Morgunblaðið - 07.03.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.03.1993, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARZ 1993 16 B Alhóhólismi og Qölskyldulíff HETJUR eftir Súsönnu Svovorsdóttur í öllum harmleikjum er hetja og alkóhólískur fjölskylduleikur er þar engin undantekning. Ef hetjan er ekki á sviðinu með alkóhólistanum og maka hans, sem leikur hlutverk þess meðvirka, í upphafí leiksins, er nokkuð öruggt að ekki líður á löngu áður en hón gengur inn á sviðið. Þar sem fíknisjúk- dómur er til staðar í hefðbundinni ijölskyldugerð (tveir for- eldrar og bömin þeirra), er það venjulega elsti sonur eða dóttir, sem leikur hlutverk hetjunnar. Af öllum barnahlutverk- um í fjölskyldu alkóhólistans, er hlutverk hetjunnar það hlut- verk sem ákvarðast helst af systkinaröðinni. Hetjan er hjálpsöm á heimili og nýtur velgengni utan þess. Hún færir fjölskyldunni von og stolt, sem jafnvel veikustu fjölskyldur upplifa öðru hverju. Við það fær fjölskyldan þá til- fínningu að hún sé einhvers virði, þótt allt annað bregðist. Hetjan virðist spjara sig, vera svo heil- brigð og neyslan á heimilinu virð- ist engin áhrif hafa á hana. En ekki er allt sem sýnist. Hjálpsemin og velgengnin eru blekking. Á bak við þá blekkingu er manneskja sem líður bölvan- lega. Það er virkileg kaldhæðni örlaganna, að einmitt velgengnin gerir það að verkum að hetjan er oftast sá fjölskyldumeðlimur sem erfíðast er að ná til í með- ferð. Hún er læst inni í kerfí þar sem alkóhólistinn hefur ekki stjóm á neyslu sinni, meðvirki einstaklingurinn hefur ekki stjóm á viðbrögðum sínum við alkóhólistanum og hvomgt þeirra hefur stjóm á viðbrögðum sínum við hetjunni; þau bregðast annað- hvort of mikið við baminu sfnu eða of lítið, vegna þess að þau eru svo upptekin af vandamáli sfnu. Vandamálin og erfiðleik- amir verða hetjunni hvatning til að gera hlutina „kórrétt", til að reyna að koma einhveiju jafn- vægi á, streða til að bæta fyrir veikleika sína og leita leiða til að setja plástra á fjölskyldusárin til að græða sín eigin. Þessum vonlausa draumi helgar hetjan líf sitt. Hetjum gengur venjulega mjög vel í skóla. Þær virðast metnaðargjamar og duglegar, harðar af sér og með gott vald á tilfinningum sínum. Oft eru þær góðir íþróttamenn, gengur vel í félagsstarfi og virðast hafa mjög mikla leiðtoga- og stjómun- arhæfíleika. Eftir því sem ástandið í fjölskyldunni versnar, verður hlutverk hetjunnar, innan hennar, mikilvægara. Foreldr- amir geta bent á hetjuna og sagt: „Ef eitthvað væri að þessu heim- ili, þá gæti baminu ekki gengið svona vel.“ Hetjan verður sönnun þess að ekkert er að í þessari fjölskyldu. Og þar sem henni gengur svo vel, þrátt fyrir vanda- mál drykkjusýkinnar og án af- skipta foreldranna, fær hetjan stöðugt minni athygli eftir því sem sjúkdómurinn þróast. Það er ekki óalgengt að hún lendi þá í þeim vítahring að leggja enn harðar að sér, vegna þess að sigr- amir þurfa sífellt að verða stærri til að hetjan fái einhveija at- hygli, hvað þá hrós, frá foreldr- unum. Hetjur ná yfírleitt lygileg- um árangri í því sem þær taka sér fyrir hendur — en því miður eru margar hliðar á því. Ein skuggahliðin sem hefur verið að koma í ljós á seinustu árum í velgengni hetjunnar er „vel- gengni í rnegrun". Sú velgengni leiðir þá til sjúkdóma eins og anórexíu og búlimíu — en það gerist auðvitað þegar hetjan hef- ur verið í svo hörðu kapphlaupi við það vonlausa verkefni að uppfylla væntingar og kröfur sem henni fínnst gerðar til sín, að hún kiknar undan álaginu og dettur ekki neitt annað í hug en að ná árangri í að eyða sjálfri sér. Henni fínnst hún hvort eð er svo misheppnuð, að of mikið sé af henni í veröldinni og best sé að láta sig hverfa, í bókstaf- legri merkingu þess orðs. En lítum á forsendur hetjunnar sem ekki velur sér þessa líkam- legu sjálfseyðingarleið: Markmið hennar með velgengni er aldrei að uppfylla sínar eigin þarfír eða metnað, heldur er