Morgunblaðið - 04.03.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.03.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1993 9 Borgarspítalinn auglýsir námstefnu um hópslys og hópslysaviðbúnað föstudag- inn 5. mars 1993 í Háskólabíói, sal 3. Dagskrá: 12.30 Afhending ráðstefnugagna. 13.00 Setning námstefnunnar. Árni Sigfússon, formaður Stjórnar sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar. 13.10 Hópslysaáætlun sjúkrahúsa. Eruð þið tilbúin? Dr. H. Siegelson. 14.00 Meðhöndlun hættulegra efna: Hlutverkslysadeilda. Dr. H. Siegelson. 14.45 Kaffi. 15.15 Snjóflóð. Jón Baldursson, læknir. 16.00 Hópslysaviðbúnaður eftir jarðskjálftana í Armeníu 1988. Dr. H. Siegelson. 17.00 Kaffi. 17.15 Fargáverki („Crush syndrome"). Dr. H. Siegelson. Námstefnustjóri Erna Einarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri. Verð: 2.000 kr. Innifalið: Námstefnugögn, kaffi og meðlæti. Þátttakendur: Allir, sem áhuga hafa, eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Skráning: Fer fram á skrifstofu hjúkrunarforstjóra í símum (696)351 og (696)353. BORGARSPÍTALINN Bragi Hannesson Þróunar- og markaðsstarf „Stöðugleiki í efnahagsmálum og hófleg skatttaka eru algjör frumskilyrði þess, að fyrirtæki nái árangri í þróunar- og markaðsstarfi. Aðrar aðgerðir til stuðn- ings atvinnulífi koma þar á eftir og hafa satt að segja takmarkað gildi, ef á skort- ir um hið fyrsttalda.“ Svo segir í grein Braga Hannessonar forstjóra í Iðnlána- sjóðstíðindum. Gerumgóð fyrirtæki betri Bragi Hannesson segir í Iðnlánasjóðstíðindum: „Þróun ullariðnaðar- ins er dæmi um iðngrein, sem um árabil var með hæsta hlutfall í stuðningi til vöruþróunar og mark- aðsaðgerða úr sjóðum iðnaðarins, auk sérstakr- ar aðstoðar ríkisvaldsins. Hefði meiri stuðningur breytt þeirri stöðu, sem nú blasir við? Hins vegar eru til fyr- irtæki, sem vaxið hafa og dafnað fyrir atbeina góðra sljórnenda, án þess að hafa notið sérstakrar fyrirgreiðslu. Hrósa má vali Frjálsrar verzlunar og Stöðvar tvö á „Manni ársins í íslenzku atvinnu- lífi“ undanfarin ár, því að viðkomandi menn hafa einmitt stjórnað þannig fyrirtælgum. Ekki er með þessum orðum verið að draga úr gildi opinbers stuðnings við nýsköpun og mark- aðsstarf. A hinn bóginn er verið að vekja athygli á þeirri staðreynd, að til eru fyrirtæki, sem Ijúka sínu verki með frábærum árangri án ytri stuðn- ings. Það vill oft gleym- ast, að mikilvægasta vöruþróunar- og mark- aðsstarfið í landinu ger- ist með hljóðlátum hættí inn í fyrirtækjunum sjálf- um. Eins og staðan er nú í atvinnulífinu er brýnasta viðfangsefnið að efla þessa starfsemi í fyrir- tækjunum - gera góð fyrirtæki betri.“ Mótunnýrrar atvinnumála- stefnu Síðar í grein Braga segir: „Ríkisstjómin hefur ákveðið að beina hluta af tekjum af sölu ríkis- fyrirtæKja til grunnrann- sókna og þróunar í þágu atvinnuveganna. Vissulega er það fagn- aðarefni að veija hluta af þessum tekjum í þágu atvinnuþróunar. Bent skal þó á það, að þörf er snöggrar breytingar í atvinnumálum, og reynsla er fengin af litl- um árangri rannsóknar- sjóða til raunverulegrar sköpunar nýrra starfa í þjóðfélaginu. Efling starfandi fyrir- tækja í landinu er nær- tækasta og áhrifaríkasta aðgerðin til að auka hag- vöxt og atvinnu. Til þess að ná árangri þurfa margir að leggja hönd á plóginn. Stjómvöld þurfa að leita nýrra leiða til eflingar atvinnulifs og mótunar nýrrar atvinnu- málastefnu, sem tekst á við vöruþróun og mark- aðssetningu. í þeim efn- um þurfa að koma til hvetjandi aðgerðir til þess að mynda sterkari rekstrareiningar. Má þar nefna skattfrelsi að ákveðnu marki vegna kostnaðar við þróunar- og markaðsstarf, stuðn- ing við samruna fyrir- tækja, innkaupastefnu opinberra aðila til hags- bótar innlendri fram- leiðsu o.s.frv.“ Frumkvæði og framkvæmd Bragi bendir á sam- starf Iðntæknistofnunar og Vöruþróunar- og markaðsdeildar Iðnlána- sjóðs við skipulagningu og rekstur ýmissa verk- efna í fyrirtækjum sem gott dæmi um stuðnings- aðgerðir sem hafi skilað eftírtektarverðum árangri. Nefnir hann sér- staklega tíl verkefnið „Frumkvæði og fram- kvæmd", þar sem aðstoð er veitt í stefnumótun, vöruþróun og fjármála- stjórn o.fl. Raunhæfur árangur þessa þjónustu- starfs er þegar kominn í Ijós i mörgum fyrirtælg- um. Pask< á sturtuklefum A&þ reinlœtistœkjum CAPRI klefi úr öryggisgleri. AZUR úr öryggisgleri, kr. 29.721,- Kr. 43.537,- m/botni, hitastýröum bi.tœkjum Botn kr. 12.045,- og sturtustöng kr. 49.842,- IBIZA kjaraklefi kr. 16.822,- DKA heill klefi m/botni og m/sturtubotni, blöndunartœkjum biöndunartœkjum kr. 43.974,- og sturtustöng kr. 29.942, - Rabgreibslur allt upp í 18 mánubi B YGGINGAVÖRUR SKFiFUNNI 11B - SÍMI 681570. s SUMIR HAFA EKKI HUGMYND UM ÞAÐ. EN ÞU? Bíll B ekur inn á gatna- mót á grænu Ijósi og hyggst beygja til vinstri. Hann neyðist hins vegar til að bíða á gatnamótunum, vegna um- ferðar á móti, þar til komiö er rautt ljós. Þegar grænt ljós kviknar er A ekið af stað inn á gatna- mótin og hann lendir síðan í árekstri við B sem ekki náði að komast út af gatnamót- unum. Samkvæmt reglum sem notaðar eru til viðmiðunar við sakarskiptingu í árekstr- g um getur sök A orðið 100% i S samanber 7. mgr. 25. gr. S uniferðarlaga og 29. gr. | mcrkjareglugerðar. < TILLITSEMI í UMFERÐINNI ER ALLRA MÁL. SJOVADIljALMENNAR p lor(0itw 6! Metsölublaó á hverjum degi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.