Morgunblaðið - 04.03.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1993
9
Borgarspítalinn auglýsir námstefnu um
hópslys og hópslysaviðbúnað föstudag-
inn 5. mars 1993 í Háskólabíói, sal 3.
Dagskrá:
12.30 Afhending ráðstefnugagna.
13.00 Setning námstefnunnar. Árni Sigfússon, formaður
Stjórnar sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar.
13.10 Hópslysaáætlun sjúkrahúsa.
Eruð þið tilbúin? Dr. H. Siegelson.
14.00 Meðhöndlun hættulegra efna: Hlutverkslysadeilda.
Dr. H. Siegelson.
14.45 Kaffi.
15.15 Snjóflóð. Jón Baldursson, læknir.
16.00 Hópslysaviðbúnaður eftir jarðskjálftana
í Armeníu 1988. Dr. H. Siegelson.
17.00 Kaffi.
17.15 Fargáverki („Crush syndrome"). Dr. H. Siegelson.
Námstefnustjóri Erna Einarsdóttir,
hjúkrunarframkvæmdastjóri.
Verð: 2.000 kr.
Innifalið: Námstefnugögn, kaffi og meðlæti.
Þátttakendur: Allir, sem áhuga hafa, eru velkomnir
á meðan húsrúm leyfir.
Skráning: Fer fram á skrifstofu hjúkrunarforstjóra
í símum (696)351 og (696)353.
BORGARSPÍTALINN
Bragi Hannesson
Þróunar- og markaðsstarf
„Stöðugleiki í efnahagsmálum og hófleg
skatttaka eru algjör frumskilyrði þess,
að fyrirtæki nái árangri í þróunar- og
markaðsstarfi. Aðrar aðgerðir til stuðn-
ings atvinnulífi koma þar á eftir og hafa
satt að segja takmarkað gildi, ef á skort-
ir um hið fyrsttalda.“ Svo segir í grein
Braga Hannessonar forstjóra í Iðnlána-
sjóðstíðindum.
Gerumgóð
fyrirtæki betri
Bragi Hannesson segir
í Iðnlánasjóðstíðindum:
„Þróun ullariðnaðar-
ins er dæmi um iðngrein,
sem um árabil var með
hæsta hlutfall í stuðningi
til vöruþróunar og mark-
aðsaðgerða úr sjóðum
iðnaðarins, auk sérstakr-
ar aðstoðar ríkisvaldsins.
Hefði meiri stuðningur
breytt þeirri stöðu, sem
nú blasir við?
Hins vegar eru til fyr-
irtæki, sem vaxið hafa
og dafnað fyrir atbeina
góðra sljórnenda, án þess
að hafa notið sérstakrar
fyrirgreiðslu. Hrósa má
vali Frjálsrar verzlunar
og Stöðvar tvö á „Manni
ársins í íslenzku atvinnu-
lífi“ undanfarin ár, því
að viðkomandi menn
hafa einmitt stjórnað
þannig fyrirtælgum.
Ekki er með þessum
orðum verið að draga úr
gildi opinbers stuðnings
við nýsköpun og mark-
aðsstarf. A hinn bóginn
er verið að vekja athygli
á þeirri staðreynd, að til
eru fyrirtæki, sem Ijúka
sínu verki með frábærum
árangri án ytri stuðn-
ings. Það vill oft gleym-
ast, að mikilvægasta
vöruþróunar- og mark-
aðsstarfið í landinu ger-
ist með hljóðlátum hættí
inn í fyrirtækjunum sjálf-
um.
Eins og staðan er nú í
atvinnulífinu er brýnasta
viðfangsefnið að efla
þessa starfsemi í fyrir-
tækjunum - gera góð
fyrirtæki betri.“
Mótunnýrrar
atvinnumála-
stefnu
Síðar í grein Braga
segir:
„Ríkisstjómin hefur
ákveðið að beina hluta
af tekjum af sölu ríkis-
fyrirtæKja til grunnrann-
sókna og þróunar í þágu
atvinnuveganna.
Vissulega er það fagn-
aðarefni að veija hluta
af þessum tekjum í þágu
atvinnuþróunar. Bent
skal þó á það, að þörf er
snöggrar breytingar í
atvinnumálum, og
reynsla er fengin af litl-
um árangri rannsóknar-
sjóða til raunverulegrar
sköpunar nýrra starfa í
þjóðfélaginu.
Efling starfandi fyrir-
tækja í landinu er nær-
tækasta og áhrifaríkasta
aðgerðin til að auka hag-
vöxt og atvinnu. Til þess
að ná árangri þurfa
margir að leggja hönd á
plóginn. Stjómvöld þurfa
að leita nýrra leiða til
eflingar atvinnulifs og
mótunar nýrrar atvinnu-
málastefnu, sem tekst á
við vöruþróun og mark-
aðssetningu. í þeim efn-
um þurfa að koma til
hvetjandi aðgerðir til
þess að mynda sterkari
rekstrareiningar. Má þar
nefna skattfrelsi að
ákveðnu marki vegna
kostnaðar við þróunar-
og markaðsstarf, stuðn-
ing við samruna fyrir-
tækja, innkaupastefnu
opinberra aðila til hags-
bótar innlendri fram-
leiðsu o.s.frv.“
Frumkvæði og
framkvæmd
Bragi bendir á sam-
starf Iðntæknistofnunar
og Vöruþróunar- og
markaðsdeildar Iðnlána-
sjóðs við skipulagningu
og rekstur ýmissa verk-
efna í fyrirtækjum sem
gott dæmi um stuðnings-
aðgerðir sem hafi skilað
eftírtektarverðum
árangri. Nefnir hann sér-
staklega tíl verkefnið
„Frumkvæði og fram-
kvæmd", þar sem aðstoð
er veitt í stefnumótun,
vöruþróun og fjármála-
stjórn o.fl. Raunhæfur
árangur þessa þjónustu-
starfs er þegar kominn í
Ijós i mörgum fyrirtælg-
um.
Pask<
á sturtuklefum
A&þ
reinlœtistœkjum
CAPRI klefi úr öryggisgleri. AZUR úr öryggisgleri, kr. 29.721,-
Kr. 43.537,- m/botni, hitastýröum bi.tœkjum
Botn kr. 12.045,- og sturtustöng kr. 49.842,-
IBIZA kjaraklefi kr. 16.822,- DKA heill klefi m/botni og
m/sturtubotni, blöndunartœkjum biöndunartœkjum kr. 43.974,-
og sturtustöng kr. 29.942, -
Rabgreibslur allt upp í 18 mánubi
B YGGINGAVÖRUR
SKFiFUNNI 11B - SÍMI 681570.
s
SUMIR HAFA EKKI HUGMYND UM ÞAÐ. EN ÞU?
Bíll B ekur inn á gatna-
mót á grænu Ijósi og hyggst
beygja til vinstri. Hann
neyðist hins vegar til að bíða
á gatnamótunum, vegna um-
ferðar á móti, þar til komiö
er rautt ljós.
Þegar grænt ljós kviknar
er A ekið af stað inn á gatna-
mótin og hann lendir síðan í
árekstri við B sem ekki náði
að komast út af gatnamót-
unum.
Samkvæmt reglum sem
notaðar eru til viðmiðunar
við sakarskiptingu í árekstr- g
um getur sök A orðið 100% i
S
samanber 7. mgr. 25. gr. S
uniferðarlaga og 29. gr. |
mcrkjareglugerðar. <
TILLITSEMI í UMFERÐINNI
ER ALLRA MÁL.
SJOVADIljALMENNAR
p lor(0itw 6!
Metsölublaó á hverjum degi!