það að bæta upp það lélega sjálfsmat sem þjá- ir foreldrar hennar, sem einstakl- inga, og reyndar alla fjölskyld- una. Forsenda hæfni hennar í hveiju sem hún tekur sér fyrir hendur, er grundvölluð á þessum þætti. En því miður er skorturinn á heilbrigðu sjálfsmati í fjölskyld- um alkóhólista svo mikill, að það er sama hversu vel hetjunni gengur — það er aldrei nóg. Þess- vegna verður lokatakmark henn- ar — sem hún verður að ná til að fínnast hún einhvers virði — að eilífu utan seilingar. Hetjan berst samt áfram, vegna þess að hún þarf stöðugt að vera að ná árangri og er í eiiífu kapphlaupi við sjálfa sig. Þar sem „árangur“ er metinn umfram aðra þætti í lífínu, einskorðar hetjan sig við þann þátt í sjálfri sér, sem henni sýnist færa einhveija umbun. Veikleikar hennar verða veikari á meðan styrkur hennar á ein- hveiju einu sviði lífsins vex. Einn daginn verður hetjan fullorðin og yfirgefur sína alkó- hólísku fíölskyldu, en hún geng- ur ekki út úr hlutverki sínu. Hún heldur áfram að streða fyrir vel- gengni og fjarlægum markmið- um. En hvað liggur á bak við grím- una? Það sem keyrir hetjuna áfram er sú tilfinning sem hún hefur fyrir sjálfri sér (frá bamæsku) sem vanhæfri og hún hefur sekt- arkennd. Þótt allir sem þekkja þetta bam, fínnist það allt annað en vanhæft, veit það sjálft bet- ur. Það veit að þótt það geti gert ýmislegt sem er í lagi, hefur því aldrei tekist að koma fjöl- skyldunni í lag; hetjan hefur ekki getað grætt sárin sem blæða í fíölskyldunni. Vegna þessarar vanhæfni hefur hetjan sektarkennd. Jafnvel velgengni hennar eykur á þá sektarkennd; hún fær sektarkennd fyrir að taka á móti jafnvel minnstu við- urkenningu og umbun á meðan foreldranum líður svona hörmu- legar Ef hæfíleikar hetjunnar liggja á vitsmunalega sviðinu, ræktar hún þá hæfileika í gríð og erg, nær þar góðum árangri — á kostnað líkamlega sviðsins. Eftir því sem hún nær meiri árangri í námi og vinnunni sem fylgir, hrömar líkamlegt ástand að sama skapi. Hún vanrækir lík- amann. Þessu er öfugt farið með þær hetjur sem hafa hæfíleika á líkamlega sviðinu. Hetjan ein- beitir sér að einum hæfíleika sem hún ofþroskar. Heijan getur not- ið aðdáunar og vinsælda vegna hæfileika sinna meðal skólafé- laga og átt marga vini. Samt er hún einmana. Hveijir sem hæfi- leikar hennar era, er hæfnin til að eiga einlægt samband við aðra manneskju ekki einn af þeim. Hetjan hefur ekki, frekar en aðr- ir fjölskyldumeðlimir, Iært að tengjast öðrum með opnum huga og af trausti. í skóla og félags- lífí hefur hún verið svo upptekin af því að ná árangri, að hún hef- ur ekki haft tíma eða áhuga á því að byggja upp djúpa vináttu. Velgengni hennar gerir hana of- urgagnrýna á aðra; enginn upp- fyllir þær kröfur sem hetjan ger- ir til þeirrar manneskju sem hún mundi velja sér að vini — auk þess sem hetjan hefur þá vissu að hættulegt sé að bindast ann- arri manneskju of náið. Hún hef- ur lært vantraust. Hún hefur svo mikið að fela. Ef einhver kemst of nálægt hetjunni, gæti sá ein- staklingur komist að vanda- málunum heima fyrir; séð að heimur hetjunnar er ekki full- kominn. Það sem verra er, góður vinur gæti séð hetjuna missa stjóm á bældum tilfínningum sín- um — sem getur gerst hvenær sem er. Hún verður því alltaf að vera á verði. Á þessum grandvelli velur hetjan sér maka. Og þar sem hetjan verður alltaf að líta 'vel út, er ekki óalgengt að hún velji sér maka sem ekki getur borið ábyrgð á sjálfum sér. Hún nýtur þess mjög að aðrir sjái hvað hún stendur sig vel, við vonlausar aðstæður. Hún ber höfuð og herð- ar yfír maka sinn. Hún er hinn trausti grandvöllur fjölskyldunn- ar. Allir sjá hvað hún er dugleg, góð, hjálpsöm og skilningsrík. Hetjan lítur svo vel út í saman- burði við maka sinn og upplifír sig stóra og sterka. Hún reddar öllu. Hetjur velja sér oft alkóhól- ista, eða einstaklinga sem era á einhvem hátt vanhæfír, þegar kemur að hjónabandi; einhvem sem er jafn vanhæfur