Morgunblaðið - 07.03.1993, Blaðsíða 18
18 B
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 7. MARZ 1993
Fimm ættliðir í kvenlegg
Hinn 4. janúar síðastliðinn fæddist á Landspítalanum stúlkubam, sem er fímmti ættliður í kvenlegg.
Konumar era frá vinstri: Heiðveig Ámadóttir fædd 1912, Erla Hrólfsdóttir fædd 1933, Heiðveig
Helgadóttir fædd 1955, Erla Ellertsdóttir fædd 1973 og Vala Björk Birgisdóttir fædd 1993. Faðir Völu
Bjarkar er Birgir S. Valsson.
ÍÞRÓTTIR
Iþróttamaður
ársins í
Bolungarvík
Linda Jónsdóttir hestakona var
valin íþróttamaður ársins
1992 í Bolungarvík. Hún hefur lagt
stund á hestamennsku frá unga
aldri og fyrsta hestinn eignaðist hún
þriggja ára gömul. Nú er hún á
sextánda ári og á þijá hesta.
Linda sigraði á árinu í unglinga-
flokki á Fjórðungsmóti Vestur-
lands. Þá keppti hún á félagsmóti
Storms í Dýrafírði og sigraði þar í
unglingaflokki, hlaut 8,37 stig sem
er hæsta einkunn sem gefín hefur
verið hjá Hestamannafélaginu
Stormi frá upphafí, eða í 21 ár.
Linda sigraði einnig í B-flokki,
flokki fullorðinna, hlaut einkunina
8,56 stig og skákaði þar með mörg-
um reyndum keppnismanninum.
- Gunnar.
Á myndinni eru f.v. Anna Edvarsdóttir, forseti bæjarstjórnar, Guð-
ríður Guðmundsdóttir, fósturmóðir Lindu, Linda Jónsdóttir, íþrótta-
maður Bolungarvíkur og Jón Guðni Guðmundsson, faðir Lindu.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Jonas Þór úrbeinar nautslæri, prófdómararnir Thorvald Imsland og
Einar E. Sigurðsson ásamt Birni Inga Björnssyni meistara fylgjast
með.
SELFOSS
Jónas Þór í sveinsprófi
kjötiðnaðarmanna
Selfossi.
EG ER ánægður með að fá
tækifæri til að taka prófið og
þakklátur þeim sem gerðu mér það
kleift," sagði Jónas Þór Jónsson
sem tók sveinspróf í kjötiðn á Sel-
fossi á dögunum ásamt einum kjöt-
iðnaðamema frá Selfossi, Guðjóni
Öfjörð. Jónas tók prófið með svo-
nefndu ráðherraleyfi sem fæst
þegar menn hafa unnið lengi við
fagið þó svo að þeir hafi ekki farið
í bóklegt nám í iðnskóla.
Prófið fór fram í Kjötvinnslu
Hafnar hf. á Selfossi. Prófdómarar
voru Thorvald Imsland og Einar
E. Sigurðsson. Þeir og kjötiðnaðar-
meistarinn á staðnum fylgdust vel
með hveiju handtaki sveinanna.
Það sem þeir Jónas og Guðjón
fengust við þennan dag var að
úrbeina hálft ungneyti, hálfan
svínsskrokk, lambsskrokk, kinda-
skrokk, úrbeina hangilæri og hand-
vefja hangikjötsrúllu. Þá að laga
tvær laganir af kjötfarsi og í bjúgu.
Aðrir þættir í prófínu eru hökkun,
söltun, reyking og þrifnaður. Síðan
vora sveinarnir spurðir út úr í fag-
inu.
Sig. Jóns.
Jónas mundar hnífinn.
SIEMENS
M
m
Með SIEMENS heimilistœkjum verður lífið léttara!
Traustir umboðsmenn okkar eru víðs vegar um landið!
Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6.
Borgarnes: Giitnir, Fálkakletti 13.
Borgarfjörður: Rafstofan Hvítárskála.
Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaðarhóli 25.
Grundarfjörður: Guðni Hallgrítnsson, Grundargötu 42.
Stykkishólmur: Skipavík, Haí'nargötu 7.
Búðardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12.
ísafjörður: Póllinn hf., Aðalstræti 9.
Blönduós: Hjörleifur Júlíusson, Ennisbraut 1.
Sauðárkrókur: Rafsjá hf., Sæmundargötu 1.
Siglufjörður: Torgið hf., Aðalgötu 32.
Akureyri: Ljósgjafinn, Reynishúsinu, Furuvöllum 1
• Húsavík: öryggi sf., Garðarsbraut 18a.
• Þórshöfn: Norðurraf, Langholti 3.
• Neskaupstaður: Rafalda hf., Hafnarbraut 24.
• Reyðarfjöröur: Rafnet, Búðareyri 31.
• Egilsstaðir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi 1.
• Breiðdalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Asvegi 13.
• Höfn í Hornafiröi: Kristall, Hafnarbraut 43.
• Vestmannaeyjar: Tréverk hf., Flötum 18.
• Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4.
• Selfoss: Árvirkinn hf., Eyrarvegi 29.
• Garður: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, Heiðartúni 2.
• Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25.
c co
3-°
o*o*
g <Q
8
o
Q
<
O:
O'
3
3
C
3
oS
Q Q'
q£