Morgunblaðið - 07.03.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.03.1993, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 7. MARZ 1993 DÆGURTONUST Hvab er Ilmvatnajökullf HUÓMSVEIT ÁRSIIMS Á SÍÐASTA ári kepptust bandarískar útgáfur við að fá á samning allar rokksveitir Seattleborgar, í þeirri von að festa hendur á hinni nýju Nirvana. Það sást þeim yfir að vaxtarbroddurinn er annars staðar, eins og sannast á plötu Los Angeles-sveitarinnar Rage Against the Machine. Rage Against the Mach- ine er sprottin úr sama jarðvegi og Red Hot Chili Peppers og leikur funkskotna tónlist líkt og sú, en þar lýk- ur líka samlíkingunni, því hinir síðamefndu leika popp- tónlist á meðan Rage leikur raprokkfönk af miklum krafti og íþrótt. Reyndar hafa Rage-félagar gefið frat í Chili Peppers hvenær sem tæki- færi hefur gefist, til að sýna fram á þeir séu engir tagl- hnýtingar. Plata Rage Against the Machine, sem ber nafn sveit- arinnar, er hæglega með bestu plötum sem komið hafa út síðustu mánuði, þar sem saman fer samfelld nýsköpun úr rappi, þungarokki og fönki og grimmpólitískir textar. Stígandinn í vinsældum sveit- arinnar undanfarið, ekki síst hér á landi, bendir og til þess að hún eigi eftir að ná meiri hylli en flest það sem nú er hampað, þó seint muni hún njóta almennra vinsælda. Til þess er tónlistin of ágeng. Engir taglhnýtingar Rage Against the Machine - kandídat- ar í hlutverk hljómsveitar ársins. FÓLK MÞÓTT ótrúlegt megi virðast hefur hafnfirska hljómsveitin Ham nú náð fímm ára aldri. Til að fagna þeim tímamótum hyggjast Hamar halda afmælistón- leika næstkomandi miðviku- dagskvöld, og leita því að nógu stóru húsnæði. Framlína Dinosaur Jr. Paul og Laura komu hingað til land í stutta heimsókn sumarið 1986. Þau bjuggu þá í San Francisco og höfðu verið í bréfaskriftum við Gunnar Hjálm- arsson, sem bauð þeim að troða upp á tónleik- um eftir Áma kæmu Matthíosson Þau til ls- lands. I stuttu spjalli, þar sem kemur fram að þau tala bæði ágæta íslensku, segj- ast þau hafa orðið svo spennt við tilhugsunina að vera að fara til íslands að þau seldu allt lauslegt og ákváðu að fara í tveggja mánaða skemmtiferð í stað viku sem var upphaf- leg áætlun. Eftir kynni af landi og þjóð ákváðu þau að snúa aftur og þá til ársdvalar til að læra ís- lensku. Síðan eru tæp fimm ár, því eftir árið bættist ár til viðbótar og svo annað ár, og annað. Aðspurð hve lengi þau ætli að vera enn líta þau hvort á annað og svo svar- ar Laura: „Að minnsta kosti ár í viðbót," og bæði skeila uppúr. Eins og áður sagði komu Paul og Laura hing- Efnfalt popp Paul og Laura. að til lands meðal annars til að leika á tónleikum og hafa leikið á þó nokkrum síðan, nú síðast með ný- bylgjunni í íslensku rokki í MS fyrir stuttu. Ytra fengust þau einnig við tón- list og tónleikahald, en gáfu ekki öt þar. Þar var líka trommari með þeim, en hér á landi leika þau á öll hljóðfæri, nokkuð sem þau kunna vel, því það gefi þeim aukið frelsi og svigrúm. Tónlistinni lýsa þau sem „einföldu poppi“; „hún er byggð á rokki og poppi og á því margt skylt við hvort tveggja, kannski mínus tuttugu rásir eða svo,“ segir Laura og hlær. Nafngiftina á spólunni nýju, Ilmvatnajökli, segja þau ætlaða til að undir- strika að tónlistin sé ætluð íslendingum, ekki síður en öðrum, en þau segjast vera farin að semja Iög á ís- lensku. „Við erum á ís- landi og erum farin að skrifa á íslensku, þó vitan- lega semjum við enn líka á ensku.