rauði herinn fagnaði í Berlín Reuter Knattspyrna Evrópukeppni meistaraliða FIMM þúsund hermenn úr rauða hernum voru á Ólympíulelkvanglnum í Berlín, þar sem 8.000 ðhorfendur sáu CSKA Moskva gera jafntefll, 1:1, vlð Marseille. Hermennlrnir fögnuðu geysilega þegar þeirra menn náðu að Jafna, elns og sóst á myndlnnl. Papin tryggði AC Milan góða stöðu FRAKKINN Jean Pierre Papin tryggði AC Milan 1:0 sigurgegn Porto í b-riðli úrslitamóts Evrópukeppni meistaraliða íknatt- spyrnu í gærkvöldi. Við sigurinn færðist ítalska liðið enn nær þriðja úrslitaleik sínum á fimm árum, er með tveggja stiga for- skot á IFK Gautaborg, sem vann PSV 3:1. í a-riðli er staða efstu liða, Marseille og Glasgow Rangers, óbreytt, en bæði gerðu 1:1 jafntefli, Frakkarnir við CSKA Moskva í Berlín, en Skotarnir við Club Briigge í Belgíu. Papin gerði glæsilegt mark á 71. mín. með skoti utan vítateigs. Hann fékk annað marktækifæri þremur mínútum fyrir leikslok, en Vitor Baia náði að bjarga. Heima- menn reyndu að sækja, en Milan réð ferðinni og Porto er neðst í riðl- inum. Jose Semedo fékk gott mark- tækifæri fyrir Porto rétt fyrir hlé en skallaði yfír eftir homspymu. Milan, sem var án Hollendingsins Frank Rijkaards, átti í mestu vand- ræðum með Búlgarann Emil Ko- stadinov, en hann fór tvisvar illa með upplögð færi í byijun seinni hálfleiks. „Þetta var erfíður leikur, en við áttum skilið að sigra, því við höfðum undirtökin allan tírnann," sagði Fabio Capello, þjálfari Milan, en lið- ið hefur ekki tapað í Evrópukeppn- inni síðan í mars 1991 — gegn Marseille. Lið Porto: Vitor Baia, Joao Pinto, Rui Jorge, Aloisio Alves, Fernando Couto, Ion Timofte, Jorge Costa, Emil Kostadinov (Nelson Gama „Toni“ 77.), Jorge Couto (Domingos Oliveira, 68.), Jose Semedo, Paulinho Santos. AC Milan: Sebastiano Rossi (Carlo Cudicini 87.), Mauro Tassotti, Paolo Maldini, Ales- sandro Costacurta, Franco Baresi, Demetrio Albertini, Zvonimir Boban, Ruud Gullit, Gianluigi Lentini, Marco Simone (Evani Alberigo, 78.), Jean-Pierre Papin. Gautaborg kom á óvart IFK Gautaborg virðist vera eina liðið, sem getur veitt Milan keppni, en Svíamir komu á óvart í gær- kvöldi og unnu PSV á útivelli 3:1. Svíamir byijuðu illa, fengu mark á sig þegar á sjöundu mínútu, en þá skoraði Arthur Numan eftir snilld- arsendingu frá Romario. Romario var nálægt því að bæta öðra við, en Mikael Nilsson jafnaði 12 mínút- um síðar með skoti af 25 m færi og Johnny Ekström innsiglaði sig- urinn með tveimur mörkum fyrir hlé. Heimamenn sköpuðu sér nokkra færi í seinni hálfleik, en Ravelli var öiyggið uppmálað í marki Svía, sem fá Milan í heimsókn í næsta mánuði. PSV: Hans van Breukelen, Berrie van Aerle, Adri van Tiggelen, Emeat Faber, Jan Heintze, Gica Popescu, Arthur Numan, Edward Linskens (Gerald Vanenburg, 46.), Romario, Wim Kieft, Peter Hoekstra. Gautaborg: Thomas Ravelli, Magnus Johannsson, Joachim Bjorklund, Ola Svens- son, Pontus Kaamark, Peter Eriksson, Tore Rehn, Haakan Mild, Mikael Nilsson, Mikael Martinsson (Thomas Andersson, 68.), Jo- hnny Ekström (Stefan Lindquist, 89.). Fayzullin hetja CSKA Ilshat Fayzullin kom í veg fyrir að vonir Marseille rættust um að ná fullu húsi stiga gegn CSKA Moskva í A-riðli Evrópukeppni meistaraliða er hann jafnaði í síðari hálfleik, 1:1, við mikinn fögnuð 5.000 rússneskra hermanna sem fylgdust með leiknum sem fram fór í Berlín. Franska liðið hafði mikla yfirburði allan leikinn, en það var Ghanamaðurinn Abedi Pele sem gerði mark Marseille á 27. mínútu. CSKA, sem tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlinum, varðist vel og átti síðan hættulegar skyndi- sóknir. Raymond Goethals, þjálfari