Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRIL 1993 -■ ‘-v:, vav ; <; u ■ Aksturskeppnir ^ erlendis / FYRIR það áhugafólk um akstursíþróttir sem verður á faralds- fæti erlendis í sumar og fram eftir hausti er birtur hér listi yfir helstu keppnir í nokkrum greinum akstursíþrótta, þ.e. í heimsmeist- arakeppninni í kappakstri Formulu 1, heimsmeistarakeppninni í ralli og Evópumeistarakeppninni í rallýkrossi. Dagsetningarnar segja til um alla dagana sem keppnirnar standa yfir, þ.e. keppnir í undan- rásum og svo Iokakeppnir, sem eru þá á síðasta deginum sem til- greindur er. Þetta á þó ekki við um heimsmeistarakeppnina í ralli, því þá stendur sjálf keppni yfir alla tilgreinda daga. Svo er bara að skoða töfluna og sjá hvort leiðin liggur nálægt einhveijum þess- ara staða á þeim tíma sem keppni stendur yfir. FORMULA 1 MAI Grand prix á Spáni (Barcelona), 6. til 9. maí Grand prix í Monakó, 20. til 23. maí JUNI Grand prix í Kanada (Montreal), 10. til 13. júní JULI Grand prix í Frakklandi (Nevers Magny Cours), 1. til 4. júlí. Grand prix í Bretlandi (Silverstone) 8. til 11. júlí. Grand prix í Þýskalandi (Hockenheim), 22. til 25. júlí. Agúst Grand prix í Ungveijalandi (Hungaoring) 12. til 15. ágúst. Grand prix í Belgíu (Francorchamps) 26. til 29. ágúst. SEPTEMBER Grand prix á Ítalíu (Monza) 9. til 12. september. Grandjirix í Portugal (Estoril) 23. til 26. september. OKTOBER Grand prix í Japan, (Suzuka) 21. til 24. október. NÓVEMBER Grand prix í Ástralíu (Adelade), 4. til 7. október. HEIMSMEISTARAKEPPNIN í RALLI MAI Frakkland, Tours de Corse Rallye de France, 1. til 5. maí. Grikkland, Acropolis rally, 29. maí til 3. júní. JULI Argentína, Rallye d’Argentine, 14. til 17. júlí. ÁGÚST Nýja Sjáland, Rally of New Zealand, 4. til 8. ágúst. Finnland, Þúsund vatna rallið, 25. til 29. ágúst. SEPTEMBER Ástralía, Rally Australia, 18. til 20. september. OKTÓBER Ítalía, Rallye d’Italie, San Remo, 10. til 14. október. NÓVEMBER Sp ánn, Rally Espania, Costa Brava, 1. til 4. nóvember. Bretland, RAC Rally of Great Britain, 20. til 25. nóvember. EVRÓPUMEISTARAKEPPNIN í RALLÝKROSSI * MAI Portugal, rallýkrosskeppni í Lousada, l.til 2. maí. JUNI Frakkland, rallýkrosskeppni í Loheac, 6. júní. írland^ rallýkrosskeppni í Kildare, 13. júní. JÚLI Svíþjóð, rallíkrosskeppni á Holjesbanan, 3. til 4. júlí. Finnland, rallíkrosskeppni í Avhenisto, 11. júlí. ÁGÚST Belgía, rallíkrosskeppni í Arendonk, 14. til 15. ágúst. Holland, rallíkrosskeppni í Valkensward, 21. til 22. ágúst. SEPTEMBER Noregur, rallíkrosskeppni í Lyngas, 11. til 12. september. OKTOBER Danmörk, rallíkrosskeppni í Estering Buxtehude, 2. til 3. október. RALLMÓT Reykjavíkurrall Stærsta rallmót ársins verður alþjóðlega rallið 17.