“ Þó Paul og Laura séu útlendingar á íslandi, fer því fjarri að þau séu tón- Morgunblaðið/Þprkell listarútlendingar, því fjöl- margar hljómsveitir sem nú eru að líta dagsins Ijós eru á svipuðu tónlistarróli. Þannig segja þau að þeim hafí liðið vel í samneyti við íslenska tónlistarmenn frá fyrstu tíð. Laura bætir því þó við eftir nokkra umhugsun að henni hafí komið á óvart hve fáar stúlkur fengjust við rokk- ið, en það væri greinilega að breytast, sem væri vel. Ilmvatnajökull fæst í Hljómalind í Austurstræti og Plötubúðinni á Lauga- vegi. Paul ogLrnra PAUL OG LAURA er nafn sem sést hefur öðru hvoru í tónleikaauglýsingum síðustu ár og þeir sem farið hafa á tónleika til að berja þau augum hafa séð hvað þau leitast við að teygja á landamær- um hins mögulega með aðstoð grúa hljóðfæra og hugmynda. Fyrir stuttu sendu þau Paul og Laura frá sér spóluna Ilmvatnajökul, sína þriðju spólu, sem ekki hefur farið nógu hátt. Umdeildur Ice-T. RAPP- BANIM ÞAÐ þótti saga til næsta bæjar þegar rapparinn hugljúfi lce-T var settur út af sakramentinu hjá Warner-útgáfunni. Þegar grannt er skoðað má þó segja að ótrúlegust sé bið- lund Warner. Ice-T var á allra vörum fyrir plötu sveitar sinnar Body Count, þar sem hvatt var til að hart yrði látið mæta hörðu í samskiptum litra og lögreglunnar. Því kunnu laganna verðir illa og fengu lið ýmissa hrein- lyndra í að herja á Wamer- samsteypuna. I orði sögðust Wamer-menn styðja Ice-T og málfrelsi hans, en beittu rapparann smávaxna mikl- um þrýstingi á laun. Þegar svo Ice-T hafði lokið við nýjustu plötu sína og búið var að senda kynningarein- tök til ýmissa blaða, sauð uppúr þegar í ljós kom að hann hjó þar í sama kné- runn. Ice-T var því sparkað, og fær fyrir fúlgur, en nú keppast önnur fýrirtæki um að bjóða í kappann. GÍTARNÝROKK ÞÓ BETUR ári fyrir rokkið í Bandaríkj- unum en oft áður gengur nýrokksveitum erfiðlega að feta i fótspor Nirvana og höndla frægðina. Því hafa fjölmargar sveitir reynt að koma til móts við áheyr- endur; að fægja tónlistina eilítið til að særa ekki eyru væntanlegra plötukaup- enda, án þess þó að glata frumleikanum. Dinosaur Jr. hefur verið alllengi að og sent frá sér þrjár breiðskífur. Fyrstu skífumar þóttu hálf stefnulausar, en á fjórðu plötunni smal! allt saman og fyrir stuttu kom út fimmta plata sveitarinnar, Where You Been?, sem stígur lengra í átt að almanna- hylli. Leiðtogi Dionosaur Jr. er gítarleikari sveitarinnar og söngvari Joseph Mascis. Hann er sérdeilis lipur gítarleikari og eftir- minnilegur söngvari, þó ekki sé hann radd- mikill. I yrkisefni þykir hann draga dám af Neil Young og tónlistin þykir ekki langt frá því hráasta sem Young hefur verið að gera með Crazy Horse. Ekki má þó skilja þetta sem svo að á ferð sé hermisveit, því Dino- saur Jr. er kyrfílega í framlínu nýrokksins í Bandaríkjunum og popppressan víða um heim hefur keppst við að lofa plötuna svo mjög að gefur tilefni til að ætla að hún verði áberandi á uppgjörslistum í árslok. ELVIS OG JÚLÍA ELVIS Costello bindur ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamennirnir, en þó kastaði átján yfir þegar hann sendi frá sér plötuna The Juliet Letters fyrir skemmstu og hann gerði með strengjakvartett. Cost- ello lætur sé þó fátt um undrun almennings finnast líkt og jafnan áður. Strengjapopp Elvis Costello og Brodsky kvartettinn. Elvis Costello kom fram á sjónarsviðið í Bret- landi i síðpönkinu og vakti mikla hrifningu fyrir liprar lagasmíðar og textagerð. Síðan hefur ferill hans verið sveiflukenndur og plötur selst misjafnlega. Með tím- anum hefur það ekki leynt sér að hann er tekinn að þreytast á takmörkunum poppformsins og líklega er platan nýja, sem heitir The Juliet Letters, eins konar úthlaup úr popprammanum, þó Costello hafi lýst því í viðtölum að væntanlega verði næsta plata gerð með miklu rafmagni og öskrum. Hugmyndina að The Juli- et Letters segir Costello hafa vaknað þegar hann las um mann sem hefur atvinnu að svara bréfum sem berast til Júlíu Kapúlett, og alkunn er af sorgarspili Shakespe- ares, „því engum raunir auðnan þyngri bjó / en ungri Júlíu og Rómeó“. Costello einsetti sér að skrifa lög sem byggðust á ímynduðum bréfum til Júlíu og fékk til sam- starfs Brodsky strengjakvart- ettinn, sem hann hafði dáð úr fjarlægð all- lengi. The Juli- et Letters er óvanalegt inn- legg í sögu Elvis Costellos, en í Ijósi hennar ætti það ekki að koma svo ýkja á óvart.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.