til að mynda náið tilfinningasamband og hún sjálf — og vítahringurinn endurtekur sig í næstu kynsióð. Aðalfundur Tennisfélags Kópavogs verður haldinn mánudaginn 15. mars kl. 21.00 í Kópavogsskóla. Dagskrá: Almenn aðalfundarstörf. * AUGLÝSING FRÁ HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLA- RÁÐUNEYTINU Löggildingarnámskeið fyrir fótaaðgerðarfræðinga Dagana 22. til 30. mars nk. gengst heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytið fyrir löggildingarnámskeiði fyrir fótaaðgerðar- fræðinga samkvæmt reglugerð nr. 184/1991. Löggildingarnámskeiðið verður haldið í Ármúlaskóla og innritun fer frarn dagana 8. til 11. mars nk. Námskeiðsgjald er kr. 12.000,-. Námskeiðinu lýkur með prófi. Úrskurður siðanefndar Blaðamannafélags íslands Alvarlegt brot Stöðvar 2 í frétt um myndlykla ÓLAFUR E. Jóhannsson, fréttamaður á Stöð 2, braut gegn ákvæð- um 3. og 4. greinar Siðareglna Blaðamannafélags íslands í umfjöll- un um breytingar á myndlyklum Stöðvar 2 fimmtudaginn 3. sept- ember 1992 að áliti siðanefndar Blaðamannafélagsins. Samkvæmt úrskurði nefndarinnar er brotið alvarlegt. Málavextir era raktir á þann veg í nýútkomnu hefti Blaða- mannsins að 3. september 1992 hafí fréttatími sjónvarpsstöðvar- innar hafíst á þeirri frásögn að íslenska útvarpsfélagið hefði kært nokkra aðila til Rannsóknarlög- reglu ríkisins fyrir „stórfelldan þjófnað á efni Stöðvar 2“ með ólöglegum breytingum á mynd- lyklum. Síðan hafi verið brugðið upp mynd af Radíóverkstæði Santosar á Hverfisgötu. Ólafur hafí sést ganga inn á verkstæðið og kalla eigandann, Reyni Zarsuela Sant- os, fram í afgreiðsluna. Hann hafi fengið Reyni til að staðfesta hver hann væri og hafið viðtal við hann með því að spyija hann hvað hann hefði fjölfaldað marga þjófalykla. Síðar var Santos spurður hvemig hann hygðist bregðast við kær- unni, hvort hann væri hættur að búa til ólöglega myndlykla og hversu marga ólöglega lykla annar nafngreindur maður hefði fjölfald- að. 4. grein Siðanefndin telur að Ólafur hafi gerst brotlegur við siðareglur Blaðamannafélagsins að tvennu leyti. „I fyrra lagi brigslar hann Reyni Zarsuela Santos tvívegis í viðtal- inu um ólöglegt athæfí og kallar hina breyttu myndlykla einu sinni „þjófalykla" þó svo að ólögmæti athafna Reynis sé enn til athugun- ar hjá Rannsóknarlögreglu ríkis- ins. Þar við bætist að mynd Reyn- is á skjánum var merkt nafni hans og titlinum „þjófalyklaframleið- andi,“ segir í niðurstöðu siða- nefndar. Hún bendir á að þetta stangist á við niðurlag 4. greinar siðareglna þar sem segir að í frásögnum af dóms- og refsimálum skuli blaða- menn virða þá meginreglu laga að hver maður sé talinn saklaus þar til sekt hans hafi verið sönnuð. 3. grein í síðara lagi tekur nefndin fram að Santos sé illa mæltur á ís- lensku. „Það virðist vera sjálfsögð kurteisi fréttamanna við þá sem eiga erfítt um mál — hvort sem það er af kunnáttuleysi, málhelti eða af öðrum ástæðum — að ganga úr skugga um, áður en viðtöl við þá era birt, hvort þeir séu fúsir til að tala í útvarpi eða sjónvarpi þrátt fyrir skavanka sína,“ segir ennfremur í niðurstöðum nefndar- innar og bætt við að Ólafur hafí ekki gefíð Santosi kost á að biðj- ast undan sjónvarpsviðtali. „Við þetta bætist að þegar viðtalið hef- ur farið fram er þó nokkur ástæða til að ætla að Reyni hafí ekki ver- ið fullkomlega ljóst hvað honum og fréttamanni fór á rnilli." Þama er talið að brotið sé gegn 3. grein þar sem segir að blaða- maður vandi upplýsingaöflun sína svo sem kostur sé og sýni fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðist allt, sem valdið geti saklausu fólki, eða fólki sem eigi um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu. ST. PETERSBURG BEACH Einstaklings og 2ja herb. íbúðir m/eldhúsi, sundlaug, nólægt strönd. Verð fró 225$ á viku á sumrin, 400$ á veturna. LAMARA MOTEL APTS. TEL. 813/360-7521 FAX. 399-1578

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.