Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 10
löl o MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2!7. APRÍL 1998 \ ORYGGISHJALMAR BIFREIÐAÍÞRÓTTIR Langerma Nomex bolur með rúllukraga--------- Hlífðargalli úr Nomex Öryggisbúnaöur ökumanna Þótt menn hafi merkt talsverða hugarfarsbreytingu á undanförnum árum þegar kemur að öryggisbúnaði keppenda þá virðist sem ennþá sé nokkuð í land þar til menn a.m.k. borgi jafn brosandi fyrir slíkan búnað og búnað fyrir ökutækin, svo notuð séu orð sölumanns í bíla- vöruverslun. Ef litið er á þau atriði sem ýmist eru skylda eða æskileg til að auka öryggi keppenda í akstursíþróttum, þá er þar fyrst og fremst um að ræða veltibúr, hjálma, keppnisstóia í bifreiðar, öryggisbelti og fatnað úr eldtefjandi efni. Sé veltibúrið undanskilið, enda sérsmíðað fyrir hvert ökutæki og illmögulegt að segja til um kostn- að, þá sést að ætli menn'sér að hafa allan ofangreindan öryggisbúnað með besta móti, er verið að tala um allt að 100 þúsund krónur, miðað við að allir hlutir séu keyptir nýir og að um sé að ræða bifreiða- keppni. Lágmarkskostnaður væri þá tæpar 50 þúsund krónur. En þá má líka líta til þess að meirihluti búnað- arins er aðeins keyptur einu sinni, nema að einhver veruleg óhöpp komi upp á og eins, að miðað við það að akstursíþróttir eru almennt kostnað- arsamar, þá eru upphæðimar sem fara í öryggisbúnað kannski ekki svo miklar inni í öllu dæminu. En lítum á hvernig þessar tölur koma til. Hjálmar úr Kevlar-efni, með Nomex-klæðningu, sem er það eldtefjandi efni sem notað er í fatnað fyrir akstursíþróttamenn, kosta frá tæpum 16.000 upp í rúmar 21.000 krónur, m.v. við upplýsingar sem fengust hjá Bílabúð Benna. Séu keyptir hjálmar sem ekki eru Nomex- klæddir er verðið 12.800. Tvöfaldir Nomex-gallar kosta kr. 25.900, en hvert lag af Nomex veitir 24 sek- úndna algera einangrun og vörn í aleldi. Eitt er þó það atriði sem hafa þarf í huga við slíka galla og það er að þeir einangra í báðar áttir. Með öðr- um orðum þarf að huga að því hvem- ig fatnaður er innan undir. Einfald- ast er að vera annað hvort í undir- fatnaði úr Nomex, sérstaklega ef verið er í einföldum göllum og þá langerma bol með rúllukraga og síð- um nærbuxum. Sokkar úr Nomex eru líka mjög æskilegir. Ef slíkur undirfatnaður er ekki fyrir hendi er betra að vera einungis í nærfatnaði úr bómull og engu öðm innanundir og séu menn í tvöföldum göllum er undirfatnaður úr Nomex ekki nauðsynlegur. Rúllukragabol- ur úr því efni kostar tæpar 8.000 krónur og síðar nærbuxur em aðeins ódýrari. Andlitsgrímur úr þessu efni, sem ná vel niður hálsinn, upp á nef og vama því þannig að menn andi að sér eldi, kosta 3.900 krónur. Hanskar eru á verðbili frá tæpum 3.000 krónum upp í tæpar 4.000 krónur. Sérstaka keppnisskó má fá með Nomex-klæðningu og kosta þeir þá frá 9.800 til 11.200 eftir gerðum. Loks eru það hálskragar úr Nomex, sem kosta 3.300 krónur. Keppnisstóla, eða svokallaða körfustóla sem „leggjast“ að öku- manninum og halda honum stöðugri í sætinu er hægt að fá í ýmsum verð- flokkum, frá tæpum 20.000 krónum og upp úr. Fjögurra punkta örygg- isbelti em skylda í akstursíþróttum hér, en margir komnir með fimm punkta belti og ekki ólíklegt að þau verði skylduð í náinni framtíð. Verð á 5 punkta beltum er frá tæpum 9.000 krónum og í um kr. 18.000. Eitt ber þó að athuga varðandi öryggisbeltin og það er að belti sem hafa lent í t.d. veltu eða ákeyrslum þannig að ökumaður hefur kastast til og á þau reynt, slík belti eru ónýt og ekkert annað að gera en að klippa þau og kaupa ný. Þetta er í rauninni svipað og með hjálmana og það get- ur verið dýrkeypt í þessum efnum að taka áhættuna með útbúnað sem einu sinni er búið að reyna á. ve Það öryggisatriði sem síðast reynir á fara þarf eftir við kaup á nýjum hjálmi. Síðan er fleira sem kemur til, eins og bent er á í bók LÍA. Svo sem það að þyngd hjálma skiptir talsverðu máli. Æskileg þyngd þeirra er á bilinu 1.200 - 1.400 grömm, en hjálmar sem eru yfír 1.600 grömmum eru orðnir of þungir. Þá ber þess að gæta að til eru bæði opnir og lokaðir hjálmar sem uppfylla staðlana í reglunum. Öryggislega séð er þó vart spuming um að vera með lokaða hjálma, þar sem þeir verja stærri hluta höfuðsins og eru með hökuhlíf sem getur vamað miklum höfuð og kjálkameiðslum. Mismunandi styrkleiki Efniviður hjálmanna skiptir máli eins og fram kemur í reglun- um, en hjálmar em aðallega fram- leiddir úr þremur mismunandi efn- um. Ræðst styrkleiki og verð af þeim þótt