Mar- seille, var ekki ánægður eftir leik- inn. „Þetta era mikil vonbrigði fyr- ir okkur. Við áttum allan leikinn en náðum ekki að nýta þau færi sem sköpuðust." Þjóðverjinn Rudi Völler og vamarmaðurinn Basile Boli léku ekki með Marseille vegna meiðsla. Rangers án taps Club Bragge og Glasgow Ran- gers áttust við í Belgíu í A-riðli og endaði leikurinn með jafntefli, 1:1. Hollendingurinn Pieter Huistra jafnaði fyrir Rangers þegar 18 mín- útur vora til leiksloka. En áður hafði Pólveijinn Tomasz Dziubinski skorað fyrir Bragge, sem á litla von um að leika til úrslita eftir þessi úrslit. Rangers og Marseille munu beij- ast um efsta sæti A-riðils. Þau era nú jöfn að stigum með fjögur stig eftir þijá leiki. A-RIÐILL: Briigge, Belgíu: FC BrUjjge - Glasgow Rangers.......1:1 Tomasz Dziubinski (44.) - Pieter Huistra (72.). 19.000. Berlín, Þýskalandi: CSKA Moskva - Marseille............1:1 Ilshat Fayzullin (55.) - Abedi Pele (27.). 8.000. STAÐAN: Marseille....r..........3 1 2 0 6:3 4 G. Rangers..............3 1 2 0 4:3 4 FC Briigge..............3 1 1 1 2:4 3 CSKA Moskva.............3 0 1 2 1:3 1 ■Leikir sem eftir eru: Marseille - CSKA, Rangers - Briigge, Marseille - Rangers, CSKA - Brögge, Briigge - Marseille, Ran- gers - CSKA. B-RIÐILL: Eindhoven, Hollandi: Eindhoven - IFK Gautaborg ;........1:3 Arthur Numan (7.) - Mikael Nilsson (19.), Johnny Ekström 2 (34., 44.). 23.000. Oporto, Portúgal: Porto - AC Milan...................0:1 - Jean-Pierre Papin (71.). 55.000. STAÐAN: ACMilan.................3 3 0 0 7:1 6 IFKGautaborg............3 2 0 1 4:5 4 Porto...................3 0 1 2 2:4 1 PSV Eindhoven...........3 0 1 2 4:7 1 ■Leikir sem eftir eru: Gautaborg - Eindho- ven, AC Milan - Porto, Gautaborg - AC Milan, Eindhoven - Porto, Porto - Gauta- borg, AC Milan - Eindhoven. Evrópukeppni bikarhafa 8-liða úrslit: Prag: Sparta Prag - Parma................0:0 25.000. UEFA-keppnin 8-liða úrslit. Auxerre, Frakklandi: Auxerre- Ajax......................4:2 Frank Verlaat (16.), Corentin Martins (43.), Pascal Vahirua (81.), Daniel Dutuel (90.) - Stefan Pettersson (3.), Marciano Vink (45.). 20.000. Spánn Barcelona - Real Oviedo............2:0 Sacristan Eusebio 12., Guillermo Amor 76. Stað? efstu liða: Barcelona.........24 14 8 2 59:24 36 Real Madrid.......24 16 4 4 46:18 36 D Coruna..........24 15 6 3 44:17 36 Valencia..........24 11 8 5 35:20 30 Engiand ÚRV ALSDEILD: Coventry - Sheff. Wed..............1:0 Gynn (44.). 13.206. ■Þetta var fyrsti tapleikur Sheff. Wed., eftir að liðið hafði leikið sautján leiki án taps. Everton - Blackburn................2:1 Hendry (59. - sjálfsm.), Cottee (71.) - May (42.). 18.086. ■Tim Sharwood hjá Everton var rekinn af leikvelli, eftir þras við línuvörð. Norwich - Arsenal..................1:1 Fox (36.) - Wright (82.). 19.000. ■Bryan Gunn átti stórleik í marki Norwich. Wright misnotaði vitaspymu fyrir Arsenal. Paul Davies iék á ný með Arsenal, en hann lék síðast fyrir einu ári. Nott. For. - C. Palace.............1:1 Keane (24.) - Southgate (23.). 20.603. ■Brian Clough, framkvæmdastjóri Forest, hljóp inn á völlinn til að mótmæla, en leik- menn Palace léku mjög gróft. 1. DEILD: Derby - Cambridge..................0:0 KNATTSPYRNA Leiknir í undanúrslit Fylki hefur verið gert að skila verðlaunum, sem fylgja Reykjavíkur- meistaratitlinum í knattspyrnu innanhúss, og KRR hefur ákveð- ið nýjan undanúrslitaleik í Laugardalshöll fímmtudaginn 11. mars kl. 21 og úrslitaleik f kjölfarið. Lið Fylkis var dæmt ólöglegt í mót- inu og leikur því Leiknir í undanúrslitum við KR, en sigurvegarinn mætir Fram í úrslitum. L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.