Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 5
Ómar voru að sigra í rallkeppnum, en tvisvar sinnum hef ég upplifað alveg stórkostlega tilfinningu og verið óskaplega stolt. Og það sem gerir þessi tvö skipti líka svo sér- stök er að þau komu svo á óvart. I fyrra skiptið var þegar Rúnar varð Islandsmeistari sem ökumað- ur þá lang yngstur ökumanna tii að bera þann titil. Það var þá mjög hörð keppni á milli fegðanna og svo þeirra Ásgeirs Sigurðssonar og Braga Guðmundssonar á Metro-bíl og úrslit réðust ekki fyrr en á síðustu leiðinni, sem var Djúpavatnsleið. Eg beið við enda leiðarinnar með viðgerðahópnum og spennan var gífurleg, því að ég vissi hvað Metro-inn var öflugur og líklegur til að sigra. Stóð á leiðarendanum og mændi á hæð sem vegurinn lá yfir. Birtust þá ekki mínir menn á undan yfir hæðina. Það var ólýs- anleg tilfínning sem vaknaði við að sjá þá og vita að titillinn var í höfn. Hitt skiptið var svo í lok tíma- bilsins í fyrra. Þá keyrðum við Jón þá Baldur og Guðmund með kær- ustunum þeirra niður í aðalstöðvar LÍA þar sem átti að afhenda verð- laun fyrir Islandsmeistara og bik- armeistarakeppnir sumarsins. Baldur sagði að þetta myndi ekki taka nokkra stund, svo við ákváð- um að hinkra eftir þeim og stóðum í gættinni. Svo gerðist það óvænta sem ekkert okkar átti von á þó svo að Baldur hefðu unnið til fjöl- margra verðlauna á þessu eina sumri og gengið alveg frábærlega vel. Hann var kosinn aksturs- íþróttamaður ársins úr hópi eitt- hvað um 400 keppenda og þá varð mamma stolt. Þá vaknaði sama stórkostlega tilfinningin," segir Petra. „Það eru þessi tvö augnablik sem mér þykir vænst um af mörg- um góðum í rallsögu þessarar fjöl- skyldu.“ Rallsögu sem ekki sér fyrir end- ann á og hver veit nema að í yngstu kynslóð fjölskyldunnar leynist arf- takar. Til dæmis er þar einn lítill Jón Rúnar, sem gæti átt eftir að eiga fleira sameiginlegt með afa sínum og frænda en nöfnin. ve FRÉTTIR Óskar Ólafsson og Jóhannes Jó- hannesson hafa selt Suzuki GTi keppnisbíl sinn, sem þeir óku í fyrra með góðum árangri. Þeir keyptu Mazda fjór- hjóladrifsbíl Tóm- asar Jóhannesson- ar, hafa tekið hann rækilega í gegn og ættu að eiga góða möguleika í flokki óbreyttra bíla, en í fyrra skorti þá bæði afl og fjórhjóladrif. Þeir sem lítið þekkja til aksturs- íþrótta eiga kannski erfitt með að átta sig á hver er munurinn á milli þeirra. Vélhjóla- íþróttaklúbburinn VÍK, hefur gefið út lítið og nett dreifi- bréf til að kynna motokross í stuttu máli, en það hefur löngum verið talin ein erfiðasta akstursíþróttin. Segir þar m.a.: „Motokross er kappakstur sérsmíð- aðra vélhjóla yfir gróft, torfært landssvæði. Keppnirnar eru haldnar á lokuðum brautum, þar sem ekið er í hringi í ákveðinn tíma yfir hol- ur, hóla, „þvottabretti“, stökkpalla o.s.fr. Sigurvegari er sá/sú sem ekið hefur flesta hringi í keppn- inni. í motokrossi er hjólum/kepp- endum skipt niður í þrjá megin- flokka eftir stærð véla, 125, 250 og 500 kúbik. Þyngd hjólanna er á bilinu 80-100 kg og hestaflafjöldi vélanna á milli 40-65 hestöfl. Hjólin eru geysiiega aflmikil, búin öflugum dempurum sem gerir hjólunum kleift að komast yfir ótrúlegustu hindranir á augabragði." MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1993 C 5 FRÉTTIR íslandsmeistarinn í flokki götu- jeppa, Ragnar Skúlason frá Kefla- vík var ákveðinn í að hvíla sig á þessu keppnistíma- bili, en hefur nú breytt um skoðun. Hann mætir með Jeepster meistaraj- eppann eitthvað endurbættan og hefur titil að veija. í sama flokki mætir Þorsteinn Einarsson með farkost sem fiktað hefur verið í vetur. Hópur akstursíþróttamanna hyggst fara á heimsmeistaramótið í Formula 1 kappakstri á Silverstone brautinni í sumar í skipulagðri hóp- ferð, þar sem m.a verður litið við hjá frægum keppnisliðum, s.s. McLaren og Will- iams. Einnig verður breski meistarinn í rallýkross heims- óttur, farið á stóra go-kart braut til keppni á milli ferðalanga ofl. Þá á að kanna möguleika á heimsókn í skóla fyrir rallökumenn. Ferðin er áætluð 9. júlí. í umræðum um Go-kart sem marg- ir akstursíþróttamenn hafa áhuga á að koma á fót hér hafa ýmsar hugmyndir komið upp um nafn á íþróttinni. Ein er að kalla íþróttina körtukeyrslu og ökutækin þá körtur, en orðabók Menn- ingarsjóðs útskýrir orðið karta sem: eitthvað Iítið, ögn. Það á svosem ágætlega við m.v. stærð ökutækis og aldur keppenda, sem væntanlega væru þá kartlingar. % BOSCH VERKSTÆÐI Lágmúla 9 sími 3 88 20 Ókeypis BOSCH kerti í bílinn pantirðu vélarstiiiingu fyrir 30. apríl nk. A Nýr Forman Ekki bara betri, heldur 548 sinnum betri! Formán LXi skutbíll kostar aðeins kr. 697.000.- á götuna! Nýr og endurbættur Forman hefur nú litið dagsins Ijós. Eftir að Skoda verksmiðjurnar sameinuðust Volkswagen samsteypunni hafa þýskir tækni- og hugvitsmenn lagt nótt við dag. Útkoman er glæsilegur og rúmgóður skutbíll.sem státar af 548 endurbótum.stórum sem smáum. Forman er nú framleiddur samkvæmt kröfum og stöðlum Volkswagen, sem tryggja meiri gæði, aukið öryggi og betri endingu. Vélin er með hvarfakút og tölvustýrðri Bosch Motronic innspýtingu og kveikju, sem er viðhaldsfrí og dregur úr bensíneyðslu. í hurðum eru styrktarbitar, og innréttingar eru nýjar. Það sama gildir um bremsukerfið, rafkerfið og margt,margtfleira. Hinir f|ölmörgu aðdáendur Forman hafa því fengið 548 nýjar ástæður til þess að velja þennan vinsæla skutbil. Og er þá ein ótalin: Nefnilega verðið! Nýr framhjóladrifinn Forman LXi, 5 dyra og 5 gíra kostar kr. 697.000,- á götuna, og fæst í 9 spennandi og frískum litum. Komdu og reynsluaktu nýjum Forman. Söludeild Jöfurs er opin virka daga 9-18 og laugardaga 12-16. Aukabúnaður á mynd: Alfelgur. Nýbýlavegur 2, Kópavogur, sími 42600.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.