vart beri að taka það fram að sé á annað borð verið að leggja í kostnað við akstursíþrótt- Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson ir, er öryggisbúnaðurinn ekki sá kostnaðarhluti sem menn ættu að spara við sig í. En því miður vill það stundum verða eins og einn afgreiðslumaður í bifreiðavöm- verslun orðaði það: Menn koma hér og kaupa dekk sem kostar 30 þúsund krónur án þess að blikka auga, en svo þegar farið er að skoða hjálma og þeim em sýndir góðir og ömggir hjálmar úr sterku efni á um 20 þúsund krónur, þá eiga menn ekki orð yfír verðlagið. Efniviðurinn Ódýrastu og um leið veikbyggð- ustu hjálmamir em úr Polycarbon- ate-efni, en langflestir hjálmar sem em í notkun hér á landi em úr þessu efni, sem er ekki trefja- efni. Þessir hjálmar em tiltölulega nýjir á markaðnum hér, en áður vom algengastir hjálmar úr Fiber- glass, sem er trefjaefni og nokkuð sterkara en Polycarbonate, en um leið dýrara. Nýjasta og sterkasta gerð hjálmar er úr svokölluðu Lokaður öryggis- hjálmur úr Kevlar, fóðraður með Nomex Hanskar úr Nomex ÞAÐ var einu sinni kona sem fór með manni sínum í verslun erlendis til að kaupa hjálm. Maðurinn keppti i akstursíþróttum á íslandi og meðferðis var handbók Landssambands íslenskra akstursíþróttafélaga, þar sem tíundaðar eru reglur um öryggis- atriði og þar á meðal um hjálma. Verslunin, sem stóð fyllilega undir sínu veglega nafni „Helm-world“ var all stór og allir veggir þaktir hillum frá lofti niður til gólfs og ekkert í þeim hillum nema hjálmar. Af öllum stærðum, gerðum, lögun og lit- um og í hundraðatali. Hugsaði frúin sér gott til glóðarinnar og hugðist aðstoða manninn við að velja hjálm sem færi vel við gallann og bílinn og þar fram eftir götunum. Hófst nú leit- in að réttum hjálmi með dyggri aðstoð verslunarmanns og bókarinnar góðu. Tæpri klukkustund síðar lá niðurstaðan ljós fyrir og var þá búið að nota útilokunaraðferðina við bæði þá hjálma sem voru í verslunni sem og inni á lager. Það voru nákvæmlega tveir hjálmar - ekki tvær tegundir, heldur tvö stykki - sem stóðust allar reglurnar. Annar of lítill og hinn of stór! Þessi litla dæmisaga segir sitt, enda em reglur um hjálma í akstursíþróttum strangar og mik- ilvægt að eftir þeim sé farið. Því segja má sem svo að þá sjaldan ökumenn komast í þá aðstöðu að það reyni á hjálminn, þá sé líka búið að reyna á öll önnur öryggis- atriði. Því getur spumingin um líf og dauða oltið á hjálminum. Nákvæmar reglur um hjálma Reglur um öryggishjálma í akst- ursíþróttum hérlendis em í sam- ræmi við nýjar alþjóðlegar reglur FISA og em eftirfarandi: ■ 1. Allir sem keppa í aksturs- Andlitsgrima úr Nomex----------- íþróttum á íslandi skulu meðan á keppni stendur og á sérleiðum vera með hjálm fastspenntan á höfuð sér, sem uppfyllir einhvem eftirfar- andi staðal og er þannig merktur: Snell 1985 (með „special applicati- on“), Snell 1990 (með „Special application“)eða B.S.I. BS 6658-85 (með „type a“). (Reyndar hefur gildistöku þessara reglna verið frestað til að gefa framleiðendum kost á að aðlaga sig þeim). ■ 2. Allir hjálmar skulu vera með framleiðsluárið merkt á eða í hjálminn. ■ 3. vera mennu ástandi, órispaðir og ekki kvamað úr þeim. Hjálmar sem hafa orðið fyrir höggi em bannaðir. ■ 4. Hjálmar sem hafa verið málaðir eða lakkaðir em bannaðir. Einnig er bannað að hreinsa hjálm með sterkum efnum þar sem þau geta skemmt efnin í hjálminum. ■ 5. Hjálmar úr polycarbonate- efni skulu ekki vera eldri en þriggja ára gamlir. Hjálmar úr Fiber-glass eða Kevlar-efni skulu ekki vera eldri en fimm ára gaml- ir. Þegar hjálmar hafa verið í umferð umfram þessi mörk skal hætta notkun þeirra og fá nýja. ■ 6. Hjálmar skulu falla þétt og vel að höfði þess sem þá nota. Of þröngur hjálmur eða of rúmur kemur að takmörkuðum notum. I 7. Einungis má setja talkerfi (intercom) í þá hjálma sem til þess em gerðir. Þá er um að ræða að göt og raufar em inni í hjálminum til að koma þessum búnaði fyrir. Gæta skal þess að þessi aukabún- aður auka á engan hátt hættu á meiðslum þess sem hann ber. I 8. í keppnum þar sem gera má ráð fyrir eldhættu, skulu kepp- endur vera með hjálma sem era með eldtefjandi klæðningu (nomex). Þyngdin skiptir máli Þannig hljóma reglumar sem Hálskragi úr Nomex— Keppnisstóll-------------- Öryggisbelti, fimm punkta Búnaður ökumanns og stóll er frá Bllabúð Benna. Öryggisbeltin eru frá Bllasmiðnum. Keppnisskór, fóðraðir með Nomex, og Nomex- sokkar innanundir-------

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.