Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 1
OTtttntlMfofrtfr c ÞRIÐJUDAGUR 27. APRIL 1993 RALLÝKROSS Brautinni í Kapelluhrauni hefur verið breytt eftir ítrek- aðar óskir frá keppendum. En það eru ekki einu fram- kvæmdirnar á vegum Rallý- krossklúbbsins. RALLIÐ Lancia Delta-keppnisbíll fyrr- um Ástralíumeistarans í ralli er kominn í hendur íslenskra ökumanna og á honum verð- ur mætt strax í Þoturallið. ÖRYGGISHJÁLMAR Þá sjaldan að á þá reynir, þá er líka að reyna á síðasta ör- yggisatriðið, jafnvel það sem skilur á milli lífs og dauða. En það er ekki sama hvernig hjálmarnir eru. TORFÆRAN Áhorfendur í torfærukeppn- inni í Jósepsdal 9. maí eiga eftir að sjá þar nokkrar nýjar og forvitnilegar grindur. KEPPNISFYRIRKOMULAG í nokkrum greinum aksturs- íþrótta verður fyrirkomulagi breytt í sumar. Til dæmis í krónuflokki rallýkrossi, í stigagjöfinni í torfærunni og varðandi íslandsmeistara- verðlaunin í ralli. KEPPNISSKRÁIN Þeir sem ætla sér að fylgjast með akstursíþróttunum í sumar fá hér í blaðinu skrá yfir allar keppnirnar sem haldnar verða frá og með maíbyrjun og fram eftir ári. GO-KART Þar eru keppendur allt niður í 8 ára aldur erlendis á 70 kúbika bílum. Þetta er sú grein akstursíþrótta sem margir vilja sjá hérlendis sem fyrst. KEPPNIR ERLENDIS Það stendur til hópferð á Formulu 1, en þeir sem verða á ferðinni í Evrópu í sumar og hafa áhuga á kappakstri, ralli eða rallýkrossi ættu að líta á baksíðuna. < , , ,■ , ■ > „ Keppendur og viðgerðar- menn í hinum ýmsu greinum akstursíþrótt- anna eru margir hverjir að leggja síðustu hönd á frágang ökutækja sinna fyrir keppnis- tímabil sumarsins, enda að því komið. Hinn 2. maí verður keppt í rallýkrossi, 8. maí er fyrsta torfærukeppni sumarsins og í kjölfarið kemur svo keppni á vélsleðum, í sandspyrnu, motokrossi, ralli, kvartmílu og hjólakeppnir. Samtals er 51 akstursíþrótta- keppni haldin í ár samkvæmt keppnisdagatali Landssam- bands íslenskra akstursíþrótta- félaga, LÍ A, og hafa átta þegar verið haldnar, í ískrossi og á vélsleðum. í þessu blaði er fjallað um komandi keppnistímabil, það helsta sem á döfínni er hjá ýmsum aðilum í akstursíþrótt- um og um Go-kart, þá aksturs- íþrótt sem aðilar innan Lands- sambands íslenskra aksturs- íþrótta vilja koma hér á í næstu framtíð. Að auki er á miðopnu blaðs- ins að finna gott yfirlit yfir allar keppnir sem eftir eru á árinu, en þær eru samtals sex í kvart- mílunni, fimm í motokrossi, ein á hjólum, sex í ralli, níu í rallý- krossi, fimm í sandspyrnu, átta í torfæru og ein í vélsleðaakstri. Og það lítur út fyrir að þessar keppnir, eigi eftir að verða enn meira spennandi nú en áður, því margt bendir til þess að enn fleiri keppendur hugsi sér til hreyfings í sumar en síðast. Þó voru útgefin keppnisskírteini á síðastliðnu ári, ein fimm hundr- uð talsins, sem hlýtur að teljast býsna gott, en skráðir meðlimir | í akstursíþróttafélögunum tutt- > ugu innan LÍA eru um þrjúþús- & <§ und talsins. L, | En það eru sem sé allar líkur cí g á fjölgun og þar með á enn fjör- 3 § ugri keppni fyrir þá sem hafa | áhuga á að fylgjast með aksturs- | íþróttum sumarsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.