Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1993 LÍA Go-kart er næsta mál á dagskrá „Það sem við komum til með að setja á oddinn í næstu framtíð er að sjá keppni í Go-kart akstri (eða körtukeyrslu eins og sumir vilja nefna íþróttina) fyrir börn og unglinga hefjast hérlendis. Og það er í raun mjög eðlilegt framhald af starfi LÍA að undan- förnu og þeirri áherslu sem landssambandið og aðildarfélög- in hafa lagt á að ná kappakstri af götunum inn á lokuð svæði og stuðla þannig að öryggi í umferðinni," segir Ólafur Kr. Guðmundsson, forseti LIA, Landssambands íslenskra akstursíþróttafélaga. Við höfum verið að skoða hvem- ig þessum málum er háttað bæði á Norðurlöndunum og ekki síst í Bretlandi þar sem Go-kart er sú grein akstursíþróttanna sem mestur vöxtur er í og erum farin að vinna að undirbúningi. Rökin fyrir slíkri keppni eru líka sterk og þar sem hún hefur verið stunduð lengi, eins og t.d. í Kaup- mannahöfn þar sem borg- in sjálf hefur rekið slíka braut frá 1962, segjast menn hafa það svart á hvítu að krakkar sem hafa fengið að spreyta á Go-kart bílum miklu betur undirbúnir, þegar þar að kemur, fyrir akstur í almennri umferð. YFIRVÖLD í Kaupmannahöfn hafa rekið Go-kart braut frá 1962 og þetta er ein af þeim brautum sem keppt er á þar nú. Þetta er dæmigerð Go-kart braut að því leytinu að stórar grasflatir liggja að henni allan hring- inn, en þær eru til að koma í veg fyrir meiðsli ökumanna eigi einhver óhöpp sér stað. Búin að kynnast aflinu Þau eru búin að kynnast aflinu sem er í vélknúnu ökutæki, búin UNGUR Go-kart ökumaður í við- gerðum. Krakkarnir ffá aé spreyta sig á keyrslu og kynn- ast hraóa undir leiósögn og inni á lokaóri braut þar sem ströngustu öryggisreglum er ffylgt og grasfflat- ir eru umhverf is brautina að gera sér grein fyrir því hvað rétt viðbrögð skipta miklu máli, þekkja hraða, vita hvað öryggisatr- iðin skipta miklu máli og hafa kynnst akstri og ökutækjum á aldri sem þau eru mjög meðtækileg fyrir leiðbeiningum. Þess vegna verður aksturinn ekki eins ofsalega nýr og spennandi þegár krakkarnir loksins fá bílpróf, þeir eru búnir að taka út þörfina fyrir spennu,“ segir Ólaf- ur. Hann bendir á að í Danmörku R ALLÝKROSSBR AUTIN Meira malbik, minni möl og lengri rásbraut Talsverðar framkvæmdir eiga sér stað þessa dagana á rallýkross- brautinni í Kapelluhrauni við Hafnarfjörð, en 2. maí nk. verður haldin þar fyrsta rallýkrosskeppni sumarsins og gefur hún stig til íslandsmeistara. Að sögn Guðbergs Guðbergssonar, hjá Rallíkross- klúbbnum, koma framkvæmdirnar við sjálfa brautina, áhorfenda- svæðið og Go-kart-braut, sem verið er að koma upp á svæðinu, til með að kosta á 7. milljón króna. Breytingar á sjálfri rallýkross- brautinni eru þær að stóra beygjan öll sem er fjærst þegar komið er inn á svæðið verður mal- bikuð, enda reynslan sýnt að mjög hefur grafist niður í mölina þar í keppnum. Rásbrautin lengd Sama ástæða liggur að baki þess að malbikaður verður 5 metra stutt- ur beygjukafli þar sem brautin ligg- ur til hliðar við keppnisstæðið („pitt- inn“). Reyndar á sú lýsing á ekki við mikið lengur, því verið er að gera nýtt 50-55 bíla keppnisstæði sem kemur til með að liggja þvert á stefnu brautarinnar. Gamla keppnisstæðið verður að hluta not- að til að auka vegalengd rásbraut- arinnar, þ.e. frá rásmarki að að fyrstu beygju um 30 metra. V Guðbergur segir að þessi lenging sé gerð í tilraunaskyni og síðar í sumar komi í ljós hvort hún verður látin standa eða henni breytt til fyrra horfs. „Ákveðið var að lengja rásbrautina eftir ítrekaðar óskir frá mörgum keppendum. Það má segja að góð og gild rök séu bæði með og á móti lengingunni og því verður reynslan af fyrstu keppnum sum- arsins látin ráða með framhaldið. Rökin á móti lengingu eru þau að hætta sé á að bílarnir séu komnir á meiri ferð en ella þegar kemur að fyrstu malarbeygjunni, en rökin með því að lengja rásbrautina eru þau að þá komi bílarnir ekki eins þétt í þessa fyrstu beygju og eftir ræsingu. Þar með minnki hættan á óhöppum,“ segir Guðbergur. Þegar kemur að áhorfendasvæð- inu, má nefna að búið er að leggja Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson FJOLGUN í öllum flokkunum fjórum sem keppt er í á rallýkrossbraut- inni er fyrirsjáanleg, segir Guðbergur Guðbergsson hjá Rallýkrossklúbbn- um, en þó mest í krónukrossinu, þeim flokk sem býður upp á þáttöku með minnstum tilkostnaði. Ákveðið hefur verið að hafa útsláttarkeppni í krónukrossinu í sumar, þ.e. í keppnum sem gilda til íslandsmeistara, þannig að einungis 36 bílar nái inn í sjálfa keppnina. fyrir vatni á svæðið og kaupa plönt- ur og gróður til að græða upp fjórð- ung áhórfendasvæðisins í sumar. Frá því að brautin tók til starfa sumarið 1990 hefur keppendum fjölgað jafnt og þétt, en keppt er í fjórum flokkum. Rallýkrossi, þar sem eru mikið breyttir og öflugir bílar, undir 1.300 kg, í teppaflokki, þar sem keppa 1300-1800 kg bílar, í opnum flokki, þar sem er að fínna ökutæki á borð við svokallaðar Buggy-grindur og önnur 500-1000 kg farartæki, og loks í krónu- krossi, þar sem eru lítið breyttir bílar undir 1300 kg. Útsláttarkeppni í krónukrossi Flestir keppendur hafa verið í krónukrossinu, enda er flokkurinn hugsaður sem keppnismöguleiki án verulegra útgjalda. Þær kvaðir eru settar á keppendur til að halda kostnaði við bílana niðri, að eftir keppni er hveijum sem er kleift að gera tilboð upp á kr. 150.000 í hvaða keppnisbíl sem tók þátt í úrslitum. Uppfylli tilboðið ákveðin skylyrði er skylt að taka því. Guðbergur segir fyrirsjáanlega meiri fjölgun og það í öllum flokk- um. Nýir aðilar ætli sér að mæta til leiks í bæði rallýkrossi og teppa- flokki og von sé á mikilli fjölgun í ppna flokknum og krónukrossinu. Í krónukrossinu verður fyrirkomu- lagi keppninnar breytt vegna fjölda keppenda og haldin útsláttarkeppni fyrir keppni. 36 bílar koma til með að geta náð inn í krónukrossið og má því gera ráð fyrir að 10-20 bílar verði slegnir út hveiju sinni. Þetta á þó aðeins við um keppn- irnar fimm sem gefa stig til íslands: meistara (sjá keppnistöflu). I keppnum sem gefa stig til Bikar- meistara verður öllum fijálst að vera við rásmarkið í upphafi. ve

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.