-19. september, sem bera mun nafn höfuðborgarinnar og heita Reykjavíkurrall. Það er styrkt af Reykjavíkurborg og unnið í samvinnu aðila í ferðamanna- iðnaðinum og Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur. Sama keppni gilti til Norðurlandameistaratitils í fyrra, þar sem finnskir ökumenn tryggðu sér titilinn í sveitakeppni. Eg geri ekki ráð fyrir því að Finnar komi í ár, en við erum að vinna að komu annara erlendra keppenda. Ætlum m.a. í samvinnu við Flug- leiðir að bjóða upp á átta daga ævintýraferð til landsins, þar sem rall, jöklaferðir, sjóstangaveiði, tor- færa, sandspyrna og fleira verður á boðstólum fyrir þá sem hafa áhuga,“ segir Tryggvi M. Þórðar- son, en hann er skipuleggjandi al- þjóðarallsins. „Rallið verður 900 km langt og 310 km verða á sérleiðum, en þar á meðal verða vonandi innanbæjar- leiðir, sem við erum að reyna að fá til að auðvelda áhugafólki að fylgjast með. Með því að hafa slík- ar leiðir mætti líka fá fólk af lands- byggðinni til borgarinnar. Okkur langar að fá sérleið í miðborginni ef hægt er, í Öskjuhlíð eða á plan- inu við Laugardalsvöll þar sem sjáv- arútvegssýning verður í gangi á sama tíma. Skipuleggjendur sýn- ingarinnar hafa sýnt þessu máli áhuga.“ „Það er ákveðin viðurkenning að borgarráð skuli styrkja keppnina, en það verður mikið um að vera vikuna fyrir keppni. Rásmarkið verður við Perluna, en þar innan- dyra verður sýning á ýmsum tækj- um og tólum fyrir bíla og bílaíþrótt- ir. Helgina fyrir rallið verður bæði keppt í torfæru og sandspyrnu og alla vikuna verða einhveijar uppá- komur sem að tengjast okkur akst- ursíþróttamönnum. Almenningur mun því fá gott tækifæri til að kynnast íþrótt okkar í september." segir Tryggvi. GR PERLAN verður höfuðstöð alþjóðarallsins í septerrjber og þar verður sýning akstursíþróttamanna og kynnmgar á íþróttinni. Á myndinni leggur rinnsk áhöfn á stað í alþjóðarallið í fyrra, sem gilti til Norðurlandameistaratitils. tfs Jlkstursfið 1993 fylgst með þeim í mótum ársins og svo skoðað lýsingu þeirra á eigin þátttöku, með orðum beint frá hjartanu, brasinu á bakvið tjöldin og þeim ævintýrum sem þeir lenda í. Aksturslíð 3T verður skipað eftirtöldum keppend- umj sem þú skalt gefa gætur í sumar. Vélsleðar Arnar Valsteinssonm Benedikt Valtýsson Finnur Aðalbjörnsson Gunnar Hákonarson SOMI SWS2 SLITRÓFf ræsir hf. SAMSKIP Akstursíþróttum vex sífellt ásmeginn og tímaritið 3T fylgir því eftir með þáttöku í skipulagningu akstursmóta og með stuðningi við kepp- endur og íþróttina í heild. Aksturslið á vegum blaðsins tekur þátt í öllum greinum akstursíþrótta, rallakstri, tor- færu, sandspyrnu, kvartmílu, moto cross og vélsleða- akstri. í ár verða margir knáir kappar sem aka undir merk- jum 3T og við munum fylg- jast með þeim á síöum blaðsins í sumar. Þú getur Rally cross Kristtn Birna Garðarsdóttir, Porsche 911 Lady Torfæra Ragnar Skúlason Jeepster Gísli Hauksson Kókomjólkin Magnús Bergsson Rallakstur Rúnar Jónsson og Jón Kvartmíla & sandspyrna Sigurjón Haraldsson Ford Pinto Hafliði Guðjónsson Spyrnugrind Ragnarsson Mazda 323 4x4 Turbo Ævar Sigdórsson, Örn Stefánsson og Ægir Ármansson Lancia Delta Integrale

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.